Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1984 Minning: Ólöf Stefáns- dóttir fóstra Fædd 9. desember 1951 Dáin 9. október 1984 Ótal minningar frá liðnum tveim áratugum leituðu á hugann síðastliðinn fimmtudag er ég fylgdi henni Ólöfu til grafar. Þess- ari traustu vinkonu minni, sem ég kynntist fyrst í unglingavinnunni _er okkur var falið að hjálpast að við að gróðursetja tré í Heiðmörk. Síðar lá leið okkar í Fóstruskól- ann, en þar hóf hún nám árið á eftir mér. Að námi loknu áttum við eftir að eiga náið samstarf, tókum m.a. að okkur forstöðustörf við tvö dagvistunarheimili, fyrst Kvistaborg og síðan Álftaborg. Er við gegndum forstöðustörf- unum kynntist ég enn betur en áð- ur samviskusemi Ólafar og ná- kvæmni. Það var ákaflega ánægjulegt að vinna með henni að endurbótum á barnaheimilunum og ófá voru símtölin sem við átt- um eftir vinnu og fundirnir heima hjá hvor annarri til að leggja á ráðin þar um. Starfið var henni ekki síður áhugamál en brauðstrit. Samstarfsgóð var Ólöf og aldrei nokkurn tíma varð okkur sundur- orða í leik eða starfi. ólöf var líka tilfinningarík, það varð ég oft vör við. Á þessari stundu rifjast upp í þeim efnum sú kvöldstund er við áttum saman eftir að einn drengurinn, sem ver- ið hafði á Álftaborg, hafði látist og við Ólöf settumst niður til að rita minningargrein um hann. Eg man hve okkur þótti þungbært að þurfa að horfast í augu við það, að dauðinn gæti verið svo óvæginn og ótímabær. Á þeirri stundu gat það ekki einu sinni hvarflað að mér, að ég ætti eftir að setjast niður á ný áður en langt um liði til að rita minningargrein um hana Ólöfu, sem ekki var nema rétt um þrítugt og manni fannst framtíðin brosa við. Eg hef minnst á samviskusemi hennar, nákvæmni og viðkvæmar tilfinningar, en hún átti lika auð- velt með að slá á létta strengi. Feimin var hún, en þegar hún var í essinu sínu gat hún verið hrókur alls fagnaðar og smitað alla viðstadda af lífsgleðinni, sem ólgaði undir niðri. Það var um líkt leyti, sem við Ólöf kynntumst piltunum þeim, sem við áttum eftir að giftast. Þegar veikindi ólafar fóru að gera vort við sig var jafnt á komið í barneignum okkar, við áttum hvor um sig tvö heilbrigð börn, þau Jó- hann Frímannsson áttu dreng og telpu, sem nú eru fjögurra og nlu ára gömul. Eg minnist þess er við í fyrra ræddum um frekari barn- eignir, að Ólöf tók þannig til orða, að „Jói yrði ekkert betur settur sem einstæður, þriggja barna fað- ir“. Þessi orð Ólafar, sem hún lét sér um munn fara svo ósköp blátt áfram, snertu mig afar illa. Ég vildi ekki trúa þvi, að veikindi hennar ættu eftir að komast á svo alvarlegt stig, að hún hyrfi skjótt frá ástríkum eiginmanni, indæl- um bráðfjörugum börnum og hlý- legu heimili, sem þau áttu saman. Slík örlög virtust líka hreint óhugsandi á þeirri stundu er við hjónin kvöddum ólöfu og Jóhann eitt kvöldið I sumarbyrjun eftir ánægjulega skemmtun í leikhúsi með börnum okkar. Við höfðum séð fjörugan söngleik og það var létt yfir okkur. ólöf og Jóhann töl- uðu með tilhlökkun um skemmti- ferðalagið, sem þau voru að fara í tveim dögum síðar til Hollands með börnin. En sársaukinn var skammt undan. Sjúkrabifreið beið eftir ólöfu á flugvellinum er heim kom og framundan voru þján- ingarfullir mánuðir, sem loks tóku enda níunda dag þessa mánaðar er ólöf lést á Landakotsspítala. Heimsóknirnar til ólafar í sumar voru erfiðar. Það var sárt að sjá hve sjúkdómur hennar ágerðist stöðugt. En aldrei heyrði ég ólöfu fara bitrum orðum um hvernig komið væri og hvert stefndi, þó henni væri orðið fylli- lega ljóst, að bata væri ekki von. Þá varð ég vör við ótrúlegan styrk, sem hún átti til og mér verður hugsað til er ég heyri fólk í kring- um