Morgunblaðið - 24.10.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.10.1984, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1984 Sáttafundur f BSRB-deilunni í dag: Timinn rcnn- ur frá okkur — segir ríkissáttasemjari „ÉG GET ekki svarað því hvað lagt verður fram á þessum fundi“, sagði Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissáttasemjari, er blm. Morgunblaðsins spurði hann um sáttafundinp i deihi BSRB og ríksins, sem boðað var til í dag. „Það voru engar línur lagðar fyrir fundinn, en tíminn er að renna frá okkur svo að ég taldi mig ekki geta frestað því lengur að boða til fundar,“ sagði ríkissátta- semjari ennfremur. „Við teljum að fjármálaráð- samningnum, sem samþykktur Töf á losun olíuskipsins: herra eigi næsta leik,“ sagði Krist- ján Thorlacius, formaður BSRB, á fundi með fréttamönnum í gær þar sem BSRB menn gerðu grein fyrir sínum sjónarmiðum í deil- unni. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu er þar lögð höfuð- áhersla á kaupmáttartryggingu ( einhverju formi. Einnig leggja BSRB-menn áherslu á sérstakar launahækkanir vegna launaskriðs, eða yfirborgana, á vinnumarkað- inum. í þriðja lagi er lögð áhersla á að sérkjarasamningar verði teknir upp eins og lög gerðu ráð fyrir, að sögn þeirra BSRB- manna. Að sögn Kristjáns Thor- lacius mun BSRB ekki ganga að sömu samningum og gerðir hafa verið að undanförnu, svo tekið sé mið af nýgerðum kjarasamningi bókagerðarmanna og Akureyrar- var í fyrradag. „Við teljum að þessir samningar feli ekki i sér nægilegar kjarabætur", sagði for- maður BSRB. Albert Guðmundsson, fjármála- ráðherra, var í miklum önnum í gærdag og er blaðamaður Morg- unblaðsins hitti hann að máli i Al- þingishúsinu i gær kvaðst hann ekki geta á þessu stigi sagt um hvert framhaldið yrði í þessari viðkvæmu kjaradeilu. Albert lýsti því m.a. yfir í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær að síðasta tilboð rikisins væri langt umfram það sem hann teldi að rikissjóður þyldi. BSRB-menn héldu hins veg- ar fast við upphaflegar kröfur sin- ar um 30% hækkun eða meira og taldi fjármálaráðherra það ekki sýna mikinn samningsvilja af þeirra hálfu. Olían hækkar um 100 þús. kr. á dag — Verður skipið losað í dag? SOVÉSKT olíuflutningskip, sem kom til landsins meö 18.800 tonn af svartolíu þann 16. október sl., lá í gærkvöldi enn við festar á Kollafirði þar sem skipið hefur ekki fengist losað vegna verkfalls BSRB. Undan- Kristján Thorlacius um bréf fjármálaráðuneytis: „Minnir á Pólland og Suður-Ameríku“ í BRÉFI, sem stjórn BSRB sendi al- þingismönnum í gær, er greint fri tii- lögu sem samþykkt var á fundi stjórn- ar bandalagsins, þar sem mótmælt er harðlega „þeirri einræðislegu fram- kvsmd fjármálaráðherra, sem fram komi í þremur bréfum hans, dagsettum 25.9, 8.10. og 22. 10., en með bréfum þessum sé stefnt að þvf að afnema þau mannréttindi og það lýðfrelsi, sem ís- lenskt þjóðfélag byggi á“, eins og segir í bréfi BSRB. í fyrsta bréfinu var m.a. fjallað um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, einkum hvað varðar störf forsööumanna stofnana i verkfalli. Sagði þar m.a. að forstöðumenn gætu gengið i hver þau störf sem undir verksvið stofnunar þeirra heyrðu. 