Morgunblaðið - 24.10.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.10.1984, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1984 AP/Sím&mynd. Hluti hermanna, sem umkringdu hverfi svartra í Sebokeng í S-Afríku í gær, í einum umfangsmestu aögerðum hers og lögreglu þar í landi um skeið. Sjö þúsund manna lið hermanna og lögreglu myndaði vörð um hverfin meöan leitað var forsprakka óeirðarseggja. Hverfi þeldökkra umkringd Sebokeng, 23. október. AP. Sjö þúsund manna lið lögreglu og hermanna girti af þrjú borgar- hverfi þeldökkra íbúa S-Afríku suður af Jóhannesarborg í dag og handtók hátt á fjórða hundrað manna í leit að forsprökkum upp- þota, er átt hafa sér stað síðustu tvo mánuði og beinst hafa gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda. Aðgerðirnar hófust í Sebokeng fyrir dögun, og síðan var látið til skarar skríða í Sharpeville og Boipatong. Ekki kom til neinna sviptinga í þessum aðgerðum, sem eiga að sýna þann ásetning minnihlutastjórnar hvítra að koma á röð og reglu að nýju. Hinir handteknu áttu yfir höfði sér málssókn þar sem í fór- um þeirra fundust lyf, áfengi, klámbókmenntir, þýfi ýmiss konar og vopn, sem ólöglegt er. Samtök þeldökkra og hvítra, sem andúð hafa á aðskilnaðar- stefnu stjórnvalda, fordæmdu aðgerðirnar og forseti kirkju- ráðs landsins lýsti undrun sinni á umfangi þeirra. Þingmenn stjórnarandstöðuflokks hvítra lýstu andstöðu sinni við því að hermenn tækju þátt í aðgerðum af þessu tagi. Prentar- ar stöðva London Times Lundúnum, 23. október. AP. NESTORINN í breska blaðaheimin- um, The London Times kom ekki út í dag, annann daginn í röð, og stafar það af verkfalli prentara og tækni- manna. Deilan stafar af launadeilu milli útgefanda og starfsmanna varðandi greiðslu fyrir vinnu við nýja pressu, sem blaðið hefur tekið í notkun. Blaðið er 199 ára gamalt og selst í 320.000 eintökum daglega. Eigi að síður er reksturinn sagður standa höllum fæti og útgefendur hafa varað prentara og tækni- menn við því að stöðva blaðið of lengi, því þá stefni þeir atvinnu sinni í hættu. Hluti prentara blaðsins náði samkomulagi um greiðslu vegna hinnar nýju pressu, en nokkur hópur lagði fram kaup- kröfur sem útgefendur gátu ekki fellt sig við. Verkfallsdeila er einnig í gangi við sjónvarpsstöðina Thames Tel- evision, þar sem tæknimenn hafa krafist sérgreiðslu fyrir framköll- un á nýrri tegund myndbanda. Yf- irmenn og aðstoðarfólk hefur hlaupið í störf tæknimanna þann- ig að útsendingar hafa ekki stöðv- ast. Því er búist við harðnandi deilu hjá Thames Television á næstunni. DÓMNUM yfir franska sjónvarpsfréttamanninum Jacques Abouchar í Afganist- an hefur verið mótmælt víða um heim og í Frakklandi er órofa samstaða allra stjórnmálaafla um að fordæma dóminn. Myndin var tekin er þúsundir París- arbúa kröfðust frelsis Abouchar til handa fyrir utan ræðismannaskrifstofu Afgana í borginni. Einnig var gengið að sovéska sendiráðinu. Alþjóðablaðastofnunin: Mótmælir dómn- um yfir Abouchar London, 23. október. AP. Æ FLEIKI fordæma nú dóm afganskra stjórnvalda yfir franska sjónvarpsfrétta- mannínum Jacques Abouchar. 1 dag sendi Alþjóðablaðastofnunin — Internat- ional Press Institute — í London skeyti til Babrak Karmal, leiðtoga herstjórn- arinnar í Kabúl, þar sem hinum þunga dómi yfir Frakkanum er harðlega mótmælt og þess krafist að hann verði látinn laus og vestrænir fréttamenn fái að fylgjast með því sem er að gerast í Afganistan, en þeim hefur verið neitað að koma þangað frá 1979 er Sovétmenn fóru með herlið sitt inn í landið. f skeyti Alþjóðablaðastofnunar- innar, sem berst fyrir frelsi fjöl- miðla og nýtur mikillar virðingar, er þeirri ásökun, að Abouchar hafi stundað njósnir, vísað á bug og afg- anska stjórnin lýst ábyrg fyrir því að hann fór inn í landið með ólög- mætum hætti. „Ef stjórn yðar,“ segir í skeytinu til Karmal, „hefði að hætti siðaðra stjórnvalda gert ráðstafanir til að leyfa erlendum fréttamönnum að fylgjast með og greina frá atburöum i landinu, þá hefði handtakan og ákæran á hend- ur Abojchar aldrei komið til.