Morgunblaðið - 24.10.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.10.1984, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1984 Fólk getur greitt skattana með gíróseðlum ÞRÁTT fyrir að Gjaldheimtan í Reykjavík og skrifstofur innheimtu- manna ríkissjóðs og sumra sveitar- stjóra úti um land séu nú lokaðar vegna verkfalls BSRB er stlast til að fólk greiði skatta sína á gjalddögum. Guðmundur Vignir Jósefsson gjaldheimtustjóri sagði i samtali við blaðamann Mbl. í gær að gjald- endur í Reykjavík gætu greitt gjöld sín í bönkum og sparisjóðum með gíróseðlum gjaldheimtunnar sem lægju frammi á þessum stöðum. Sagði Guðmundur Vignir að vexti ætti að reikna næst út um næstu mánaðarmót en það yrði ekki hægt að gera nema verkfallinu væri þá lokið þar sem starfsfólk Skýrslu- véla ríkisins og Reykjavíkurborgar væri í verkfalli. Þó sagði hann að vaxtaútreikningurinn yrði miðaður við mánaðarmót eins og áður þeir ekki felldir niður vegna verkfalls- ins. Hinsvegar sagði hann að ekki væri hægt að fylgja innheimtunni eftir með ýmsum aðgerðum svo sem nauðungaruppboðum á meðan að verkfall BSRB stæði. V estmannaeyjar: Loönuilm- urinn kitlar Vestmannaeyjum, 23. október. Þrátt fyrir mikla fjarlægð frá loðnumiðunum út af Vestfjörðum er loðnuilmurinn farinn að kitla þeffæri bæjarbúa hér í Eyjum. í dag eru tvö loðnuskip að landa góðum afla, Sig- urður RE 1.100 lestum og Sighvatur Bjarnason VE 650 lestum. Þá er Gígjan RE á leið hingað með full- fermi en hátt í tveggja sólarhringa sigling er hingað af loðnumiðunum. Að meðtöldum þeim afla sem landað verður í dag hafa þá um 4.200 lestir af loðnu borist hingað á þessari ver- tíð. Allt athafnalíf hér er nú sem óðast að færast í eðlilegar skorður eftir hálf aumlegt ástand undan- farnar vikur og mánuði. Frysti- húsin hættu móttöku hráefnis og sögðu upp kauptryggingarsamn- ingum verkafólks 20. september síðastliðinn vegna rekstrarörðug- leika og stóð sú lokun yfir í rúmar þrjár vikur, eða til 15. október, að aftur var farið að taka við fiski til vinnslu. Þessi stöðvun fylgdi í kjölfar árlegrar sumarlokunar frystihúsanna í ágústmánuði og bitnaði lang harðast á verkakon- um. Um 250 manns voru á atvinnu- leysisskrá þegar mest var á þessu tímabili og þar af 235 verkakonur. Frekar rólegt hefur verið yfir síldarlöndunum, enda bræla verið á miðunum við Eyjar síðustu dag- ana. Aðeins um 600 lestum af síld hefur verið landað á vertíðinni. Togaralandanir hafa verið tíðar og því nóg að starfa við sjávarsíðuna og verður svo vonandi áfram. hkj. Á Norðurlöndum hefur verið fylgst náið með vinnudeilunum hér á landi. Morgunblaðið sneri sér til sendiherra íslands á Norðurlöndum; Páls Ásgeirs Tryggvasonar í Osló, Benedikts Gröndal í Stokkhólmi og Einars Ágústssonar í Kaupmannahöfn og bað þá segja frá skrifum og umræðum um vinnudeilurnar og fara svör þeirra hér á eftir. Deilurnar eru Norðmönnum framandi og lítt skiljanlegar — segir Páll Ásgeir Tryggvason, sendiherra í Osló „KJARADEILURNAR heima á fs- landi koma fólki hér f Noregi spánskt fyrir sjónir og eru því framandi. í Noregi er allt í föstum skorðum og rólegt, ólíkt æsingnum sem