Morgunblaðið - 24.10.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.10.1984, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1984 30 Norður-Kóreumenn: Enn andvígir OL í Suður-Kóreu? Tókýó, 22. október. AP. NORÐOR-Kóreumenn hafa gefið til kjnna, að þeir aéu enn þeirrar skoðun- ar, að ekki eigi að halda Óljmpfuleik- ana 1988 í Suður-Kóreu. Hin opinbera fréttastofa í Norð- ur-Kóreu hefur sent frá sér viðtal við Caslav Veljic, framkvæmda- stjóra ólympíunefndar Júgóslavfu, þar sem sú skoðun kemur fram, að halda beri leikana í Belgrad. Bendir Veljic á að mörg ríki hafi ekki stjórnmálasamband við Suður- Kóreu og hafi beinlínis lýst andstöðu við að leikarnir verði haldnir þar. Norður-Kóreumenn hafa áður lýst andstöðu við að leikarnir yrðu i Seoul, en talið var að þeir kynnu að hafa skipt um skoðun þar sem sam- skiptin við Suður-Kóreu hafa aukist og batnað að undanförnu. M.a. hafa átt sér stað viðræður milli fulltrúa ríkjanna um að ríkin tvö, sem hafa verið aðskilin frá lokum síðari heimsstyrjaldar, sendu eitt sameig- inlegt lið á ólympíuleikana. Byggðu kirkju á einum sólarhring ColdKster, EngUndi, 22. okL AP. A fófrtudas og laugardag bjggðu Vottar Jehóva í Colchester i Austur-Englandi kirkju í heima- byggó sinni og tók byggingarstarf- ió alls 24 klukkustundir. Frá því klukkan sjö á föstu- dagsmorgun til klukkan sjö á laugardagsmorgun luku bygg- ingarmennirnir, 250 að tölu, við að gera kirkjuna og nutu þeir aðstoðar nokkurra hundraða sjálfboðaliða, innlendra og er- lendra. Kirkjan var byggð úr hleðslusteini og er 23 metra löng og 5 metrar á breidd og tekur tæplega 200 manns í sæti. Hófst byggingarstarfið á föstudags- morgun með einnar mínútu bænarstund. Um hádegi á sunnudag hafði kirkjan verið máluð, teppalögð og skreytt með blómum, lóðin umhverfis hafði verið hellulögð og bílastæðin sléttuð og malar- borin. Hefur kirkjan hlotið nafn- ið „Kingdom Hall“. David Sleeman, einn af öld- ungum safnaðarins, sagði að kirkjubyggingarstarfið hefði verið skipulagt fyrir þremur mánuðum. Þá hefðu bygg- ingarmenn i söfnuðinum og Vottar Jehóva annars staðar að á Englandi, svo og erlendis frá, verið kallaðir til liðsinnis. Indland: Ástandið í Eþíópíu hefur stórum versnaó undanfarió, bæði fyrir börn og fulloröna. Eþíópía: Hungurvofan ógnar 10 milljónum manna ÁSTANDIÐ í Eþíópíu hefur stór- versnað i undanlornum mánuðum og veldur mestu um, hve lítið rigndi þar yfir regntímann. Maísuppskeran skrælnaði, kornbirgðirnar eru gengnar til þurrðar og tala þeirra sem leitað hafa ásjár hjá hjálpar- stöðvum hefur tvöfaldast I Wollo-héraði rigndi, en of lítið, svo að uppskera skrælnaði. Sunn- an vatna, í Gamgofa, varð algjör uppskerubrestur. í Sidamo-héraði, þar sem hirðingjar búa, er beitar- laust með öllu og búpeningur sveltur. Stjórnarandstöðuflokkar mynda kosningabandalag Nýju Delhí, 22. október. AP. Talsmaður indverska þjóð- arflokksins, Bihari Vajpayee, skýrði frá því í gær, mánu- dag, að flokkur hans myndi ganga til liðs við nýtt