Morgunblaðið - 07.11.1984, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984
Seðlabankinn stuðlar
að millibankalánum
og sölu víxlakvóta
BKI.N peningaviðskipti á milli við-
skiptahanka og sparisjóða, svokölluð
millihankaviðskipti, hafa fsrst í vöxt
að undanförnu, enda hefur verið að
því stuðlað af Seðlabanka íslands.
Kr hér annarsvegar um að ræða kaup
banka á ónotuðum víxlakvótum ann-
arra banka í Seðlabankanum og
hinsvegar lán sem bankarnir veita
hverjir öðrum.
Kaup og sala banka á víxlakvót-
um byggist á því að banki, sem er
með slæma lausafjárstöðu, kaupi
réttindi annars banka, sem er með
betri lausafjárstöðu, til að selja
eigin víxla í Seðlabankanum. Eru
þessi viðskipti beggja hagur því
kaupandinn greiðir banka, sem
slíkan kvóta lætur af hendi, ein-
hverja þóknun fyrir og þarf þar af
leiðandi að greiða minni refsivexti
í Seðlabankanum. Hjá Ólafi Erni
Ingólfssyni, hagfræðingi í Lands-
bankanum, fengust þær upplýs-
ingar að bankinn greiddi 2,5%
hærri vexti fyrir víxlakvóta en
nafnvextir á þeim væru. Eiríkur
Guðnason, hagfræðingur Seðla-
bankans, sagði í samtali við Mbl.
um þetta mál að þessi viðskipti
hefðu hafist á síðasta ári og hefðu
verið að aukast að undanförnu.
Sagði hann að á 3. ársfjórðungi
þessa árs hefði sú upphæð sem
með þessum hætti færi á milli
banka verið um 20 milljónir að
meðaltali. Er þetta um 10% af
víxlakvóta bankanna í Seðlabank-
Um millibankalánin sagði Eirík-
ur að bönkunum væri frjálst að
lána hverjir öðrum og semja um
hvaða vextir væru greiddir af því
fé. Sagði hann að Seðlabankinn
hefði ekki upplýsingar um öll slík
lán en hann taldi að ekki væri mik-
ið fé í gangi á milli bankanna með
þeim hætti. Sagði hann að þessi
viðskipti færu vaxandi en lánin
væru til stutts tíma í senn og fjár-
hæðir síbreytilegar. ólafur Örn
sagði að Landsbankinn hefði verið
að sækjast eftir lánum frá öðrum
bönkum en þróunin hefði gengið
Stúlka fyrir bfl
í Ytri-Njarðvík
UM klukkan 18 í gær varð 12 ára
gömul stúlka fyrir bifreið á
Reykjanesbraut í Ytri-Njarðvík.
Stúlkan var flutt í sjúkrahús í
Reykjavík þar sem talið var hugs-
anlegt að hún hefði mjaðma-
grindarbrotnað.
heldur seint. Sagði hann að lánin
væru í þvi formi að sparisjóðir sem
stæðu vel að vígi lánuðu bankan-
um peninga gegn víxlum til einnar
viku í senn. Bankinn byði 29,6%
ársávöxtun á þessa víxla en spari-
sjóðirnir væru annars með þessa
peninga á 24% ársávöxtun í Seð-
labankanum og Landsbankinn
greiddi ef til vill refsivexti af yfir-
drætti í Seðlabankanum á sama
tíma.
Aðspurður um það af hverju
Seðlabankinn stuðlaði að beinum
viðskiptum á milli bankanna með
þessum hætti sagði Eiríkur
Guðnason að með þessu vonuðust
þeir til að minni peningar færu frá
Seðlabankanum til bankanna. Þeir
teldu að sá agi sem markaðurinn
veitir væri betri fyrir bankana en
það agaleysi sem því væri fylgj-
andi fyrir stofnanir að hafa að-
gang að opnum reikningum í
Seðlabankanum. Sagði hann að
stefnt væri að því að útiloka slíka
viðskiptahætti.
Mbl./Arni Sæberg.
Hjartaþræðingatækið í „Hús WM
FRAMKVÆMDUM við “hús W“, viðbyggingu aust
an megin við Landspítalann, miðar vel og er gert ráð
fyrir að húsið verði tekið í notkun í mars á næsta ári.
