Morgunblaðið - 24.10.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.10.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1984 47 Frá 25 ára afmælishátíð Landsambands eigenda íslenskra hesta í Hollandi: Morgunblaöið/Valdimar Kristinsson. Sjö íslendingar tóku þátt í alþjóðlega afmaelismótinu og voru fjórir með í setningaratböfninni. Frá vinstri talið: Herbert Ólason á Seif, Jón Steinbjörnsson á Gáska, Þórður Jónsson á Hvelli og Reynir Aðalsteinsson á stóðhestinum Nasa frá Geirshlíð. Fjölbreytt dagskrá með vel- heppnuðu alþjóðlegu móti í lokin Dagana 10.—16. september hélt Landsamband eigenda íslenskra hesta í Hollandi upp á 25 ára afmteli sitt í Uddel. Á þessari viku var boðið upp á ýmislegt fræðslu- og skemmtiefni og má þar nefna fyrirlestra um ýmislegt varðandi íslenska hestinn, myndbandasýningar frá landsmótum hérlendis og frá „Hestadögum í Garðabæ". Að síðustu var svo haldið alþjóðlegt hestaíþróttamót með sama sniði og Evrópumótin, sem haldin eru annað hvert ár. Til leiks mættu keppendur frá flestum aðildarþjóðum FEIF (Evrópusamband eigenda íslenskra hesta) og þar á meðal voru nokkrir ísienskir keppendur, sem ýmist komu með hesta frá íslandi til að keppa á eða fengu lánaða hesta ytra. Var árangur þeirra allþokkalegur svona miðað við aðstæður. Mánudaginn 17. september var síðan haldinn aðalfundur FEIF. Var á þessum fundi kosinn nýr forseti samtakanna en Ewald Isenbiigel frá Sviss, sem gegnt hafði þessari stöðu frá stofnun FEIF 1969, gaf ekki kost á sér. í hans stað var kosinn Volker Ledermann frá Vestur-Þýskalandi með öllum greiddum atkvæðum. Afmælishátíðin var sett mánudagskvöldið 10. september en á þriðjudag hófst ræktunar- ráðstefna FEIF, sem fjallar um ræktun íslenska hestsins í Evr- ópu. Hinn þátturinn í þessari ráðstefnu var námskeið í kyn- bótadómum og voru þeir Walter Feldmann jr. frá Vestur-Þýska- landi og Friðþjófur Þorkelsson frá íslandi leiðbeinendur. Einn megin tilgangurinn með þessu námskeiði var að samræma kynbótadóma milli landa þar sem íslensk hross eru tekin til dóms. Aðspurður um það hvort komið hafi fram mikill skoðana- ágreiningur milli einstakra þjóða kvað Friðþjófur hann minni en búast hefði mátt við, taldi hann að það væru helst Hollendingar sem skæru sig úr og sagði hann þá horfa full mik- ið á fegurð í reið, sem er eitt dómsatriði í hæfileikadómi, þeg- ar þeir væru að dæma gangteg- undir. Aftur á móti legðu þeir minna upp úr gæðum gangteg- undanna. Ræktunarráðstefnunni lauk á fimmtudag og voru menn sam- mála um að hún hafi verið mjög gagnleg og þyrfti meira af slíku. Island átti engan fulltrúa á þess- ari ráðstefnu en það virðist vera stefna Búnaðarfélags íslands að taka ekki þátt í þessum ráð- stefnum, sem haldnar hafa verið reglulega undanfarin ár. Samtímis ræktunarráðstefn- unni var keppt í svokallaðri „Long distance ride“ en í frétt Morgunblaðsins í byrjun sept- ember, þar sem sagt frá þessari hátíð, var minnst á þetta fyrir- bæri og þess jafnframt getið að ekki hafi fundist gott íslenskt heiti á þetta. Má geta þess að daginn eftir kom tillaga um ís- lenskt nafn og var lagt til að þetta yrði kallað „Skúlaskeið" og er þessari hugmynd hér með komið á framfæri. En það er af þessu „Skúlaskeiði" að segja að fáir virtust vita um þessa keppni og þaðan af síður að vitað væri hvar hún færi fram og töldu keppnina ekki hafa farið fram þar til verðlaun voru afhent í lok mótsins. Þrír fyrirlestrar voru haldnir af þeim Friðþjófi Þor- Á ræktunarráöstefnunni leiöbeindu þeir Friðþjófur Þorkelsson (til vinstri) og Walter Feldmann jr. (til hægri) á námskeiöi fyrir kynbótadóm- ara. Á milli þeirra er Siguröur Ragnarsson sem sá um að túlka þegar þess geröist þörf. Þóröur Jónsson keppti í tölti, fimmgangi og skeiði á Hvelli og hafnaöi hann í 8. sæti í tölti og 7. sæti í flmmgangi. kelssyni, sem fjallaði um dóma á kynbótahrossum 4ja til 6 vetra, Þorvaldi Árnasyni, sem gerði grein fyrir rannsóknum á erfða- styrk kynbótahrossa og Ewald Isenbúgel ræddi um skyldleika- rækt hrossa. Á íþróttamótinu urðu helstu úrslit þau að Evrópumeistarinn Hans Georg Gundlach, Vestur- Þýskalandi, sigraði bæði i tölti og fjórgangi á hesti sfnum Skolla, en þeir skutust upp á stjörnuhimininn á síðasta Evr- ópumóti er þeir sigruðu í þessum sömu greinum. Í fimmgangi sigraði Johannes Hoyos, Austur- ríki, á Fjölni frá Kvíabekk, sama hesti og Tómas Ragnarsson reið er hann varð Evrópumeistari í Roderath í fyrra. I 250 metra skeiði sigraði danska stúlkan Dorte Rasmussen á danskfædda hestinum Blossa frá Endrup og tíminn var 23,9 sek. Í 150 metra skeiði sigraði Walter Feldmann, Vestur-Þýskalandi, á Vini frá Víðidal á 16,1 sek. Feldmann sigraði einnig á gæðingaskeiði á sama hesti. Nánar verður fjallað um íþróttamótið síðar. KÆRIRÐU ÞIG UM LÁGA RAFMAGNSREIKNINGA? OSRAM Ijós og lampar eyöa broti af því rafmagni sem venjuleg Ijós eyöa og lýsa þó margfalt meira. OSRAM flúorsent Ijós eyða 11 wöttum þegar þau bera 75 watta birtu. Svo endast þau miklu lengur. OSRAM DULUX “ handhægt Ijós þar sem mikillar lýsingar er óskaö. Mikið Ijósmagn, einfalt í uppsetningu og endist framar björtustu vonum. OSRAM CIRCOLUX “ stílhreint, fallegt Ijós sem fæst í ýmsum útfærslum, hentar stundum í eldhús, stundum í stofu eöa hvar annars staðar sem er - allt eftir þínum smekk. OSRAM COMPACTA - og fremst nytsamt Ijós sem varpar Ijósgeislunum langt og víöa jafnt innanhúss sem utan. GLÓEY HF. OSRAM LJÓSLIFANDI ORKUSPARNAÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.