Morgunblaðið - 03.11.1984, Side 26

Morgunblaðið - 03.11.1984, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER1984 Ólympíumótið f bridge: Islendingar dala EFTIR góda byrjun eru íslendingar að dala nokkuð á ólympíumótinu í bridge, komnir niður 112. sæti í sín- um riðli eftir 14 umferðir með 211 stig. Indónesía heldur enn foryst- unni í riðlinum, er með 285 stig, Ital- Dönsk gaman- mynd í Nor- ræna húsinu Kvikmyndaklúbburinn Norðurljós byrjar starfsemi sína i þessum vetri sunnudaginn 4. nóvember kl. 17 í Nomena húsinu. Þá verður sýnd danska gaman- myndin »Slá ferst Frede" með Morten Grunwald, Ove Sproge og Poul Bundgárd í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Erik Balling. „Slá forst Frede“ er fyrsta myndin í röð- inni um andhetjuna Frede Hansen, sem fyrir tilviljun lendir í ýmsum ævintýrum og er m.a. sendur í leyniferð með stórnjósnaranum Smith. Myndin er skopstæling á 007-njósnamyndum 7. áratugarins, full skemmtilegra uppátækja og glettni. Aðildarkort að sýningum kvik- myndaklúbbsins verða seld í bóka- safni Norræna hússins. Einnig er mögulegt að kaupa miða við innganginn. Sýningar Norðurljósa verða í Norræna húsinu á sunnudögum kl. 17 og verða danskar gamanmyndir á dagskránni frameftir vetri. ir eru I öðru sæti með 269 stig, Bandaríkjamenn þriðju með 268, Þjóðverjar fjórðu með 249, og Arg- entína og Svíþjóð eru jöfn í 5. til 6. sæti með 246 stig. í A-riðli er Austurríki efst með 286 stig, þá Frakkland með 275 stig, Pólland með 271 stig, Venezú- ela með 258 stig og Danmörk með 252 stig. Venezúelamenn skoruðu 74 stig af 75 mögulegum síðasta keppnisdaginn og komust þar með i hóp efstu þjóða. Hollendingar eru enn efstir i kvennaflokki með 232 stig, en bandarísku konurnar eru aðrar með 206 stig. Fyrir mótið var þeim spáð auðveldum sigri. Frakkar eru þriðju með 202 stig og Þjóðverjar fjórðu með 198 stig. íslenska sveitin virtist vera að ná sér á strik aftur á fimmtu- dagsmorguninn, en þá unnu þeir Sameinuðu arabísku furstadæmin örugglega 24—6. En um daginn og kvöldið urðu þeir að þola stórt tap gegn Indónesiu (7—23) og Þýska- landi (8—22). Sveitin átti í gær að leika gegn Italiu, Guadeloupe og írlandi. Norskir bændur í íslandsferð Morgunbladid/ Bjarni. Hér á landi er staddur 40 manna hópur bændafólks úr Gausdal og Guðbrandsdal i Noregi. Hópurinn er hér í helgarferð á vegum Flugleiða. Myndin var tekin á föstudag fyrir utan Hótel Esju þegar norska bændafólkið var að leggja upp í ferð um Suðurland undir fararstjórn Agnars Guðnasonar, blaðafulltrúa bændasamtak- anna. Var farið að bænum Oddgeirshólum i Hraungerðishreppi, i sláturhús SS á Selfossi og til Þorlákshafnar þar sem frystihús og síldarsöltun var skoðuð og hlýtt á kirkjukór Þorlákshafnar. Umræður á Kirkjuþingi: Kírkjan ofborgar inn- heimtumönnum ríkisins „KIRKJAN gæti ráðið 15 til 20 manns til nauðsynlegra þjónustustarfa fyrir það fé sem hún hefur ofborgað til innheimtumanna ríkissjóðs fyrir inn- heimtu kirkjugjalda og kirkjugarösgjalda," sagði Halldór Finnsson í Grund- arfirði á Kirkjuþingi I fyrradag, í umræðu um breytingu á lögum um kirkju- garða. Magnús og Þorfinnur „Svart-hvítur vetur“ í Keflavík ÞESSA dagana stendur yfir í Grágás, Vallargötu 14, Keflavík, myndlistar- sýningin „Svart-hvítur vetur“, en þar sýna verk sín þeir Magnús V. Pálsson og Þorfinnur Sigurgeirsson. Á sýningunni er 35 myndir allar svart-hvítar, grafíkmyndir, túss- myndir, myndir gerðar með kolum og ennfremur krítarmyndir. Sýn- ingin er opin alla daga frá klukkan 16 til 22. Henni lýkur 4. nóvember. „Samkvæmt lögum fá innheimtu- menn ríkisins 6% fyrir að inn- heimta kirkjugjöld og kirkjugarðs- gjöld," sagði Halldór ennfremur. „Er það hæsta innheimtuprósenta hérlendis í gildandi lögum. Dóm- prófastur í Reykjavík hefur því fengið því framgengt við fjármála- ráðherra og borgarstjóra, að gjald- heimtan í Reykjavík taki aðeins 1% innheimtuþóknun fyrir innheimtu kirkjugarðsgjalda og tekur þetta gildi um næstu áramót. Hefur þar með fengist staðfesting á, að 1% séu eðlileg innheimtulaun. 