Byggingin verður einkum ætluð sem þjónustu- og
móttökubygging en þar verður einnig undir þaki
hjartaþræðingatækið, sem spítalinn fær til landsins
upp úr áramótunum, að sögn Símonar Steingríms-
sonar, framkvæmdastjóra Ríkisspítalanna. Röntg-
endeild spítalans fær fyrst í stað aukið rými í nýja
húsinu en mun síðar verða (lutt. Myndin var tekin
af framkvæmdum við „hús W“, eins og nýbyggingin
er kölluð, fyrr í vikunni.
Útlit fyrir að kindakjötsframleiðslan minnki um 1200 tonn:
Aðeins þörf fyrir útflutning
800 tonna af dilkakjöti
í ÁR verður mun minni þörf fyrir
útflutning dilkakjöts en undanfarin
ár vegna mun minni slátrunar í
haust. Gunnar Guðbjartsson, fram-
kvæmdastjóri Framleiðsluráðs land-
búnaðarins, telur að ef kindakjöts-
framleiðslan dregst saman um 1.200
tonn á árinu, þá verði ekki þörf fyrir
að flytja út nema um 800 tonn af
dilkakjöti, en á nýloknu verðlagsári
voru flutt út 3800 tonn af kindakjöti.
Taldi Gunnar að útflutningsbóta-
þörfin minnkaði að sama skapi
nema hvað útlit væri fyrir að eitt-
hvað meira þyrfti að greiða með út-
flutningi osta.
A sunnudaginn var sagt frá at-
hugun blaðsins á niðurstöðum
haustslátrunar sauðfjár. Sam-
kvæmt upplýsingum blaðsins er
útlit fyrir að rúmlega 100 þúsund
fjár færra verði slátrað á árinu en
í fyrra og að kindakjötsframleiðsl-
an minnki um 1200 tonn frá árinu
áður. Gunnar sagðist ekki geta
staðfest þetta þar sem lítið hefði
borist af skýrslum um slátrun
vegna verkfallsins. Taldi hann að
þetta væri með ólíkindum mikil
minnkun en sagði þó Ijóst að
framleiðslan hefði minnkað mikið,
spurningin væri aðeins hve mikið.
Um ástæður minni slátrunar
sagði Gunnar að bændur hefðu
verið að fækka við sig og það
kæmi fram nú og vegna þessa
hefði einnig verið slátrað óvenju
miklu af fullorðnu fé undanfarin
ár. Sagði hann ekki ólíklegt að
bændur hefðu sett eitthvað meira
á í haust vegna mikilla heyja.
Einnig sagði Gunnar að í vor hefði
verið léleg frjósemi víða um land
og því færri lömb komið til slátr-
unar. Gunnar sagði að útflutn-
ingsþörfin færi að sjálfsögðu
talsvert eftir því hvernig innan-
landsneyslan þróaðist. Sagði hann
að menn væru nokkuð hræddir við
að hún hefði minnkað í haust
vegna verkfallanna. En miðað við
sömu neyslu innanlands og 1200
lesta minni framleiðslu yrði ekki
þörf fyrir nema um 800 lesta út-
flutning á dilkakjöti. Væri þá ekki
til kjöt til að senda á nema hluta
þeirra markaða sem hingað til
hefðu verið taldið tryggir. Vænt-
anlega yrði þá ekkert selt til Efna-
hagsbandalagsríkjnna sem léleg-
asta verðið hefðu greitt en reynt
að halda í Færeyjar og Svíþjoð þar
sem betra verð hefði fengist.
Ástæða til að
taka tillögur fiski-
fræðinga alvarlega
— segir Kristján Ragnarsson um tillögur
þeirra um 200.000 lesta hámarks þorskafla
„200.000 lesta þorskveiði á næsta
ári, ef af verður, þýðir verulegan
samdrátt á tekjum útgerðar og út-
llutningstekjum í heild frá því, sem
Endurheimtumál höfðað
vegna Kampen-slyssins
ALMENNAR tryggingar hf. hafa
höfðað endurheimtumál á hendur
Eimskips, sem leigutaka, og á hend-
ur eigendum þýska flutningaskips-
ins Kampen, sem fórst hér við land í
fyrrahaust. Dómur í sjóprófum, sem
fram fóru í Þýskalandi, féll á þann
veg, að skipið hefði verið óhaffært er
það lagði af stað frá Hollandi til fs-
lands.
