Morgunblaðið - 01.11.1984, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 01.11.1984, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1984 Japanir vingast við N-Kóreumenn Bora 15 kílómetra niður í jörðina Moskvu. AP. VÍSINDIN vita jafnlítið um það sem er að finna djúpt í jörðu og hitt sem er í órafjarska himin- geimsins. Vísindamenn eru nú með til- styrk sérstaks útbúnaðar að bora niður á 15 kílómetra dýpi á nokkrum stöðum í Sovétríkjun- um. Á Kolaskaga eru menn þeg- ar komnir niður á 12 kílómetra dýpi og snúast rannsóknirnar fyrst og fremst um málmaforða- búr í iðrum jarðarinnar. Samtímis er verið að bora í Ukraínu og Kasakstan, en það hefur tafið verkið, að erfitt hef- ur reynst að finna nægilega hitaþolin efni í borana sjálfa. Það hefur nefnilega komið í ljós, að hitinn eykst miklu meira en áður var talið, því neðar sem dregur. Á 10 kílómetra dýpi er hitinn kominn upp í 200 gráður. Tokýó, 31. október. AP. JAPANSKA stjórnin kunngerði í morgun, að ákveðið hefði verið að aflétta alls kyns hömlum sem voru settar varðandi samskipti Japans og Norður-Kóreu, eftir að norður-kór- eskir hryðjuverkamenn myrtu suð- ur-kóreska ráðherra í Rangoon í Burma í fyrra. Síðan hafa norður-kóreskir embættismenn meðal annars ekki fengið leyfi til að koma til Japans og japanskir aðilar ekki farið til Norður-Kóreu. Talsmaður stjórn- arinnar sagði að ákveðið hefði ver- ið að söðla yfir nú og freista þess að bæta samskiptin milli þjóð- anna í þeirri von að Norður- Kóreumenn hefðu „nokkuð lært“, eins og hann orðaði það. Japanir og N-Kóreumenn hafa ekki með sér stjórnmálasamband og beint flug er ekki milli landanna. Á hinn bóginn hafa viðskipti milli þeirra verið umtalsverð og Norður- Kóreumenn sótt í að fá tækni- menntaða Japani til landsins. Óumdeílanlega hæstu innlánsvextir ^18 mánaða sparireikningar Búnaðarbankans bera 27,5% nafnvexti, eða 29,4% ársávöxtun ^Vextir eru lausir til útborgunar 2svar á ári, 6 mánuði í senn. Búnaðarbankinn mun ávallt leitast við að veita sparifjáreigendum hæstu vexti sem í boði eru hverju sinni. BUNAÐARBANKI ISLANDS Traustur banki Forseta Israels hótað Jerúiuilem, 31. október. AP. ÖRYGGISVARSLA var í morgun hert í ísrael, eftir að ónafngreindur maður hótað Chaim Herzog forseta landsins lífiáti og sagði hann vera „næstan í röðinni". Maðurinn sagð- ist tilheyra hópi gyðinga sem vörp- uðu sprengju að arabískum strætis- vagni á dögunum með þeim afleið- ingum að nokkrir biðu bana og fjöldi manna slasaðist. Öfgasinnaðir gyðingar voru taldir bera ábyrgð á sprengjutilræðinu og kváðust vera að hefna morðs á tveimur ísraelsk- um gyðingum í Jerúsalem í síðustu viku. Chaim Herzog forseti var áður yfirmaður öryggisþjónustu hers- ins og virtur lögmaður, áður en hann var kjörinn forseti á sl. ári. Hann hefur margsinnis látið í ljós andstyggð sína á hryðjuverkum, hvort sem í hlut ættu gyðingar eða arabar og gagnrýnt „hefndarað- gerðir“ af slíku tagi sem sprengju- árásin á strætisvagninn var mjög opinskátt. Arafat leit- ar stuðnings hjá Hussein Amman, 26. október. AP. HUSSEIN Jórdaníukonungur ræddi í morgun við Yassir Arafat, foringja PLO f Amman. Hussein hafði verið í leyfi í Aquaba en breytti áætlun sinni til að geta hitt Arafat. Þetta er í fyrsta skipti sem þeir ræðast við síðan Jórd- anía ákvað að taka upp stjórnmála- samband á ný við Egypta og segja stjórnmálaskýrendur, að þetta kunni að verða þýðingarmikill fundur. Búist er við að Arafat leiti eftir stuðningi Husseins við að koma á fundi f Þjóðarráði Palestfnumanna, og mun Arafat freista þess að fá staðfestingu þess hjá ráðinu að Palestínumenn viðurkenni hann allir sem einn hæstráðanda sin->. Eins og alkunna er hafa verið mikil átök innan hinna ýmsu arma PLO og annarra samtaka Palestínu- manna og þykir ýmsum Arafat hafa sýnt linkind í sambandi við ísrael og gefið yfirlýsingar sem mætti túlka þannig, að hann væri reiðubúinn að viðurkenna Israel gegn ákveðnum skilyrðum. Hussein ræddi skömmu áður við Michael Armacost aðstoðarráð- herra um erlend málefni. Ekki var sagt frá þvf hvað þeim hefði farið á milli. ■ ■■ 1 ERLENT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.