Morgunblaðið - 24.10.1984, Side 26

Morgunblaðið - 24.10.1984, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1984 Stefnumót glervina Berwald-kvartettinn Finn Lyngaard Tónlist Jón Ásgeirsson Berwald-strengj akvartettinn hélt tónleika á vegum Musica no- va í Norræna húsinu 17. október, fyrir fullu húsi, þrátt fyrir fjöl- miölaþögnina, sem hrjáð hefur fólk undanfarið. Á efnisskránni voru verk eftir Webern, Jan W. Morthensen, Karólínu Eiríks- dóttur og Sjostakóvits. Fyrsta verkið var fimm kaflar fyrir strengjakvartett ópus 5, eftir Webern. Þetta sjötíu og fimm ára gamla verk er glæsilegt dæmi um framsækni tónhöfunda í byrjun tuttugustu aldarinnar. Þarna er verið að brjótast undan forskrift fyrri alda, ryðja braut- ina, sem því miður er orðin níð- troðin af skólamönnum vanans, sem halda sig frumlega með því að stæla nærri aldargamlar frumlegar uppreisnartilraunir. Það var töluverður þokki yfir leik Berwald-kvartettsins, þó í heild væri flutningurinn fremur átakalítill. Ancora, eftir Morth- ensen, heitir verk númer tvö á efnisskránni. Verkið er í raun tvískipt. Annarsvegar „tónalt" og þar á móti nýtískulegri tón- sköpun, sem var eins og einhvers konar „kontrapúnktur" við hin hefðbundnu stef, er sum hver voru æði balkönsk og jafnvel arabísk í tónskipan, einkum þar sem leikið var með „hiatus". Þetta samspil hins hefðbundna og nýrri tónhugmynda var í verki Morthensen töluvert spil- verk og var þar best unna verkið af hálfu kvartettsins, hvað snertir leik og túlkun. Næstsíð- ast á efnisskránni voru Sex lög fyrir strengjakvartett, eftir Kar- ólínu, sem hún samdi sérstak- lega fyrir Berwald-kvartettinn. Verkið er ákaflega einfalt, allt að því einraddað í gerð og tón- skipan. Samhliða því að vera einfalt, er það hljómþýtt og stef- in, sem oftlega eru aðeins tveir til þrír tónar, hreinlega tónteg- undabundin svo heildaráhrifin voru þau að verkið er í besta máta ómþýtt, enda fallega flutt af strengjaflokknum. Tónleikunum lauk svo með þrettánda kvartettinum eftir Sjostakóvits. Einhvern veginn náði hópurinn ekki að magna verkið, þó víða séu í því átök og andstæður. Lágfiðian er mikið notuð í þessu verki og var flutn- ingur Karin Dungel oftlega mjög fallegur. Kvartettinn er skipað- ur góðum spilurum og var sam- leikurinn oft vel unninn og flutningurinn „músíkantískur", einkum hjá lágradda hljóðfær- unum. Þeir sem léku háraddirn- ar voru ekki þeir „leiðarar", sem telja verður nauðsynlegt í strengjakvartett og helgast af því, að kvartettleikur er svo gott sem einleikur. Myndlist Bragi Ásgeirsson Stefnumót glervina nefnist sýning er sett hefur verið upp í vestri gangi Kjar- valsstaða og stendur til 16. þessa mánaðar. Að sýningu standa fjórir glerlistar- menn, þau hjónin Sigrún Ó. Einarsdóttir og Sören S. Larsen, er reka glerverk- stæðið í Bergvík á Kjalar- nesi, og þau Finn Lyngaard er rekur glerverkstæði í Ebeltoft og aðstoðarstarfs- kraftur hans Tchai Munch. Mér skilst að Finn Lyngaard sé driffjöður sýningarinnar, primus motor, eins og það nefn- ist. Hann er elstur og þekktastur þeirra fjórmenninganna og er upprunalega lærður húsamálari. Nam málaralist við Listaháskól- ann í K.höfn í fjögur ár hjá Kræsten Iversen, en sneri sér fljótlega að námi í keramik einn- ig. Þannig er það oft og einnig farsælast, að menn stundi upp- runalega nám í grein hreinnar myndlistar áður en haldið er út í listiðnað og hönnun hvers konar og er jafnvel iðnhönnun hér ekki undanskilin. Finn Lyngaard hef- ur sannarlega víða komið við um dagana og hefur verið, ásamt Tchai: „sístarfandi að kynningu hinnar tiltölulega nýju og óþekktu greinar listhandverks- ins sem kölluð er studiogler. í allmörg ár hefur Finn Lyngaard verið leiðandi afl og eins konar merkisberi studio-glerlistarinn- ar, ekki aöeins á Norðuriöndum heldur einnig út um heim.