Morgunblaðið - 07.11.1984, Page 4
hSftr íirsfáKrr/óvt ? fffínAcfuXíVðíM .miGAjSKUóflOM'
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984
Magnús Gunnarsson:
Samningar
hinna
glötuðu
tækifæra
„ÞAÐ MÁ segja að þessir samning-
ar, sem fylgja í kjölfar samninga
BSRB og ríkisins, séu samningar
hinna glötuðu tækifæra. t>að vannst
því miður ekki tími eða kraftar til að
brjóta blað í gerð samninga með
lægri prósentuhækkunum og skatta-
lækkunum,“ sagði Magnús Gunn-
arsson, framkvæmdastjóri Vinnu-
veitendasambands íslands. Hann
kvaðst því miður óttast, að sú hring-
rás efnahagslífsins sem allir þekktu,
væri ekki langt frá okkur. Við vær-
um að fá gömlu vandamálin yfir
okkur á ný.
Magnús sagði samningana
rúmlega 24% frá upphafi til loka,
eða örlítið lægri en BSRB-samn-
ingana. Dreifing kauphækkana
væri þó örlítið hagstæðari, ekki
eins miklar hækkanir á hverjum
tima, enda ættu fyrirtækin erfið-
ara með stórar sveiflur. Hann
sagði ennfremur: „Það er hálfgerð
kaldhæðni, að á sama tíma og
Hafrannsóknastofnun tilkynnir
að draga þurfi úr botnfiskveiðum
um á annað hundruð tonn, ef við-
halda eigi stofninum, að þá skul-
um við ganga frá samningum sem
fela í sér um fjórðungshækkun
allra launa í landinu. Það getur
hver íslendingur sagt sér að það
er erfitt að láta þetta dæmi ganga
upp. En það var ekki um annað að
ræða, BSRB gaf tóninn."
Varðandi samningaviðræðurnar
sagði Magnús, að samningarnir
hefðu nú náðst, án verkfalla eða
verkfallshótana. Á hinn bóginn
hefði baráttan verið heiftugri hjá
prenturum. Þessi samningalota
hefði staðið í um þrjá mánuði og
að hans mati hefði hún fært
vinnuveitendur og forustumenn
verkalýðshreyfingarinnar nær
hver öðrum. Menn hefðu rætt í al-
vöru leiðir til að fara nýjar braut-
ir til að viðhalda lífskjörunum án
hárra prósentuhækkana. Hann
kvaðst að lokum vonast til að
niðurstaðan af þessum samning-
um yrði, að næst tækist að ná var-
anlegum samningum sem byggð-
ust á gagnkvæmum hagsmunum.
Ásmundur Stefánsson:
Seint
ánægöir
með nokkra
samninga
„VIÐ VERÐUM seint ánægðir með
nokkra samninga, en það versta í
þesKum samningum er að það vantar
í þá tryggingarákvæði og ekki er
mögulegt að opna samningana fyrr
en 1. september. í þeirri óvissu sem
nú ríkir í efnahagsmálum almennt
er þetta stór galli,“ sagði Ásmundur
Stefánsson, forseti Alþýðusambands
íslands.
Hann var spurður, hvort samn-
ingar þessir hefðu ekki óhjá-
kvæmilega í för með sér aukna
verðbólgu og gengisfellingu. „Það
er alveg Ijóst, að þeir auka þrýst-
ing á verðlag. Það er hins vegar
stefna stjórnvalda sem verður
ráðandi um hvernig sá þrýstingur
verður."
— Hefur tekist með þessum
samningum, fremur en mörgum
undanförnum, að tryggja betur
hag hinna lægst launuðu en
hinna?
„Það skaltu spyrja forsvars-
menn iðnverkafólks og Verka-
mannasambandsins um. Ég tel þá
beztu dómarana þar um. Verka-
Menn voru orðnir slæptir eftir langa samningalotu síðdegis í gær og sumir fengu sér kríu áður en samningurinn var endanlega tilbúinn.
