Morgunblaðið - 24.10.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.10.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1984 Framreiknuð íbúatala á íslandi: íslenska hljómsveitin frum- flytur átta íslensk verk í vetur ÍSLENSKA hljómsveitin er nú að hefja þriója starfsár sitt og heldur hún alls 9 tónleika í vetur. Guðmundur Emilsson, stjórn- arformaður hljómsveitarinnar, sagði að efnisskráin í vetur væri mjög fjölbreytt og gæti hvaða hljómsveit sem er verið stolt af henni. Fyrstu tónleikar hljóm- sveitarinnar verða hinn 25. októ- ber og þar leikur bandaríski pí- anóleikarinn Stephanie Brown. Margir kunnir tónlistarmenn leika með íslensku hljómsveit- inni í vetur, þ.á m. Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari, Sigurður I. Snorrason, klarinett- leikari, Ásdís Valdimarsdóttir, fiðluleikari, Mats Rondin, selló- leikari, Sylvie Beltrando, hörpu- leikari, og Joseph Fung, gítar- leikari. Auk hljóðfæraleikar- anna koma fram ýmsir söngvar- ar, t.d. John Speight, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Sigrún Valgerð- ur Gestsdóttir, Margrét Pálma- dóttir, Elísabet F. Eiríksdóttir, Jón Þorsteinsson og Bruce Kramer. íslenska hljómsveitin tekur upp þá nýjung á 6. tónleikum sínum að flytja lög úr „dægur- lagadeildinni1*, eins og Guð- mundur Emilsson orðaði það. Þá verða flutt verk eftir þá Þóri Baldursson, Stefán S. Stefáns- son og Vilhjálm Guðjónsson, með aðstoð Ásgeirs H. Stein- grímssonar, trompetleikara, Sverris Guðjónssonar, söngvara, og Björns Thoroddsen, gítarleik- ara. Alls flytur íslenska hljómsveitin 10 íslensk verk í vetur, þar af verða átta frum- flutt. Stjórnendur hljómsveitar- innar verða Ragnar Björnsson, Kurt Lewin, Guðmundur Emils- son, Marc Tardue, Margaret Hillis og Thomas Baldner. Flest- ir tónleikanna verða í Bústaða- kirkju. Guðmundur Emilsson sagði rekstur hljómsveitarinnar hafa gengið vel, en frá upphafi var stefnt að því að hljómsveitin yrði starfrækt án ríkisstyrkja, en hljóðfæraleikurum yrði eigi að síður greidd full laun. „Okkur tókst sjálfum að afla 75% þess fjár sem þurfti til rekstrarins fyrsta árið, 80% það næsta og vonandi 85% í ár,“ sagði Guð- mundur. „Við erum því að nálg- ast takmarkið óðfluga og stefn- um að því að standa algjörlega á eigin fótum eftir tvö ár. Ef það tekst, þá held ég að það hljóti að vera Norðurlandamet í hljóm- sveitarrekstri." í lok starfsársins fer íslenska hljómsveitin í hljómleikaferð til Grænlands með Söngsveitinni Fílharmóníu, en alls fara um 80 hljóðfæraleikarar og 20 söngvar- ar í þá för. „Þetta verður stærsta hljómleikaför til Grænlands til þessa," sagði Guðmundur Emils- son, stjórnarformaður tslensku hljómsveitarinnar, að lokum. Stjórn íslensku hljómsveitar- innar skipa þeir Guðmundur Emilsson, dr. Þorsteinn Hann- esson, Ásgeir Sigurgestsson og Sigurður I. Snorrason. Ljósm. Mbl./Árni Sœberg. Þrír stjórnarmanna íslensku Hljómsveitarinnar kynna vetrardagskrána á fundi með blaðamönnum. Frá vinstri: Ágeir Sigurgestsson, Guðmundur Emilsson og Sigurður I. Snorrason. Fjölgar um 40—50 þúsund næstu 20 árin — Ævilíkur