Morgunblaðið - 24.10.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.10.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1984 Stefnumót glervina Berwald-kvartettinn Finn Lyngaard Tónlist Jón Ásgeirsson Berwald-strengj akvartettinn hélt tónleika á vegum Musica no- va í Norræna húsinu 17. október, fyrir fullu húsi, þrátt fyrir fjöl- miölaþögnina, sem hrjáð hefur fólk undanfarið. Á efnisskránni voru verk eftir Webern, Jan W. Morthensen, Karólínu Eiríks- dóttur og Sjostakóvits. Fyrsta verkið var fimm kaflar fyrir strengjakvartett ópus 5, eftir Webern. Þetta sjötíu og fimm ára gamla verk er glæsilegt dæmi um framsækni tónhöfunda í byrjun tuttugustu aldarinnar. Þarna er verið að brjótast undan forskrift fyrri alda, ryðja braut- ina, sem því miður er orðin níð- troðin af skólamönnum vanans, sem halda sig frumlega með því að stæla nærri aldargamlar frumlegar uppreisnartilraunir. Það var töluverður þokki yfir leik Berwald-kvartettsins, þó í heild væri flutningurinn fremur átakalítill. Ancora, eftir Morth- ensen, heitir verk númer tvö á efnisskránni. Verkið er í raun tvískipt. Annarsvegar „tónalt" og þar á móti nýtískulegri tón- sköpun, sem var eins og einhvers konar „kontrapúnktur" við hin hefðbundnu stef, er sum hver voru æði balkönsk og jafnvel arabísk í tónskipan, einkum þar sem leikið var með „hiatus". Þetta samspil hins hefðbundna og nýrri tónhugmynda var í verki Morthensen töluvert spil- verk og var þar best unna verkið af hálfu kvartettsins, hvað snertir leik og túlkun. Næstsíð- ast á efnisskránni voru Sex lög fyrir strengjakvartett, eftir Kar- ólínu, sem hún samdi sérstak- lega fyrir Berwald-kvartettinn. Verkið er ákaflega einfalt, allt að því einraddað í gerð og tón- skipan. Samhliða því að vera einfalt, er það hljómþýtt og stef- in, sem oftlega eru aðeins tveir til þrír tónar, hreinlega tónteg- undabundin svo heildaráhrifin voru þau að verkið er í besta máta ómþýtt, enda fallega flutt af strengjaflokknum. Tónleikunum lauk svo með þrettánda kvartettinum eftir Sjostakóvits. Einhvern veginn náði hópurinn ekki að magna verkið, þó víða séu í því átök og andstæður. Lágfiðian er mikið notuð í þessu verki og var flutn- ingur Karin Dungel oftlega mjög fallegur. Kvartettinn er skipað- ur góðum spilurum og var sam- leikurinn oft vel unninn og flutningurinn „músíkantískur", einkum hjá lágradda hljóðfær- unum. Þeir sem léku háraddirn- ar voru ekki þeir „leiðarar", sem telja verður nauðsynlegt í strengjakvartett og helgast af því, að kvartettleikur er svo gott sem einleikur. Myndlist Bragi Ásgeirsson Stefnumót glervina nefnist sýning er sett hefur verið upp í vestri gangi Kjar- valsstaða og stendur til 16. þessa mánaðar. Að sýningu standa fjórir glerlistar- menn, þau hjónin Sigrún Ó. Einarsdóttir og Sören S. Larsen, er reka glerverk- stæðið í Bergvík á Kjalar- nesi, og þau Finn Lyngaard er rekur glerverkstæði í Ebeltoft og aðstoðarstarfs- kraftur hans Tchai Munch. Mér skilst að Finn Lyngaard sé driffjöður sýningarinnar, primus motor, eins og það nefn- ist. Hann er elstur og þekktastur þeirra fjórmenninganna og er upprunalega lærður húsamálari. Nam málaralist við Listaháskól- ann í K.höfn í fjögur ár hjá Kræsten Iversen, en sneri sér fljótlega að námi í keramik einn- ig. Þannig er það oft og einnig farsælast, að menn stundi upp- runalega nám í grein hreinnar myndlistar áður en haldið er út í listiðnað og hönnun hvers konar og er jafnvel iðnhönnun hér ekki undanskilin. Finn Lyngaard hef- ur sannarlega víða komið við um dagana og hefur verið, ásamt Tchai: „sístarfandi að kynningu hinnar tiltölulega nýju og óþekktu greinar listhandverks- ins sem kölluð er studiogler. í allmörg ár hefur Finn Lyngaard verið leiðandi afl og eins konar merkisberi studio-glerlistarinn- ar, ekki aöeins á Norðuriöndum heldur einnig út um heim.