Morgunblaðið - 24.10.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.10.1984, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1984 Arnarhóll og Arnarhvoll — eftirÖnund Asgeirsson Borgaryfirvöld hafa nýlega sýnt af sér þá röggsemi að bjóða út nýtt skipulag eða tillögur um frá- gang á Arnarhóli. Er þetta mesta nauðsynjaverk, og vel sé þeim, sem að þeirri tillögugerð stóðu. Væntanlega fáum við því fljótlega að líta nýjar tillögur um ytra útlit þessa svæðis, sem þá ætti að verða til frambúðar. En það er um þetta mál að segja, eins og um svo mörg önnur, að ekki dugir að líta aðeins á yfir- borðið, það verður að kafa dýpra. Það verður að líta til umhverfisins í heild og þarfa þess. Arnarhvoll I meir en hálfa öld hefir helzta stjórnsýslustöð íslenzka ríkisins verið í hálfgerðum leiðinda kumb- alda, sem byggður var um 1930 og nefndur Arnarhvoll. Þetta hús er þó ekki verra en það, að góður arkitekt gæti gert úr því sæmi- legustu byggingu, með því að hækka það um nokkrar hæðir og byggja út úr því kálf til suðurs, yfir Lindargötu og í átt að Safna- húsinu. Kálfurinn þyrfti væntan- lega að hafa bílastæði undir sér á tveimur hæðum, svo að sjálf bygg- ingin byrjaði væntanlega á 2. hæð miðað við núverandi Arnarhvol. Jafnframt því að koma fyrir lyft- um í þessu húsi væri unnt að koma þar fyrir snyrtingum, fatageymsl- um og öðru því, sem gleymdist f flaustrinu 1930. Bílastæðin undir kálfinum myndu væntanlega vera notuð af gestum stofnananna i Arnarhvoli á daginn, en af gestum Þjóðleikhússins á kvöldin, og þannig verða tvísetin. Ég þykist geta séð það fyrir, að þetta sé eðli- leg framkvæmd í sambandi við þessa stjórnsýslustöð, og ennfrem- ur væri það eðlilegt, að svæðið umhverfis Arnarhvol yrði í fram- tíðinni nýtt í þágu stjórnsýslu, þannig að þarna myndi þá með tímanum myndast einskonar stjórnsýsluhverfi, Capitol. En þá þarf einnig að sjá til þess, að sam- göngur til hverfisins séu í lagi. Einhverjum kann nú að detta í hug, að þetta séu óraunhæfar hugmyndir, einkum eins og nú er ástatt í þjóðfélaginu. En menn verða jafnan að hafa í huga, að það er nútíðin sem skipuleggur og byggir fyrir framtíðina. Menn mega ekki vinna sér til óþurftar. Bflageymslur í Arnarhóli öllum ætti að vera ljóst, að á þessu svæði vantar tilfinnanlega mikinn fjölda bílastæða, því að engin frambúðarlausn er í að leggja bílum á aðalumferðargötur svæðisins. Nýlega hefir verið ákveðið, að svæðið austan Klapp- arstígs skuli byggt með íbúðar- húsum, svo að ekki verða bíla- stæðin þar. En nýja bílgeymslan í Arnarhóli vísar hér veginn. Sumir hafa viljað kalla þessa bílgeymslu „Kolaport", sem mér finnst þó hjárænulegt. Það hefir ekkert sögulegt gildi, að kolabingur var hafður á þessum stað um nokk- urra ára skeið. Staðurinn verður eftir sem áður hluti af hinu forna Arnarhólslandi. Réttnefni er því: Bílgeymslan í Arnarhóli. Hin nýja bílgeymsla í Arnar- hóli, sem er á tveim hæðum, er vel greiðfær og hentug. Mér sýnist það liggja f augum uppi, þegar fara á að ræða um skipulagningu Arnarhóls, að þessa bílgeymslu á að stækka, þannig að hún verði undir öllum hólnum allt að Hverf- isgötu og að eða undir Ingólfs- stræti, eftir því, sem bezt hentar. Þá væri eðlilegt, að innangengt væri í Arnarhvol úr bílgeymsl- unni, og að ríkið keypti bílstæði fyrir starfsmenn Arnarhvols í þessari bílgeymslu. Þetta er ein- falt verk, þar sem bílgeymslan myndi vera á tveim hæðum og með sömu innkeyrslu og nú hefir verið byggð. Þannig myndi enginn aukakostnaður verða í rekstri bílgeymslunnar, þótt hún yrði þannig stækkuð. Nú kemur einhver spekingur og Önundur Ásgeirason .....menn veröa jafnan að hafa í huga, aö þaö er nútíöin sem skipuleggur og byggir fyrir framtíö- ina. Menn mega ekki vinna sér til óþurftar.