Morgunblaðið - 24.10.1984, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 24.10.1984, Blaðsíða 51
51 MORGUNBLAÐSÐ, MIÐVIKUDAGUB 24. OKTÓBER 1984 In memoriam: Aksel S. Piihl Rússnesk rækja til Akureyrar: Rússarnir töfðust Akureyri, 23. október. SUNNUDAGINN 14. október sl. Aksel vinur minn er allur. Hann var tryggðatröll. Vinátta okkar byrjaði reyndar með sínu sniði. Við Aksel vorum sennilega bæði í ómeðvitaðri varnarstöðu er hóp- urínn okkar „árgangur ’42“ kom saman til byggingafræðináms i Kolding í Danmörku skömmu fyrir veturnætur haustið 1938. Við vorum yngst í hópnum, 18 ára, bæði frekar seinþroska, lærlingar enn, innan um fulltíða iðnsveina og auk þess minnst af öllum. Gert var góðlátlega grín að okkur i fyrstu — og voru ástæður til. Vegna alls þessa fórum við óskap- lega í taugar hvers annars, einu sinni urðu meira að segja áflog í illu. Samt var það svo, að oftast lent- um við saman í stærri verkefnum, ein tvö eða með öðrum og sam- komulagið batnaði smám saman. Á þriðja ári áttum við saman bjarta vordaga að landmælinga- verkefni utan við Kolding og bar þá margt á góma er hjólað var í vinnu eða úr eða nestið snætt við vegarskurðinn. Þetta voru fyrstu kynni Aksels af framtíðaratvinnunni og svo ein- kennilega vildi til, að það ævistarf var ekki unnið á æskuslóðum hans á Jótlandi, heldur hér á landi þar sem hann undi vel hag sínum til dauðadags. í gamla daga töluðu Sjálend- ingar, stundum af nokkru stæri- læti, um Jótana, sem hægt væri að flytja á milli án þess að skrúfa í sundur fyrst, þannig var Aksel, alltaf í heilu lagi en alltaf jóskur fram í fingurgóma. Bftir að sameiginlegu námi lauk fækkaði samfundum — stundum liðu mánuðir og misseri á milli, en alltaf var það eins og að hittast á Bóndinn kominn út TÍMARITIÐ Bóndinn, annað tölu- blað þessa árs, er komið út og hefur verið sent bændum víðs vegar um landið. Þetta er annað árið sem Bóndinn kemur út, en ritinu er dreift endurgjaldslaust til allra bænda á landinu, sem eru ura 4.500 talsins. Meðal efnis í blaðinu, er yfirlit yfir nær allar þær tegundir dráttavéla, sem fluttar eru til landsins. í upphafi er viðtal við Leif Kr. Jóhannesson, forstöðu- mann Stofnlánadeildar landbún- aðarins, um lán til dráttarvéla- kaupa, en síðan er gerð grein fyrir hinum ýmsu tegundum véla og rætt við innflytjendur þeirra. Binnig er í ritinu greint frá heim- sókn blaðamanns að Hólum í Hjaltadal þar sem er að finna við- töl við nokkra nemendur bænda- skólans, auk þess sem er rætt er við skólastjóra og bústjóra. Af öðru efni Bóndans má nefna grein eftir Inga Tryggvason um kartöflumálin, viðtöl við starfs- menn Vélaverkstæðisins Egils hf. og við Jón Þorstein Gunnarsson, viðskiptafræðing hjá Frigg, um hreinlætisefni fyrir landbúnaðinn. Bóndinn er 96 blaðsiður að stærð, og hann er unninn í Form- prenti, Repró og Arnarfelli. Útgef- andi er Fjölnir hf. Ritstjóri er Anders Hansen. (ÍIr frétutiiky.Binp.) nýjum morgni í skólanum okkar forðum. Aksel kom hingað til lands skömmu eftir stríð og vann hér fyrst að iðn sinni, en hann var múrari eins og faðir hans. Svo tók mælingarvinnan við, fyrst hjá Rafveitu Reykjavíkur siðan hjá Landsvirkjun. Víða um land lágu spor þessa litla, harðgera manns, víða sáu börn vina hans „möstrin hans Aksels" sem þau kölluðu svo og um sérhlífni var ekki að ræða. Einhvern tima kom lítill sonur okkar 'njóna blaðskellandi heim í tjald í óbyggðum og var mikið niðri fyrir: „mamma — Aksel er kominn hingað, hann