Morgunblaðið - 24.10.1984, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 24.10.1984, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1984 53 Minning: Theodór Daníels- son frá Hvallátrum Liðin er rösk hálf öld síðan leið- ir okkar Theodórs Daníelssonar frá Hvallátrum lágu fyrst saman. Ég hafði haft margar spurnir af Vestureyingum, enda var móðir mín þar ung nokkur sumur og minntist þess löngum með mikilli ánægju. Þótt hún kæmi aldrei í Hvallátur kunni hún vel deili á búendum þar, og sú vitneskja fór ekki fram hjá mér. En vitaskuld varð hún ýtarlegri, þá er við Theo- dór tókum að leysa frá skjóðu um uppruna okkar og umhverfi. Við vorum saman tvo vetur í Kennara- skólanum, en þar skildum við vor- ið 1932. Liðu síðan allmörg ár, að við höfðum lítið samband, en þar að kom, að á milli okkar lágu gagnvegir með sérlega góðum kynnum. Theodór fæddist 2. febrúar 1909 í Hvallátrum. María móðir hans var dóttir Steinunnar Sveinbjarn- ardóttur og Guðmundar Jóhann- essonar í Skáleyjum. Jóhann Lúther, prófastur á Hólmum í Reyðarfirði, var bróðir Steinunn- ar, en Jóhannes, langafi Theodórs, sonur Bærings Jónssonar á Breiðabólsstað á Fellsströnd. Daníel faðir hans var sonur Jóns Þórðarsonar, bónda í Skógum í Þorskafirði, og Kristínar Daní- elsdóttur, er ættuð var norðan úr Steingrímsfirði. Þegar séra Guðmundur Guð- mundsson fluttist frá Gufudal 1906, tóku Daníel og María þá jörð til ábýlis. En tveim árum síðar urðu þau fyrir því óhappi að missa í sjóinn nálega alian fjárstofn sinn. Varð það til þess að þau fóru í Hvallátur, en ólafur Bergsveins- son bóndi þar var kvæntur Ólínu, systur Daníels. Þaðan áttu Gufudalshjón ekki afturkvæmt, og vann Daníel á búi mágs síns. María andaðist af barnsförum haustið 1913 og tveim árum síðar, eða 21. ágúst 1915, fórst bátur frá Hvallátrum og með honum Daníel, Guðmundur sonur hans, 13 ára, Eyjólfur, sonur Ólafs og vinnumaður úr Látrum. Eftir voru þá á lífi fimm börn Marfu og Daníels, og tóku Hvallátrahjón fjögur þeirra í fóstur: Jón, Krist- ínu, Ólaf og Theodór, en Svein- björn fór í Skáleyjar. Öll voru systkinin hjá fósturforeldrum sín- um til fullorðinsára. Jón var síðar lengi bóndi í Hvallátrum, Kristín húsmóðir í Hlíð í Þorskafirði, Sveinbjörn bóndi í Vestureyjum og síðar á Snæfellsnesi og ólafur klæðskerameistari, lengst á Akur- eyri, og er hann látinn. Þegar Theodór hleypti heim- draganum var hann kominn fast að tvítugu, og lá leiðin fyrst aust- ur á firði, en þar voru þá tveir móðurbræður hans. Að austan fór hann norður í Mývatnssveit og var vetrarlangt hjá Þóri Steinþórs- syni, siðar skóíastjóra í Reykholti. Var ætlun Theodórs að setjast í Gagnfræðaskólann á Akureyri, en brast fjárráð, þegar á átti að herða. Varð þá úr, að hann réðst til séra Hermanns Hjartarsonar á Skútustöðum og var þar við störf og nám í þrjú misseri. En þaðan kom Theodór, þegar hann settist í annan bekk Kennaraskólans haustið 1930. Skútustaðaheimilið dáði hann mikið, taldi kynni sín við séra Hermann hafa orðið sér gæfurík og nefndi prestinn oft í sömu andrá og fóstra sinn í Hval- látrum, er hann gat þeirra manna, sem heilladrýgst áhrif hefðu haft ásig. Þótt Theodór væri ekki laus við feimni og hlédrægni í fyrstu, rætt- ist býsna vel úr starfi hans í fé- lagslífi skólans, og blaðið örvar- odd lét hann njóta þess, að honum var sýnt að setja saman stöku. Herbergisfélagarnir, Theodór og Arnór Arnason frá Garði, bróðir Þuru, áttu til að skella á skeið gamanseminnar. 