Morgunblaðið - 24.10.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.10.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1984 29 Afganistan: Andspyrnumenn láta til sín taka Nýju Delhí, 23. október. AP. VESTRÆNIR stjórnarerindrekar greindu frá því í dag, að afganskir and- spyrnuliöar heföu gert mikla árás á sveitir afganska stjórnarhersins og Sovétmanna í norðurhluta landsins fyrr í þessum mánuöi og fellt 30 manns. Erindrekarnir sögðu atburðinn hafa átt sér stað i Jauzian-héraði skammt frá landamærum Afgan- istan og Sovétríkjanna og hefðu andspyrnumenn að auki eyðilagt t.vn sovéska skriðdreká og nokkrar vörubifreiðir og jeppa. Ekki fór sögum af mannfalli í röðum and- spyrnumanna. Fregnir herma að einnig hafi komið til átaka í Khandahar. Hóf- ust þau á því, að Rússar og stjórn- arhermenn gerðu húsleit í höfuð- borg héraðsins i leit að and- spyrnumönnum. Brenndu þeir kornakra allt í kring. Andspyrnu- menn svöruðu með því að gera árás á fjórar stöðvar stjórnarher- manna og drepa fjóra, en aðrir ýmist flúðu af hólmi eða gengu i raðir andspyrnumanna. Herma fregnir að rík tilhneiging sé meðal stjórnarhermanna að ganga i rað- ir andspyrnumanna þegar færi gefst. Ríkisútvarpið i Kabúl, höfuð- borg landsins, greindi frá miklum sigrum stjórnarhermanna siðustu vikurnar og að 420 andspyrnu- menn hefðu verið felldir i „vel heppnuðum aðgerðum", eins og fréttamaðurinn komst að orði. Danir kosnir í Öryggisráðið New York, 23. október. AP. ALLSHERJARÞINGIÐ hefur kosið fulltrúa Ástralíu, Danmerkur, Thailands og Trinidads í Öryggisráðiö. Rússar biöðu tvo ósigra í atkvæðagreiöslunni. Hvorki Eþíóþía, bandalagsríki Rússa né Sómalía fengu sæti Afr- íku í ráðinu, þar sem frambjóð- endur þeirra fengu ekki tilskilda tvo þriðju hluta atkvæða. Atkvæðagreiðslu um sæti Afríku var frestað og tilraunir eru hafnar til að finna frambjóðanda sem all- ir geta sætt sig við. Fulltrúi Thailands sigraði full- trúa Mongolíu, annars banda- lagsríkis Rússa, í atkvæðagreiðslu um sæti Asíu í ráðinu. Engin mót- framboð komu fram gegn fram- boðum fulltrúa Ástralíu, Dan- merkur og Thailands og þeir voru kosnir með 156,145 og 142 atkvæð- um. Nýju fulltrúarnir eru kosnir til tveggja ára og taka sæti sitt í ráð- inu 1. janúar. Þeir taka við af full- trúum Möltu, Hollands, Nicar- agua, Pakistans og Zimbabwe. AP/Slmamynd. Francois Mitterrand Frakklandsforseti ásamt Elísabetu Englands- drottningu í viöhafnarvagni brezku konungsfjölskyldunnar í upphafi opinberrar heimsóknar Frakklandsforseta til Bretlands i gær. Mitterrand í Lundúnum Landúoum, 23. október. AP. FRANCOIS Mitterrand, Frakklandsforseti, kom í dag í 4 daga opin- bera heimsókn til Bretlands, í fyrstu heimsókn þjóöhöföingja Frakk- lands á þær slóðir síöan 1976. Það var mikið um dýrðir á Gatwick-flugvelli er Mitterrandhjónin og föruneyti þeirra steig frá borði, en í öndvegi móttökunefndarinnar var Elísabet Bretadrottning. Mitterrand mun ræöa viö ýmsa af æöstu mönnum Bretaveldis meðan á heimsókninni stendur, auk þess sem hann mun ávarpa báöar deildir þingsins. Ófrísk kona fær líklega ferðafrelsi Bonn, 23. október. AP. TALIÐ er að austur-þýzk yfirvöld leyfi a.m.k. einum 150 A-Þjóöverja, sem hafast við í sendiráði Vestur- Þýzkalands í Prag, að flytjast til Yesturlanda, en þar er um að ræöa konu, sem er meö bami og komin átta mánuöi á leið. Blaðið Bild hefur í dag eftir ónafngreindum samstarfsmanni Erich Honecker forseta A-Þýzka- lands að konunni verði leyft að flytjast til V-Þýzkalands með því skilyrði að hún komi fyrst heim og sæki um leyfi til að flytjast þang- að. Talsmaður stjórnarinnar í Bonn vildi ekki fjalla um sannleiksgildi fréttar Bild, en sagði að ráðamenn í Bonn vonuðust eftir viðunandi lausn máls ófrísku konunnar. Hryðjuverkamenn fá þunga dóma MOaoó, 23. október. AP. BORGARDÓMSTÓLL í Mflanó dæmdi í dag 15 hryöjuverkamenn til lífstíöarfangelsis. 