1 bréfinu frá 8.10. segir m.a. að fjármálaráðuneytið telji mjög brýnt að ráðuneyti og forstöðumenn stofnana skrái þau tilvik, sem telja má að varði við lög og valdi ríkis- sjóði tjóni sem telja verði bótaskyld. Þriðja bréfið frá fjármálaráðu- neytinu er dagsett í fyrradag, 22. október, en þar er m.a. fjallað um tollafgreiðslu í verkfalli BSRB og að tollverðir, sem kjaradeilunefnd úr- skurðaði til starfa, hafi verið hindr- aðir í störfum sínum. í niðurlagi bréfs fjármálaráðuneytisins segir síðan: „Með vísan til ákvæða 106. og 107. greinar almennra hegningar- laga telur ráðuneytið eðlilegt að mál það sem hér um ræðir sæti opinberri rannsókn. Áður en ákvörðun um slíka aðgerð er tekin vill ráðuneytið hvetja BSRB til að létta af þeim hindrunum sem settar hafa verið 1 veg tollvarða!" I samþykkt stjórnar BSRB, sem send var alþingismönnum, er vakin á því athygli, að í bréfum þessum fel- ist fyrirskipun til forstöðumanna ríkisstofnana að ganga f verk undir- manna, sem séu í verkfalli, og þar með fremja verkfallsbrot. í öðru lagi sé það ögrun við féiagsmenn um skrásetningu á gjörðum þeirra og framkomu að viðlögðum brottrekstri síðar. í þriðja lagi sé hér um aö ræða hótun um beitingu hegningarlaga samkvæmt lagagreinum, er varðað geti margra ára fangelsi, eins og komist er að orði í bréfi BSRB. Stjórn BSRB beinir því til alþing- ismanna, „hvort þeir telji að i lög- gjöf, sem Alþingi hefur samþykkt, feiist þessi stefna og hvort það sé vilji Alþingis að réttarríkið sé af- numið með þessum hætti af fram- kvæmdavaldinu", eins og segir í bréfi BSRB. Á fundi með fréttamönnum, sem haldinn var á skrifstofum BSRB síð- degis í gær, var greint frá efni bréfs þessa og sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB, að innihald þessara þriggja bréfa fjármálaráðuneytisins væri mjög alvarlegt mál, ekki aðeins fyrir samtök opinberra starfs- manna, heldur einnig fyrir önnur launþegasamtök og raunar allt þjóð- félagið. „Hér er verið að stiga nýtt skref í islenskri þjóðmálaumræöu, sem einna helst minnir á Pólland eða Suður-Ameriku,“ sagði formaður BSRB. Kristján Thorlacius kvaðst ekki vilja segja um á þessu stigi hvort bréfaskriftir þessar hefðu áhrif á gang samningaviðræðna og sagði hann, að BSRB myndi i engu breyta um aðferðir í verkfallsað- gerðum sínum „þrátt fyrir þessar hótanir", eins og hann orðaði það. þágubeióni olíufélaganna var til at- hugunar hjá verkfallsnefnd BSRB í gærkvöldi og en þá var búist við að undanþága til losunar skipsins yrði veitt með skilyrðum. Olíufélögin þurfa að greiða út- gerð skipsins bætur vegna tafar þess hér við land. Ekki er búið að semja um bæturnar en samkvæmt heimildum Mbl. gæti kostnaður- inn verið nálægt 100 þúsund krón- um á dag, eða samtals 800 þúsund miðað við að skipið fáist losað í dag. Kostnaður þessi verður lagð- ur ofan á cif-verð svartolíunnar. Skipstjóri olíuskipsins og yfir- menn hans i Sovétríkjunum eru órólegir yfir þessari töf á losun skipsins og hafa margsinnis hótað að sigla með farminn eitthvað annað ef það fæst ekki losað fljót- lega. Annað sovéskt olíuflutninga- skip er á leiðinni með gasolíu og bensín. Er það væntanlegt til landsins síðar i vikunni. Birgðir af þessum vörum eru taldar duga í nokkra daga, jafnvel fram að Fólskuleg árás á aldrada konu LAUST fyrir klukkan 20.30 I gær- kvöldi var gerð fólskuleg árás á aldr- aða konu á Bjarnarstíg í Reykjavík. Var stolið af henni veski en konan flutt á slysadeild Borgarspítalans. Konan, sem er 77 ára gömul, var felld í götuna svo að hún hruflað- ist á hnjám og höndum. í veskinu voru um 1.200 krónur i peningum auk persónuskilríkja. Ekki var i gærkvöldi búið að hafa upp á árás- armanninum en talið að þarna hafi einn unglingur verið að verki. Konunni var ekið aftur heim af slysadeildinni í gærkvöldi. 