1 Arnóri bjó í senn gárungi og mikill alvörumað- ur. Hann vakti oft gáska með tundri sínu, og átti Theodór þá til að auka á hann. Löngu síðar, þeg- ar minnst var á brek frá skólaár- unum, kom í ljós, að hann mundi mörg þeirra vel og hampaði þeim stundum með smitandi hlátri. Theodór var fyrst kennari í Gufudals- og Reykhólaskólahverfi í 13 ár, eitt ár í Fróðárhreppi og annað ár heimiliskennari í Hval- látrum Á sumrum var hann þá hjá Jóni bróður sínum í Hval- látrum og einnig lengi síðar, en með þeim bræðrum var einstak- lega kært. Haustið 1947 réðst Theodór að barnaskólanum í Gler- árþorpi og síðar að Barnaskóla Akureyrar og á Oddeyri, en alls kenndi hann þar nyrðra í 13 ár. Veturinn 1960—1961 var hann skólastjóri barnaskólans í Ólafs- vík og síðan 12 ár kennari við Breiðagerðisskóla í Reykjavík. Alls var hann því við kennslu í 41 ár, eða þangað til 1973. Eftir að hann var fluttur suður starfaði hann stundum á sumrin á vegum Þjóðminjasafns við viðgerð á gömlum bæjum í vörslu þess. Ég kynntist aldrei kennslu Theodórs, en ber fyrir mig þau orð starfssystkina hans og nemenda, að hann hafi verið prýðis uppal- andi og fræðari. Af máli hans mátti oft skynja, að honum var umhugað að koma „öllum börnum sínum" til nokkurs þroska. Meðan Theodór var enn nyrðra dró til náinna kynna með okkur á ný. Áttum við Helga ætíð vísan samastað hjá honum værum við þar á ferð, og gerðum þá jafnvel nokkurn stans, enda beinlinis til þess ætlast. Síðla í ágúst 1960 hafði hann samband við mig í síma og tjáði mér, að eftir því væri leitað við sig að gerast skóla- stjóri í ólafsvík. Var hann að bera undir mig, hvernig mér litist á. Ég latti hann fremur en hvatti. En reyna mátti ég, að fár veit á hverri stundu mælt er. Á þjóðhátíð- ardaginn árið eftir giftust þau Theodór og Hallveig Jónsdóttir frá Ólafsvík. Þegar fundum þeirra bar saman, hafði hún verið ljós- móðir í 15 ár á svæðinu milli Önd- verðarness og Búlandshöfða og tekið á móti 400 börnum. Brátt kom í ljós, að Theodór hafði hlotnast happ meira og Fæddur 30. ágúst 1914 Dáinn 4. september 1984 „Afi og amma í Kópavogi", ekki svo lítið, ef hugsað er út í aðstæð- ur. Afi og amma urðu „til“ fyrir ell- efu árum, þegar yngri dóttir þeirra, Gróa, kom til dvalar á heimili okkar ásamt vinstúlku sinni. Þær voru bara 15 ára og of ungar til að dvelja í verbúðinni í Þorlákshöfn og urðu þar af leið- andi að finna sér annan verustað. Bróðir Ágústs kom að máli við mig og spurði hvort ég gæti tekið þessar tvær stelpur að mér og var það auðsótt mál. Gróa átti sitt annað heimili hjá okkur í mörg ár eftir það, og það sem meira var, krakkarnir minir slógu eign sinni á foreldra hennar. „Afi og amma í Kópavogi", það var viss sjarmi yfir þessum orð- betra en fyrr og síðar, er hann kunni vel að meta. Ekki kom okkur Helgu það á óvart, því að með Hallveigu höfðum við fylgst frá barnæsku hennar og vissum, að henni var léð sú lukka að gera alla hluti vel, og að hugur hennar stóð ætíð til þess að styðja þann, sem hokinn haltraði. Allir, sem sóttu þau Hallveigu og Theodór heim, fundu og sáu, að þeim lét vel sambúðin, og ekki dró úr ánægjunni fæðing Láru Maríu síðla sumars 1962. Einu gilti hvort þau bjuggu í Heiðargerði eða á Njálsgötu, enginn þurfti þar að verða kulvís í varpa, því að bæði höfðu lag á að fagna gestum með hóglæti og innileik. Um miðjan vetur 1973 varð Theodór að hætta kennslu vegna veikinda af völdum kransæða- stíflu, og þótt hann hresstist í bili annað veifið og gæti þá gripið í ýmsa tómstundaiðju, bar hann aldrei sitt barr upp frá því, enda kom síðar annað og meira upp á, svo að hann varð alfarið að dvelj- ast á sjúkrahúsi síðustu fjögur ár- in, sem hann lifði. Þangað var gott að koma og gista, alltaf tilhlökkunarefni, það var svo margt að sjá og heyra hjá þeim. Þetta var hálfgerð „general- prufa“ hjá Kötu og Gústa, það leið ekki langur tími þar til fyrsta barnabarnið kom til sögunnar, Árni litli, sonur Gróu og manns hennar, Magnúsar Erlingssonar. Síðan