manni finnst vera heima á ís- landi. Ef Norðmenn deila um kaup og kjör eru deilurnar settar í eins konar gerðardóm til úrskurðar. Verkföll og hatrömm átök á vinnu- markaði eru þeim næsta framandi. í Noregi var fyrir skömmu deilt um eina krónu til eða frá í laun- aumslögunum og því eiga þeir erf- itt með að skilja kröfur upp á 30%,“ sagði Páll Ásgeir Tryggva- son, sendiherra íslands í Osló, í samtali við Mbl. um umræður í Noregi um kjaradeilurnar hér á landi. „Mest hefur verið skrifað um kjaradeilurnar í Aftenposten, en einnig hefur talsvert verið skrif- að í önnur blöð. Það hefur verið haft eftir Albert Guðmundssyni, fjármálaráðherra, að verkfall BSRB væri af pólitískum toga. Allt er málið framandi fyrir Norðmenn og ólíkt því sem þeir eiga að venjast. Margir hafa í viðræðum við mig furðað sig á hve víðtækt verkfallið sé; að í raun skuli vera hægt að lama heilt þjóðfélag og loka útvarpi og sjónvarpi. Norðmenn hafa á undanförn- um árum lesið um gífurlega verðbólgu og á síðustu misserum undraverðan árangur í barátt- unni við hana. Þeir hafa lesið um minnkandi þjóðartekjur, stöðv- un loðnuveiða og að þorskveiðar hafi dregist saman. Því hrista þeir bara höfuðið þegar þeir heyra kaupkröfurnar nú. Almennt talað er fréttaflutn- ingur frá íslandi lítill. Það er helst að fréttir birtist þegar eitthvað bjátar á hjá okkur og því afmyndast sú mynd sem dregin er upp af íslandi. í Aft- enposten var fyrir nokkru viðtal við kennarahjón, sem voru að gefa öndunum á Tjörninni. Þau höfðu búið í Danmörku og kváð- ust sjá eftir að flytja heim til íslands í allt baslið þar og vildu helst til baka. Þessi grein vakti talsverða athygli og í kjölfarið tók forstöðumaður stofnunar sig til og bauð hjónunum til Noregs þar sem þeim yrði útveguð vinna, húsnæði og bifreið. Og Páll Ásgeir Tryggvason, sendi- herra íslands í Noregi. tekið var fram að þau mættu taka kunningja sína með sér. Ég hafði á tilfinningunni að hugarfarið í garð fslendinga væri hið sama og í garð Pakist- ana, en sem kunnugt er búa fjöl- margir Pakistanar í Noregi sem annars flokks borgarar," sagði Páll Ásgeir Tryggvason. Enn eitt dæmið í huga Svía um sérkennilegt land og þjóð — segir Benedikt Gröndal, sendiherra í Stokkhólmi „VINNUDEILURNAR heima hafa vakið mikla athygli hér í Svíþjóð. Mikið er skrifað um verkföllin í blöð um allt landið og fréttir eru nánast daglega í sjónvarpi. Svenska Dagbladet skrifaði leið- ara um deilurnar á íslandi og var hann skrifaður af þekkingu. Niðurstaða leiðarahöfundar er á þá leið, að íslenzka efnahagsundr- ið hafi ekki náð að festa sig í sessi á spjöld sögunnar. Að ekki sé út- séð um hvort þjóðinni takist að sigrast á verðbólgunni," sagöi Benedikt Gröndal, sendiherra í Stokkhólmi, í samtali við Mbl. um umræður í Svíþjóð um kjaradeil- urnar hér. „Huvudstadtbladet í Helsinki skrifaði ítarlegan leiðara um deilurnar. Þar var reynt að skýra hvernig baráttan við verð- bólguna hefði leitt til átaka, sem nú eiga sér stað. Ég verð að segja, að Svíar sem þekkja til málefna fslands, glöddust yfir og undruðust hve vel hefði tekist að koma verð- bólgunni niður á íslandi og að þeir hafi