“ Alþjóðablaðastofnunin í London er sjálfstæð samtök um 200 helstu útgefendA og ritstjóra í 62 löndum. Haft er eftir vestrænum stjórn- arerindrekum, sem ekki vilja láta nafns síns getið, að líklega verði Abouchar, sem dæmdur var í 18 ára fangelsi, látinn laus eftir nokkra mánuði. Benda heimildarmennirnir á að slíkt eigi sér nokkur fordæmi í Afganistan. Amin Gemayel í skyndi- heimsókn til Ítalíu Róm. 23. oktAber. AP. AMIN Gemayel, forseti Líbanons kom til skyndifundar í Rómaborg í dag eftir næturlanga dvöl í Trfpólí í Líbýu, þar sem hann ræddi við Mo- ammar Khadafy, leiðtoga landsins. Haft var eftir ítölskum embætt- ismönnum, að Gemayel myndi eiga sérstaka fundi með Sandro Pertini, forseta ítalfu, Bettino Craxi forsætisráðherra og Giulio Andreotti utanríkisráðherra hverjum um sig. Þá hugðist hann einnig ganga á fund Jóhannesar Páls páfa II í Páfagarði, áður en hann sneri aftur heim til Beirút seint í kvöld. Jana, hin opinbera fréttastofa Líbýu, hafði eftir Gemayel í dag, að heimsókn hans þangaö hefði haft þann tilgang „að leggja áherzlu á þau tengsl, sem fyrir Amin Gemayel hendi eru milli Libanons og Líb- ýu“. Þetta var í annað sinn, sem Gemayel kemur til Líbýu, síðan hann tók við forsetaembætti 1982. í síðustu viku kom hópur líb- ýskra stjórnarandstæðinga undir forystu Walid Jumblatts til Líbýu, en Líbýustjórn hefur veitt her stjórnarandstæðinga í Líbanon mikinn stuðning að undanförnu. Enda þótt ekki væri skýrt frá einstökum atriðum varðandi heimsókn Gemayels til Líbýu nú, er talið víst, að hann hafi verið að leita eftir stuðningi Líbýustjórnar og að heimsókn hans þangað marki upphaf nýrrar viðleitni til þess að fá arabaríkin til þess að láta Líbanon í té 400 millj. dollara árlega i fjárhagsaðstoð. Arabarík- in hétu því árið 1979 að láta Líb- anon slíka fjárhagsaðstoð í té. Framleiðslusamdráttur samþykktur á OPEC-fundi Ge*r, 23. oklóber. AP. RÁÐHERRAR OPEC-landanna luku skyndifundi í Genf í dag með þeim orðum að samkomulag væri um að draga heldur úr framleiðslu á olíu en að lækka verðið og bjóða þannig upp á verðstríð. Til fundarins var boðað er Níg- eríumenn lækkuðu olíuverð sitt um tvo dollara á hverja tunnu, úr ERLENT 29 dollurum í 27 dollara, eftir að Bretar og Norðmenn höfðu riðið á vaðið, en tvær síðastnefndu þjóðirnar eru ekki í OPEC, en það er Nígería hins vegar. Ráð- herrarnir sögðu að niðurskurðar- tölur yrðu ákveðnar á fundi sem haldinn verður í næstu viku. Talsverð ólga er innan OPEC vegna verðsins og umrædds sam- dráttar. Nígeríumenn vilja fram- leiða meira og lækka verð til að eiga fyrir skuldum, sum OPEC- lönd hafa þegar framleitt svo mikið að þau þurfa að fara að hætta fram til áramóta, Iran og frak vilja framleiða og selja sem mest til að fjármagna Persaflóa- stríðið og þannig mætti áfram telja. Þó að ekki væri gefið upp hversu niðurskurðurinn verður mikill, er Ijóst að spjótin beinast einkum að Saudi-Arabíu, Líbýu og Kuwait. Er talið að þrýstingur verði settur á þau að draga úr framleiðslu sinni um allt að 20 prósent. Er búist við hörðum deilum á fyrrgreindum fundi sem fram fer í næstu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.