Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 6
Fyrsti þáttur Svo virðist sem þjóðin sé að springa af áhuga þessa dagana á útvarpi og sjónvarpi, og því kannski ekki úr vegi að hefja nú regluleg greinaskrif í stærsta blað landsins, þar sem tekin er fyrir dagskrá þessara ágætu fjölmiðla. Hingað til hafa lesendabréf sinnt því hlutverki að veita starfs- mönnum útvarps og sjónvarps hæfilegt aðhald. Hefir mér sýnst að fátt veki jafn mikinn ákafa bréfritara og dagskrá ríkisfjöl- miðlanna. Og hvað gerist þegar menn út um allar trissur taka að útvarpa og jafnvel sjónvarpa, ætli allt fari þá ekki úr böndunum í Velvakanda? Auðvitað eru les- endabréfin sá hæstiréttur er hin- um nýfrjálsu fjölmiðlum og ríkis- Hölmiðlunum er hollast að hlýða. Eg lít svo á að þau greinaskrif er ég hef nú hér í Morgunblaðinu, um það efni, er birtist oss af öldum Ijósvakans hvunndags, endur- spegli aðeins sérálit eins manns i þeim mikla kviðdómi, er skipaður er öllum landsmönnum. Raunar ætla ég ekki að setja mig hér í sæti dómara, þess er kann skil á réttu og röngu, fremur að rabba við lesendur um eitthvert atriði dagskrárinnar er af einhverjum orsökum hefir hreyft við penna mínum. Útvarp fimmtudag kl. 20.30 Sinfóníutónleikar í Háskólabíói Stöldrum við. Er það virkilega ætlun mannsins að fjalla aðeins um eitt ákveðið atriði dagskrár- innar hverju sinni? Já, einmitt og sú er ástæðan fyrir þessu vinnu- lagi, að ég hef kannað viðbrögð þeirra er hafa fjallað reglulega um útvarp og sjónvarp í dagblöð- um á liðnum árum, og komist að þeirri niðurstöðu að flest slík skrif hafa orðið skammæ og á endanum runnið útí sandinn vegna þess að smám saman urðu greinarnar að- eins önnur útgáfa dagskrárinnar. Sum sé einber upptalning dag- skráratriða. Ég held það sé nær að greinarhöfundur er vill gera út- varpi og sjónvarpi skil til lang- frama, skoði dagskrána af gaum- gæfni hverju sinni og velji svo úr atriði er gefur tilefni til heila- spuna. Stórstígar framfarir í upp- tökutækni gera slíka skoðun mögulega, jafnvel þótt hún fari að meira og minna leyti fram utan þess tíma er dagskráratriðin opinberast útvarpshlustendum og sjónvarpsglápurum. Ég vil taka fram að auðvitað sitja viss dagskráratriði fyrir, svo sem áhugaverð útvarpsleikrit, enda er ein kveikjan að þessum þætti mínum greinaskrif Jóns Viðar Jónssonar leiklistarstjóra Ríkisútvarpsins og fyrrum félaga í gagnrýnendastétt, en Jón Viðar kvartaði hér í blaðinu á dögunum um afskiptaleysi dagblaða af menningarefni ríkisfjölmiðlanna. Sendi ég Jóni Viðari mínar bestu kveðjur og vona að hann gleymi ekki sínum fyrra starfa, þá spjótin taka að beinast að leiklistardeild- inni. Þá menn biðja um gagnrýni verða þeir að geta tekið henni sé hún réttmæt. Nú, en hvað um það, þá er bara að opna augu og eyru uppá gátt, og svelgja í sig dag- skrána, og láta auðnu ráða hvað spýtist út úr heilabúinu þá sest er við ritvélina daginn eftir. Að sumu leyti líður mér á þessari stundu eins og Jónasi í hvalnum, sem vissi ekki hvort Guð myndi bænheyra hann eða loka að eilífu inní hvalsmaganum. Ég veit eig- inlega ekki hvert skal halda í þess- um greinaskrifum og vona bara að styrk hönd leiði mig út í ljósið á hinum óplægða akri. Kannski er svipað ástatt um þá er nú hyggja á sjónvarps- og útvarpsrekstur á voru kalda landi, ég hlakka til samfylgdarinnar, og veit líka að áfram mun stafa birtu og yl af gamla, góða Gufunesradíóinu og líka sjónvarpinu okkar. ölafur M. Jóhannesson í kvöld kl. 20.30 verður útvarp- að frá tónleikum Sinfóniuhljóm- sveitar íslands í Háskólabíói. Hljómsveitin mun flytja verkið „Symphonie Espangnole eftir Edouard Lalo. Verkið er fyrir fiðlu og hljómsveit, en ein- leikari með Sinfóníunni verður Sjónvarp kl. 21 Arkimedes litli Pierre Amoyal. Edouard Lalo fæddist árið 1823 og lést 69 ár- um síðar. Hann fór snemma að semja tónverk, en hætti því síð- an um tíu ára skeið, þar sem honum ofbauð áhugaleysi Frakka fyrir annarri tónlist en óperuverkum. Hann hóf síðan að spreyta sig