Morgunblaðið - 24.10.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.10.1984, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1984 Þingmenn ræða kjara- og skattamál: Skattalækkanir vænlegri en mikil launahækkun segir forsætisráðherra Forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, ítrekaði í umræð- um á Alþingi í gær, að það væri skoðun ríkisstjórnarinnar að skattalækkanir væru mun væn- legri fyrir launþega en miklar launahækkanir. Vísitölubindingu launa sagði forsætisráðherra ekki koma til greina. Umræðurnar hófust er Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðu- flokksins, kvaddi sér hljóðs utan dagskrár og bar fram nokkrar fyrirspurnir til forsætisráðherra, um hugsanlegar skattalækkanir í tengslum við almenna kjara- samninga. f svari Steingríms Hermanns- sonar, forsætisráðherra, kom fram að talað er um skattalækk- anir að fjárhæð allt að 1400 millj- ónir króna, 300 milljón króna lækkun á útsvari og 1100 milljón króna lækkun tekjuskatts. Þess- um tekjumissi gæti ríkissjóður mætt með niðurskurði, nýrri tekjuöflun og með erlendum lán- um. Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins, gagnrýndi rík- isstjórnina harðlega og sagði að stirfni einstakra ráðherra gagn- vart BSRB hefði hamlað samn- ingum. Þá átaldi hann þátt for- sætisráðherra í samningum Reykjavíkurborgar. Þá sagði Svavar að Morgunblaðið, einn að- alviðsemjandi prentara, hefði ákveðið að semja á hærri nótum en ríkisstjórnin vildi, sem sýndi að hún hefði misst tökin á þróun launamála. í máli hans kom fram að án Morgunblaðsins væri ríkis- stjórnin máttvana. Ræddi Svavar bréf fjármálaráðherra til BSRB, sem hann sagði hótun, vegna að- gerða verkfallsvarða bandalags- ins við Sundahöfn, sem ráðuneyt- ið telur ólöglegar, en þar kemur fram að fjármálaráðherra vill opinbera rannsókn á þessum að- gerðum. f bréfinu fer fjármála- ráðherra fram á það við BSRB að aðgerðum við Sundahöfn verði hætt án tafar, og tollskoðun ekki hindruð. Þá beindi Svavar Gestsson spurningum til forsæt- isráðherra, um kaupmáttartrygg- ingu og um það hvort ríkisstjórn- in ætlaði sér að binda enda á verkföll með lagasetningu. For- Steingrímur Hermannsson Svavar Gestsson Þorsteinn Fálsson Kjartan Jóhannsson sætisráðherra sagði að hvorki vísitölubinding launa né lög gegn verkföllum kæmu til greina. Steingrímur Hermannsson tók fram að hann hefði ekki átt neinn þátt í samningum Reykjavíkur- borgar. Albert Guðmundsson, fjár- málaráðherra, sagði það skoðun fjármálaráðuneytisins að verk- fallsaðgerðir BSRB við Sunda- höfn væru ólöglegar, þess vegna hefði umrætt bréf verið sent til bandalagsins. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, benti á að tillögur ríkisstjórnarinnar um skattalækkanir, hefðu verið sett- ar fram til að greiða fyrir samn- ingum á almennum vinnumark- aði, án þess að eiga nýja holskeflu efnahagsörðugleika á hættu. For- ustumenn opinberra starfsmanna hefðu hins vegar sýnt þessum til- lögum mun minni áhuga en leið- togar annarra launþegasamtaka. Meðal þeirra sem tóku til máls var Karl Steinar Guðnason, vara- formaður Verkamannasambands íslands og þingmaður Alþýðu- flokksins, en í máli hans kom fram að VMSÍ hafi verið tilbúið að fara nýjar leiðir eins og skattalækkunarleiðina, hins veg- ar væri sambandið neytt til að hverfa frá þessari leið, þar sem ríkisstjórnin hefði lýst þvi yfir við BSRB að engar forsendur væru fyrir skattalækkunum um- fram það sem gert er ráð fyrir í fjárlögum. Forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, leiðrétti Karl Steinar og ítrekaði að tilboð rík- isstjórnarinnar um skattalækk- anir stæði enn. Óháður gagnvart þing- flokki og ríkisstjórn — segir Ellert B. Schram þingmaður Sjálf- stæðisflokks sem tekið hefur sæti á Alþingi á ný ELLERT B. Schram, þingmaður Sjálfstæðiaflokksins í Reykjavík, tók sæti á Alþingi á ný við setningu þess 10. október sl. Hann fór um leið fram á það við þingflokk Sjálf- stæðisflokksins að þurfa ekki að gegna nefnda- né trúnaðarstörfum, sem orðið var við. Þá iýsti hann sig óháðan gagnvart ákvörðunum þing- flokks og ríkisstjórnar. Ellert sat ekki síðasta þing að eigin beiðni og sagði þá ástæður þess m.a. þær, að hann hefði ekki hlotið þær trúnað- arstöður sem hann taldi sig þurfa til að gegna þingmennsku sem skyldi. Þá lýsti hann því einnig yfír að hann teldi sig hafa meiri áhrif sem rit- stjóri DV en sem áhrifalaus þing- maður, en það tvennt sagði hann þá ekki fara saman. Mbl. ræddi í gær við Ellert af þessu tilefni. Ellert sagði í upphafi viðtalsins aðspurður um hvað valdið hefði breyttri afstöðu hans, að öllum væri ljóst að aðstæður hefðu mjög breyst í þjóðlífinu á þessu eina ári. Verkföll hefðu geysað og þjóðlífið lamast. Mikil upplausn og ólga væri í stjórnmálaheiminum og því fyndist sér ástæða til að fara inn á þing og láta rödd sína heyrast. Hann var þá spurður, hvort hann teldi sig hafa meiri áhrif utan þingflokks og án setu í þingnefnd- um. Hann svaraði: „Ég hef ekki sagt mig úr þingflokknum, en ég hef tilkynnt honum að ég vilji vera óháður gagnvart þeim ákvörðunum sem þar eru teknar, svo og óháður gagnvart ríkis- stjórninni og stuðningi við hana. Ég tel það vera eðlilegt framhald á skrifum mínum og skoðunum undanfarið. Miðað við þá stöðu tel ég það skynsamlegast fyrir bæði þingflokkinn og mig, að ég sé ekki kosinn í nefndir eða trúnaðar- störf, enda hefur mér ekkert slíkt staðið til boða.“ Þá sagði Ellert áhrif sín á Alþingi undir honum Ellert B. Schram sjálfum komin, þau kæmu til með að felast m.a. i ræðuhöldum og málatilbúnaði. — Skýtur það ekki skökku við Ellert, að á sama tíma í fyrra sagðist þú ekki taka sæti á Alþingi þar sem þú hefðir ekki fengið þær trúnaðarstöður sem þú teldir þingmann þurfa til að geta haft áhrif, en nú kemur þú inn á þing og ferð fram á að gegna engum trúnaðarstörfúm? „Það er rétt að ég var ósáttur við viðtökurnar sem ég fékk í þingflokknum í fyrra og það að mér skyldi þá ýtt út í horn. Ég var áhrifalaus innan þingflokksins og þá taldi ég mínum starfskröftum betur háttað og að áhrif mín og skoðanir kæmust betur til skila á öðrum vettvangi. Nú finnast mér aðstæður allar hafa breyst. Ég hef meiri áhyggjur af því ástandi og þar á meðal hef ég áhyggjur af þróun mála ínnan Sjálfstæðis- flokksins. Aðspurður um hvort hann teldi sig geta haft meiri áhrif á þróun mála innan Sjálfstæðisflokksins með því að starfa utan þingflokks sagði Ellert, að hann hefði hvorki sagt sig úr þingflokknum né Sjálfstæðisflokknum enn þá, eins og hann orðaði það. Hann sagðist myndu mæta á þingflokksfundum eftir efnum og ástæðum, því myndi hann halda opnu. „Ég hef þann rétt að mæta í þingflokknum á meðan mér er ekki sagt úr hon- um,“ sagði hann. Ellert situr enn sem ritstjóri DV og aðspurður sagði hann að hann myndi sitja sem ritstjóri á meðan annað yrði ekki ákveðið af hálfu samstarfsmanna hans á blaðinu. Hann var í framhaldi af þvi spurður hvað breyst hefði frá því hann lýsti því yfir í fyrra, að hann teldi það ekki samrýmast að gegna ritstjórastarfi á DV og þingmennsku. Hann svaraði: „Ég ■sé ekkert ósamræmi í því. Aðstæð- ur hafa breyst hjá DV, hjá mér og í þjóðfélaginu. Sá kostur að vera bæði þingmaður og ritstjóri stóð mér ekki til boða af hálfu DV þá. Ég hef nú farið inn á þing og er að minnsta kosti ábyrgðarmaður að blaðinu enn þá. Störf mín sem rit- stjóra munu kannski