Morgunblaðið - 24.10.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1984
23
Vonast til að geta greitt
fyrir hráefni eftir gæðum
— segir Þorsteinn Gfslason, eigandi Seafood Int-
ernational Inc., sem innan tíðar mun hefja fram-
leiðslu fiskrétta í Bandaríkjunum
ÞOR8TEINN Gíslason, verkfræðingur og fyrrum forstjóri Coldwater, sölu-
fyrirtækis SH í Bandaríkjunum, festi fyrir nokkru kaup á fasteign í Banda-
ríkjunum í því skyni að hefja rekstur fiskréttaverksmiðju þar. Verður verk-
smiðjan við höfnina í New Bedford í Massachusetts, en fyrirtæki Þorsteins
heitir Seafood International Inc.
Þorsteinn Gíslason sagði að-
spurður í samtali við blaðamann
Morgunblaðið, að ætlun sín væri
að koma þarna á fót fullkominni
fiskiðnaðarverksmiðju auk þess að
stunda innflutning og sölu á fryst-
um sjávarafurðum í Bandaríkjun-
um. Þorsteinn sagði, að saman-
lagður gólfflötur verksmiðjunnar
yrði um 5.000 fermetrar í byrjun,
en yrði stækkaður í 7.500 fermetra
síðar. Byggingin væri enn óinn-
réttuð og stæði á um tveggja hekt-
ara eignarlóð. Það tæki sennilega
fjóra til fimm mánuði þar tii
frystigeymslur og öll vinnslutæki
yrðu komin upp. Þetta væri
fjölskyldufyrirtæki hans og fjár-
magnað meðal annars með lánum
af almennum lánamarkaði vestra.
Verður starfsemi þín í sam-
keppni við islenzku fisksölufélögin
í Bandaríkjunum?
„Nei, þvert á móti. Ég reikna
með að verða þýðingarmeiri fyrir
þau sem viðskiptavinur, en keppi-
nautur. Auk þess verður fram-
leiðsla verksmiðjunnar hjá mér
mun sérhæfðari heldur en hjá ís-
lenzku félögunum svo ég tel að
ekki verði um neina beina sam-
keppni að ræða. Það er áform mitt
að kaupa frystan fisk til hráefnis
fyrir verksmiðjuna frá hvaða
framleiöendum, sem hafa hann til
sölu og geta uppfyllt þau vöru-
gæði, sem ég sækist eftir. Því
gætu fiskkaupin orðið frá ýmsum
löndum og vafalaust að einhverju
leyti frá Islandi."
Nú talar þú um sérstök vöru-
gæði, muntu greiða fyrir fiskinn
eftir gæðum?
„Ég vonast til þess, að fram-
leiðslunni verði þannig háttað, að
ég muni geta borgað meira fyrir
hráefnið en hingað til hefur verið
gert, byggt á sérstakri vöruvönd-
un og fullnægingu ýmissa nýrra
krafna um framleiðsluform. Að
mínu mati hefur það aldrei verið
rétt að borga sama verð fyrir lé-
lega framleiðslu og góða fram-
leiðslu. Ég tel að ég muni ein-
göngu hafa áhuga á því að kaupa
framleiðslu i hæsta gæðaflokki,
sem þá muni verðskulda hærra
verð.“
Dregur núverandi lægð í mark-
aðsmálum ekki úr möguleikum
þínum á velgengni?
„Mér er ljóst, að markaðsástand
hér í Bandarfkjunum hefur sjald-
an verið erfiðara hjá fisksölufyr-
irtækjum, en ég er samt mjög
bjartsýnn á að starfsemi Seafood
International Inc. muni takast vel
vegna þess, að hún mun algjörlega
beinast inn á þau svið, þar sem
áherzla verður lögð á óvenjulega
mikil vörugæði og nýjungar í
vöruvali. Ég vonast til þess, að það
geti hafið okkur yfir þau vand-
ræði, sem aðrir eiga við að stríða í
dag. Mitt fyrirtæki verður það lít-
ið og sjálfstætt að það er ekki háð
þeim kröfum, sem íslenzku sölu-
s
terkurog
hagkvæmur
auglýsingamióill!
fyrirtækin þurfa að uppfylla, það
er að segja að taka við miklu
magni af framleiðslutegundum,
hvort sem þær henta markaðnum
eða ekki. Eg mun aðeins kaupa
það, sem ég þarf og get selt. Eg hef
ennfremur hugsað mér að höfða
til þeirra, sem sækjast eftir meira
verði fyrir framleiðslu sína og
vilja leggja á sig til þess að gera
hana sem verðmesta og bezta,
bæði í samsetningu og gæðum.
Þeir aðilar eru til og með þessum
hætti verða þeir verðlaunaðir, sem
eiga það skilið," sagði Þorsteinn
Gíslason.
Þær eiga heima í Brekkuseli f Breiðholtshverfinu þessar ungu dömur.
Þær efndu til hlutaveltu til ágóia fyrir Styrktarfél. lamaðra og fatlaðra
og söfnuðu 400 kr. Þær heita: Þuríður, Guðrún Lind, María og Guðrún
Kristín.
PB snjúbræðslurörin
kaupir þú i eitt skipti fyrir ull.
Á íslandi skiptir
f rostþolið öllu máli!
Snjóbrœðslurör undir
bílastœði, heimkeyrslur,
gangstéttir o.íl. leggur þú í
eitt skipti íyrir öll. Tímafrek
undirvinna, kostnaðarsöm
malbikun, steypu eða
hellulagning getur öll
eyðilagst ef rörin sjdlí, sem
þó eru aðeins um 15% aí
heildarkostnaði fram-
kvœmdanna, þola ekki
íslenska írosthörku eða t.d.
of mikinn hita íslenska
hitaveituvatnsins.
Með þetta að leiðarljósi
höfum við fyrstir
d íslandi haíið íramleiðslu
Helstu kostir PB-röranna eru:
Meira írost- og hitaþol:
PB-rörin þola meiri hitasveiílur
en nokkur önnur rör
á markaðinum eða
á snjóbrœðslurörum úr
Polybutylene-plasteíni, -
grimmsterku eíni sem býr
yíir ótrúlegu frost-og
hitaþoli. Eftir nákvœman
samanburð muntu komast
að því að PB-rörin frá Berki
h.f. haía aídráttarlausa
sérstöðu á íslenskum
markaði.
Óskar Jónsson
hjá Óskari & Braga s.f.:
.Við leitumst við að
velja það besta á
markaðinum hverju sinni.
Þess vegna notum við
PB-rörin írá Berki hí."'
allt írá -30°C til 90°C án þess að bresta.
Þau þola því að vatn frjósi í þeim eða
renni í þeim að staðaldri allt að 95°C heitt.
Þetta reynir á við skyndilegt
frostálagvegnahitaveitulokunareða eí hraða á
snjóbráðnun á planinu með háu vatnshitastigi.
Þettaþýðirumleið fullkomið öryggi án þess að
notast sé við lokað keríi með írostlegi og forhitun.
Auðveldari lagning
og örugg samsetning:
PB-rörin þarí ekki
að hita þegar þau eru beygð.
Þau eru aígreidd í lengdum
samkvœmt ósk kaupenda og unnt er að
samtengja þau með venjulegum
tengistykkjum.
Hagstœtt verð:
PB-snjóbrœðslukerfi er einföld og varanleg
framtíðarlausn þar sem gœðin sitja á oddinum. Við
bjóðum þau nú á sérlega hagstœðu verði.
HJALLAHRAUNI 2 ■ SIMI 53755 ■ POSTHOLF 239 ■ 220 HAFNARFIROI