Morgunblaðið - 24.10.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1984
29
Afganistan:
Andspyrnumenn
láta til sín taka
Nýju Delhí, 23. október. AP.
VESTRÆNIR stjórnarerindrekar greindu frá því í dag, að afganskir and-
spyrnuliöar heföu gert mikla árás á sveitir afganska stjórnarhersins og
Sovétmanna í norðurhluta landsins fyrr í þessum mánuöi og fellt 30 manns.
Erindrekarnir sögðu atburðinn
hafa átt sér stað i Jauzian-héraði
skammt frá landamærum Afgan-
istan og Sovétríkjanna og hefðu
andspyrnumenn að auki eyðilagt
t.vn sovéska skriðdreká og nokkrar
vörubifreiðir og jeppa. Ekki fór
sögum af mannfalli í röðum and-
spyrnumanna.
Fregnir herma að einnig hafi
komið til átaka í Khandahar. Hóf-
ust þau á því, að Rússar og stjórn-
arhermenn gerðu húsleit í höfuð-
borg héraðsins i leit að and-
spyrnumönnum. Brenndu þeir
kornakra allt í kring. Andspyrnu-
menn svöruðu með því að gera
árás á fjórar stöðvar stjórnarher-
manna og drepa fjóra, en aðrir
ýmist flúðu af hólmi eða gengu i
raðir andspyrnumanna. Herma
fregnir að rík tilhneiging sé meðal
stjórnarhermanna að ganga i rað-
ir andspyrnumanna þegar færi
gefst.
Ríkisútvarpið i Kabúl, höfuð-
borg landsins, greindi frá miklum
sigrum stjórnarhermanna siðustu
vikurnar og að 420 andspyrnu-
menn hefðu verið felldir i „vel
heppnuðum aðgerðum", eins og
fréttamaðurinn komst að orði.
Danir kosnir í
Öryggisráðið
New York, 23. október. AP.
ALLSHERJARÞINGIÐ hefur kosið fulltrúa Ástralíu, Danmerkur, Thailands
og Trinidads í Öryggisráðiö. Rússar biöðu tvo ósigra í atkvæðagreiöslunni.
Hvorki Eþíóþía, bandalagsríki
Rússa né Sómalía fengu sæti Afr-
íku í ráðinu, þar sem frambjóð-
endur þeirra fengu ekki tilskilda
tvo þriðju hluta atkvæða.
Atkvæðagreiðslu um sæti Afríku
var frestað og tilraunir eru hafnar
til að finna frambjóðanda sem all-
ir geta sætt sig við.
Fulltrúi Thailands sigraði full-
trúa Mongolíu, annars banda-
lagsríkis Rússa, í atkvæðagreiðslu
um sæti Asíu í ráðinu. Engin mót-
framboð komu fram gegn fram-
boðum fulltrúa Ástralíu, Dan-
merkur og Thailands og þeir voru
kosnir með 156,145 og 142 atkvæð-
um.
Nýju fulltrúarnir eru kosnir til
tveggja ára og taka sæti sitt í ráð-
inu 1. janúar. Þeir taka við af full-
trúum Möltu, Hollands, Nicar-
agua, Pakistans og Zimbabwe.
AP/Slmamynd.
Francois Mitterrand Frakklandsforseti ásamt Elísabetu Englands-
drottningu í viöhafnarvagni brezku konungsfjölskyldunnar í upphafi
opinberrar heimsóknar Frakklandsforseta til Bretlands i gær.
Mitterrand í Lundúnum
Landúoum, 23. október. AP.
FRANCOIS Mitterrand, Frakklandsforseti, kom í dag í 4 daga opin-
bera heimsókn til Bretlands, í fyrstu heimsókn þjóöhöföingja Frakk-
lands á þær slóðir síöan 1976.
Það var mikið um dýrðir á Gatwick-flugvelli er Mitterrandhjónin og
föruneyti þeirra steig frá borði, en í öndvegi móttökunefndarinnar var
Elísabet Bretadrottning. Mitterrand mun ræöa viö ýmsa af æöstu
mönnum Bretaveldis meðan á heimsókninni stendur, auk þess sem
hann mun ávarpa báöar deildir þingsins.
Ófrísk kona
fær líklega
ferðafrelsi
Bonn, 23. október. AP.
TALIÐ er að austur-þýzk yfirvöld
leyfi a.m.k. einum 150 A-Þjóöverja,
sem hafast við í sendiráði Vestur-
Þýzkalands í Prag, að flytjast til
Yesturlanda, en þar er um að ræöa
konu, sem er meö bami og komin
átta mánuöi á leið.
Blaðið Bild hefur í dag eftir
ónafngreindum samstarfsmanni
Erich Honecker forseta A-Þýzka-
lands að konunni verði leyft að
flytjast til V-Þýzkalands með því
skilyrði að hún komi fyrst heim og
sæki um leyfi til að flytjast þang-
að.