191 til viöbótar fengu vægari dóma, 2 til 28 ára fang- elsisdvöl. Hryðjuverkamennirnir era allir úr rööum „Prima Linea“. Fólk- iö var kært fyrir fjölda moröa, mannrán og misþyrmingar. Réttarhöldin hófust í nóvembér 1983 og hafa staðið yfir sleitulítið síðan. Um svipað leyti hófust einnig umfangsmikil réttarhöld yfir félögum úr „Rauðu herdeild- unum“, sem ásamt „Prima Linea“ hafa talist hættulegustu hryðju- verkasamtök Ítalíu. Sfðan að handtökurnar fóru fram og rétt- arhöldin hófust, hefur lítið farið fyrir hryðjuverkum á Ítalíu, en áður töldust þau daglegt brauð. Síberíugasleiðslan til Vestur-Berlínar SÍBERÍUGASLEIÐSLAN hefur nú teygt sig inn í Vestur-Berlín, aö því er talsmenn orkufyrirtækisins Gasag sögöu í dag, og var leiöslan tekin í gegn- um rof sem gert var í múrinn milli borgarhlutanna. Austur-þýskir verkamenn unnu við að koma fyrir síðustu 50 metr- unum og rufu gat á múrinn á Buckow-svæðinu í suðvesturhluta borgarinnar. Verkamennirnir sem verkið unnu voru undir strangri gæslu hermanna og var gengið frá múr- rofinu strax og leiðslunni hafði verið komið fyrir. Sá hluti Síberíugasleiðslunnar, sem nú hefur náð til Vestur- Berl- ínar, er um 238 km langur og ligg- ur um Austur-Þýskaland frá Tékkóslóvakíu. öll er gasleiðslan um 4500 km löng og nær frá Síb- eríu til Mið-Evrópu. Áætlað er að leiðslan flytji ár- lega um 650 milljón rúmmetra af sovésku gasi til Vestur-Berlínar og hefst afhending þess næsta haust, að sögn talsmanna Gasag. Prestarán í skjóli nætur Vareji, 23. október. AP. RÁNIÐ á pólska prestinum Jerzy Popieluszko, sem rænt var sl. fostudag í nágrenni borgarinnar Torun í noröurhluta landsins, var sett á sviö í skjóli myrkurs í nótt vegna rannsóknar málsins, og lok- ið er leit í skóglendi í nágrenni ránsstaðarins. Bílstjóri klerksins var við- staddur sviðssetninguna, en hon- um- tókst að sleppa frá ræningj- unum með því að stökkva út úr bifreið þeirra og hlaupa til skóg- ar. Bílstjórinn er enn í haldi lögreglunnar og hafður i ein- angrun og hefur það vakið reiði og gremju kirkjunnar og tals- manna Samstöðu. Talsmenn Samstöðu hafa gagnrýnt rannsóknina og þá miklu leynd sem yfir henni hefur hvílt. Klerkurinn var ótvíræður stuðningsmaður hinna frjálsu verkalýðsfélaga og hefur oft ver- ið gagnrýndur af hálfu stjórn- valda fyrir prédikanir sínar, þar sem hann hefur varið málstað Samstöðu. Leitin í nágrenni ránsstaðar- ins hefur engan árangur borið og þar sem ekkert hefur fundist eru vissar vonir bundnar við að presturinn sé í það minnsta I tölu lifenda. Yfirvöld í Prag og Búdapest sökuðu í dag leiðtoga Samstöðu um að hafa fært sér í nyt ránið á Popieluszko eigin málstað til framdráttar. Framkoma þeirra væri óeðlileg. FRISKk /M(N Nýr heilsuvökvi fyrir böm og fulloröna. Frískamín er blanda rík af A-, B-, C- og D-vítamínum. Hæfilegur skammtur uppfyllir vítamínþörf allra aldurshópa. Dagleg notkun Frískamíns kemur í veg fyrir vítamínskort á vaxtarskeiði barna og unglinga. Frískamín með fersku ávaxta- bragði fæst í næstu matvöruverslun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.