áhyggjur af hvað fram- tíðin beri í skauti sér. Fréttir um kjaradeilurnar hafa verið dramatískar — en segja má um Svía, að þeim finnist allt drama- tískt við land og þjóð. Þeir eru undrandi á því að þjóðfélagið skuli lamast eins og raun ber vitni. Vinnudeilurnar nú eru enn eitt dæmið í huga Svía um sér- kennilegt land og sérkennilega þjóð,“ sagði Benedikt Gröndal. Benedikt Gröndal, sendiherra ís- lands í Svíþjóð. Danir spyrja hvort verðbólgan blossi ekki upp á nýjan leik — segir Einar Ágústsson, sendiherra í Kaupmannahöfn „DANIR hafa fylgst náið með kjaradeilunum heima á íslandi. Þeir hafa dáðst að því hve ís- lendingum hefur tekist vel að ráða niðurlögum verðbólgunnar — að tekist hafi að lækka verð- bólgu úr yfir 100% í um það bil 15%. Hér spyrja menn ekki hvernig leysa megi deilurnar, heldur hvort verðbólgan gjósi upp á nýjan leik og til hvers var þá unnið — hafið þið þá ekki glatað því sem þið unnuð, spyrja menn gjarnan," sagði Einar Ag- ústsson, sendiherra í Kaup- mannahöfn, í samtali við Mbl. „Fréttaflutningur í Dan- mörku hefur einkum byggst á fréttum frá Ritzau og stóru blöðin Politiken og Berlingske hafa birt daglega klausu um gang verkfallsins. Því er ljóst að verkfallið heima hefur vak- ið mikla athygli hér,“ sagði Einar Ágústsson. Einar Ágústsson, sendiherra ís- lands í Danmörku. Reykjayfkursamningarnir: Tilfærsla milli launaflokka samningstíma tvisvar á í FRKTT í Morgunblaðinu í gær, þar sem sagt var frá kjarasamningi þeim er Reykjavíkurborg gerði við Ntarfsmannafélag Reykjavíkurborg- ar urðu þau leiðu mistök, að það láðist að geta tilfærslu starfsmanna milli launaflokka. Hinn 1. desember var gert ráð fyrir að allir starfsmenn borgar- innar færðust upp um tvo launa- flokka og er það metið sem 3,5% launahækkun. Gert var ráð fyrir annarri tilfærslu 1. júlí 1985 og var það metið til 1,75% hækkunar. Önnur efnisatriði samningsins voru, eins og greint var frá í frétt- inni, 8,3% hækkun launa við und- irritun samningsins, þar af 3% frá 1. september, 3.800 króna greiðslu til starfsmanna 1. desember, mið- að við fullt starf, persónuuppbót eftir 12 ára starf og endurskoðun á launakerfi borgarinnar. Samn- ingurinn var við það miðaður að nettó-lækkanir tekjuskatts og út- svars ríkis og sveitarfélaga yrðu eigi lægri en 400 milljónir króna á árinu 1985, auk þess sem beinir skattar ríkisins yrðu lækkaðir um 200 milljónir króna, sem mætt yrði með óbeinum sköttum. Sér- kjarasamningur var opinn og var, að sögn Haraldar Hannessonar, formanns Starfsmannafélagsins, talað um að nota hann til að jafna við borgarstarfsmenn það launa- skrið, sem orðið hefði á almennum vinnumarkaði. Mosquito-vél í Reykjavík Þessa dagana hefur afar sjaldgæf flugvél viðdvöl á Reykjavíkurflugvelli. Flugvélin er af gerðinni deHavilland DH 98 Mosquito en vélar þessarar tegundar voru sem kunnugt er mikiö notaðar af Bretum í síðari heimsstyrj- öldinni. Flugvél þessi er ein þriggja véla sem eftir eru flughæfar f heiminum svo vitað sé, af þeim 7700 flugvélum sem smíðaðar voru. Flugvélin á að fara á flugsafn bandaríska flughersins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.