Björn Björnsson:
Krafa að
stjórnvöld
verndi kaup-
máttinn
„ÞAÐ VORU margir meðmæltir
skattalækkunarleiðinni og hún var
skoðuð niður í kjölinn. Það var ekki
bara hik á okkur, heldur ennfremur
hjá ríkisstjórninni. Þessu var síðan
ýtt út af borðinu með samningum
bókagerðarmanna og bæjarstjórna
og síðan BSRB og ríkisins. Af þeirri
ástæðu hlaut þetta að fara svona hjá
okkur,“ sagði Björn Björnsson, hag-
fræðingur Alþýðusambands íslands.
Björn var spurður, hvort þetta
væru verðbólgusamningar, sem
engan veginn tryggðu kaupmátt
launþega. Hann sagði: „Áhuginn á
skattalækkunarleiðinni byggðist á
því að unnt væri að vernda kaup-
máttinn. Kaupmáttarþróunin á
samningstímabilinu veltur hins
vegar ákaflega mikið á því, hvern-
ig haldið verður á efnahagsmálum
þjóðarinnar. Okkar krafa er sú, að
stjórnvöld haldi þannig á, að
kaupmátturinn verði sem bezt
varinn."
Þá var hann spurður, hvort
fyrirtækin væru að hans mati
undir það búin að taka á sig þess-
ar kostnaðarhækkanir. Hann
sagði ljóst vera, að fyrirtækin
væru ákaflega misjafnlega á sig
komin. Sjávarútvegur og fisk-
vinnsla ættu til dæmis í miklum
erfiðleikum, en verzlun og þjón-
ustugreinar blómguðust með
bærilegum árangri.
Guömundur Þ. Jónsson:
jr
Ovarinn
fyrir verö-
hækkunum
„ÞETTA gerir að meðaltali yfir 20%
iaunahækkanir hjá iðnverkafólki.
Eg er út af fyrir sig ánægður með
samninginn að því leyti, að kaup-
hækkanirnar koma fyrri hluta næsta
árs og auk þess næst afnám tvöfalda
kerfisins í maímánuði. Ég tel það
atriði sem félagsmenn mínir geti
verið ánægðir með,“ sagði Guð-
mundur Þ. Jónsson formaður Lands-
sambands iðnverkafólks.
Guðmundur sagði einnig: „Stóri
gallinn við samninginn er að mínu
mati, að hann er óvarinn fyrir
verðhækkunum, í honum eru eng-
ar tryggingar. Þó er ákveðið að
menn ræði saman í lok apríl.
Komi þá saman til að athuga með
hvaða hætti megi rétta af þær
skekkjur, sem þá verða á orðnar.
Ef ekki næst þá samkomulag um
að bæta skekkjurnar, þá gildir
samningurinn til 1. september."
Ad loknum kjarasamningum
Samningurinn gaumgæfilega yfirfarinn áður en skrifað var undir.
mannasambandið og Landssam-
band iðnverkafólks voru mjög
mótandi um hvernig staðið hefur
verið að þessum samningum. Þessi
sambönd lögðu mesta áherzlu á að
komast út úr tvöfalda kerfinu,
sem lágmarkstekjutrygging hefur
leitt til.“
Ásmundur var spurður, hvort sú
töf sem varð á að unnt yrði að
skrifa undir samningana í gær-
dag, stafaði af innanhússvanda-
málum hjá ASl, og hvort þar ættu
sér stað deilur um hvernig staðið
yrði að endurskoðun og uppsögn-
um samninga, ef til kæmi á næsta
ári. Hann sagði það rétt vera að
menn væru ekki á eitt sáttir um
það, að afstaða til samningamála
væri fyrirfram ákveðin sú, að
menn yrðu að taka sameiginlegar
ákvarðanir. Miðað væri við að á
þeirra vettvangi yrðu sameigin-
legar samningaviðræður og
ákvörðun um hvort samningar
yrðu framlengdir. Hann sagði að
niðurstöður viðræðnanna í gær
hefðu orðið þær að fresta umræð-
um um ákvarðanatöku þar til eftir
að ný miðstjórn hefði verið kjörin
á komandi ÁSÍ-þingi.
Víglundur Þorsteinsson:
Draga á
eftir sér
gengis-
breytingar
„ÉG TEL að þetta séu samningar
sem enginn okkar, hvorki úr okkar
hópi eða þeirra, hefði í hjarta sér
kosið að gera,“ sagði Víglundur
Þorsteinsson formaður Félags ísl.
iðnrekenda. Hann sagði ennfremur,
að ekki væri minnsti vafi á því að
slíkar launahækkanir, sem samið
hefði verið um, drægju á eftir sér
gengisbreytingar.