“ segir að þetta sé alltof dýrt, það kosti morð fjár að sprengja burt allt þetta grjót. En þetta er ekki rétt. Það er hægt að selja Reykja- víkurhöfn allt þetta grjót með góðum hagnaði, sökum hinnar hagstæðu legu svæðisins, og höfn- in á enn eftir að nota mikið grjót. Auk þess tekur verkið ekki nema 6—8 mánuði. Umferöarnefndin enn Það brást ekki fremur venju, að Umferðarnefnd Reykjavíkur ætti vitlausustu tillöguna í bíla- geymslumáli gamla miðbæjarins. Þeir lögðu til að byggð yrðu tvö bílgeymsluhús, annað yfir lóð Akraborgar við Tryggvagötu, hitt á lóð Hafskips á horni Tryggva- götu og Kalkofnsvegar, þ.e. hinu- megin götunnar, gegnt bílgeymsl- unni í Arnarhól. Hvorug tillagan fær staðist, enda um að ræða tvær af sárafáum byggingarlóðum í miðbænum, sem vissulega mætti nýta á annan hátt. Hvernig væri að forframa þessa umferðarnefndarmenn upp í um- ferðarráð? Þá gætu þeir gasprað um umferðina í útvarpið. En þeir myndu gera miklu minna ógagn þar, þótt kvíðvænlegt sé að þurfa að hlusta á þá, en menn eru nú ýmsu vanir í þessum efnum. Samstarfsverkefni Margir munu hafa áhyggjur af kostnaði við þessa framkvæmd. En þegar tekið er tillit til þess, að hér er um að ræða nýtingu lóðar, sem ella yrði ekki að gagni, er hér um nauðsynlega framkvæmd að ræða. Auk þess, sem full þörf er fyrir grjótið úr tóftinni, ætti að vera möguleiki að selja verulegan hluta bílastæðanna, sem þarna myndast, til aðila 1 nágrenninu, t.d. alla efri hæðina. Myndi ríkið þannig verða verulegur aðili, vegna starfsmanna i Arnarhvoli og öðrum nærliggjandi stofnun- um. Þessvegna væri eðlilegt að verkefnið yrði einskonar sam- starfsverkefni milli ríkis og Reykjavíkurborgar. Kostnaðar- hliðina getur svo skrifstofa borg- arverkfræðings eða aðrir reiknað. Varnaöarorö Látið ekki þennan, sem teiknaði slysadeildina við Borgarspítalann, koma nærri viðbyggingunni við Arnarhvol. (Ég veit ekki, hver hann er, en verkin tala.) Þessi við- vörun leiðir svo til þess að sagt sé, að gott væri, ef arkitektar f bygg- ingarnefnd gerðust eilítið ábyrg- ari í störfum, og samþykktu ekki allt, sem fyrir þá er lagt, jafnvel þótt af kollegum sé teiknað. Önundur Ásgeirsson er fyrrverandi forstjóri OUs. Siglufjörðun 11.200 lestir af loðnu komnar á land S4((l»nrti, 22. október. SÍLDARVERKSMIÐJUR ríkisins hér í Siglufirdi hafa nú tekið á móti 11.200 lestum af loðnu. Nýting hefur verið mjög góð og löndun og vinnsla gengið með igetum. Vegna þess hve loðnan er nú feit hefur verðið fyrir hverja lest verið rúmar 1.500 krónur. Nokkuð góð loðnuveiði mun hafa verið siðastliðna nótt, en veiði hefur verið treg hjá bátum þeim, sem héðan róa. Þó hafa rækjubátar aflað þokkalega eða allt upp í 6 lestir í róðri, þegar gefið hefur á sjó. Þá er nú að ljúka lengingu flugbrautarinnar hér og verður af henni mikil samgöngubót. Verkið hefur gengið fljótt og vel og mun kostnaður hafa verið f lágmarki. Fréttaritari Þessi börn gáfu fjárupphæð sem rennur til nýbyggingar sjúkrahússins í Stykkishólmi. Þau heita: Bjarki Jóhannsson, Reynir Eggertsson, Sóley Sigþóradóttir, Elín Eggerts- dóttir, Rakel María Magnúsdóttir, Hugrún Birgisdóttir, Sigurður Birgisson, Krístín Klara Grétarsdóttir og Guðrún Antonfussen. Þessi börn, sem heita Alexía Björg Jóhannesdóttir, Elías Halldór Jóhannesson og Eva Guðbrandsdóttir héldu hluta- veltu í Stykkishólmi og afhentu ágóða hennar nýbyggingu sjúkrahússins í Stykkishólmi. Afhentu peninga til nýbygg- ingar Sjúkra- hússins í Stykkishólmi Þessir þrír drengir gáfu peninga sem þeir höfðu safnað með Þessar stúlkur, sem beita Gerður Björg Sveinsdóttir, Ragn- tombólu. Peningarnir renna til nýbyggingar sjúkrahússins í heiður Harpa Sveinsdóttir og Alexia Björg Jóhannesdóttir Stykkishólmi. Þeir heita: Kristján Emil Pálsson, Vilhjálmur seldu blóm í Vallarflöt og Víkurflöt og afhentu ágóða sölunn- Hjaltalín Jónsson og Þorbjörn Geir Ólafsson. ar til nýbyggingar sjúkrahússins í Stykkishólmi. Erla Halldóradóttir, Kristbjörg Huld Kristbergsdóttir og Ragnhildur Þóra Ágústsdóttir afhentu peninga sem komu inn frá tombólu sem þær héldu. Þeir renna til nýbyggingar sjúkrabússins í Stykkishólmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.