Morgunblaðið - 24.10.1984, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.10.1984, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1984 + Eiginmaöur minn, JÓN B. BJÖRNSSON, rafvaitustjóri, Sæunnargötu 12, Borgarnasi, lést í Borgarspítalanum föstudaginn 19. október si. Jarðarförin fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 27. október kl. 2 e.h. Ásta Siguröardóttir. t Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi. BJÖRGVIN SIGURJÓNSSON, Bergstaöastræti 54, andaöist í Landakotsspitala 22. október. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Síðbúin kveðja: Jón Ólafsson Enn einu sinni sannast okkur, hversu skammt er milli lífs og dauða og óskiljanlega stutt milli gleði og sorgar, þar sem ég og mín fjölskylda stöndum nú frammi fyrir að hafa misst okkar elsku- lega mág. Fyrir rúmum tveimur mánuðum kvöddumst við og vorum við farin að hlakka til að hittast aftur hér í Júgóslavíu, við brúðkaup Ernu dóttur okkar. Ekki grunaði mig, að ég væri að kveðja elskulegan mág minn og ástvin hinstu kveðju. Dætur mínar kölluðu hann alltaf afa Jón, svo barngóður og traustur vinur var hann, enda alltaf um- kringdur sínum barnabörnum. Nú er mágur minn genginn þann veg sem bíður okkar allra og ég þakka honum fyrir þá um- hyggju sem hann sýndi, fyrst mér, síðan fjölskyldu minni i þrjá ára- tugi, sem faðir og afi. Það sem einkenndi hann var hans trausta vinátta, hlédrægni og mannvit. Við kveðjum nú mág minn í síð- asta sinn og felum sál hans i hend- ur Drottni. Að eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. + KRISTJÁN EIRÍKSSON, hæstaréttarlögmaöur, er látinn. Útförin veröur gerö frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 25. október kl. 15 e.h. Eiríka Kriatín Þóröardóttir. + Hjartkær eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, FJÓLA N. REIMARSDÓTTIR, Þórufelli 10, Reykjavlk, andaöist í Landspítalanum mánudaginn 22. þ.m. Guömundur B. Jónason, Sverrir Kr. Bjarnason, Gunnar E. Guömundsson, Magnús P. Guðmundsson, Kristín J. Guömundsdóttir, Kristinn K. Guömundsson, Sigríöur J. Guömundsdóttir, tengdabörn og barnabörn. + Móöir mín og dóttir, SIGRÍDUR JÓNSDÓTTIR, Melabraut 34, Seltjarnarnesi, andaöist i Borgarspítalanum þriöjudaginn 16. október. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 25. október kl. 13.30. Siguröur Sigurösson, Jórunn Norðmann. Gunnar Jósefs- son — Minning Laugardaginn 13. október kvaddi vinur minn og samsveit- ungi, Gunnar Jósefsson, þennan heim eftir stranga sjúkdómslegu. Gunnar var fæddur að Atlastöð- um í Sléttuhreppi, sonur sæmd- arhjónanna Jósefs Hermannsson- ar og Margrétar Katrínar Guðna- dóttur. Hann var einn af sex systkinum, tveimur bræðrum og þremur systrum, auk einnar hálf- systur, dóttur Jósefs. Gunnar missti móður sína ung- ur, rétt innan við sextán ára aldur, og sagði Gunnar mér að það hefði verið sér svo mikill missir og að upp frá því hefði hann illa tollað í heimahögum og hleypti því fljótt heimdraganum. Leið hans lá fyrst norður á Strandir til Rekavíkur bak Höfn og þaðan til Siglufjarðar. Þar lærði hann skipasmíði og rak um tíma Slippinn þar. Síðar fluttist Gunnar til Akur- eyrar þar sem hann keypti og rak slippstöð í mörg ár. Síðar réðist Gunnar til Vita- og hafnarmálastofnunarinnar sem verkstjóri og starfaði þar allt fram á síðasta ár. Gunnari hlotnaðist mikil gæfa þegar hann kynntist ólöfu Magn- úsdóttur eða Lóu eins og við kunn- ingjarnir kölluðum hana. Þessari fallegu og góðu konu giftist hann 1937. Þau eignuðust sex mann- vænleg börn, tvo syni og fjórar dætur, auk þess sem þau ólu upp eina fósturdóttur. Eiga þau hjónin nú 19 barnabörn. Gunnar var ræktarsamur faðir og bar vakinn og sofinn hag barn- anna fyrir brjósti og hjálpaði þeim dyggilega við að koma sér fyrir í tilverunni. Eg tel mig lánsaman að hafa fengið að kynnast þessum góða dreng, hann reyndist mér traustur vinur og ráðgjafi í hvfvetna og rétti mér oft