Talsmaður stjórnarinnar í Bonn
vildi ekki fjalla um sannleiksgildi
fréttar Bild, en sagði að ráðamenn
í Bonn vonuðust eftir viðunandi
lausn máls ófrísku konunnar.
Hryðjuverkamenn
fá þunga dóma
MOaoó, 23. október. AP.
BORGARDÓMSTÓLL í Mflanó
dæmdi í dag 15 hryöjuverkamenn til
lífstíöarfangelsis. 191 til viöbótar
fengu vægari dóma, 2 til 28 ára fang-
elsisdvöl. Hryðjuverkamennirnir era
allir úr rööum „Prima Linea“. Fólk-
iö var kært fyrir fjölda moröa,
mannrán og misþyrmingar.
Réttarhöldin hófust í nóvembér
1983 og hafa staðið yfir sleitulítið
síðan. Um svipað leyti hófust
einnig umfangsmikil réttarhöld
yfir félögum úr „Rauðu herdeild-
unum“, sem ásamt „Prima Linea“
hafa talist hættulegustu hryðju-
verkasamtök Ítalíu. Sfðan að
handtökurnar fóru fram og rétt-
arhöldin hófust, hefur lítið farið
fyrir hryðjuverkum á Ítalíu, en
áður töldust þau daglegt brauð.
Síberíugasleiðslan
til Vestur-Berlínar
SÍBERÍUGASLEIÐSLAN hefur nú teygt sig inn í Vestur-Berlín, aö því er
talsmenn orkufyrirtækisins Gasag sögöu í dag, og var leiöslan tekin í gegn-
um rof sem gert var í múrinn milli borgarhlutanna.
Austur-þýskir verkamenn unnu
við að koma fyrir síðustu 50 metr-
unum og rufu gat á múrinn á
Buckow-svæðinu í suðvesturhluta
borgarinnar.
Verkamennirnir sem verkið
unnu voru undir strangri gæslu
hermanna og var gengið frá múr-
rofinu strax og leiðslunni hafði
verið komið fyrir.
Sá hluti Síberíugasleiðslunnar,
sem nú hefur náð til Vestur- Berl-
ínar, er um 238 km langur og ligg-
ur um Austur-Þýskaland frá
Tékkóslóvakíu. öll er gasleiðslan
um 4500 km löng og nær frá Síb-
eríu til Mið-Evrópu.
Áætlað er að leiðslan flytji ár-
lega um 650 milljón rúmmetra af
sovésku gasi til Vestur-Berlínar
og hefst afhending þess næsta
haust, að sögn talsmanna Gasag.
Prestarán í
skjóli nætur
Vareji, 23. október. AP.
RÁNIÐ á pólska prestinum Jerzy
Popieluszko, sem rænt var sl.
fostudag í nágrenni borgarinnar
Torun í noröurhluta landsins, var
sett á sviö í skjóli myrkurs í nótt
vegna rannsóknar málsins, og lok-
ið er leit í skóglendi í nágrenni
ránsstaðarins.
Bílstjóri klerksins var við-
staddur sviðssetninguna, en hon-
um- tókst að sleppa frá ræningj-
unum með því að stökkva út úr
bifreið þeirra og hlaupa til skóg-
ar. Bílstjórinn er enn í haldi
lögreglunnar og hafður i ein-
angrun og hefur það vakið reiði
og gremju kirkjunnar og tals-
manna Samstöðu.
Talsmenn Samstöðu hafa
gagnrýnt rannsóknina og þá
miklu leynd sem yfir henni hefur
hvílt. Klerkurinn var ótvíræður
stuðningsmaður hinna frjálsu
verkalýðsfélaga og hefur oft ver-
ið gagnrýndur af hálfu stjórn-
valda fyrir prédikanir sínar, þar
sem hann hefur varið málstað
Samstöðu.
Leitin í nágrenni ránsstaðar-
ins hefur engan árangur borið og
þar sem ekkert hefur fundist eru
vissar vonir bundnar við að
presturinn sé í það minnsta I
tölu lifenda.
Yfirvöld í Prag og Búdapest
sökuðu í dag leiðtoga Samstöðu
um að hafa fært sér í nyt ránið á
Popieluszko eigin málstað til
framdráttar. Framkoma þeirra
væri óeðlileg.
FRISKk
/M(N
Nýr heilsuvökvi
fyrir böm og fulloröna.
Frískamín er blanda rík af A-, B-, C-
og D-vítamínum. Hæfilegur
skammtur uppfyllir vítamínþörf
allra aldurshópa. Dagleg notkun
Frískamíns kemur í veg fyrir
vítamínskort á vaxtarskeiði barna
og unglinga.
Frískamín með fersku ávaxta-
bragði fæst í næstu matvöruverslun