5% af kirkjugjöldum og kirkjugarðsgjöld- um, sem telja má því ofborgun, svarar til tvöfaldrar þeirrar upp- hæðar sem veitt er til kirkjustjórn- arinnar. Hin ofborguðu innheimtu- laun eru þreföld sú upphæð, sem fer til starfsjóðs kirkjunnar, kristni- sjóðs,“ sagði Halldór Finnsson. I frumvarpinu sem liggur fyrir Kirkjuþingi er innheimtumönnum ríkissjóðs og sveitarsjóða gert skylt að annast innheimtu kirkjugarðs- gjalds gegn 1% þóknun og skulu skil vera ársfjórðungslega. Fjöldi fólks, lágtekjufólk og skólafólk, greiðir engin önnur gjöld en kirkjugjöld. Séra Jón Einarsson í Saurbæ leggur til á Kirkjuþingi, að ónýttum persónuafslætti og barnabótum fólks megi ráðstafa til greiðslu þeirra gjalda. „Felur þetta Ensemble 13 hjá Tónlist- arfélaginu SUNNUDAGINN 4. nóvember heldur kammersveitin Ensemble 13 frá Baden Baden í Þýskalandi tónleika undir stjórn Manfred Reichert í Austurbæjarbíói og hefj- ast þeir kl. 14.30. Ensemble 13 var stofnað árið 1973 og var upphaflega strengja- sveit þrettán hljóðfæraleikara úr Síidwestfunk-sinfóniuhljóm- sveitinni í Baden Baden, en nú eru tengdir henni um 40 hljóð- færaleikarar, bæði strengir og blásarar. Ensemble 13 hefur haldið tónleika víða um heim, gefið út fjölda hljómplatna sem unnið hafa til verðlauna, og hef- ur vakið athygli fyrir ferska og athyglisverða túlkun á verkum gömlu meistaranna, svo og túlk- un á samtímatónlist. Á efnis- skránni á sunnudag eru verk eft- ir Schubert, Varese, Muller-Sie- mens og Rihm. Nokkrir auka- miðar verða til sölu við inngang- inn. Ensemble 13 kemur til Is- lands fyrir tilstilli Goethe- Institut. Fréttatilkynning frá Tónlbrtarfélaginu. í sér lækkun gjalda láglaunafólks og hagræðingu innheimtu," sagði flutningsmaður f framsögu fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um tekjuskatt og eignaskatt. Fyrir 14 árum samþykkti Alþingi lög um ráðningu sjúkrahúsprests, en fjárveiting hefur enn ekki feng- ist til þess, þrátt fyrir þá augljósu þörf sem er fyrir prestsþjónustu meðal sjúkra. Séra ólafur Skúlason vígslubiskup flutti tillögu á Kirkju- þingi í þá átt, að teknar verði upp beinar viðræður við stjórn ríkis- spítalanna og Borgarspítalans um störf sjúkrahúspresta við þær stofnanir og starfi þeir innan pró- fastsdæmisins. „Vitað er að félags- ráðgjafar hafa verið ráðnir til spít- alanna til nauðsynlegra starfa og ætti ekki síður að þurfa presta til sálgæslu vegna sjúkra og aðstand- enda,“ sagði vígslubiskup. Öldrunarþjónusta kirkjunnar Séra Ólafur Skúlason mælti einn- ig fyrir tillögu að gert skuli sér- stakt átak í kirkjulegri þjónustu fyrir og meðal aldraðra á næstu fimm árum. „Félagsstaða aldraðra hefur vaxið mjög í söfnuðum lands- ins upp á siðkastið," sagði vfgslu- biskup, „og er brýnt að kirkjan marki sér stefnu og veiti sem víð- tækasta þjónustu, andlega sem lfk- amlega við aldrað fólk.“ Bókhlaða í Skálholti Eitt merkasta bókasafn landsins er varðveitt í turni Skálholtskirkju, enda eign staðarins. Ekki er kleift við núverandi aðstæður að nýta safnið sem skyldi. Séra Jón Ein- arsson mælti fyrir tillögu um að hugað skyldi að byggingu bókhlöðu í Skálholti til að hýsa safnið svo að það megi nýta sem best í þágu vís- inda og fræðastarfa. Greint var frá því að fjárveiting hefði fengist frá Rangárvallasýslu, Árnessýslu, Vestur-Skaftafellssýslu og Selfossi til skráningar á safninu. Akureyri: Kristniboðsvika í Zion Akureyri, 2. nóvember. ÁRLEG samkomuvika kristni- boðsfélaganna KFUM og K á Ak- ureyri hefst í Kristniboðshúsinu Zion sunnudaginn 4. nóvember og stendur fram til 11. nóvember. Samkomur verða hvert kvöld og hefjast klukkan 20.30. Aðalyf- irskrift vikunnar er: Með framtíð- ina í huga, veldu Jesúm. Sagt verður frá starfi ís- lenskra trúboða í máli og mynd- um, auk þess sem tekið verður á móti gjöfum til kristniboðsins, en eins og flestum mun kunnugt vinna íslendingar að kristniboði í Eþíópíu og Kenýa. Áðalræðumenn verða kristni- boðarnir sr. Kjartan Jónsson, sem nýlega er kominn frá Kenýa og Skúli Svavarsson og Helgi Hróbjartsson, prestur í Hrísey, auk margra annarra. Mikill og fjölbreyttur söngur verður og á samkomunum. GBerg Ungmennafélagið íslendingur sýnir Saklausa svallarann Hvannatúní f Andakíl, 2. núvember. FRUMSÝNING á gamanþáttun- um Saklausi svallarinn eftir Arnold og Bach í þýðingu Emils Thoroddsen verður í Brún, laug- ardaginn 3. nóvember. Leik- stjóri er Guðjón Ingi Sigurðsson og með aðalhlutverk fara Snorri Hjálmarsson, Þuríður Jó- hannsdóttir, Jónína Valsdóttir og Böðvar Pálsson. Næstu sýn- ingar eru fyrirhugaðar þriðju- dag, fimmtudag og föstudag. DJ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.