hjálparhönd. Það var gott að gleðjast með Gunnari í vinahóp, auk þess sem hann var góður ferðafélagi, hvort heldur var innanlands eða utan. Hann var mildur f dómum og fljótur að fyrirgefa þó eitthvað bæri í milli. Og þeim kosti var hann gæddur umfram aðra, að aldrei lagði hann illt til nokkurs manns og greiðvik- inn var hann svo af bar. í júníbyrjun, stuttu eftir 75 ára afmæli hans, heimsóttum við tveir samsveitungar hans hann. Þá var ekki að sjá nein veikindamerki á + Konan mín, SIGURVEIG GUÐLAUG ÞORGILSDÓTTIR, lézt á Hratnistu í Hafnarfiröi 22. þ.m. og veröur jarösett frá Hafnar- fjaröarkirkju fimmtudaginn 25. þ.m. kl. 15. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Pétur Eggerz-Stefánsson. + Eiginmaöur minn, faöir okkar og afi, GUNNARJÓSEPSSON, byggingameístari, Hörpugötu 13 b, andaöist 13. október. Útförin fer fram í dag, 24. október, kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Fyrir hönd barna okkar, tengdabarna, barnabarna og systkina hins látna, Ólöf Magnúsdóttir. + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, HELGA GUDRÚN ÓLAFSDÓTTIR frá Borgarnesi, Austurbrún 27, andaöist á Hrafnistu 19. október. Eövarö Friöriksson, Guömundur Friöriksson, Þorvaldur Friðriksson, Elsa Friöriksdóttír, Ólafur Friöriksson, Jónas Frióriksson, Barbara Friöriksson, Guórún Jónsdóttir, Joan Frióriksson, Óskar Jóhannsson, María Viborg, Valgeróur Gunnarsdóttir. Minning — Skarp- héðinn Kristjánsson Fæddur 17. maí 1922 Dáinn 7. september 1984 Að Skarphéðinn vinur minn skuli vera horfinn okkur, hryggir mig mjög. Hvert svo sem leið okkar allra liggur að lokum, væri nú þægilegt að geta kastað frá sér efasemdum og hlakkað til endur- funda. Það var mér og fjölskyldu minni mikil gæfa, að við skyldum fyrir 24 árum flytjast í sama hús og fjölskylda Skarphéðins. Hvernig þau hjón, Ágústa og Skarphéðinn, tóku okkur, vandalausum ungum hjónum nýfluttum utan af landi, var okkur ómetanlegt. Umhyggja þeirra fyrir okkur var einstök. Það voru góð ár og lærdómsrík, því heimili þeirra stóð okkur alltaf opið. Þarna opnaðist ef til vill hugur minn fyrir þvi að hamingj- an er ekki eingöngu fólgin í ver- aldlegum vellystingum. Ég undr- aðist oft og hugsaði, hvort þeirra hamingja væri sú að gleðja aðra, meðan flestir aðrir streittust eftir lifshamingjunni á allt annan hátt. Enginn getur óskað börnum sín- um betra sambýlisfólks í byrjun búskapar. Eru foreldrar mínir þeim þakklátir. Ég kveið því, þegar að því kom, að við þurftum að flytja eftir fjög- urra ára sambýli. Það var óþarfi, því vinskapur og umhyggja þeirra hjóna fylgdi okkur. Og sem betur fer vorum við ekki þau einu sem nutum þessa. Það sýnir stóri vina- hópurinn. Eg efast ekki um að við eigum eftir að finna fyrir nálægð ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Og upphiminn fegri en auga sér, mót öllum oss faðminn breiðir. (E.B.) Skrifað í Zakutu í ágúst 1984. G. Óskarsdóttir. honum og var hann hinn kátasti og sátum við hjá þeim hjónum við höfðinglegar veitingar eins og þeirra var siður. Upp frá þvl ágerðist sjúkdómurinn mjög ört, þar til yfir lauk. Það sem mér er efst í huga á þessari stundu er þakklæti og aftur þakklæti til Gunnars og Lóu fyrir þær yndis- legu stundir sem við höfum átt saman. Lóa mín, ég sendi þér og börn- unum minar innilegustu samúð- arkveðjur. Óli Þorbergsson Skarphéðins, því svo sjálfsagður var hann í hugum okkar, hvort sem glaðst var yfir einhverju, eða einhvern þurfti að hugga. Maður sem skilur eftir sig jafn góðar minningar og Skarphéðinn vekur mig til umhugsunar um, hvort ekki hafi verið ákveðinn til- gangur með lífi hans og því erfitt að skilja, hvers vegna hann fékk ekki að lifa lengur. Sú minning sem hann skilur eftir, gleymist ekki þeim sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi, að kynnast þessum góða manni. Innilegustu samúðarkveðjur til ástvinanna. Theodóra Kristinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.