fæddist Ágúst Zan, sonur Ingu og hennar manns, Marjan Zak. En þau „amma og afi“ gleymdu aldrei fyrstu „barnabörnunum" sínum. Það varð snöggt um hann Gústa, hann bara fór si svona, allt í einu. Nýbúinn að halda upp á sjötugs- afmælið sitt, með pompi og pragt. Ekki þar fyrir, þeir sem þekktu hann, vissu að hann gekk ekki heill til skógar. Eftir að Theodór veiktist var Hallveig með barnagæslu á heim- ili þeirra og síðar réðst hún ljós- móðir á Fæðingarheimilið við Ei- ríksgötu og starfaði þar, uns hún var haldin af sjúkdómi, sem leiddi hana til bana 12. október 1977. Og svo stóð á, að meðan hún háði sitt lokastríð veiktist Theodór hastar- lega og lá þá á gjörgæsludeild á sama spítala og hún. Reyndi þá mjög á Láru Maríu, aðeins 15 ára. En hún sýndi þá, eins og öll veik- indaár föður síns, að henni er ekki fisjað saman, kann að taka harmi án hugarvíls og æðru, og á hún þó varmt hjarta. Hvallátraheimilið stóð ætíð í miklum ljóma í huga Theodórs. Honum var það ekki láandi. Þaðan bar hann sitt heimalandsmót, eins og systkini hans og fóstursystkini, er öll hafa reynst því trú, sjálfum sér og samfylgdarfólki til farsæld- ar. Theodór Daníelsson andaðist 12. september síðastliðinn, og var út- för hans gerð frá Dómkirkjunni viku síðar. Samt kom þetta á óvart. Það er stutt síðan bróðir hans, Matthías listmálari lést, en að ekki yrði lengra milli þeirra bræðra, það grunaði engan. Það er svo sem vitað mál, að enginn ræður sínum næturstað og oft ætti maður að vita betur, samt er eins og allt verði svo illilega framandi, þegar staðið er frammi fyrir honum dauða. Með þessum orðum er ekki ætl- unin að tína til staðreyndir um ættir Gústa, það geta aðrir fróðari gert, við viljum einungis þakka honum samfylgdina og allar gleði- stundirnar. Við vonumst bara til þess að við eigum eftir að njóta hennar Kötu „ömmu“ sem lengst. Hugheilar samúðarkveðjur til hennar, dætranna, tengdasona og barnabarna frá okkur. Þó að brotni þorn í sylgju þó að hrökkvi fiðlustreingur. Ég hef sæmt hann einni fylgju, óskum minum, hvar hann geingur. (H.K.L) Bergþóra, Birgitta, Jón Tryggvi. um. t Astkær eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, FLOSI ÞÓRORMSSON fré Fáakrúösfiröi, Kleppsvegi 82, Reykjevfk, andaðist i Landspítalanum 18. október si. Sigurborg Jónasdóttir, Ásgeröur J. Flosadóttir, Jóhannes Gunnarsson, Stefanía Þ. Flosadóttir, Halldór Þórhallsson, Ellen Flosadóttir, Guðvin Flosason og barnabörn. t Stjúpfaöir minn, SVEINN ÓLAFSSON, Grettisgötu 80, Reykjavfk, lóst 2. október sl. Útför hans hefur farlö fram í kyrrþey. Þakka auösýnda samúö. Anna Valgeröur Wiesenberg. t Eiginkona mín, dóttir okkar, móðlr, tengdamóöir og amma, JÚLÍA SVEINBJARNARDÓTTIR, leiösögumaöur, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 26. október kl. 13.30. Baldvin Tryggvason, Sveinbjörn Sigurjónsson, Soffía Ingvarsdóttir, Sveinbjörn I. Baldvinsson, Jóna Finnsdóttir, Tryggvi M. Baldvinsson, Vilborg Rósa Einarsdóttir og barnabörn. t Bróöir okkar, GUÐMUNDUR GEIRSSON, Mýrarholti 7, Ólafsvík, sem fórst af slysförum sunnudaginn 30. september, var jarösung- inn frá Akraneskirkju föstudaginn 12. október. Þökkum innilega auösýnda samúö. Systkini hins látna. t ÞÓRUNN ÁRNADÓTTIR, Drápuhlíö 18, andaöist á Hrafnistu 21. þ.m. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna. Magnús Árnason. t Móöir okkar og tengdamóöir, EVA FANNEY JÓHANNSDÓTTIR, Kirkjuvegi 9, Hafnarfiröi, lést sunnudaginn 21. október sl. Börn og tengdabörn. Legsteinar granít — marmari Opiö alla daga, eínnig kvöld og helgar. ílamt yf Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi, símar 620809 og 72818. Lúðvík Kristjánsson Minning: Ágúst Sigfússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.