Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1984 Japanir vingast við N-Kóreumenn Bora 15 kílómetra niður í jörðina Moskvu. AP. VÍSINDIN vita jafnlítið um það sem er að finna djúpt í jörðu og hitt sem er í órafjarska himin- geimsins. Vísindamenn eru nú með til- styrk sérstaks útbúnaðar að bora niður á 15 kílómetra dýpi á nokkrum stöðum í Sovétríkjun- um. Á Kolaskaga eru menn þeg- ar komnir niður á 12 kílómetra dýpi og snúast rannsóknirnar fyrst og fremst um málmaforða- búr í iðrum jarðarinnar. Samtímis er verið að bora í Ukraínu og Kasakstan, en það hefur tafið verkið, að erfitt hef- ur reynst að finna nægilega hitaþolin efni í borana sjálfa. Það hefur nefnilega komið í ljós, að hitinn eykst miklu meira en áður var talið, því neðar sem dregur. Á 10 kílómetra dýpi er hitinn kominn upp í 200 gráður. Tokýó, 31. október. AP. JAPANSKA stjórnin kunngerði í morgun, að ákveðið hefði verið að aflétta alls kyns hömlum sem voru settar varðandi samskipti Japans og Norður-Kóreu, eftir að norður-kór- eskir hryðjuverkamenn myrtu suð- ur-kóreska ráðherra í Rangoon í Burma í fyrra. Síðan hafa norður-kóreskir embættismenn meðal annars ekki fengið leyfi til að koma til Japans og japanskir aðilar ekki farið til Norður-Kóreu. Talsmaður stjórn- arinnar sagði að ákveðið hefði ver- ið að söðla yfir nú og freista þess að bæta samskiptin milli þjóð- anna í þeirri von að Norður- Kóreumenn hefðu „nokkuð lært“, eins og hann orðaði það. Japanir og N-Kóreumenn hafa ekki með sér stjórnmálasamband og beint flug er ekki milli landanna. Á hinn bóginn hafa viðskipti milli þeirra verið umtalsverð og Norður- Kóreumenn sótt í að fá tækni- menntaða Japani til landsins. Óumdeílanlega hæstu innlánsvextir ^18 mánaða sparireikningar Búnaðarbankans bera 27,5% nafnvexti, eða 29,4% ársávöxtun ^Vextir eru lausir til útborgunar 2svar á ári, 6 mánuði í senn. Búnaðarbankinn mun ávallt leitast við að veita sparifjáreigendum hæstu vexti sem í boði eru hverju sinni. BUNAÐARBANKI ISLANDS Traustur banki Forseta Israels hótað Jerúiuilem, 31. október. AP. ÖRYGGISVARSLA var í morgun hert í ísrael, eftir að ónafngreindur maður hótað Chaim Herzog forseta landsins lífiáti og sagði hann vera „næstan í röðinni". Maðurinn sagð- ist tilheyra hópi gyðinga sem vörp- uðu sprengju að arabískum strætis- vagni á dögunum með þeim afleið- ingum að nokkrir biðu bana og fjöldi manna slasaðist. Öfgasinnaðir gyðingar voru taldir bera ábyrgð á sprengjutilræðinu og kváðust vera að hefna morðs á tveimur ísraelsk- um gyðingum í Jerúsalem í síðustu viku. Chaim Herzog forseti var áður yfirmaður öryggisþjónustu hers- ins og virtur lögmaður, áður en hann var kjörinn forseti á sl. ári. Hann hefur margsinnis látið í ljós andstyggð sína á hryðjuverkum, hvort sem í hlut ættu gyðingar eða arabar og gagnrýnt „hefndarað- gerðir“ af slíku tagi sem sprengju- árásin á strætisvagninn var mjög opinskátt. Arafat leit- ar stuðnings hjá Hussein Amman, 26. október. AP. HUSSEIN Jórdaníukonungur ræddi í morgun við Yassir Arafat, foringja PLO f Amman. Hussein hafði verið í leyfi í Aquaba en breytti áætlun sinni til að geta hitt Arafat. Þetta er í fyrsta skipti sem þeir ræðast við síðan Jórd- anía ákvað að taka upp stjórnmála- samband á ný við Egypta og segja stjórnmálaskýrendur, að þetta kunni að verða þýðingarmikill fundur. Búist er við að Arafat leiti eftir stuðningi Husseins við að koma á fundi f Þjóðarráði Palestfnumanna, og mun Arafat freista þess að fá staðfestingu þess hjá ráðinu að Palestínumenn viðurkenni hann allir sem einn hæstráðanda sin->. Eins og alkunna er hafa verið mikil átök innan hinna ýmsu arma PLO og annarra samtaka Palestínu- manna og þykir ýmsum Arafat hafa sýnt linkind í sambandi við ísrael og gefið yfirlýsingar sem mætti túlka þannig, að hann væri reiðubúinn að viðurkenna Israel gegn ákveðnum skilyrðum. Hussein ræddi skömmu áður við Michael Armacost aðstoðarráð- herra um erlend málefni. Ekki var sagt frá þvf hvað þeim hefði farið á milli. ■ ■■ 1 ERLENT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.