Morgunblaðið - 24.10.1984, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 24.10.1984, Blaðsíða 64
MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. VSÍ býður ASÍ um 11% launahækkun — auk þess komi til 1.400 millj. kr. skattalækkanir á næsta ári Vinnuveitendasamband íslands gerdi fimm landssamböndum við- semjenda sinna tilboð á fundi í garkvöldi. Tilboðið hljóðar upp á 6,1% kauph»kkun við undirritun samninga. Flokkatilfærslur á sama tíma, sem metnar eru á 2,2—2,4%, og flokkatilfærslur 1. janúar nk., sem metnar eru á sömu prósentu- upphieð, eða samtals 4,4—4,8%. Þá byggist tilboð forsvarsmanna VSÍ ennfremur á tekjuskatts- og út- svarslækkunum á næsta ári, sem þeir segja ríkisstjórnina hafa gefið fyrirbeit um. Er þar um að raeða 1.100 millj. kr. tekjuskattslækkanir og 300 millj. kr. útsvarslækkanir. Telja fulltrúar VSÍ, að meta megi hvert 1 % í skattalækkun til móts við 2% launahækkun. Landssamböndin fimm eru Landssamband verzlunarmanna, Verkamannasamband Islands, Landssamband iðnverkafólks, Málm- og skipasmíðasamband ís- lands og Rafiðnaðarsamband ís- lands. Fundurinn hófst um kl. 21 í gærkvöldi og lauk um kl. 22. Ekki komu fram nein viðbrögð fulltrúa landssambandanna á fundinum, en ætlunin mun að kynna tilboðið innan landssambandanna og kanna viöbrögð. Flokkatilfærslurnar, sem boðið er upp á við undirskrift samninga, eru þannig að sögn Magnúsar Gunnarssonar, framkvæmda- stjóra VSl, að fyrst er ætlunin að Lögbanns- kröfu hafnað BORGARDÓMUR hefur kveðið upp þann úrskurð, nð lögbannskrafa Eim- skipafélagsins, vegna verkfallsaðgerða BSRB við llrriðafoss á Grundartanga, sknli ekki ná fram að ganga. Var úr- skurður kveðinn upp í gærmorgun. í forsendum segir m.a.: „Eins og hér hagar til, þar sem ágreinings- efni aðila tengist víðtækri vinnu- deilu og með hliðsjón af því hvernig atvik hafa þróast í máli þessu, verð- ur ekki talið, að eðlilegt sé, að beita lögbanni sem réttarúrræði í deilu aðila, sem eiga þess kost að fá úr- lausn þar um i venjulegu dóms- máli.“ Úrskurðast því, „að umbeðið lögbann skal ekki ná fram að ganga“. Málskostnaður fellur niður. Þórður Sverrisson hjá Eimskip sagði í gær, að þeim hjá Eimskip þætti dómur þessi nokkuö sérstæð- ur, þar sem ekki er tekin afstaða til hins eiginlega ágreiningsmáls, held- ur er vísað til dómstóla. Eggert óskarsson, skipaður setu- dómari, dæmdi í málinu, en sýslu- maður Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu, Rúnar Guðjónsson, vék sæti. Morgunblaðið: Blaðið seldist upp og áskrift- um rigndi inn GÍFURLEG eftirspurn var eftir Morgunblaðinu í gær, fyrsta tölublaði eftir sex vikna blaða- verkfall. Var blaðið uppselt á af- greiðslunni um hádegi og því ekki hægt að uppfylla fjölmargar pantanir frá verzlunum og sölu- turnum. „Ég man ekki eftir öðrum eins hamagangi á afgreiðsl- unni þau 36 ár sem ég hef starfað hér,“ sagði Sigurþór Sigurðsson afgreiðslustjóri í gær. „Það var byrjað að hringja í okkur frá sölustöðum strax klukkan níu í gærmorgun til að biðja um fleiri blöð og á hádegi voru öll blöð búin. Það komu beiðnir frá öllu landinu.” Sigurþór sagði ennfremur að áskriftarbeiðnum hefði rignt inn. „Sjö stúlkur höfðu vart undan við að taka við áskrift- arbeiðnum hér á afgreiðslunni og ég geri ráð fyrir að sömu sögu sé að segja af umboðs- mönnum okkar úti á landi. Fólk er greinilega þyrst í frétt- ir eftir verkfallið og fjölmiðla- leysið," sagði Sigurþór. flytja þrjá neðstu launaflokkanna, þ. e. 9., 10. og 11. upp í 12. flokk, en þar á eftir verða allir, sem þá verða í 12. flokki og þar fyrir ofan, færðir upp um einn flokk og ein- um flokki því bætt ofan á. 1. janú- ar nk. verða síðan allir færðir upp um einn flokk á ný. Magnús sagði að þetta mætti meta frá 4,4—4,8% í launahækkun. Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri VSl, sagði í viðtali við blm. Mbl. i iok fundarins, að með þessu tilboði væri VSÍ að reyna að vinda ofan af þeim yfir- lýsingum, að samningar 1.000— 1.500 íslendinga gætu eyðilagt möguleikann fyrir hin hundruð þúsundin, sem enn gætu farið þessa leið. Hann sagðist sann- færður um, að þessi samsetning á prósentuhækkunum og skatta- lækkunum, auk tilfærslna í launa- flokkum, væri sú leið sem hag- kvæmust yrði fyrir launþega og þjóðfélagið í heild. Fulltrúar landssambandanna vildu lítið tjá sig um málið, er þeir gengu af fundi. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verka- mannasambandsins, sagðist vilja kanna til hlitar hvort ríkisstjórn- in gæti staðið við þetta. Guðjón Jónsson, formaður Málm- og skipasmíðasambandsins, sagðist ekki búinn að skoða þetta ræki- lega, en sér sýndist ýmislegt þurfa lagfæringa og endurbóta við. Magnús Geirsson, formaður Raf- iðnaöarsambandsins, sagðist ekk- ert geta sagt um málið að óathug- uðu máli, en sér sýndist að taka þyrfti til skoðunar atriði varðandi kaupmáttinn og fleira. Morgunblaöið/RAX. 120 tonn af vörum MIKIÐ magn af vörum og pósti er nú í geymslum Fiugleiða á Kefla- víkurflugvelli, þar sem ekki hefur verið unnt að afgreiða nema neyð- arsendingar á meðan á verkfalli hefur staðið. Blm. Morgunblaðsins fékk þær upplýsingar í gær að um 115—120 tonn af alls kyns varn- ingi og nokkrir tugir tonna af pósti hefðu safnast fyrir. Flug- leiðir hafa nú reynt að takmarka móttöku á vörum erlendis því að í Kaupmannahöfn biða nú 5 tonn af vörum, 7—8 tonn í New York og um 15 tonn í Lúxemborg. Tollgæslan á Keflavíkurflug- velli geymir einnig nokkurt magn af varningi sem tekinn hefur verið af farþegum og ekki verður hægt að afgreiða fyrr en að loknu verkfalli. Formenn stjómarflokkanna um samningamálin: Vísitölutrygging launa kemur ekki til greina ÞORSTEINN Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í viðtali við Mbl. í gærkvöldi, að það væri alveg Ijóst að ekki stæði til að taka upp vísitölutryggingu launa. Þor- steinn var spurður í tilefni af kröfu Bandalags starfsmanna ríkis og bæja um vísitölutryggingu launa I „Markmiðið er að koma íslenzku stjórninni frá“ — segir Einar Karl Haraldsson í viðtali við Ny Dag, blað sænska kommúnistaflokksins Htðkkhólmi, 23. oklébvr. Frí frétUriUr. MorpubUAmBm Erik Liden. „NU ER bara eftir að skipta um ríkisstjórn með hraði. Þá höfum við náð öllum þeim markmiðum, sem við stefndum að.“ Þannig komst Einar Karl Haraldsson, nýskipaður framkvæmdastjóri Al- þýðubandalagsins, m.a. að orði í dag í viðtali við blaðið Ny Dag, blað kommúnistaflokksins f Sví- þjóð. Blaðið hefur það ennfremur eftir Einari Karli, að helzta hættan sé nú fólgin í því, að stjórninni takist að koma á að- skildum samningum við Verka- mannasambandið og Landssam- band iðnverkafólks. Þá muni samstaðan gegn stjórninni rofna. „Markmiðið með verkfallinu er jú að koma stjórninni frá og að gera samninga á sama grunni um leið. Ef samningar verða ekki gerðir á neinu sviði nú, verður stjórnin að fara frá,“ seg- ir Einar Karl Haraldsson í við- talinu við sænska kommúnista- blaðið. „Verkfallið hefur haft í för með sér, að verkalýðsflokkarnir hafa eflzt fyrir kosningar, sem fram kunna að fara og ættu að leiða til nýrrar ríkisstjórnar verkalýðsflokkanna," hefur blað- ið ennfremur eftir Einari Karli Haraldssyni. Þá segir blaðið, að íslenzka ríkisstjórnin sé að áliti margra í Svíþjóð mun harðari stjórn en hin umdeilda hægri stjórn Margaret Thatcher í Bretlandi. kjarasamningaviðræðunum. Forsæt- isráöherra, Steingrímur Hermanns- son, sagði einnig í utandagskrárum- ræðum á Alþingi í gær um samn- ingamálin, aö vísitölutrygging launa kæmi ekki til greina, um það væri ríkisstjórnin sammála. Þorsteinn Pálsson sagði enn- fremur: „Tilboð ríkisstjórnarinnar um skattalækkunarleið og hófleg- ar kjarabætur var eina færa leiðin til þess að gera samninga út frá kaupmáttarviðmiðun. Það var eina leiðin til þess að gera samn- inga, sem menn gætu haft eitt- hvað traust á. Þannig er það ljóst, að ríkisstjórnin hefur verið reiðu- búin til þess að taka þátt i samn- ingum með þeim hætti, en enn sem komið er hafa félögin ekki náð saman á þeim grundvelli og BSRB ekki sýnt því mikinn áhuga. Að því er varðar gömlu vísitölu- trygginguna þá er það alveg ljóst, að það stendur ekki til að taka hana upp aftur.“ Sjá nánar á þingsíðu á bls. 36 og 37, en samningamálin voru rædd utan dagskrár á Alþingi í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.