“ Finn hefur einnig verið kenn- ari við Skolen for Brugskunst í Kaupmannahöfn og að auki gestakennari og leiðbeinandi víða um heim, — meðal nem- anda hans voru m.a. allir hinir þátttakendurnir á umræddri sýningu. Hann hefur tekið þátt í ótölulegum fjölda listsýninga um allan heim og hlotið verðlaun og viðurkenningar ásamt því að verk hans hafa dreifst á virt list- iðnaðarsöfn. Þá hefur hann gefið út bækur um keramik og glerlist, sem hafa m.a. verið þýddar á ýmis mál. Það er alveg rétt, að glerblást- Sigrún Ólöf Einarsdóttir ur og formun glers er heillandi listgrein, ein sú elsta og merki- legasta er um getur. Þær eru ófáar sýningarnar á fornu gleri er ég hefi skoðað úti í heimi og skoða jafnan vel þær deildir fornminja og listiðnaðarsafna er hafa með gler að gera. Það er jafnvel stutt síðan ég rakst inn á tvö glerblástursverkstæði í Fen- eyjum, að vísu af tilviljun því að ég var á leið á safn Peggy Gugg- enheim. — Sýningin á Kjarvalsstöðum er ekki stór í sniðum og senni- lega er þetta ekki besti staður- inn fyrir slíka sýningu, — ljósið er að vísu ágætt á daginn en hin- ar þungu steinhellur á gólfi draga óneitanlega úr áhrifum hins fíngerða gagnsæja glers. Það gerir einmitt að verkum að hin fíngerðari verk skila sér ekki til skoðandans fyrr en við endur- tekna yfirferð og á það einkum við um verk Tchai Munch, en hún er mikill meistari í því að láta skreytiatriðin fylgja aðal- formi muna sinna. Hér vil ég vísa til verka nr. 3—7, „Skálar- form“, ásamt nr. 11,14 og 15. — er öll þykja mér í háum gæða- flokki, látlaus og stílhrein. Ég kann hins vegar síður að meta, er Finn Lyngaard málar hús og Seren Staunsager Larsen landslag á glerverk sín þótt þetta eigi að heita hið brosandi landslag Danmerkur. Allt annar handleggur eru verk einfaldra náttúruforma er fínsprungnar blaðgullflögur dansa á yfirborð- inu. Ég vísa til verka eins og „Dans skordýranna" (44) og „Skál, Hommage á Monet" (41)- Ég er ekki heldur alltaf sáttur við skreytingarnar á verkum Sigrúnar Ó. Einarsdóttur enda þóttu mér þau verk hennar sýnu best er þær eru í bakgrunninum á dökkum fleti eins og í hinum þrem verkum „Athöfnin I—111“ (75—77). Mögnuð og sterk gler- verk. Sören Staunsager Larsen er með stærstu og einföldustu verkin á sýningunni. Hann takmarkar sig við einföld nátt- úruform og skreytingin felst í forminu sjálfu, litnum og efninu, þannig að verkin geta jafnvel minnt á hreinan skúlptúr. óþarfi er að benda á einstök verk þessa listamanns því að þau hafa öll mikið til síns ágætis og hann kemur ótvírætt sterkast frá sýningunni þeirra fjórmenn- inganna. Það er fengur að sýn- ingu sem þessari því að hún er góð viðbót við annað sem til sýn- is er í þessu húsnæði, og svo sem sagt er: „Fagur hlutur er æ til yndis.