Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓYEMBER 1984 „Qlöglegar útvarpsstöðvar“: Dómsíólar eða pólitísk rann- sóknarnefnd? TAUSMENN Fr&msóknarf!okksin.s í efri dcild Alþingis, Tómas Arnason og Haraldur Ólafsson, lýstu því vfir í framhaldsuraræðu í gær ura tillögu stjórnarandstöðuþingmanna um skipan rannsóknarnefndar „tii að rannsaka afskipti ráðherra og embættismanna af rekstri ólöglegra útvarpsstöðva'*, að þeir myndu greiða atkvæði gegn henni. Tómas sagði efnislega að það væri vettvangur dómstóla en ekki pólitískra rannsóknarnefnda að leiða hið rétta í Ijós í þessu máli. Hann lýsti jafnframt yfir stuðningi ínum við frumvarp menntamálaráðherra til breytinga á útvarpslögum, sem gerir ráð fyrir fleiri rekstraraðilum en RÚV í þessari starfsgrein. Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra, sagði skýrslu radíóeftirlits, varðandi út- varpsstöðvar sem hófu starf í lok- un RÚV og önnur gögn varðandi málið, fyrirliggjandi í' ráðuneyti sínu og tiltsek þingdeildar- mönnum. Hún myndi ekki Iáta dylgjur einstakra þingmanna hræða sig frá því að lýsa yfir fylgi sínu við meira frelsi í útvarps- rekstri en nú viðgengist. Þingmenn stjórnarandstöðu, Eiður Guðnason (A), Stefán Bene- diktsson (BJ), Ragnar Arnalds (Abl.) og Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir (Kvl.), töldu eðlilegt að sérstök rannsóknarnefnd þingsins kannaði afskipti ráð- herra og embættismanna af ólög- legum útvarpsstöðvum í verkfalli. Eiður og Stefán lýstu sig samhliða fylgjandi meira frelsi í úvarps- rekstri. Valdimar Indriðason (S) kvað lög hafa verið brotin á ýms- um sviðum.á gengnum verkfalls- dögum, sem kærð hafi verið og ættu að háfa sinn gang fyrir dómstólum Hann sagði það ekki hvarfla að sér að loka ætti kap- alstöðvum í Vesturlandskjör- dæmi, sem starfræktar væru, og löggjafinn þyrfti að stefna að meira frjálsræði í útvarps- og sjónvarpsmálum. Umræðunni lauk ekki. Bandalag jafnaðarmanna: Ríkisfyrirtæki verði lögð niður Stefán Benediktsson, þingmað- ur Bandalags jafnaðarmanna, hefur lagt fram nokkrar tillögur til þingsályktunar, sem hefjast á þessum orðum: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að annast framkvæmd þeirra aðgerða sem nauðsyniegar eru til að leggja megi niður starfsemi...“ tiltek- inna ríkisfyrirtækja og ríkis- stofnana. Þessar tillögur um niðurskurð ríkisfyrirtækja ná til: • Fasteignamats ríkisins • Síldarverksmiðja ríkisins • Ferðaskrifstofu ríkisins • Skipaútgerðar ríkisins • Jarðborana ríkisins • Lánadeildar Framkvæmda- stofnunar ríkisins • Ríkismats sjávarafurða • Skipulagsstjórnar ríkisins Fyrirspurn á Alþingi: Hver eru vanskil hús- næðislána? Tveir þingmenn hafa lagt fram á Alþingi fyrirspurnir til félagsmálaráðherra varðandi skil Húsnæðisstofnunar ríkisins og Byggingarsjóðs verkamanna á húsnæðislánum 1984. Fyrir- spurnirnar varða m.a. ákvæði lánsfjárlaga um fjármögnun Byggingarsjóðs ríkisins, hversu mörg lán hafi verið veitt, hversu margir umsækjendur húsnæðislána hafi orðið fyrir seinkun á afgreiðslu lána og hve lengi og hver staða Bygg- ingarsjóðs sé nú til að standa við lánsfjárskuldbindingar. F’yrirspyrjendur eru Jón Baldvin Hannibalsson (A) og Kolbrún Jónsdóttir (BJ). • Tæknideildar Húsnæðisstofn- unar ríkisins • Framkvæmdadeildar Inn- kaupastofnunar ríkisins • Embættis húsameistara ríkis- ins Þá flytur sami þingmaður tvær tillögur til þingsályktunar sem fela ríkisstjórninni, verði þær samþykktar, „að annast framkvæmd þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru til að hætta þátttöku í starfsemi" Búnaðarfé- lags íslands og Fiskifélags ís- lands. Fyrirspurn á Alþingi: Laxveiði- leyfakaup ríkisstofnana „Hvaða opinberar stofnanir og fyrirtæki, sem ríkið er aðili að, keyptu eða greiddu laxa- leyfi á árunum 1980, 1981,1982 og 1983? Hvaða upphæðir greiddu fyrrnefndir aðilar ár- lega fyrir laxaveiðileyfi? Hvaða einstaklingar nýttu laxveiðileyfi þau sem keypt vóru?“ Þannig hljóða fyrirspurnir til fjármálaráðherra, sem Stef- án Benediktsson (BJ) hefur lagt fram á Alþingi. me$i fliwnci *v £ \ £ . ■ ■£■■■ r.v.: ' ; Úr kvikmyndinni: Kúrekar norðursins. „Kúrekar norðursins“ - ný íslensk kvikmynd frumsýnd á laugardag KUREKAK norðursins heitir ný ís- Icnzk kvikmynd, sem frumsýnd verður í Kegnboganum á laugardag, 3. nóvember. Um er að ræða kvik- mynd, sem tekin er á svokallaðri Kántrýhátíö á Skagaströnd í sumar. í fréttatilkynningu frá aðstand- endum myndarinnar segir að um sé að ræða fyrsta íslenska vestr- ann, mynd í léttum dúr og koma þar við sögu helstu „hetjur ís- lenskrar kúrekamenningar" eins og það er orðað, þeir Hallbjörn Hjartarson, Johnny King, Siggi Helgi og fleiri. Það er íslenska kvikmyndasteypan, sem framleið- ir myndina, en um kvikmyndatök- una sáu þeir Einar Bergmundur og Gunnlaugur Pálsson. Sigurður S. Jónsson sá um hljóðupptöku og klippti myndina, en Friðrik Þór Friðriksson stýrði henni. Væntanleg er hljómplata með löjíum úr myndinni. í tengslum við frumsýningu myndarinnar verður haldin skemmtun í kúrekastíl við Tommahamborgara á Grensásvegi sunnudaginn 4. nóvember og kem- ur þar fram hljómsveitin Tyrol frá Sauðárkróki ásamt Hallbirni. Fleira verður á dagskrá. Hagræðingarfélag fslands: Fyrsti fræðslufundur Leiðrétting félagsins á mánudag Prentvillupúkinn kemur víða við í grein um bók Harold Evans og átök- in á The Times hér í blaðinu í gær. Ekki er ætlun mín að elta hann alls staðar uppi því að yfirieitt má auð- veldlega lesa í málið. Eina leiðrétt- ingu er þó nauðsynlegt að gera. f greininni stendur að meðal þess efn- is sem geri The Times að því blaði sem það er séu „fréttir um líffræði- leg efni“. Þótt áhugi margra lesenda blaðsins á líffræði kunni að vera mikill er langt frá því að Harold Ev- ans hafi talið þær jafn mikilvægar fyrir The Times og prentvillupúkinn. Þannig á hin umrædda setning að vera: „Evans segir að án fj,ögurra þátta fái The Times ekki þjónað les- endum sínum: þingfrétta, frétta um lögfræðileg efni, minningargreina og leiðara." Björn Bjarnason. MANUDAGINN 5. nóvem- ber heldur Hagræðingarfélag íslands fyrsta fræðslufund félagsins á þessum vetri. Fundurinn er haldinn -í Borg- artúni 6, fjórðu hæð. Fundarefni er fjölbreytt að venju og er eftirfarandi: Notkun tölvu við hagræðingarstörf, Gunnar Ingimundarson, við- skiptafræðingur. Endurnýjun innanfrá — Framleiðniátak, Davíð Guðmundsson, tæknifræð- ingur, og Reynir Kristinsson, tæknifræðingur. Vöruþróun, Þorsteinn Óli Sigurðsson, tækni- fræðingur. Hvað er logistik?, Jón Sævar Jónsson, verkfræðingur. Japanskar framleiðslustjórnun- araðferðir, dr. Ingjaldur