Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1984
21
Síðan komu íþróttirnar til og
áhuginn dofnaði. Nú þyrfti að
grisja reitinn mun meira og gott
var að heyra fyrir skömmu að
kvenfélagið hefði nú áhuga á að
taka reitinn að sér með ung-
mennafélaginu. Reiturinn er við
skólann nú, miðsvæðis í byggð-
inni, það er mest reyniviður og
birki. Það eru orðnir afskaplega
margir bæir hér í hreppnum sem
hafa mjög laglega garða, mun fal-
legri en minn. Hjá Svanhildi í
Holtsseli er fallegasti garðurinn,
það er svo stórt svæði sem hún
tekið fyrir og margar trjátegund-
ir. Nú eru menn frjálslyndir að
leggja undir dálítið af túnum. Það
má geta þess að Trjáræktarstöðin
kom á undan Gróðrarstöðinni, en
það var Jón Stefánsson sem sá um
þá stöð. Danska fólkið á Akureyri
var svo duglegt við ræktunina, t.d.
Apotekaragarðinn, það innleiddi
svo mikið í ræktunina. Danskar
konur önnuðust þann garð fyrst,
en nú má segja að þetta áe allt
orðið svo skipulegt og stórkost-
legt. Listigarðurinn er orðinn af-
skaplega fallegur, ég kom I hann í
fyrra, hann er ákaflega vel hirtur,
framúrskarandi. Hjá mér er þetta
ósköp lítið, reyniviður og birki,
Alaska-ösp og greni, en svo er ég
með nokkuð af blómaplöntum,
rifsrunna og skrautrunna ögn. Ég
sulta úr berjunum.
„Maður verður að
sjá sína smæð“
Jæja, það er nú meira hvað ég
tala, ég sem er orðin svo dæma-
laus kerling, fædd 1884, ég vona að
ég hafi ekki skrökvað neinu. Já, ég
fæddist fram í Saurbæjarhreppi á
Núpufelli þann 4. nóvember 1884,
en ég var sjö ára þegar við fluttum
hingað að Stokkahlöðum. Það er
margt orðið ólíkt nú, ég var svo
óskaplega hrifin af allri bald-
ursbránni hér og gat setið tímum
saman og beðið eftir blómum. Ég
var alltaf svo hrifin, hvað lítið
sem ég sá. Ég var ekki sérlega
greind, en það hefur blundað í mér
grasafræðingurinn þótt aldrei
hafi það komist á hærra stig en
reynslunnar.
Galdurinn við garðræktina er
að hugsa vel um á allan hátt, gefa
áburð, hlú að, hafa opin beð með
grasreitum á milli. Þorsteinn Ei-
ríksson í Kristnesi og kona hans
hjálpa mér mikið með garðinn nú.
Hann sér um grasreitina og slær
þá oft og vel. Þau sá einnig með
mér rófum uppi í gili. Þetta er
mikið umstang og maður á að vera
hættur öllu umstangi. Maður
verður að sjá sína smæð þegar
maður er orðinn svona gamall.
Mig langar alltaf til að bæta við,
hlaða upp, og þá vill þetta fara út
í tóma vitleysu. Mest gaman er að
ala þetta upp, þá ræður maður
best við það á meðan þetta er lítið,
þetta er eins og með krakkana.
Já, ég sái uppi I gili, hjálpa svo-
lítið til, en ég er hætt að hlaupa
fjallið þótt ég fari það ennþá. Eg
hef þar gulvíði í kring og núna hef
ég rabarbarann þar. Til þess að
halda þessu áfram, þarf maður
alltaf meira og meira pláss, þetta
er útþenslustefna, en nú hleð ég
þeim mun meira upp hjá mér inni.
Það er svo gaman að þessu. En
heyrðu, er það ekki vel til fundið
að ég hiti kaffisopa."
Ég tyllti mér á eldhúskoll í
eldhúsinu hjá Aldísi og við héld-
um áfram spjallinu og nú barst
talið að mannlífsgróðrinum.
„Það eru smíðuð stór-
hýsi yfír fínar mublur“
„Áður var talað um eina lífs-
braut," sagði Aldís, „en nú eru
þetta orðnar svo margar brautir
sem blessuðum börnunum er boðið
uppá og maður veit ekkert hvar
þetta endar. Sumt er betra nú en
áður, en það er ekki allt, þetta fór
áhætta, ég skil ekkert I þvf að
menn skuli vera að þessu, þær
kosta svo mikið fé þessar tilraunir
og þetta er svo mikil áhætta, ég
skil ekkert í Val og Gunnari Ragn-
ars. Það verður að fara vel með
orkuna og nýta hana rétt, ég hef
reynt að gera það. Ofninn í stof-
unni hjá mér hitar einnig upp
næsta herbergi ef ég lyfti upp dulu
sem er í gati á veggnum. Þannig
fæ ég tempraðan hita i herberginu
þar sem ég geymi blómin mín og
þarf ekki annan ofn þar inni. Ég
hef rafmagn og olíuhitun frá fyrri
tíma. Rafmagnið er tekið af þrjá
tíma á dag og í mestu frostum
hleypi ég olíunni á.