“ Ex-sept-hópurinn Myndlist Bragi Ásgeirsson 1/10-16/10 Þrír Akureyringar gista um þessar mundir borgina og skera sig úr öðrum, að því leyti, að þeir komu með myndlist í farangrin- um. Opnuðu sýningu á verkum sínum í Listasafni Alþýðu sl. laugardag og mun hún standa yfir til 16. þessa mánaðar. Á sýningunni eru 60 verk, dúkrist- ur, olíumálverk, akrílmyndir, sáldþrykk og krítarmyndir. Hér er þannig engin einstefna í tækni hjá þeim félögum og að auki eru þeir mjög ólíkir inn- byrðis. Þeir félagar hafa stofnað listhóp skilst mér, er þeir nefna Ex-sept. og hefur það vakið nokkra athygli vegna þess að annar listhópur sýnir árlega í september undir nafninu Septem svo sem allir vita er fylgjast með myndlistarmálum þjóðarinnar. Máski er það hrein tilviljun að Akureyringarnir sýna einmitt á sama tíma og Septem en eigi að vera einhver broddur eða ádeila hér að baki er árangurinn frekur linur — ekki meira um það. Allir hafa norðanmennirnir sýnt áður í höfuðborginni svo sem á hinni stóru sýningu „Norðan sjö“ að Kjarvalsstöðum er töluverða athygli vakti. —Guðmundur Armann Sigur- jónsson er Reykvíkingur, sem hefur Vérið búsettur norðan heiða í á annan áratug, skólaður í Myndlista- og handíðaskóla fs- lands (MHÍ) og Valands-skóla í Gautaborg. Hann sýnir að þessu sinni 15 dúkristur og afhjúpar í þeim fjölþættari skurðartækni en áður, einkum staðnæmdist ég við myndir eins og í „Upp- streymi" (6), „Jökulbunga" (8), „Tólf verkamenn og einn til“ (9) og „Vetrarmynd" (13). Ég tel að stór form og breiðar útlínur séu sterkasta hlið Guðmundar um þessar mundir. Kristinn G. Jóhannsson er skólaður á Akureyri, í MHÍ og Edinburgh College of Art. Hann sýnir 15 olíumyndir á striga ásamt 5 krítarmyndum. Kristinn færist oft mikið í fang í olíumyndum sínum þar sem hann gengur út frá gömlum íslenskum munstrum, að eigin sögn. Það er erfiður leikur að samræma litsterk skreytiform mjúkum blæbrigðaríkum bak- grunni og virðast aðalformin einhvernveginn vera full laus á myndfletinum. Að mínum dómi tekst honum öllu best upp í mynd nr. 17 „Kveðið um munst- ur“. Annars þótti mér bakgrunn- Kristinn G. Jóhannesson, Guömundur Ármann og Óli G. Jóhannsson í sýningarsal Listasafns alþýðu. urinn einmitt vera best málaði hlutur þessara mynda og virðist Kristinn einmitt vera málari blæbrigðaríkdóms frekar en sterkra forma. Þetta kemur vel fram í myndunum (Skammdeg- isljóð" (19) og „Vetrarvísa" (23). í síðasttöldu myndinni kemur fram næm tilfinning fyrir ljós- um flötum og birturými. Krít- armyndirnar eru og skemmtileg viðbót og þar þótti mér myndín „Bæjarbragur (34) ákveðnust í teikningu. Óli G. Jóhannsson er sjálf- menntaður málari, sem hefur verið mjög áberandi í Akur- eyrsku listlífi, einkum fyrir það framtak sitt að gera út sýn- ingarsalinn „Háhól" um alllangt skeið. Hann sýnir að þessu sinni 12 akríl-myndir, 5 sáldþrykk og eina grafíkmöppu. óli er mjög sjálfhverfur í list sinni og breyt- ist lítið frá ári til árs. Myndsvið hans er þannig mjög þröngt og litaskalinn einhæfur. Langbest- um tökum þykir mér hann ná á viðfangsefnunum er hann vinnur einfalt og hnitmiðað svo sem í akrílmyndinni „Tákn“ (43). Sama má segja um sáldþrykk- myndir hans þar sem hin ein- falda og hnitmiðaða rissaða mynd „I suðurlöndum" er sínu hrifmest. Það er lofsvert framtak hjá þeim félögum að sýna i höfuð- borginni, það ættu norðanmenn hiklaust að gera sem oftast og mæta einarðir og sterkir til leiks.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.