1 Kaupfélag Eyfirðinga og Dalvíkurbær: Eaupa hlutafé Söltunarfélagi Kaupin gerð í þeim tilgangi að styrkja rekstur félagsins og atvinnu- öryggi í bænum, segir Kristján Ólafsson, fulltrúi kaupfélagsstjóra einstaklinga Dalvíkur hf. NÚ HEFUR nánast verið gengið frá kaupum Kaupfélags Eyfirðinga og Dalvíkurkaupstaðar á hlutabréfum einstaklinga í Söltunarfélagi Dalvík- ur. Bærinn á fyrir 30% í fyrirtækinu, KEA á 5%. 45% hlutabréfa fyrirtæk- isins eru í eigu Snorra Snorrasonar, útgerðarmanns, og 20% í eigu ann- arra einstaklinga og félagsins sjálfs. Eignir Söltunarfélagsins eru fast- eign þar sem rækjuverksmiðja er til húsa, togarinn Dalborg og helming- ur í togaranum Baldri. Rekstur fyrirtækisins hefur gengið erfiðlega að undanförnu og mun það meðal annars skulda KEA um 8 milljónir króna. Kaup þessi, sem samþykkt hafa verið einróma í bæjarstjórn, eru meðal annars í þeim tilgangi, að sögn Kristjáns ólafssonar, fulltrúa kaupfélagsstjóra, að renna nýjum stoðum undir rekstur Söltunarfé- lagsins til að auka atvinnuöryggi i bænum. Snorri Snorrason, útgerðarmað- ur á Dalvík og eigandi 45% hluta- fjár Söltunarfélagsins, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins, mánaðamótum miðað við venju- lega sölu samkvæmt heimildum Mbl. Eftir það má búast við bens- ínskorti ef skipið fæst ekki losað. Starfsmaður RARIK í gæzlu- varðhaldi STARFSMAÐUR Rafmagns- vcitna ríkisins situr nú í gæzlu- varðhaldi eftir að kæra barst frá RARIK þess efnis að maðurinn sé grunaður um misferli í starfl. Hann er grunaður um að hafa beint vörukaupum til fyrirtækis í Reykjavík gegn því að reikn- ingar, sem RARIK voru sendir fyrir vörurnar, væru hærri en næmi söluverði og síðan stungið mismuninum í eigin vasa. Mað- urinn var úrskurðaður í gæzlu- varðhald 17. október síðastlið- inn að kröfu Rannsóknarlög- reglu ríkisins og rennur gæzlu- varðhaldið út 31. október. Rannsókn málsins er á frumstigi, en maðurinn er grunaður um að hafa tekið fé á þennan hátt svo nemur hundr- uðum þúsunda króna. að rekstur Söltunarfélagsins hefði gengið erfiðlega að undanförnu eins og rekstur annarra fyrir- tækja í 8jávarútvegi. Hefðu hlut- hafar og væntanlegir kaupendur þvi orðið sammála um, að helzta leiðin til að renna styrkari stoðum undir reksturinn væri að selja fé- lagið bænum og kaupfélaginu. Með þeim hætti væri hægt að samræma rekstur Söltunarfélags- ins og Útgerðarfélags Dalvíkinga en eina frystihús staðarins væri í eigu kaupfélagsins. Athugasemd borgarstjóra við leiðara Morgunblaðsins í LEIÐARA Mbl. í dag er sagt að ég hafi boðið borgarstarfs- mönnum sömu kjör og Kópa- vogur hefði gert. Þetta er reg- inmisskilningur. í framhaldi af samningum við borgarstarfs- menn lýsti ég yfir því, af því tilefni, að ríkið gaf óvænt til kynna skömmu fyrir atkvæða- greiðslu borgarstarfsmanna, að það gæti teygt sig ívið lengra en borgin, að borgar- starfsmenn myndu fá það sem almennt yrði um samið við opinbera starfsmenn. 1 þvi fólst engin yfirlýsing um að borgin myndi elta einstök sveitarfélög úti á landi í þær áttir, sem þau kynnu að teygj- ast eða togast. Þokast í sam- komulagsátt SÁTTAFUNDUR í kjaradeilu blaða- manna og blaðaútgefenda hófst hjá sáttasemjara klukkan 14 í gærdag. Fundinum var framhaldið klukkan 20 í gærkvöldi eftir mat- arhlé. Samkvæmt upplýsingum deiluaðila þokaðist í samkomu- lagsátt á fundinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.