kvenna 80 ár, karla 74 ár Framreiknuð íbúatala hér á landi árabilið 1984—2024 sýnir að landsmenn geta orðið frá 305—332 þúsund í lok þessa tímabils, eftir mismunandi frjósemiforsendum, sem liggja að baki framreikningsins. Þetta þýðir að íslendingum gæti fjölgað á þessu fjörutíu ára tímabili um 67 til 94 þúsund. Lægri spáin gerir ráð fyrir því að íslendingar verði 276.700 árið 2004, eftir 20 ár, eða tæplega 38 þúsundum fleiri en þeir eru nú, en hærri spáin 52 þúsund manna fjölgun. Mannfjöldi á tslandi taldist 237.894 1. desember sl., en þeir vóru aðeins 78.470 á morgni aldar- innar, 1901. Um aldamótin bjuggu 73% landsmanna í strjálbýli en 11% nú. Meðalaukning mann- fjölda í landinu 1981—1983 var 1,3% á móti 2,1% 1950-1960 þeg- ar hún var mest. í árslok 1983 bjuggu 142.000 manns í Reykjavík og á Reykja- nesi, eða 60% þjóðarinnar, á móti 39% árið 1940 og 15,3% 1901. Þá bjuggu 6,3% landsmanna á Vest- urlandi (12,5% 1901), 4,4% á Vest- fjörðum (16% 1901), 4,5% á Norð- urlandi vestra (10,3% 1901), 11% á Norðurlandi eystra (15,2% 1901), 5,5% á Austurlandi (13,6% 1901) og 8,4% á Suðurlandi (17% 1901). Meðalævilíkur kvenna á íslandi eru í dag 80 ár og karla 74 ár á móti 38 og 32 árum 1850—1860. Þetta er ein hæsta meðalævi sem þekkist í heiminum. Á árabilinu 1961—1982 var fjöldi brottfluttra úr landi um- fram aðflutta 3.286 karlar og 4.091 kona. Rúmlega 60% brottfluttra kvenna var á aldrinum 20—34 ára, sem bendir til þess að nokkur hluti þess hóps hafi gifzt útlend- ingum. Framangreindar upplýsingar er að finna í heimildarriti Áætlana- deildar Framkvæmdastofnunar íslands, „Mannfjöldi, mannafli og tekjur“, ágúst 1984. Skýrslan er unnin af Sigurði Gústavssyni en formála ritar Helgi ólafsson. Atyinnugreinar 1963—1981: Fjórföldun heil- brigðisstétta — þreföldun kenn- ara og bankamanna 70% Reykvíkinga í þjónustugreinum Starfandi íslendingum í þjónustugreinum fjölgaði um 134% 1963—1981. Mælt í mannárum er aukningin úr 10.000 slíkum í 27.600. Við upphaf þessa tímabils unnu tæplega 15%starfandi landsmanna þjónustustörf hvers konar, nú 25,2%, rúmlega fjórði hver einstaklingur. Mest var aukningin í heilbrigð- iskerfinu en þar töldust mannár 1.640 1963 en 6.708 1979 sem er meir en fjórföldun. Mannafli í kennslu þrefaldaðist á þessu tímabili. f Reykjavík var 70% mannaflans í þjónustugreinum 1981 en 60%allrar þjónustu var unninn í höfuðborginni. í frumframleiðslu, landbúnaði og fiskveiðum, hefur starfandi einstaklingum fækkað frá 1963. Þeir vóru árið 1981 89% af sam- bærilegri tölu 1963.16% mannafl- ans taldist til landbúnaðar, þ.e. frumframleiðslu, 1963, en 6,9% 1979. 8,2% starfandi fólks töldust til fiskveiða 1960 en 5,1% nú. Hluti af þessari fækkun stafar af tæknivæðingu í frumvinnslu. Hinsvegar hefur starfsfólki fjölgað 1 fiskiðn, var 5.600 1%7 en 10.400 1979, eða 9,5% starfandi fólks í landinu. Mannafli í iðnaði, að fiskiðnaði frátöldum, hefur vaxið úr 12 þúsund mannárum 1963 í 18.300 1981, en hinsvegar lækkað sem hlutfall af heildartölu vinnandi manna í landinu úr afli og tekjur“/Áætlanadeild Framkvæmdastofnunar ríkisins/- ágúst 1984.) Þegar hafa sparast um 20 millj- ónir f rekstri Ríkisspítalanna — „erfitt að meta sparnað í heilbrigðisþjónustunni“ segir Davíð Á. Gunnarsson, aðstoðarmaður heilbrigðismálaráðherra 17,8% 1963 í 16,7% 1981. 