mig barma sér yfir minnstu smámunum. Ég vil votta móður ólafar, systkinum og börnunum tveim sem og öðrum aðstandendum mína innilegustu samúð. Ólöf hef- ur verið frá okkur tekin, en eftir lifum við í minningunni um þessa góðu, hjartahlýju stúlku. Oddfríður Steindórsdóttir Það er erfitt að sætta sig við þá staðreynd að hún ólöf sé ekki lengur meðal okkar, að við sjáum henni ekki lengur bregða fyrir við gluggann og að við getum ekki lengur spjallað við hana, hún sem alltaf var svo hughreystandi og réttsýn. Hvers vegna er svona ung kona í blóma lífsins tekin frá ungum yndislegum börnum og eigin- manni? Við því finnst ekki svar, það eru æðri máttarvöld sem svara því. Það var fyrir réttum þrettán ár- um að ég var svo lánsöm að kynn- ast Ólöfu er við hófum saman nám við Fósturskóla íslands. Strax við fyrstu kynni fann ég hversu traust og ábyggileg persóna ólöf var og brást hún því trausti aldrei. Það var mér því mikil ánægja að umgangast ólöfu á ný er hún byrjaði með dóttur sína, Guðrúnu Mörtu, fyrir tæpum þremur árum á leikskólanum Hálsaborg. Þar gekk um dyr okkar sönn móðir, sem lét sig allt varða um hagi barna sinna og að sjalfsögðu var hún ávallt reiðubúin að leggja sitt af mörkum. Sýndi það sig best er ólöf tók sæti I foreldraráði Hálsaborgar síðastliðið haust. Starfaði hún af miklum dugnaði og áhuga á mál- um heimilisins, nánast til síðasta dags. Við starfsfólk Hálsaborgar flytjum henni bestu þakkir. Jó- hann, Andri Már og Guðrún Marta, megi kjarkur hennar og dugur vera ykkur styrkur í sorg ykkar. Sigrún Sigurðardóttir Ólöf Stefánsdóttir fæddist 9. desember 1951, en lést að morgni 9. október 1984. Leiðir okkar Ólafar lágu fyrst saman í Fósturskóla Sumargjafar (síðar Fósturskóla íslands) haust- ið 1971. Eftir hálfsmánaðar nám í skólanum, fórum við Ólöf sem nemar á dagvistarheimilið Hamraborg í Reykjavík og vorum þar allan veturinn. ólöf var á þriggja ára deildinni, en ég á fimm ára deildinni. Eg kom þarna fákunnandi um barnauppeldi, enda lítið fengist við slík störf. Ólöf hafði meira reynslu á þessu sviði, þar sem hún hafði dvalið nokkurn tíma hjá systur sinni í Noregi. Hún sá þar um þrjú börn og heimilisstörf, meðan systir hennar sinnti öðrum verkefnum utan heimilis. Minningin um ólöfu þennan vetur okkar í Hamraborg er mér vel ljós. Hún var róleg og dag- farsprúð og hafði alveg sérstakt lag á að fá börnin til að vera með og gera hlutina án nokkurs fyrir- gangs og aldrei sá ég ólöfu skipta skapi, enda þótt sumir langir vetr- ardagar gæfu svo sannarlega til- efni til þess. Ég man að stundum hugsaði ég til Ólafar og hvað hún mundi gera, þegar ég átti í erfið- leikum með einstaklega hressan barnahóp, sem var á fimm ára deildinni. Eftir þennan vetur vor- um við báðar jafn hugsandi yfir því starfi, sem við ætluðum að taka að okkur í framtíðinni. Leiðir okkar ólafar lágu saman tvo næstu vetur á eftir, þá í bók- námi í Fósturskóla Islands, sem þá var til húsa við Tjörnina í Reykjavík. Við bekkjarsysturnar áttum þarna margar góðar stund- ir í B-bekknum. Þótt okkur hafi stundum virst erfitt að skilja barnasálarfræðina, svo að maður tali nú ekki um afbrigðilegu sálar- fræðina, þá var samheldni mikil í bekknum og okkur leið vel. Ólöf var róleg, og mjög sam- viskusöm og það var mikið öryggi að hafa hana með í bekknum. Ef ágreiningur var, þá var hún ráða- góð og vildi leysa málin án leið- inda. Í sumum kennslustundum man ég að Ólöf var eitt spurn- ingarmerki á svipinn, þegar við hinar sýndum lítil svipbrigði. Það var einmitt einn af hennar kostum að þora að láta í ljósi, ef hún skildi ekki það sem fram fór, meðan við hinar þóttumst skilja en skildum alls ekki neitt. Ég man vel eftir því, að þegar