„Ég er ósköp lítið
framgengin“
Annars hefur þetta allt sinn
vanagang, ég dunda við að prjóna
sokka, sel dálítið til Amaró, en það
er lítið upp úr þessu að hafa utan
það að þeir í Gefjun gefa gömlu
fólki lítið gallað band. Ég fæ
50—60 krónur fyrir parið, það er
ágætt að grípa í prjóna, maður
hlustar þá á útvarp. Ég tvinna
bandið á rokk svo að sokkarnir
Aidís með nýprjónaða sokka.
Stóra myndin efst til vinstri, af séra
Kinar Thorlacius í Saurbæ, langafa
Aldísar, en neðri myndin er af syni
hans, séra Jóni Einarssyni í Saurbæ.
Á myndinni að ofan eru frá vinstri:
Jóhannes og Jón föðurbræður Aldís-
ar, synir Sigfúsar í Núpufelli. Hægra
megin eru tveir synir Jóns, Sigfús og
Bjarni, sem fóru til Ameríku.
verði ekki allir flekkóttir, en einn-
ig prjóna ég á vél. Stundum geri
ég skyrtur og eitthvað sérstakt ef
það fæðast börn í ættinni. Ef ég er
dugleg tekur tvo daga að prjóna
parið af sokkunum, en maður hef-
ur alltaf nóg að gera, það fer eftir
atvikum hvað er að gera í eldhús-
inu og taka til í húsinu, en þetta er
enginn kappróður.
Ferðalangur?, nei ég er ekki
ferðamaður, hef lítið farið í ferða-
lög og aldrei hef ég komið i flug-
vél. Ég er ósköp lítið framgengin,
eins og sagt var um þá lærðu. Ég
hef komið til Reykjavíkur nokkr-
um sinnum í bíl.
Það fer svo margt úr böndunum
nú. Fólk giftist eins og áður, en nú
þykir þaó ekkert tiltökumál að
skilja bara og búið með það. Ungir
menn og konur þjóta upp í loftið
eins og gengur, til Reykjavíkur
þrisvar eða fjórum sinnum á ári .
Það er gaman að koma til Reykja-
vikur og ýmissa staða á leiðinni.
Ég hef skroppið þangað þrisvar
eða fjórum sinnum í bíl á 100 ár-
um. Nei, ég hef ekki verið mikið í
skemmtanalífinu. Ég var í Ung-
mennafélaginu, kvenfélaginu og
söngfélaginu, en ekki mikið úti á
lifinu. Ég er i meðallagi létt i lund
og það furða sig margir á því hvað
ég sé að einmanast hér í stað þess
að fara á elliheimili. Ég held hins
vegar að fólk sé búið að vera ef
það fer þangað, þar eru miklar
legur, en hér hef ég alltaf nóg að
gera. Frændfólk mitt er ákaflega
artarlegt og Þorsteinn Eiríksson
og Arndís Baldvinsdóttir vitja
mín einu sinni i viku, en þau
úti öfgar á stríðsárunum, flest var
í föstum skorðum meðan hjúahald
var, en nú horfir illa með sveita-
búskapinn. Menn hætta að búa i
sveit þegar þeir eldast, það virðist
enginn mega deyja i sveit núorðið.
Þessu þarf að snúa við. Margt er
öfugsnúið. Margar konúr vinna til
dæmis á Kristneshæli, bóndinn
skröltir einn á meðan, það er eng-
inn í húsinu á daginn, það eru
smíðuð stórhýsi yfir fínar mublur
og svo er enginn sem nýtir hlutina
nema þegar gestaboð eru. Þetta er
öfugstreymi, það vantar meiri
nýtni og ráðdeild. Búin þurfa að
bera sig án aukavinnu, það er það
eina sem er raunhæft. Þetta er
ákaflega galið, það vantar bú-
mannsklukkuna."
Veggklukkan hjá Aldísi á
Stokkahlöðum var slatta á undan
réttum tíma, það er það sem hún
kallar búmannsklukku, að hafa
vaðið fyrir neðan sig.