10,2% mannafla störfuðu í byggingariðnaði 1981 en sú at- vinnugrein hefur breytzt nokkur frá ári til árs. Heildartala í verzl- un og viðskiptum hefur reynzt stöðugri, nálægt 14%. Hlutfalls- tala samgangna hefur lækkað úr 9,6% í 7,1%, en í bankastarfsemi og tryggingum hefur hún vaxið úr 2,8% í6%,úr tæplega 1.900mann- árum í 6.600 frá 1963-1981. (Heimild: „Mannfjöldi, mann- Þú svalar lestrarJxMf dagsins _ ' stóum Moggans! „MIÐAÐ við þær forsendur, sem við á Ríkisspítölunum gáfum okkur í upphafí ársins, þá ætluðum við að spara um 42 milljónir og þegar hafa sparast um 20 milljónir," sagði Dav- íð Á. Gunnarsson, aðstoðarmaður heilbrigðismálaráðherra, er hann var inntur eftir því, hvernig gengið hefði að spara í rekstri Ríkisspítal- anna. „Þá var gert ráð fyrir því að við fengjum nokkur framlög umfram þau sem fjárlög gerðu ráð fyrir. Með tilliti til þessarar upphaflegu áætlun- ar okkar og til þeirra verðhækkana, sem við teljum að hafi orðið, um- fram forsendur fjárlagafrumvarps- ins, þá reiknum við með að okkur hafl tekist að ná u.þ.b. helmingi þess sparnaðar í launakostnaði, sem við ætluðum okkur að ná miðað við fyrsta júlí. í öðrum rekstrargjöldum náðum við nær öllum þeim sparnaði, sem áætlað hafði verið.“ Davíð lagði á það áherslu að tala þessi, þ.e. 20 milljónir, væri miðuð við eigin forsendur Rikis- spítalanna og hefði að þeirra mati vantað fjárveitingu inn í fjárlögin þegar þau voru samþykkt. „En þetta er sparnaður, sem ekki hefði orðið, nema sérstakar ráðstafanir hefðu verið gerðar," bætti hann við. Davíð sagði að ákveðið hefði verið að reyna að spara 2,5% launakostnaðar og 5% annarra rekstrargjalda. „Okkur tókst að spara 4 milljónir í launum með miklu aðhaldi. Við höfum fækkað stöðum dálítið, dregið úr yfirvinnu og breytt vöktum. Það er hins veg- ar auðveldara að spara aðra liði en launakostnað, því laun hafa ekki hækkað lengi og erfitt að taka af þeim. Þetta hefur auðvitað komið niður á starfsemi spítalanna, t.d. í sumar, þegar þremur deildum var lokað í sex vikur. Að hluta til náð- ist þessi sparnaður með því að fresta opnun taugadeildar, sem flytja átti í nýtt húsnæði geðdeild- ar. Það er því kannski hæpið að nefna sparnað í því sambandi, það mætti e.t.v. nefna þetta samdrátt að einhverju leyti." Davíð Á. Gunnarsson sagði að það væri alltaf erfitt að meta sparnað í rekstri spítala, því það væri nauðsynlegt að fylgjast vel með öllum nýjungum á sviði heil- brigðisþjónustu. „Það er afskap- lega mikilvægt að fylgjast með öllu slíku og oft er sparnaðurinn ekki fólginn í því að eyða færri krónum, heldur einmitt kannski í því að eyða fleiri krónum og skila meiri árangri í bættri heilsu fólks. Það er mjög erfitt að meta verð- mæti í heilbrigðisþjónustunni, en það má alltaf spara og hagræða i öllum rekstri," sagði Davíð að lok- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.