kosn- ingabandalag sem stofnað var um helgina. Markmið kosningabandalagsins er að hnekkja veldi Congress I, flokks Indiru Gandhi. Það þykir styrkja bandalagið nýja, að flokkur Biharis skuli lýsa yfír samvinnu við það, þó svo að hann hafí tekið fram að hún væri tímabund- in. Flokkar þeir þrír sem mynda kosningabandalagið eru Lok Dal — alþýðuflokkurinn, lýðræðislegi sósíalistaflokkurinn og þjóðlegi Congress-flokkurinn. Þá hafa ýmsir frammámenn í einum stjórnarandstöðuflokknum til viðbótar, Janata-þjóðarflokknum, lýst yfir stuðningi við bandalagið. Forystumaður þess arms Janata- þjóðarflokksins, sem mun styðja það, er Charan Singh fyrrverandi forsætisráðherra. Indira Gandhi gagnrýndi stjórnarandstöðubandalag þetta harkalega í ræðu í dag og sagði að innbyrðis sundrung og valda- græðgi myndi verða þvf að falli. Hún sagði, að í stefnuskrá þess kæmi ekkert fram sem horfði til hagsbóta fyrir Indland og gamlir menn og hugmyndasnauðir stjórn- uðu bandalaginu. Það myndi líka koma í ljós að þeim væri mest f mun að skara eld að eiginhags- munaköku. Gandhi hefur stjórnað Indlandi í fimmtán af síðustu átján árum. Congress I hefur þó aldrei fengið meira en 50 prósent atkvæða. Bú- ist er við að boðað verði til kosn- inganna i desember. Fyrirliggjandi í birgðastöð STANGAÁL (ALMgSi 0,5) Seltuþolið. Fjölbreyttar stærðir og þykktir. ÁLPRÓFÍLAR FLATÁL □ □nizjn —-i VINKILÁL SÍVALT ÁL LlLLL i • •• 1 sindraÆ |\STÁLHF Borgartúni 31 sími 27222 { maímánuði var talið að 5 milljónir manna hefðu orðið fyrir barðinu á þurrkunum. Nú er það álit Sameinuðu þjóðanna, að mat- ur sé til handa um 30 af 40 millj- ónum íbúa landsins. Þannig munu það vera um 10 milljónir manna, sem hungurvofan ógnar um þessar mundir. Persaflóastríðið: Mikið mannfall Miuma, lUhrain. 23. oklóber. AP. ÍKAKAR sögðust í dag hafa látið til skarar skríða gegn írönum síðasta sólarhring á hinum ýmsu stöðum víglínunnar og fellt 400 hermenn andstæðinganna og sært fjölda ann- arra. Sögðu þeir lítið mannfall eða ekkert hafa orðið í sínum röðum. Bardagarnir geisuðu einkum um miðbik víglínunnar og síðustu 6 dag- ana hafa Irakar að eigin sögn drepið 2.499 íranska hermenn í átökum á þessum slóðum. íranir hafa aðra sögu að segja frá sömu bardögum. Þeir láta lítið uppi um mannfall i eigin röðum, en segjast hafa vegið 3.800 íraska hermenn og handtekið nærri 200 til viðbótar. Strfðsaðilar báðir telja sig hafa grandað miklu magni vígvéla fyrir óvinum sínum, skriðdrekum, fallbyssum og fleira af liku tagi. Yasser Arafat, leiðtogi PLO, hefur tekist á hendur það vanda- sama verk að koma á friði í stríði íran og Irak. Hann hefur sagt að mestar vonir bindi hann við að fá Iraka til að fallast á friðartillögur sem lagðar verða fram af 7-landa nefnd á vegum samtaka Moham- eðstrúarríkja, sem telur 45 ríki. Segir hann frani hafa tekið frem- ur vinsamlega í þær málaleitanir, en Iraka ekki. Það þurfi hins veg- ar að kynna þeim málið betur og því sé ekki öll von úti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.