er blautur upp að blýöntum“ — þ.e. vestis- vasanum. Aldrei giftist Aksel en bjó i mörg ár með Karenu, systur sinni, fyrst í Breiðholti síðan í Garðabæ, þar sem þau komu sér upp lifandi og gestrisnu heimili, sem um margt svipar til æskuheimilisins í Bjstrup við Kolding. Þar hljómar jóskan hrein og óbjöguð, þar eru gamlir munir „að heirnan" og þar minna allar veitingar á jóskar sveitir á fyrri hluta aldarinnar. Karenu og fjölskyldu þeirra systkina sendi ég samúðarkveðjur mínar og fjölskyldu minnar auk þeirra námsfélaga, sem við höfum haft samband við seinni árin. Myndin af „árgangi ’42“ sem hékk á veggnum hjá Akseli hvar sem hann bjó mun nú hanga hjá mér og ætla ég að reyna að hugsa með tryggð og þakklæti til „strák- anna“, lífs sem liðinna, svo sem áður gerði Aksel vinur minn. „Kirkeklokke, nár til sidst du lyder, for mit stöv, skönt det dig hörer ej, meld da mine kære, sá det fryder; kan sov hen, som sol í höst gár ned.“ (N.F.S. Grundtvig) kom hingað til Akurevrar rússneskt rækjuflutningaskip með um 1.000 tonn af heilfrystri rækju, sem fara á til vinnslu hjá Niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar. Þegar skipið hugðist leggja að bryggju, komu verkfalls- verðir BSRB í veg fyrir það, enda hafði skipið ekki verið tollafgreitt. Skipið lá síðan við festar á Poll- inum fram á miðvikudag, en þá loks fékkst leyfi til að afferma skipið, eftir að Niðursuðuverk- smiðja K. Jónssonar hafði sótt um undanþágu, enda fyrirsjáanlegt ef skipið fengi ekki afgreiðslu, að innan skamms tíma kæmi til stöðvunar í verksmiðjunni og allt að 170 manns myndu verða at- vinnulausir. Verkfallsnefnd afgreiddi beiðni um losun skipsins strax á mánu- dag 15. okt., en dráttur sá sem varð á losun mun hafa stafað af ágreiningi milli bæjarfógetaemb- ættisins og verkfallsnefndar BSRB. Vildi bæjarfógeti sjálfur tollaafgreiða skipið, en verkfalls- nefndin krafðist þess að tollverðir og skrifstofufólk hjá embættinu yrðu kölluð til vinnu vegna þessa máls. Samkomulag varð síðan um það á miðvikudag og var skipið þá afgreitt og vinna við uppskipun gat hafist. GBerg. Elísabet Finsen Rússneska skipið í Akureyrarhöfn HVERS VEGNA AÐ SÆTTA SIG VIÐ 17% VEXTIOG SÍÐAN EITTHVAÐ STIGHÆKKANDI ÞEGAR ÞÉR BJÓÐAST 26,2 % VEXTIR STRAX í FYRSTA MÁNUÐIEFTIRINNLEGG OG FASTAÐ 28% ÁVÖXTUNÁ12 MÁNUÐUM? Einn allra banka og sparisjóða býður Útvegsbankinn þér innlánsreikning með glæstri mánaðarlegri vaxtaábót. Hún er nú 9.2% og leggst á almenna sparisjóðsvexti. Vaxtaábótin tryggir þér þannig fyllstu vexti, 26.2%, strax í fyrsta mánuði eftir stofnun reikningsins. Jafnframt getur hún skilað þér fast að 28% ávöxtun á 12 mánuðum. Þú getur tekið út af reikningnum hvenær sem er. En þann mánuð sem tekið er út reiknast hins vegar engin vaxtaábót, heldur gilda þá sparisjóðsvextirnir. Strax í næsta mánuði færðu vaxtaábót og nýtur fyllstu vaxta aftur. Athugaðu vel! ÚTTEKT HEFUR ENGIN ÁHRIFÁÁUNNAVAXTAÁBÓT Það hafa ekki allir biðlund eftir stighækkandi ávöxtun. Þess vegna bjóðum við fyllstu vexti strax. Er nokkur ástæða til að sætta sig við minna? GERÐU SAMANBURÐ Við hvetjum þig til að gera rækilegan samanburð á öllum þeim innlánsreikningum sem nú eru í boði hjá bönkum og sparisjóðum. Athugaðu sérstaklega vaxtatímabil reikninganna, og hvort þú glatir áunnum vöxtum takir þú út fyrr en þú ætlaðir. ÁBOT A VEXTI BÝÐST ÞER BETRA ? UIVEGSBANKINN EINN BANKl • ÖU. bJÓNUSTA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.