Morgunblaðið - 24.10.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.10.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1984 45 Ljósm. Mbl./Júlíus. Hluti sjúkraþjálfaranna í húsnæði fyrirUekisins Sjúkraþjálfun hf., en alls eru eigendur þess fimm þjálfarar. Fimm sjúkraþjálfar ar opna eigin stofu SJÚKRAÞJÁLFUN hf. heitir fyrir- tæki, sem tók til starfa í byrjun ág- ústmánaðar. Það er f eigu fimm sjúkraþjálfara, sem allir starfa í 140 m2 leiguhúsnæði fyrirtækisins að Laufásvegi 11. Hanna Ásgeirsdóttir, sjúkra- þjálfari, er stjórnarformaður hins nýja fyrirtaekis. Hún sagði, í sam- tali við blaðamann Morgunblaðs- ins, að sjúkraþjálfararnir fimm Árni Johnsen formaður tóbaks- varnanefndar Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur skipað í tóbaksvarnanefnd, sem starfar til næstu fjögurra ára: Árni Johnsen, alþingismaður er formaður og aðrir nefndarmenn Þorvarður Örnólfsson, fram- kvæmdastjóri, og Þorsteinn Blöndal, yfirlæknir. Varamenn hafa verið skipaðir. Þórhallur Halldórsson, for- stöðumaður, Jónas Ragnarsson, rit- stjóri og Þórður Harðarson, prófess- or. væru allir löggiltir og með reynslu í starfinu. „Við ákváðum að stofna þetta fyrirtæki til að geta unnið sjálfstætt," sagði Hanna. „Það eru langir biðlistar eftir þessari þjón- ustu hjá þeim stofnunum sem veita hana. Aðsóknin hingað til hefur einnig sýnt að þörfin er brýn, en hingað hafa komið að meðaltali 15 manns daglega til hvers þjálfara. Fyrirmyndina að þessum rekstri höfum við fengið erlendis frá, en þar er algengt að sjúkraþjálfarar starfi sjálfstætt. Hingað kemur fólk eftir tilvísun frá lækni og greiðir fyrir sam- kvæmt samningstaxta Félags ís- lenskra sjúkraþjálfara við Trygg- ingastofnun ríkisins." Sjúkraþjálfararnir fimm hafa allir starfað að sjúkraþjálfun áður á ýmsum stofnunum hér á landi og á stofum sambærilegum þess- ari erlendis. Hluti þjálfaranna hefur einnig stundað framhalds- nám við erlenda 3kóla. Hanna Ás- geirsdóttir sagði, að ef eftirspurn- in héldist jafn mikil áfram væri vel hugsanlegt að fyrirtækið réði fleiri til starfa. Nýtt rit um móð urmálskennslu TÍUNDA ritið í flokki Smárita Kennaraháskóla íslands og Iðunnar er nú komið út. Nefnist það „Nokkr- ar hugmyndir um móðurmáls- kcnnslu fyrir byrjendur" og er höf- undur þess Þóra Kristinsdóttir. Riti þessu er sérstaklega ætlað að miðla nýjum hugmyndum varð- andi lestrarkennslu og móður- málsnám. í fyrsta hluta bókarinn- ar fjallar höfundurinn um for- kennslu og undirstöðu lestrar- námsins. Er þar sérstaklega fjall- að um þjálfun sjón- og heyrnar- skynjunar, sem telja má grundvöll alls lestrarnáms. í öðrum hluta er fjallað um hópskiptingu í bekk eftir lestrargetu, settar eru fram hugmyndir að málörvunarverk- efnum og verkefni fyrir skriflega tjáningu á þessu fyrsta stigi móð- urmálskennslu. í þriðja hluta rits- ins eru svo lýsingar á nokkrum spilum, sem nota má í lestri, staf- setningu og málfræði. Slík spil auka á fjölbreytni kennslunnar og gera hana að leik og hafa verið notuð með góðum árangri við æf- ingakennslu. Þora Kristinsdottir Nokkrar luigmvndir um móðurmálskcnnslu fyrir bvrjendur 10 Smártt Kennarihátkola Islands og Idunnar Ritið er 64 bls., Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði, en Iðunn gefur ritið út. (Fréttatilkynning.) Til vinstri Gösta Bring, sölustjóri sænska fyrirtækisins Unifos Kemi AB, sem framleiðir hráefnið í nýju snjóbræðslu- rörin, ásamt Sigurði Grétari Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Pípulagna sf. Mbl./Júliua Pípulagnir sf. hefur framleiðslu á frostþolnum snjóbræðslurörum FYRIRTÆKIÐ Pípulagnir sf. í Kópavogi hefur nú hafið framleiöslu á nýrri tegund snjóbræðsluröra sem nefnast kóbra og framleidd eru úr polyten-hráefni frá sænska fyrirtæk- inu Unifos Kemi AB. Af þvf tilefni var sölustjóri Unifos, Gösta Bring, staddur hér á landi fyrir nokkru og var nýja snjóbræðslukerfið þá kynnt fyrir blaðamönnum. Sigurður Grétar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Pípulagna sf., sagði að fyrirtækið hefði áður flutt inn svokölluð pex-snjó- bræðslurör en nú væri það hætt þeim innflutningi. „Kóbra-snjó- bræðslukerfið er mun ódýrara en það sem ég var áður með,“ sagði Sigurður „og auk þess að hafa sömu eiginleika og pex-rörin hafa kóbra-rörin meira hitaþol, eða 50 gráður á Celsíus. Aðrir mikilvægir kostir nýju röranna er að þau eru frostþolin, þola 10 kílóa þrýsting og endast að meðaltali i 50 ár. Kóbra-snjóbræðslurörin má leggja undir malbik, steinsteypu og hellur en einnig má nota þau i gólfhitakerfi. Tortryggni hefur gætt meðal manna í garð nýju röranna þar sem þau eru svört og þvi áþekk kaldavatnsleiðslum. Þvi vil ég benda hér á að sérstök ástæða er fyrir því að rörin eru höfð svört en ekki í upprunanlega ljósa litnum, þar sem dökki liturinn ver þau fyrir sólarljósinu," sagði Sigurður. Rafbúð Domus Medica, Egilsgötu 3 Simi 18022. OSRAM LJÓSLIFANDI ORKUSPARNAÐUR KÆRIRÐU ÞIG UM LÁGA RAFMAGNSREIKNINGA? OSRAM Ijós og lampar eyða broti af því rafmagni sem venjuleg Ijós eyða og lýsa þó margfalt meira. OSRAM flúorsent Ijós eyða 11 wöttum þegar þau bera 75 watta birtu. Svo endast þau miklu lengur. OSRAM CIRCOLUX “ stílhreint, fallegt Ijós sem fæst í ýmsum útfærslum, hentar stundum í eldhús, stundum í stofu eða hvar annars staðar sem er - allt eftir þínum smekk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.