Víglundur sagði, að eftir þá
miklu vinnu sem forsvarsmenn
ASÍ og VSf hefðu lagt í athugun á
skattalækkunarleiðinni hefðu að-
ilar verið sammála um, að samn-
ingar sem tryggðu litla verðbólgu
með lágum launaprósentum auk
skattalækkana hefðu gefið laun-
þegum hagkvæmustu og beztu nið-
urstöðu og aukinn kaupmátt.
Hann sagði síðan: „Átakið tókst
ekki i þetta sinn, en ég vona aðeins
að að lokinni þeirri stuttu verð-
bólguhrinu sem óhjákvæmilega
fylgir samningunum þá geti menn
tekið upp þessar viðræður á þeim
nótum sem menn telja skynsam-
legastar fyrir launþega og
atvinnurekendur."
Guðmundur J.
Guðmundsson:
Vitanlega
verðbólgu-
samningar
„SAMNINGURINN sjálfur er út af
fyrir sig nokkuð góður, hliðstæður
BSRB. Þá er tvöfalda kerfið svo til
úr sögunni, sem ég tel stærsta ávinn-
inginn. Hækkanir eru heldur betri á
lægstu flokkana, tveir neðstu flokk-
arnir hverfa, en vitanlega eru þetta
verðbólgusamningar,“ sagði Guð-
mundur J. Guðmundsson formaður
Dagsbrúnar og Verkamannasam-
bands íslands.
Guðmundur sagði, að þrátt fyrir
þetta óttaðist hann mjög þróunina
á næsta ári, því engar tryggingar
væru fyrir því að kauphækkanirn-
ar rynnu beint í verðhækkanir.
Hann kvaðst þó fagna yfirlýsingu
forsætisráðherra, sem borist hefði
inn á samningafundinn á lokastigi
viðræðnanna þess efnis að í sam-
ráði við heilbrigðis- og trygg-
ingaráðherra, Matthías Bjarna-
son, lægi fyrir loforð um að clli-
lífeyrir, auk atvinnuieysisbóta og
Morgunblaöið/Ólafur K. Magnússon.
lífeyrissjóðsgreiðslur yrðu hækk-
aðar í samræmi við samningana.
Guðmundur sagði ennfremur,
að kauphækkanirnar væru nú með
allra mesta móti og sjaldgæft að
samið væri um yfir 20% launa-
hækkanir eins og nú væri gert.
Hann var spurður, hvort hann
teldi æskilegt að losna úr samfloti
við BSRB miðað við fengna
reynslu. Hann svaraði að hann
teldi það ásetning VSÍ að halda
sig sem næst BSRB, en að þeirra
mati fylgdu því frekar ókostir.
Vilhjálmur Egilsson:
Þýöa auk-
inn verð-
bólguhraða
„SJÁLFSAGT þýða samningarnir
aukinn verðbólguhraða á fyrri hluta
næsta árs, en þetta eru ekki síðustu
samningarnar ■ heiminum. Það er nú
nauðsynlegt að menn sameinist við
undirbúning næstu samninga, bæði
af okkar hálfu, ASÍ og sérstaklega
af hálfu stjórnvalda," sagði Vil-
hjálmur Egilsson hagfræðingur Vin-
nuveitendasambands fslands. Hann
sagði ennfremur, að það væri viðbú-
ið að allir þeir sem undirrituðu
þennan samning gerðu það í þeirri
vissu að gengi íslensku krónunnar
verði ekki óbreytt.
Þá sagði Vilhjálmur að það
hlyti að hafa alvarlegar afleið-
ingar, þegar öll laun í landinu
hækkuðu um 18% á næstu tveim-
ur mánuðum. „Aðeins það skapar
mikla óvissu og erfitt er að spá um
kaupmáttinn," sagði hann. Hann
benti á, að frá árunum 1970 til
1983 hefði taxtakaup hækkað um
7.000% en kaupmáttur á sama
tíma minnkað um 10%. Hætt væri
við að sú stefna sem ákveðin hefði
verið í kjarasamningunum yrði til
þess að við værum nú að fara
sömu leið.