Morgunblaðið - 24.10.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.10.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÖBER 1984 Niðursuðudós sem skipverjum á Geir var færð á stríðsárunum: Hefur geymt niðursuðu- dósina síðan 1941 „16.maí 1941 kl.5.30 e.h. gefið af „breskum“ kafbát 25—30 mílur N.W. Barrahead," stendur utan á niðursuðudós sem Magnea G. Magnúsdóttir hefur geymt vandlega síðan maður hennar, Helgi Kr. Helgason vél- stjóri á togaranum Geir, lét hana fá dósina til varðveislu fyrir rúmum 43 árum. Hvernig dós þessi komst í hendur Helga á sér skrítna sögu, og merkilegt að hún skuli vera til enn þann dag í dag. Fyrir þá sem ekki þekkja sög- una af því þegar togarinn Geir var á leið frá Fleetwood á Bretlandi til íslands á stríðsárunum og var stöðvaður af kafbát á leiðinni skal hún að nokkru rifjuð upp. Matthías Johannessen segir svo frá í grein er hann reit af þessum atburði: „Þegar Geir var svo kom- inn 50 sjómílur norður fyrir Bar- rahead, er þar hægviðri, en mistur í lofti og því meir sem nær dregur sjónum, því að nær albjart er há- loftið. Þá sjá þeir allt í einu hvar kafbátur kemur á móti þeim og hefur brezkan fána við hún.“ í lýs- ingu af atburðinum segir að kaf- báturinn hafi siglt framhjá þeim en síðan snúið við og haft fallbyss- una mannaða þegar upp að Geir var komið og miðað henni á hann. Kafbátsmenn skipuðu þeim að fara í bátana og um fátt var að ræða annað en að hlýða. Bátarnir voru settir út og fór skipstjórinn ásamt öðrum í bát og réri til kaf- bátsins. { grein Matthíasar segist skip- stjóranum svo frá: „Geir var ný- málaður og mér þótti helvíti hart, ef hundarnir skytu hann niður fyrir mér, en mér datt ekki annað í hug, þegar ég sá að þeir mönnuðu byssuna. Og ég þóttist viss um að þetta myndu vera Þjóðverjar, eins og þeir létu. Þegar við nálguðumst kafbátinn, segja þeir okkur að koma að gönguþrepum, sem voru á ytra byrðingi hans framan við bóginn. Við gerum það. Þá koma tveir menn frameftir og segjast vilja fara með okkur yfir í Geir. Við rérum með þá yfir í togarann, og þeir fara með mér niður í káetu. Áður en við lögðum frá kaf- bátnum, spurðu þeir, hvort við hefðum sent nokkur skeyti. Ég sagði það ekki vera. Þá kallar ann- ar kafbátsmannanna strax til yf- irmannsins i turninum og segir, að við höfum ekkert skeyti sent. Það er eins og fargi sé af þeim létt. Ég spurði: „Hvers vegna eruð þið að stöðva okkur, fyrst við erum með réttan dagfána?" „Við erum búnir að vera svo lengi úti, að við höfum ekki heyrt um þessi merki," sögðu þeir. Þeir kváðust hafa haldið að þetta væri þýzkur togari, og ætl- uðu að sökkva honum. Við spurð- um hvers vegna. Þeir sögðust hafa hitt þýzkan togara með íslenzk einkenni og samskonar skorsteins- merki og hjá okkur — og þeir hefðu sökkt honum. Ég vildi helzt losna við kafbáts- mennina strax og hægt var, svo að ég talaði ekki við þá meir en ég þurfti. Þeir vildu ekki líta í skips- skjölin, heldur aðeins siglinga- pappírana frá Bretunum og leið- ina sem við áttum að fara. Og sið- an skoðuðu þeir dagmerkin. Að svo búnu kvöddu þeir og sögðust mundu senda okkur smá- vegis til minja. Það kom aftur með bátnum: Þrjár dósir af enskum ávaxtasafa, tvær dósir af enskri uxahalasúpu." Magnea sagði að svo virtist sem þeir hefðu skipt dósunum á milli sin, því maðurinn hennar kom með eina þeirra heim eins og áður sagði. Dósina hefir hún siðan geymt vandlega fram á þennan dag, vafða inn í brúnan bréfpoka. Hún sagði að daginn eftir að Geir kom hingað til hafnar hefðu skipverjar verið kvaddir til yfir- heyrslu um þennan atburð hjá breska setuliðinu. Hvort þetta hefði verið þýskur eða breskur kafbátur vissi hún ekki og vissa þar að lútandi hefur ekki fengist staðfest. Kannski hæfir þögnin best þessari minningu sem með okkur lifir. Magnea heldur hér á niðursuðudósinni sem hún hefur geymt svo vandlega. Tvær kynningarmyndir um sjávarútveg: „Á fiskislóð“ og „Fiskur á þurru landi“ Morgunblaðið/J6n Bjarnason. Kldur laus í fiskimjölsverksmiðjunni á Tálknafirði. Lýsistankarnir standa við verksmiðjuvegginn en þeim tókst að bjarga. Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú látið gera tvær fræðslu- og kynningarmyndir um sjávarútveg. Eru þær á myndböndum og verður dreift til skipa og fyrirtækja í fískvinnslu. Fjallar önnur um togaraveiðar og nefnist „Á fískislóð“ og hin um vinnu í hraöfrystihúsum. Nefnist hún „Fiskur á þurru landi“. „Á fiskislóð" er tekin um borð í skuttogaranum Kolbeinsey frá Húsavík. í myndinni er leitast við að lýsa réttum vinnubrögðum við veiðarnar til að tryggja sem allra mest gæði aflans. Lögð er áherzla á þátt togtíma í aflameð- ferð, mikilvægi þess, að blóðgun og slæging sé rétt framkvæmd, góðan þvott og ísun og frágang og greint frá mikilvægi kassa- merkinga. Höfundar handrits myndarinnar eru Björn Vignir Sigurpálsson og Hafþór Rós- mundsson, en lsmynd annaðist gerð myndarinnar. Tálknafjörður: 8 milljóna króna tjón af völdum elds í fiskimjölsverksmiðjunni Tálknaíirdi, í neptember. ÞRIÐJUDAGINN 11. sept- ember urðu miklar skemmd- ir á fískimjölsverksmiðju Hraðfrystihúss Tálknafjarð- ar hf. af völdum elds sem upp kom í húsinu. Tjón á húsi, vélum og birgðum er áætlað um 8 milljónir kr. Eldurinn kom upp í hádeginu og komst maður sem staddur var í húsinu ómeiddur út úr því. Talið er að eldurinn hafi komið upp cftir sprengingu sem varð þegar olíuleiðsla við brennara á þurrksílói, sem var i gangi, hrökk í sundur. Slökkvilið Tálknafjarð- ar kom fljótt á vettvang og tókst að slökkva eldinn á skömmum tíma. Kom nýr slökkvibíll slökkviliðsins þar í góðar þarfir. Húsið er um 20 ára gamalt og brann það að stórum hluta og allt sem i því var. Þak þess er alveg ónýtt og allt tréverk í hús- inu. Allar rafleiðslur eru ónýtar og vélar meira og minna skemmdar. Þá eyðilagðist allt það mjöl sem í húsinu var, um 70 tonn. Fiskiþró sem er í öðrum enda hússins og aðskilin er frá öðrum hlutum hússins með eldvarnar- vegg slapp alveg og einnig tókst að verja lýsistanka sem standa við húsið svo og olíutanka ESSO og frystihúsið sem stendur skammt frá. Um 6—7 þúsund fiskikassar stóðu við fiskimjöls- verksmiðjuna en þeim tókst að bjarga lítið skemmdum. Endur- FYR.STU háskólatónleikarnir á þessu starfsári verða haldnir í Norræna húsinu í hádeginu mið- vikudaaginn 24. október nk. Á efnisskrá eru verk eftir Hallgrím Helgason: Þrjú lög fyrir selló og píanó og Tríó fyrir bygging hússins hófst fljótlega eftir brunann en óvíst er hvort fiskimjölsverksmiðjan verður sett af stað aftur. Fiskúrgangur- inn er nú malaður og honum ekið til Patreksfjarðar til bræðslu. — Jón. fiðlu, selló og píanó. Flytjendur eru: Þorvaldur Steingrímsson, fiðla, Pétur Þorvaldsson, selló, og höfundurinn sjálfur sem leikur á pianó. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 og standa u.þ.b. hálftíma. Háskólatónleikar „Fiskur á þurru landi" er þátt- ur í kynningarstarfi sjávarút- vegsráðuneytisins fyrir bættum fiskgæðum. Hún er tekin hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur, Út- gerðarfélagi Akureyringa og frystihúsi KEA á Dalvík svo og í Fiskvinnsluskólanum. Ismynd sá um gerð myndarinnar, en hún var unnin í samvinnu við sér- fræðinga Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna og sjávarafurða- deildar Sambandsins. í myndinni er farið yfir helztu þætti vinnsl- unnar, löndun, geymslu, slæg- ingu, ísingu, hreinlæti, flokkun, flökun, snyrtingu, pökkun og frystingu. Listasafn ASÍ: Málverka- sýning Málverkasýning Jakobs Jónss- onar í Listasafni ASl, sem opnuð var 6. október, hefur verið fram- lengd til sunnudagsins 28. októ- ber og lýkur henni þá um kvöldið. Hún er opin daglega frá klukkan 14 til 22. Jakob Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.