Forsaga málsins er í stuttu máli
sú, að MS. Kampen hafði verið í
leiguflutningum fyrir Eimskip, og
var í umræddri sjóferð með um
5.300 lestir af kolum fyrir Sem-
entsverksmiðju ríkisins. Er skip-
ið var statt austsuðaustur af
Dyrhólaey, skömmu fyrir kvöld-
mat hinn 1. nóvember 1983, bárust
fregnir þess efnis að sjór væri
kominn að farminum og gengi illa
Flutningskipið Kampen
að dæla úr skipinu. Skipstjóri
skipsins taldi þó að allt væri i lagi
þrátt fyrir 15 gráðu halla, sem
kominn var á skipið, og hugðist
hann halda inn undir Vik í Mýr-
dal. Um 40 mínútum síðar heyrði
Vestmannaeyjaradíó neyðarkall
frá skipinu og var þá tilkynnt að
skipverjar væru að yfirgefa það.
Skipið sökk síðan um 22 sjómílum
austsuðaustur af Dyrhólaey, um
klukkan 20.30 um kvöldið. Sjö
skipverjar fórust, en sex var
bjargað og fundust þeir einn af
öðrum, ýmist á björgunarflekum
eða fljótandi í sjónum í björgun-
arvestum.
Verðmæti farmsins var metið á
liðlega 8 milljónir króna og
greiddu Almennar tryggingar
tjónið til Sementsverksmiðju
ríkisins. Eftir að sjópróf höfðu
farið fram f Þýskalandi og dómur
fallið á þá lund, að sök var talin
vera hjá skipstjórnarmönnum, var
ljóst að tryggingarfélagið átti
endurheimtukröfu á þýska útgerð-
arfélagið Schulz og Klemensen í
Hamborg og Eimskipafélag fs-
lands, sem leigutaka. Samkvæmt
úrskurði þýska dómsins í sjópróf-
unum var skipið talið óhaffært á
fleiri en einum grundvelli, er það
lagði af stað í íslandsferðina, m.a
voru lestarlúgur lekar og skipið
ekki nægilega mannað.
veröur á þessu ári. Verði aBinn sam-
kvæmt því 57.000 lestum minni á
næsta ári en nú, nemur skerðingin
855 milljónum króna upp úr sjó og
1,7 milljarði í útflutningsverðmæi-
um,“ sagði Kristján Ragnarsson,
framkvæmdastjóri LÍÚ, í samtali við
Morgunblaðið.
Kristján sagði ennfremur, að
útgerðarmenn hefðu vænzt þess,
að hinar hörðu aðgerðir við veið-
amar á þessu ári hefðu orðið til
rýmkunar aflahámarks á næsta
ári. Því miður virtist svo ekki ætla
að verða. Það væri ástæða til að
taka þessar ábendingar fiskifræð-
inga um 200.000 lesta þorskafla á
næsta ári alvarlega. Aflabrögð á
þessu ári bentu til þess, að ástand
þorskstofnsins væri slæmt og ljóst
væri, að hlutfall stórs þorsks í afl-
anum nú væri hættulega lítið. Þá
væri rétt að hafa það í huga, að
þrátt fyrir ákjósanlegustu skilyrði
í sjónum nú, væri ástandið svona
slæmt. Hann væri einn þeirra,
sem vildu taka verulegt mark á
þessum ábendingum og teldi, að
við gætum ekki leyft okkur að
ganga framhjá þeim vegna þeirrar
áhættu, sem það hefði í för með
sér fyrir þorskveiðar í framtíð-
inm. Sumir hefðu látið þau orð
falla, að taka yrði tillit til fólksins
í landinu og veiða meira í því
sjónarmiði. Hans skoðun væri sú,
að við yrðum að taka tillit til
folksins í landinu nú og í framtíð-
inni og sækja því ekki af ófor-
sjálni í þessa auðlind.