“ Finn hefur einnig verið kenn- ari við Skolen for Brugskunst í Kaupmannahöfn og að auki gestakennari og leiðbeinandi víða um heim, — meðal nem- anda hans voru m.a. allir hinir þátttakendurnir á umræddri sýningu. Hann hefur tekið þátt í ótölulegum fjölda listsýninga um allan heim og hlotið verðlaun og viðurkenningar ásamt því að verk hans hafa dreifst á virt list- iðnaðarsöfn. Þá hefur hann gefið út bækur um keramik og glerlist, sem hafa m.a. verið þýddar á ýmis mál. Það er alveg rétt, að glerblást- Sigrún Ólöf Einarsdóttir ur og formun glers er heillandi listgrein, ein sú elsta og merki- legasta er um getur. Þær eru ófáar sýningarnar á fornu gleri er ég hefi skoðað úti í heimi og skoða jafnan vel þær deildir fornminja og listiðnaðarsafna er hafa með gler að gera. Það er jafnvel stutt síðan ég rakst inn á tvö glerblástursverkstæði í Fen- eyjum, að vísu af tilviljun því að ég var á leið á safn Peggy Gugg- enheim. — Sýningin á Kjarvalsstöðum er ekki stór í sniðum og senni- lega er þetta ekki besti staður- inn fyrir slíka sýningu, — ljósið er að vísu ágætt á daginn en hin- ar þungu steinhellur á gólfi draga óneitanlega úr áhrifum hins fíngerða gagnsæja glers. Það gerir einmitt að verkum að hin fíngerðari verk skila sér ekki til skoðandans fyrr en við endur- tekna yfirferð og á það einkum við um verk Tchai Munch, en hún er mikill meistari í því að láta skreytiatriðin fylgja aðal- formi muna sinna. Hér vil ég vísa til verka nr. 3—7, „Skálar- form“, ásamt nr. 11,14 og 15. — er öll þykja mér í háum gæða- flokki, látlaus og stílhrein. Ég kann hins vegar síður að meta, er Finn Lyngaard málar hús og Seren Staunsager Larsen landslag á glerverk sín þótt þetta eigi að heita hið brosandi landslag Danmerkur. Allt annar handleggur eru verk einfaldra náttúruforma er fínsprungnar blaðgullflögur dansa á yfirborð- inu. Ég vísa til verka eins og „Dans skordýranna" (44) og „Skál, Hommage á Monet" (41)- Ég er ekki heldur alltaf sáttur við skreytingarnar á verkum Sigrúnar Ó. Einarsdóttur enda þóttu mér þau verk hennar sýnu best er þær eru í bakgrunninum á dökkum fleti eins og í hinum þrem verkum „Athöfnin I—111“ (75—77). Mögnuð og sterk gler- verk. Sören Staunsager Larsen er með stærstu og einföldustu verkin á sýningunni. Hann takmarkar sig við einföld nátt- úruform og skreytingin felst í forminu sjálfu, litnum og efninu, þannig að verkin geta jafnvel minnt á hreinan skúlptúr. óþarfi er að benda á einstök verk þessa listamanns því að þau hafa öll mikið til síns ágætis og hann kemur ótvírætt sterkast frá sýningunni þeirra fjórmenn- inganna. Það er fengur að sýn- ingu sem þessari því að hún er góð viðbót við annað sem til sýn- is er í þessu húsnæði, og svo sem sagt er: „Fagur hlutur er æ til yndis.