„Þetta er nú annars meiri
barnaskapurinn með álverið," hélt
hún áfram, „þetta er svo mikil
kaupa allt inn fyrir mig á Akur-
eyri, svo þetta er mjög þægilegt.
Ég hef reynt að hafa reglu á
hlutunum, les oft á morgnana
fyrir klukkan sjö, en ég þarf að
sofna snemma, hátta oft á 10. tím-
anum og les oft ögn áður en ég
sofna á 11. tímanum. Ég hef gagn
af lestrinum og sérlega hef ég
gaman af ævisögum, rómönum
þegar ég var yngri. Ég lít í blöðin
og fylgist með, en ég treysti mér
ekki til að melta sjónvarpiðiíka,
hef ekki lagt í það með útvarpinu.
Ég hafði lengi ögn af skepnum,
það var framúrskarandi skemmti-
legt að eiga við skepnurnar, en ég
á ekki einu sinni kött nú orðið. Við
bjuggum hér þrjú systkinin,
Bjarni og Rósa. Hún samdi smá-
sögur, var á öðru sviði, en hafði
ekki gaman af blómunum.
Nei, ég hef aldrei gift mig, er
ekki beint of hrifin af hjónabandi
og svo hef ég heldur ekki lent á
neinum þannig að ég hafi orðið
ákaflega hrifin. Fólk baslast
áfram á svo margan hátt, en mað-
ur veit aldrei. Ég held að ég hafi
alveg fengið ánægju af sambúð við
landið eins og að vera að baslast í
hjónabandinu, en þetta er allt eft-
ir smekk, sjálfsagt er það.
Maður getur í rauninni aðeins
séð hlutina með sínum augum og
varla getur maður verið að efast
um ýmislegt sem aðrir sjá, hvorki
veraldlegt né yfirnáttúrulegt, en
víst er að sjálf hef ég aldrei séð
neitt dularfullt. Ég held að það sé
ekkert gott að vera skyggn, held
að því fólki líði ekki vel. Þó er
þessi náttúra í minni ætt og við
Margrét frá öxnafelli erum þre-
menningar.
Mér finnst að það hljóti að vera
annað líf, maður getur ekkert full-
yrt um það, en okkur voru kennd
einhver lifandi ósköp, krökkunum
í þá daga, allt kver Helga Hálf-
danarsonar lærði ég í fjósi, því þar
var hlýjast á vetrum þegar engir
ofnar voru í baðstofunni. Þetta
byrjaði á föstunni, að krakkarnir
voru yfirheyrðir í kverinu og
biblíusögum. Séra Jónas lagði lítið
upp úr því með djöfulinn og öll
hans verk, fór fljótt yfir það. Séra
Jónas var góður maður og hafði
oft yfir þessa grein: Hungraður
var ég og þér gáfuð mér að éta,
þyrstur og þér gáfuð mér að
drekka, húsvilltur var ég og þér
hýstuð mig, gestur og þér vitjuðuð
mín. Allt það sem þér gjörið ein-
um minum minnsta bróður það
gjörið þér mér.
Vitleysan um djöful-
inn var innan um
Ég man fjarskalega vel eftir
þessu, hann var sérstæður maður
séra Jónas Jónasson prófastur á
Hrafnagili, hann fermdi mig,
ákaflega mikill fræðimaður og
góður maður og þau hjón bæði.
j Hans persóna hafði ákaflega góð
áhrif. Börnin voru fermd upp á að
jafneita djöflinum og öllum hans
verkum og athæfi, en yfir það
hljóp séra Jónas hratt og lagði
þeim mun meiri áherslu á náunga-
kærleik og góðvild til allra manna.
Ekki get ég gert mér skil hvað
varðar ákveðna stefnu í lífinu, en
það hangir kannski eitthvað í mér
I af þessu sem kennt var í bernsku,
að sýna skyldurækni og vera trúr
yfir litlu. Þótt þessi vitleysa um
djöfulinn væri innan um í Helga-
kverinu, var margt ákaflega fal-
legt þar. Ég lærði til dæmis grein-
ina þar sem segir: Lítið til fugl-
anna i loftinu, hvorki sá þeir né
uppskera og ekki heldur safna þeir
í kornhlöður. Þó fæðir yðar himn-
eski Faðir þá. Eruð þér miklu
ágætari en þeii. Skoðið akursins
liljugrös, hversu þau vaxa. Ef nú
Guð skrýðir grasið á jörðunni,
sem í dag stendur, en á morgun
verður í ofn kastað, hversu miklu
frekar mun hann ekki fæða yður,
þér trúarveikir.
Mannsins hjarta upphugsar
sinn veg, en Drottinn stýrir þess
gangi.
SJÁ NÆSTU SÍÐU