Morgunblaðið - 24.10.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.10.1984, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGL'R 24. OKTÓBER 1984 VERTU EKKI MEÐ SVONA BLÁ AUGU ÆÐISLEG BMX hjól (Torfæruhjól) frá Winther í Danmörku. Jóhann Hjálmarsson RíkLsútvarpið, leiklistardeild: Draumaströndin. Framhaldsleikrit eftir Andres Ind- riðason. 1. þáttur. Maður er og verður íslendingur. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Leikendur: Arnar Jónsson, Krist- björg Kjeld, Tinna Gunnlaugsdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Hjalti Rögnvalds- son og Axel Gomez. Sólarlandaferðir íslendinga eru jafnan með sérstökum hætti og hafa verið og eru efniviður sem rithöfundar geta unnið úr. Margir minnast Sólarlandaferð- ar Guðmundar Steinssonar. En nú hefur Andrés Indriðason skrifað framhaldsleikrit fyrir útvarp sem hann nefnir Draumaströndin. Fyrsti þáttur var fluttur laugar- daginn 8. september. Andrés Indriðason er meðal þeirra höfunda sem komist hafa upp á lagið með að semja út- varpsleikrit. Fyrsti þáttur Draumastrandarinnar er lipur- lega skrifaður, kemur að vísu ekki á óvart, en er líklegur til þess að fá fólk til að leggja við hlustir þegar næstu þættir verða fluttir. „Vertu ekki með svona blá augu“ Sérverslun i meira en hálfa öld .. Reióhjólaverslunin ORNINN Spitalastíg 8 simar 14661 - 26888 Hjónin Jóhannes og Anna eru ásamt Auði dóttur sinni að koma í fyrsta sinn til útlanda. Þau eru miður sín yfir þeim mistökum í skipulagningu sem einkenna flest- ar sólarlandaferðir, einnig drykkjuskap landa sinna. Þau fá ekki inni á því hóteli sem upphaf- lega var ráðgert að yrði dvalar- staður þeirra og þegar þeim er holað niður á öðru hóteli snúa Frá æfingu Draumastrandarinnar eftir Andrés Indriðason: Kristbjörg Kjeld, Steinunn Jóhannesdóttir, Tinna Gunn- svalirnar í norður, en ekki suður laugsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Arnar Jónsson og Stefán Baldursson leikstjóri. eins og þau báðu um. Hver kann- ast ekki við slíkt sem farið hefur í sólarlandaferð á vegum einhverr- ar ferðaskrifstofunnar? Jóhannes og Anna eru ósköp venjuleg hjón. Arnar Jónsson og Kristbjörg Kjeld túlkuðu þau ágætlega. Hinn litríki Lilli, rakari frá Vestmannaeyjum, var leikinn af Hjalta Rögnvaldssyni og náði Hjalti góðum tökum á manngerð- inni. Lítið reyndi á túlkendur ann- arra persóna, en þó má geta hnyttilegs leiks Guðbjargar Þorbjarnardóttur í hlutverki Sig- ríðar. Með hliðsjón af fyrsta þætti Draumastrandarinnar er hér létt afþreying á ferð. Ekkert mælir gegn því að innlendir höfundar leggi fyrir sig gerð slíkra verka. Jóhann Hjálmarsson. ÚT ER komin á vegum Máls og menningar og Samtaka móðurmáls- kennara bókin VERTU EKKI MEÐ SVONA BLÁ AUGU. f henni eru ell- efu nýjar smásögur fyrir unglinga eft- ir jafnmarga höfunda. Samtök móðurmálskennara efndu til smásagnasamkeppni vor- ið 1983. Ein verðlaun voru I boði og þau hlaut sagan „Vertu ekki með svona blá augu“ eftir Olgu Guð- rúnu Árnadóttur. En fjölmargar sögur bárust svo ákveðið var að gefa úrval þeirra út. Með verð- launasögunni í þessari bók eru smásögur eftir Andrés Indriðason, Ármann Kr. Einarsson, Elías Snæland Jónsson, Guðjón Sveins- son, Guðmund Ólafsson, Jón Dan, ólaf Hauk Símonarson, Sigrúnu Björgvinsdóttur, öddu Steinu og Þórð Helgason. Allar fjalla sögurnar um ungl- ingsárin, átök milli barna og for- eldra, leitina að sjálfsímynd, árekstra við fullorðið fólk, gleðina og sársaukann við að vera ungur. Ekki hefur slíkt safn margra höf- unda með sögum handa unglingum áður komið út hér á landi, og hent- ar bókin bæði sem kennsluefni og skemmtilestur. Bókin er 153 bls., sett og prentuð hjá Prentstofu G. Benediktssonar en bundin hjá Bókfelli. Kápu gerði Robert Guillemette. (FrétUtUkjnnÍBg.) Á\uglýsinga- síminn er 2 24 80 Leiklist Meö harðfisk í farangrinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.