Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1984 Indira Gandhi og Anwar Sadat. Bæði féllu fyrir hendi örygg- isvarða sinna. Með Ronald Reagan forseta Bandaríkjanna ... ... og Elísabetu Bretadrottningu. Að Indiru Gandhi látinni Nehru ásamt Indiru og sonum hennar. Myndin mun vera tekin skömmu eftir 1950. eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur VIÐ lát Indiru Gandhi forsætis- ráðherra Indlands og eins mesta áhrifamanns í stjórnmálum sam- tíðarinnar telja ýmsir kaldhæðni í því að hún komst til valda árið 1966 vegna þess að hún var dóttir Nehr- us fyrrverandi forsætisráðherra og vegna þess að helztu forystumenn Congress-flokksins töldu hana ekki mikinn bóg og myndi verða auðveld I samskiptum. Með stuðningi þeirra bar hún sigurorð af Morai Desai og tók við forsætisráðherraembættinu. En foringjar Congress-flokksins gátu hvorki ráðið við hana né töldu hana auðvelda viðskiptis. Þar með rann upp Indiru-tímabilið, sem stóð til 1977 er hún hrökklaðist frá völd- um eftir að Janata-bandalagið vann mikinn sigur. Hún sætti málshöfð- unum fyrir spillingu og valdníðslu og var jafnvel grunuð um að hafa skipulagt dráp og morð á andstæð- ingum sínum. Sat í fangelsi nokkr- um sinnum á þessum tíma og fram- an af valdatíma Desai voru fáir stjórnmálaskýrendur sem reiknuðu með að hún ætti afturkvæmt á valdastól. En af sinni alkunnu hörku lagði hún ekki árar í bát og í janúar 1980 vann Congress-flokkur- inn undir hennar forystu stórsigur og hún tók á ný við embætti forsæt- isráðherra. Margir tóku svo til orða um úrslit kosninganna og sigur Ind- iru, að þetta væri mesta pólitíska upprisa samtíðar. A sama hátt og sumir fæðast til auðlegðar var Indira Priyadarshini Nehru fædd til stjórnmála og valda. Hún fæddist 19. nóvember 1917 og var einkabarn Jawaharlal og Kam- ölu Nehru. Amma hennar Motilal Nehru var í fremstu víglínu þeirra sem börðust fyrir sjálfstæði Ind- lands, faðir hennar leiddi indversku þjóðina sem forsætisráðherra frá því að Indverjar fengu sjálfstæði 1947 og til dauðadags. Bernskuár hennar mótuðust af afskiptum skyldmenna hennar af sjálfstæðis- baráttu Indverja og hún rifjaði oft upp þegar fjölskylda hennar brenndi útlendar flíkur til að leggja áherslu á andúð á þeim kverkatök- um, sem Bretar héldu innlendum fataiðnaði í. Sjö ára gömul kom hún á laggirnar vinnuhóp með nokkrum jafnöldrum sínum til að vefa sinn eigin fatnað. Síðar henti gestur gaman að því að hún gæti trútt um talað, sem ætti útlenda brúðu. „Ég braut heilann um málið dögum saman," sagði hún síöar. „Mér þótti ákaflega vænt um þessa brúðu. Loks tókst mér að gera upp hug minn, ég fór upp á svalir og kveikti í brúðunni og brenndi hana til ösku ... og grét í marga daga á eftir.“ Hún gekk í klausturskóla í A11- ahbad, nú Uttar Pradesh og síðar var hún við framhaldsnám í Sviss og stundaði háskólanám í Oxford á Englandi. Ein af meginástæðunum fyrir því var að vinur hennar Fer- oze Gandhi var við hagfræðinám í Englandi. Þau gengu I hjónaband 1942, gegn vilja ættingja: hún var hindu, hann parsi — fámennur trúflokkur sem tilbiður eldinn. Þau hjón eignuðust soninn Rajiv árið 1944 og Sanjay tveimur árum síðar. Um hríð lagði hún afskipti af stjórnmálum á hiiluna og sinnti húsmóðurhlutverkinu. Árið 1950, þegar Nehru var orð- inn ekkjumaður, lét Indira undan fortölum hans og flutti til Delhí og gerðist húsfreyja á heimili föður síns. Þau hjón fjarlægðust eftir það en slitu þó ekki samvistir. Hann lést árið 1960 og hafði þá setið á þingi um hríð. Indira Gandhi var kosinn for- maður Congressflokksins 1959 og eftir andlát Nehrus varð hún upp- lýsingamálaráðherra I stjórn L.B. Shastris. Shastris lést skyndilega hálfu öðru ári síðar og eftir nokkur átök við Desai, eins og sagði frá í upphafi, varð hún forsætisráð- herra. Hún var endurkjörin árið 1967 og 1971, tapaði 1977 en náði svo kjöri 1980. Öll stjórnarár hennar var mikil innanlandsólga á Indlandi. Stuðn- ingsmenn hennar áttu ekki nógu sterk orð til að lýsa snilld hennar og viti, kölluðu hana pólitískt ofurmenni og sögðu persónutöfra hennar göldrum líkasta. Andstæð- ingar hennar vönduðu henni ekki kveðjurnar og sökuðu hana um ein- ræði og staðhæfðu að hún hefði ekkert vit á stjórnmálum, hún sæktist eftir valdinu valdsins vegna. Þekktur blaðamaður ind- verskur, Nihal Singh, skrifaði ein- hverju sinni um hana: „Hún hefur alltaf verið slakur þingmaður og stjórnmálamaður. Styrkur hennar liggur I að geta leikið mörgum skjöldum, teflt mönnum hverjum á móti öðrum, stýrt stuönings- mönnum sínum eins og strengja- brúðum og hún er meistari i að telja fólk á sitt band. Hún gerir allt að eigin geðþótta og virðir ekki leik- reglur.