Hanni- balsson, verkfræðingur. Hagræðingarfélagið var stofn- að síðastliðið vor og urðu féiags- menn þá strax um eitt hundrað. Markmið þess er að efla þekkingu og áhuga á hagræðingarmálum og miðla nýjungum og reynslu til félagsmanna. Fræðslufundir hafa áður verið haldnir með svipuðu formi í nokkur ár af stofnendum félagsins. Ýmsir sem vinna að þessum málum hafa ekki vitað af þessum fundum. Er nú stefnt að því með stofnun félagsins og starfsemi þess að gefa fleirum kost á að fylgjast með á þessu sviði. Áhugamenn um hagræð- ingarmál geta skráð sig í félagið á fundinum. (FrétUtilkrnning.) Hættu áður en ballið byrjaði Skák Margeir Pétursson ÞEIR sem fylgjast með heims- meistaraeinvíginu í Moskvu urðu fyrir sárum vonbrigðum í gær þeg- ar tuttugasta skákin var tefld, því ellefta jafnteflið í röð var samið eftir aðeins fimmtán leiki í stöðu sem bauð upp á skemmtilega og spennandi baráttu. Kasparov, sem hafði hvítt, gat þá unnið skiptamun fyrir peð, en hann kaus fremur þann kost að bjóða jafntefli sem heimsmeistarinn þáði, fremur en að hætta sér út í flækjur sem áframhaldandi taflmennska hefði óhjákvæmilega haft í för með sér. Vassily Smyslov, fyrrum heims- meistari, sem Kasparov sigraði í undanúrslitum heimsmeistara- keppninnar, sagði í samtali við sov- ézka sjónvarpið að orsök jafnteflis- ins væri taugaálagið sem væri á Kasparov. „Það er athyglisverð sálræn barátta í gangi," bætti Smyslov við og hann treysti sér ekki, fremur en aðrir sérfræðingar í Moskvu, til að gefa einhlíta skýr- ingu á þessu stutta jafntefli. Um þessar mundir í einvíginu gefa teflendur engin færi á sér en velja yfirleitt allra öruggasta leikinn. Kapparnir eru því lentir í eins konar sjálfheldu, þrátt fyrir 4—0-forskot Karpovs, því heimsmeistarinn virðist jafn- langt frá því að gera út um ein- vígið og Kasparov að vinna sína fyrstu skák. Þeir verða að halda áfram þar til annar hefur unnið sex skákir. Þegar jafnteflið hafði verið samið kom rangt spjald á sýn- ingartöfluna í höll verkalýðsins þar sem einvígið fer fram: „Hvít- ur vann“ stóð þar skýrum stöf- um og grunlausir áhorfendur höfðu þegar staðið upp úr sætum sínum og byrjað að fagna áður en mistökin voru leiðrétt: 20. einvígisskákin: Hvítt: Gary Kasparov. Svart: Anatoly Karpov. Enski leikurinn. 1. Rf3 — Rf6, 2. c4 — b6, 3. g3 — c5, 4. Bg2 — Bb7, 5. (M) — g6, 6. Rc3 — Bg7, 7. d4 — cxd4, 8. Rxd4 — Bxg2, 9. Kxg2 — 0-0, 10. e4 — Dc7, 11. b3 — Rxe4 Kapparnir hafa verið furðu- lega gjarnir á að herma eftir hvor öðrum í byrjanavali. Þessi staða kom einnig upp í þrett- ándu skákinni, en þá var það Kasparov sem hafði svart og lék þessum skemmtilega leik. 12. Rxe4 — I)c5, 13. Df3 — Dxd4, 14. Hbl í þrettándu skákinni lék Kar- pov 14. Ba3 og framhaldið varð: 14 ... Rc6, 15. Hadl - de5, 16. Hxd7 — Da5,17. Bxe7, — Re5 og staðan varð mjög tvísýn. Þeirri skák lyktaði um síðir með jafn- tefli. 14. De5, 15. Bf4 Jafntefli að uppástungu Kasp- arovs. Framhaldið hefði vænt- anlega orðið 15.. Da5, 16. Rf6+ - Bxf6,17. Dxa8 - Rc6,18. Db7 — Df5 og hvítur hefur hrók fyrir riddara og peð og því nokkra yf- irburði í liði, en á móti vegur að hvíta drottningin er lokuð af úti í horni. Það hefði því greinilega ekki verið hlaupið að því fyrir hvít að vinna þá stöðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.