“ Ex-sept-hópurinn Myndlist Bragi Ásgeirsson 1/10-16/10 Þrír Akureyringar gista um þessar mundir borgina og skera sig úr öðrum, að því leyti, að þeir komu með myndlist í farangrin- um. Opnuðu sýningu á verkum sínum í Listasafni Alþýðu sl. laugardag og mun hún standa yfir til 16. þessa mánaðar. Á sýningunni eru 60 verk, dúkrist- ur, olíumálverk, akrílmyndir, sáldþrykk og krítarmyndir. Hér er þannig engin einstefna í tækni hjá þeim félögum og að auki eru þeir mjög ólíkir inn- byrðis. Þeir félagar hafa stofnað listhóp skilst mér, er þeir nefna Ex-sept. og hefur það vakið nokkra athygli vegna þess að annar listhópur sýnir árlega í september undir nafninu Septem svo sem allir vita er fylgjast með myndlistarmálum þjóðarinnar. Máski er það hrein tilviljun að Akureyringarnir sýna einmitt á sama tíma og Septem en eigi að vera einhver broddur eða ádeila hér að baki er árangurinn frekur linur — ekki meira um það. Allir hafa norðanmennirnir sýnt áður í höfuðborginni svo sem á hinni stóru sýningu „Norðan sjö“ að Kjarvalsstöðum er töluverða athygli vakti. —Guðmundur Armann Sigur- jónsson er Reykvíkingur, sem hefur Vérið búsettur norðan heiða í á annan áratug, skólaður í Myndlista- og handíðaskóla fs- lands (MHÍ) og Valands-skóla í Gautaborg. Hann sýnir að þessu sinni 15 dúkristur og afhjúpar í þeim fjölþættari skurðartækni en áður, einkum staðnæmdist ég við myndir eins og í „Upp- streymi" (6), „Jökulbunga" (8), „Tólf verkamenn og einn til“ (9) og „Vetrarmynd" (13). Ég tel að stór form og breiðar útlínur séu sterkasta hlið Guðmundar um þessar mundir. Kristinn G. Jóhannsson er skólaður á Akureyri, í MHÍ og Edinburgh College of Art. Hann sýnir 15 olíumyndir á striga ásamt 5 krítarmyndum. Kristinn færist oft mikið í fang í olíumyndum sínum þar sem hann gengur út frá gömlum íslenskum munstrum, að eigin sögn. Það er erfiður leikur að samræma litsterk skreytiform mjúkum blæbrigðaríkum bak- grunni og virðast aðalformin einhvernveginn vera full laus á myndfletinum. Að mínum dómi tekst honum öllu best upp í mynd nr. 17 „Kveðið um munst- ur“. Annars þótti mér bakgrunn- Kristinn G. Jóhannesson, Guömundur Ármann og Óli G. Jóhannsson í sýningarsal Listasafns alþýðu. urinn einmitt vera best málaði hlutur þessara mynda og virðist Kristinn einmitt vera málari blæbrigðaríkdóms frekar en sterkra forma. Þetta kemur vel fram í myndunum (Skammdeg- isljóð" (19) og „Vetrarvísa" (23). í síðasttöldu myndinni kemur fram næm tilfinning fyrir ljós- um flötum og birturými. Krít- armyndirnar eru og skemmtileg viðbót og þar þótti mér myndín „Bæjarbragur (34) ákveðnust í teikningu. Óli G. Jóhannsson er sjálf- menntaður málari, sem hefur verið mjög áberandi í Akur- eyrsku listlífi, einkum fyrir það framtak sitt að gera út sýn- ingarsalinn „Háhól" um alllangt skeið. Hann sýnir að þessu sinni 12 akríl-myndir, 5 sáldþrykk og eina grafíkmöppu. óli er mjög sjálfhverfur í list sinni og breyt- ist lítið frá ári til árs. Myndsvið hans er þannig mjög þröngt og litaskalinn einhæfur. Langbest- um tökum þykir mér hann ná á viðfangsefnunum er hann vinnur einfalt og hnitmiðað svo sem í akrílmyndinni „Tákn“ (43). Sama má segja um sáldþrykk- myndir hans þar sem hin ein- falda og hnitmiðaða rissaða mynd „I suðurlöndum" er sínu hrifmest. Það er lofsvert framtak hjá þeim félögum að sýna i höfuð- borginni, það ættu norðanmenn hiklaust að gera sem oftast og mæta einarðir og sterkir til leiks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.