ég fór yfir bekkjarskrána síðasta vet- urinn okkar í Fósturskólanum, að Ólöf var eini nemandinn sem mætti alltaf í skólann og alltaf á réttum tíma. Þetta lýsir henni vel, það var alltaf hægt að treysta henni, hún gerði það sem hún tók að sér og gerði allt svo vel. Á þeim tíu árum sem liðin eru síðan við lukum prófi frá FÍ hefur Ólöf oftast starfað utan heimilis bæði á deild og sem forstöðumað- ur í forskóla. Það eru því mörg börn sem hafa notið leiðsagnar hennar. Við erum margar sem höfum unnið með ólöfu undanfarin ár og hygg ég að við getum verið sam- mála um hæfni hennar I þessu starfi og erum henni mjög þakk- látar fyrir samstarfið. Við bekkjarsysturnar höfum haldið tryggð hver við aðra síðan við útskrifuðumst, og höfum hist einu sinni í mánuði yfir vetrartím- ann. Ólöf hefur mætt manna best á þessi bekkjarkvöld og alltaf ver- ið jafn gaman að hafa hana í hópnum. Það var mér mikið áfall fyrir þrem árum þegar ég frétti að Ólöf hefði þurft að fara í brjóstaað- gerð. Þrátt fyrir kvalir og ýmis- konar erfiðleika, sem slíkri aðgerð fylgja, kom Ólöf áfram á bekkj- arkvöldin og tók þátt I samræðum eins og ekkert hefði í skorist. Tveim árum síðar hitti ég hana á förnum vegi og við tókum tal saman. Þá sagðist hún vera búin að fara í aðgerð með hitt brjóstið og nú þyrfti hún að fara í sprautur og svoleiðis, en að öðru leyti væri allt gott að frétta. Eg man að þeg- ar hún sagði mér þetta, svona jákvæð og frískleg, fékk ég kulda- hroll um mig alla og hugsaði með þér: „Hvernig fer hún að því að taka þessu svona vel.“ Svo rædd- um við saman áfram um ýmislegt. í maí sl. héldum við bekkjar- systurnar uppá 10 ára afmæli okkar sem fóstrur. ólöf var með okkur þetta ánægjulega kvöld. Hún var svo falleg og vel útlítandi, hverjum gat dottið I hug að fimm mánuðum seinna væri hún ekki á meðal okkar. Þetta kvöld var ólöf í fallegum kiól og hann fór henni mjög vel. Ég man ég hugsaði: „Mikið er hún Ólöf alltaf smekkleg í klæðavali." Seinna þetta ágæta kvöld, sagði hún við okkur Sól- veigu: „Maður gleymir oft að þakka fyrir þá heilsu sem maður hefur, þegar ekkert bjátar á. En, stelpur mínar, þó að eitthvað komi uppá, þá verður maður bara að lifa því og um að gera að njóta þess að lifa meðan maður getur.“ Við Sólveig höfum sennilega verið eitthvað vandræðalegar á svipinn, að þessum orðum sögðum, því ólöf bætti við: “Brosið bara, stelpur mínar, og nú skemmtum við okkur saman í allt kvöld.“ Þessi orð lýsa henni betur en nokkuð annað og ég mun minnast þeirra lengi. Við bekkjarsysturnar erum mjög þakklátar fyrir að hafa haft Ólöfu með okkur í bekknum og í öllu því sem við höfum gert saman síðan. Minningin um ólöfu Stefáns- dóttur fóstru mun lengi vera með okkur. Minningin um ólöfu, sem alltaf var svo trygglynd, róleg, snyrtileg, falleg og svo einstaklega smekkleg, sem lýsti sér svo vel í öllu því sem hún kom nærri. Húsið hennar og allt innbú var svo vel valið og fallegt að unun er á að líta. Börnin og eiginmaðurinn nutu góðs af alúð hennar og um- hyggju, sem henni voru í blóð bor- in. Við bekkjarsysturnar biðjum Guð að styrkja þig, Jói, og börnin ykkar, Andra Má og Guðrúnu Mörtu, á þessum erfiðu tfmum. Foreldrum, systkinum, tengda- fólki og öðrum vinum vottum við okkar dýpstu samúð. F.h. bekkjarsystra í Fósturskóla fslands. ATHYGLI skal vakin i því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast i í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi i minudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn litni ekki ivarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn litna eru ekki birt i minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Minning: Haraldur V. Olafs- son forstjóri Fæddur 