á óperum þegar hann var 44 ára, en þótti þá ekki takast vel upp. „Spánska sin- fónian" fékk mjög góðar viðtök- ur og ópera sem hann samdi síð- ar sömuleiðis. Meistaraverk hans er yfiriéitt talið verkið Namouna, sem m.a. hafði mikil áhrif á Debussy, D’Indy og Duk- as. Jón Múli Árnason kynnir tónleikana í kvöld. Sjónvarp kl. 20.30 „Arkimedes litli“ heitir ítölsk sjónvarpsmynd sem verður á dagskrá sjónvarps í kvöld kl. 21. Myndin fjallar um breskan fræöimann, sem fer til Ítalíu til að rita bók. Á Italíu kynnist hann ungum dreng, sem reyn- ist vera snillingur í tónlist og stærðfræði. Sá breski upp- fræðir drenginn, en þegar hann þarf að hverfa heim, ásamt konu og syni, þá breyt- ist margt hjá drengnum. Þur- íður Magnúsdóttir þýddi myndina og sagði hún að óhætt væri að mæla með henni, hún væri bæði falleg og grípandi. „Arkimedes litli“ er byggð á sögu rithöfundarins Aldous Huxley. Nashyrningum bjargað „Nashyrningum bjargað" nefnist bresk dýralífsmynd, sem er á dagskrá sjónvarps í kvöld kl. 20.30. Hún fjallar um hvíta nashym- inginn svokallaða, sem fyrir fáein- um árum var að deyja út. Aðeins voru eftir nokkrir tugir slíkra nashyrninga, þegar þeir voru frið- aðir, en svo vel hefur til tekist, að nú er engin hætta talin á að þeir deyi út. Hvíti nashyrningurinn er geðbetri og stærri en aðrir nas- hyrningar og er grasbítur, á með- an aðrir narta meira í lauf. Þýð- andi myndarinnar er Jón O. Edwald. Útvarp Reykjavík FIMMTUDfcGUR 1. nóvember. MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.55 Leikfimi. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð — Sigurveig Georgsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Breiðholtsstrákur fer í sveit“ eftir Dóru Stefánsdóttur. Jóna Þ. Vernharðsdóttir les (2). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 11.00 „Ég man þá tíð“. Lög frá liðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson. 11.30 „Afbrýðisemi og ofskynjan- ir“, smásaga eftir Alberto Moravia. Ásmundur Jónsson 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- inear. Tónleikar. SÍODEGIÐ 14.00 „Á íslandsmiðum" eftir Pi- erre Loti. Séra Páll Pálsson á Bergþórshvoli les þýðingu Páls Sveinssonar (6). 14.30 Á frívaktinni. Þóra Marteinsdóttir kynnir. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. a. Melos-kvartettinn leikur Strengjakvartett í g-moll op. 10 eftir Claude Debussy. b. Nicolai Ghiaurov syngur rússnesk sönglög. Zlatina Ghi- aurov leikur á píanó. 17.10 Síðdegisútvarp. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÓLDIO__________________ 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Daglegt mál. Sigurður G. Tóm- asson talar. 19.50 Við stokkinn. Stjórnandi: Gunnvör Braga. 20.00 Sagan: „Litli Brúnn og Bjössi" eftir Stefán Jónsson. Emil Gunnar Guðmundsson lýkur lestri sögunnar (3). 20.30 Frá tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands I Háskóla- bíói; fyrri hluti: Einlcikari: Pierre Amoyal. a. „Geysir“ forleikur eftir Jón Leifs. b. „Symphonie Espagnole“ fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Edou- ard Lalo. Kynnir: Jón Múli Árnason. 21.20 Prestur og rithöfundur. Guðrún Guðlaugsdóttir ræðir við doktor Jakob Jónsson. 21.55 Vves Duteil og Jacques Brel syngja frönsk dægurlög. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Um miðja grímu margt ég ríma“. Andrés Björnsson skáld og kveðskapur hans. Gunnar Stef- ánsson tók saman þáttinn. Les- ari með honum: Andrés Björnsson yngri. 23.00 Tvíund. Þáttur fyrir söngelska hlustend- ur. Umsjónarmenn: Jóhanna V. I>óhallsdóttir og Sonja B. Jónsdóttir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 21.00 Arkimcdes litli. (tölsk sjón- 1. nóvember varpsmynd, byggð á sögu Al- 20.00 Fréttir, auglýsingar og dous lluxley. Þýðandi Þuríður dagskrá. Magnúsdóttir. 20.30 „Nashyrningum bjargað”. 22.20 Enska knattspyrnan. Um- Bresk dýralífsmynd. Þýðandi sjónarmaður Bjarni Felixson. Jón O. Kdwald. 23.10 Dagskrárlok.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.