“ Indira Gandhi leiddi Indverja inn I kjarnorkuöldina árið 1974, þegar Indverjar sprengdu sína fyrstu neðanjarðarkjarnorkusprengju og inn í geimöldina 1980, þegar þeir skutu sfnum eigin hnetti á loft. En hún gat ekki leitt Indverja út úr hungrinu og eymdinni, hvað svo sem öllum fullyrðingum hennar leið um að hún bæri hag hinna verst settu fyrir brjósti mest allra. Henni tókst ekki að draga úr sundrungu og hatrömmum deilum milli trú- flokka og ættflokka og þrátt fyrir vilja hennar til að draga úr fólks- fjölgun tókst það ekki heldur. Hún var að margra dómi á há- tindi vinsælda sinna síðari hluta árs 1971, þegar indverski herinn réðst gegn Pakistönum, sem voru að Fáeinir persónulegir minnismolar um Indiru Gandhi Það Wýtur að vera stórkost- legt að eiga heima á íslandi eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur „ÉG GERl ekki ráð fyrir að neinir dramatískir atburðir gerist alveg í bráð, þótt ég hafi unnið þennan sig- ur,“ sagði Indira Gandhi, fyrrver- andi forsætisráðherra, í viðtali við blaðamann Mbl. á heimili sínu í Nýju Delhi. „Janatabandalagið hef- ur mikinn þingmeirihluta og er ekki í sýnilegri hættu. En Desai og menn hans eru hræddir. Menn sem eru fullir haturs og hræðslu og vanmátt- ar geta komið mörgu illu til leiðar. En ég dæmi ekki stjórn Desais, hún sér fyrir því sjálf.“ Þetta er upphafið á viðtali í Mbl., sem ég átti við Indiru Gandhi, á heimili hennar í Well- ington Crescent I N-Delhi, í ný- byrjuðum nóvember 1978. Hún hafði þá unnið glæsilegan sigur í aukakosningum og var á hvers manns vörum. „Hún mun koma aftur eins og þruma,“ sögðu menn. Það var út af fyrir sig sama við hvern var talað: Allir voru með hugann við það, hvað upp myndi renna undursamleg tíð ef bara Indira tæki við aftur. Þrátt fyrir að menn höfðu svo sem ekki gleymt tímabili neyðarástands- laganna. Ég spurðist fyrir á Hotel Mauryia, hvar Indira Gandhi ætti heima og hvort ég gæti fengið símanúmerið. Það varð uppi fótur og fit. Hótelstjórinn var kvaddur á vettvang. Hann sagðist ekki hafa nokkra trú á að Indira fengist til að tala við mig, henni væri kalt til blaðamanna eftir skrif um hana undanfarin ár. Eftir að hafa fengið símanúm- erið, skundaði ég til herbergis og byrjaði að hringja. Það var skellt á mig um leið og ég sagðist vera blaðamaður. Þetta leit ekki gæfu- lega út. Ég ákvað að láta duga að segjast vera frá íslandi. Og mig langaöi til að hitta frú Gandhi. Tíu mínútum síðar brunuðum við leigubílstjórinn til heimilis Indiru. Hann hafði orðið öldungis hissa þegar ég nefndi heimilis- fangið. Ég reyndi að sýnast brött og eins og ekkert væri sjálfsagð- ara en bregða sér I heimsókn til Indiru Gandhi annað veifið. Það var liðið á daginn og hitinn kominn niður í þrjátíu stig. (Jti fyrir heimili Indiru var fjöldi manns og blóm og gjafir hvers konar höfðu verið lagðar á gang- stéttina. Blaðafulltrúi hennar tók á móti mér: Konan frá tslandi var komin. Hvort ég gæti beðið augna- blik, frúin væri að búa til te handa okkur. Ég skellti mér dálítið stressuð niður í sófa í heimilislegri stofu og hugsaði sem svo, að kannski myndi Indira henda mér út, þegar hún heyrði að ég væri blaðamaöur. Örskömmu seinna kom hún inn með bolla og teketil á bakka. Ég man hún var í ljósum sari, lágvax- in og fínleg. Það var erfitt að ímynda sér að þarna væri sjálf hörkukellingin komin. Hún sagði að sér þætti svo framúrskarandi sniðugt að íslendingi skyldi detta f hug að koma í heimsókn, og tók því síðan af stakri stillingu þegar ég sagðist vera blaðamaður. Gaf sér ágætan tíma og var þó á förum til Bretlands eftir fáeina klukku- tíma. Dætur Raijvs sonar hennar og tveir stæðilegir hundar birtust einnig á vettvangi og fengu hlýleg- ar móttökur hennar. í þessu samtali sagði hún: „Eg varð ekki bitur þegar ég tapaði. Ég er alin upp samkvæmt hindú, tek því sem að höndum ber <neð jafnaðargeði. Ég er svona oftar en ekki á miðlínunni og þess vegna er ég heldur ekki hamslaus Indira Gandhi af sigurgleði nú þótt vissulega fagni ég. Ég hef þá bjargföstu trú að ég geti unnið þjóð minni gagn. En ég og fjölskylda mín höfum orðið að þola miklar raunir sl. ár. Samt hef ég alltaf fundið velvilj- ann líka.“ Aðspurð um þá áhættu sem hún tók, þegar hún aflétti skyndilega neyðarlögunum og ákvað að efna til kosninga sagðist hún ekki hafa talið sig tefla I tvísýnu, en það hefði komið í ljós að hún hefði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.