breytast í einstökum atriðum með hliðsjón af því, að ég þarf einhvern tíma á degi hverjum til að sinna þing- störfum." Ellert sagði að sem óháður þing- maður myndi hann hafa algjör- lega óbundnar hendur og gæti þess vegna stutt mál frá hverjum sem þau kæmu. Hann var í fram- haldi af því spurður, hvort hann teldi afstöðu sína brjóta gegn starfsreglum þingflokks Sjálf- stæðisflokksins sem staðfestar voru af flokksráði Sjálfstæðis- flokksins 1982, en þar er m.a. heimild til að víkja mönnum úr þingflokknum, sem ekki fella sig að meirihlutavilja hans. Ellert kvaðst ekki hafa kynnt sér þessar reglur og að þær hefðu ekki verið kynntar honum. Hann kvaðst ekki hafa setið umræddan flokksráðs- fund og sagði síðan: „Ég held þess vegna að þeir sem hafa það vald i sínum höndum að geta vikið mönnum úr þingflokknum verði að svara þessari spurningu, en ekki ég.“ Ellert B. Schram sagði að lok- um: „Ég hef viljað velja mér þann vettvang sem ég tel árangursrík- astan hverju sinni til að koma mínum skoðunum á framfæri. Ég held að flestir geri sér ljóst að að- stæður geta breyst í pólitíkinni og auk þess að þeir sem hafa afskipti af stjórnmálum verða að laga sig að þeim aðstæðum. Ég hef að- hyllst sjálfstæðisstefnuna og mig varðar meira um hana heldur en flokka og ríkisstjórnir." Ólafur G. Einarsson um stöðu Ellerts B. Schram á Alþingi: Eðlileg og nánast með þegjandi samkomulagi „HANN lét okkur vita strax í upp- hafí að hann kæmi til þings sem óháður þessari ríkisstjórn og þing- flokki og ég hef í sjálfu sér ekkert um það að segja. Það er ekki hægt að neyða einn eða neinn til þess að fara að samþykktura þingflokks varðandi stuðning við ríkisstjórn eða afstöðu til einstakra mála,“ sagði Ólafur G. Einarsson, formaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins, að- spurður um afstöðu þingflokks Sjálf- stæðisflokksins til þeirrar ákvörð- unar Ellerts B. Schram, þingmanns Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, að utká sæti á Alþingi á ný og þeirra óska hans að gegna þar ekki trúnað- arstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ólafur sagði, að Ellert hefði ekki mætt á þingflokksfundum frá því þing var sett og að hann hefði óskað eftir því við sig sem for- mann þingflokksins að verða ekki kjörinn í þingnefndir. Hann sagði síðan: „Ég held að það sé ekkert í sjálfu sér við því að segja á þessu stigi. Ég hugsa að staða þess sem lýsir því fyrirfram að hann sé óbundinn þingflokknum sé eðli- iegust eins og hún er nú — nánast með þegjandi samkomulagi. Hon- um stóð það að sjálfsögðu til boða að fara í nefndir eins og síðast, þegar hann var líka valinn í nefndir. Þingflokkurinn varð við þessari ósk hans, en ég tók það auðvitað fyrir á þingflokksfundi. Með þessu er verið að létta af hon- um störfum sem dreifast þá á aðra þingmenn en það er eitt af þeirra verkefnum að taka þátt í nefnd- arstörfum." Ólafur kvað aðspurður rétt vera að flokksráðsfundur Sjálfstæðis- flokksins hefði staðfest starfsregl- ur til handa þingflokknum árið 1982, en fram að þeim tíma hefði hann ekki haft neinar slíkar regl- ur. Hann sagði að í þeim væri m.a. heimild til handa þingflokknum að vísa þingmanni úr þingflokkn- um ef hann færi ekki að sam- þykktum hans eða gerði ekki grein fyrir afstöðu til mála, sem færu í bága við skoðanir meirihluta hans. Hann sagði síðan: „Það hef- ur ekki staðið til að nota þær í þessu tilviki. Það eru ekki efni til þess vegna þess hvernig þetta bar að.“ — Hver er raunveruleg staða Ellerts B. Schram á Alþingi i dag að þinu mati? „Hann er óháður. Tekur þar að- eins afstöðu eins og honum býr í brjósti hverju sinni."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.