3. júní 1901 Diinn 18. september 1984 Þann 18. september sl. andaðist kunnur heiðursmaður hér í borg, Haraldur V. ólafsson, forstjóri Fálkans hf. um margra ára skeið, 83 ára að aldri. Undirritaður átti því láni að fagna að starfa lengi fyrir Fálkann undir stjórn Har- alds og þá einnig með honum, bæði við dagleg samskipti fyrir- tækisins við aðila utan fyrirtækis- ins hér heima og erlendis og að sérstökum hugðarefnum Haralds á sviði hljómplötuútgáfu og ann- arra menningarmála. Haraldur hafði í senn til að bera stórbrotið viðhorf heimsborgar- ans og einfalda einlægni almúga- mannsins. Hugmyndir hans um stuðning við íslensk tónskáld, tónlistarmenn og rithöfunda sam- rýmdust oft illa gallhörðum við- skiptasjónarmiðum, sem einungis taka mið af hagnaðarvoninni. Að þessu leyti minnti Haraldur mann á fræga velgerðarmenn lista- manna frá fyrri tíð. Þar sem Har- aldur var snjall kaupsýslumaður og stjórnaði traustu fyrirtæki, hafði hann aðstöðu til að koma mörgum þessum hugsjónum sín- um í framkvæmd. Þannig markaði hann spor í samtíð sína og þá sér- staklega í íslenska tónlistarsögu með því að varðveita á hljómplöt- um fyrir alla framtíð verk og flutning íslenskra listamanna, sem annars hefðu horfið með þeim fyrir fullt og allt. Samstarfsmenn Haralds munu þó ekki síður varðveita minning- una um hann vegna mikilla mann- kosta hans. Hann hafði mikið jafnaðargeð, var alltaf glaöur og reifur og studdi alltaf við bakiö á starfsfólki sínu ef eitthvað bjátaði á. í raun mátti Haraldur aldrei neitt aumt sjá svo að hann væri ekki boðinn og búinn til að rétta hjálparhönd í einhverri mynd. Var reyndar ekki alveg laust við að nokkrir utangarðsmenn gengju á lagið og færðu hið meyra hjarta- lag hans sér í nyt þar sem þeir áttu oftast vísan stuðning frá hon- um. Níska var honum afar óeigin- leg. Örlæti var aðalsmerki skap- gerðar hans og bar í senn vitni um stórbrotið og einlægt hjartalag. Það voru þessir eiginleikar sem fyrst og fremst skópu vinsældir Haralds hjá svo mörgum. Hann átti marga vini og enga óvini. öllu starfsfólki Fálkans var hlýtt til hans. Út í frá naut hann virðingar, sem náði langt út fyrir landstein- ana. Undirritaður átti þess kost að vera með Haraldi nokkrum sinn- um á meðal merkra manna erlend- is og fann fljótt hversu virðing þeirra fyrir Haraldi og aðdáun á mannkostum hans átti sér djúpar rætur. Haraldur naut mikils fjöl- skylduláns, að minnsta kosti eftir að undirritaður kynntist honum. Var honum líka alltaf ákaflega annt um heill fjölskyldu sinnar. Þar var líka traustið gagnkvæmt. Fyrir störf sín að menningar- málum og einnig á sviði viðskipta var Haraldur heiðraður á ýmsan hátt. Hann var heiðursfélagi í deild íslendingafélagsins i Winni- peg (1968), heiðursfélagi Karla- kórsins Vísis (1969), heiðursfélagi Lúðrasveitarinnar Svans (1969) og hlaut heiðursmerki (silfurplötu) frá hljómplötufyrirtækinu breska, EMI (1967) fyrir störf við útgáfu íslenskrar tónlistar og talaðs máls á hljómplötum og kynningu á ís- lenskri tónlist erlendis. Samband flytjenda og hljómplötuframleið- enda stofnaði síðan sjóð sem það kenndi við Harald, þ.e. „Menning- arsjóður Haralds V. ólafssonar". Ef til vill þótti Haraldi samt vænst um riddarakross Hinnar ís- lensku fálkaorðu, sem honum var veittur í viðurkenningarskyni fyrir störf hans að menningarmál- um og fyrir kaupsýslustörf al- mennt. Ég vil votta eftirlifandi eigin- konu Haralds, Þóru Finnbogadótt- ur, og fjölskyldu hans allri samúð mína. Genginn er veginn allan góður og gegn maður. Þegar ég flyt honum þessar fátæklegu hinstu kveðjur veit ég að ég tala fyrir munn alls starfsfólks Fálk- ans. Sölvi Eysteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.