Morgunblaðið - 07.11.1984, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 07.11.1984, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984 Bergman Þeir hjá sjónvarpinu úthella al- deilis úr skálum menningarinnar þessa dagana, Lér á laugardags- kveldið var og í fyrrakvöld sjálfur meistari Bergman með sjónvarps- filmu svo til beint úr smiðjunni. Nefnir meistarinn þetta sérstaeða kvikmyndaverk Eftir lokasfinguna. Einkennilegt nafn á einkennilegu verki, því hér er vart um að ræða kvikmynd, fremur eins konar við- talsþátt, er fer fram á sviði aldins leikhúss. Viðmælendur í þætti þess- um eru þekktur leikstjóri um sjö- tugt, fyrrum leikstjarna í kvenlíki, komin nokkuð til ára sinna, og ung og upprennandi leikkona. Er söfnuð- ur þessi á sviðinu mest allan tímann, utan nokkrar mínútur er roskna leikkonan hverfur á braut og svo sjá- um við ungu leikkonuna andartak í barnslíki og leikstjórann sömuleiðis þá hann verður Alexander, úr þeirri margfrægu mynd um Fanny och Al- exander. Það gerist sum sé ekki mikið í þessari mynd enda er hún fólgin í samtölunum einsog fyrr sagði. Hvað um það þá hélt Bergman athygli minni þessa kvöldstund. Ég skemmti mér kannski ekki yfir öllum tiltektum þátttakenda í þess- um sérstæða samtalsþætti, en þó voru nokkur atriði umræðunnar er kitluðu forvitnina, þetta segulstál andans. Helst dróst athygli mín að því atriði er unga leikkonan sótti á aldraða leikstjórann og bauð honum sál sína og líkama. í stað þess að gramsa í lambakjötinu, sundur- greinir leikstjórinn eins og fimur kjötiðnaðarmaður hugsanlegt sam- band þeirra skötuhjúa. Verður einkar ljóst er líður á krufninguna að ellinni er ekki áskapað að elska æskuna, þar ber of mikið á milli, jafnvel þótt tilfinn- ingar hinnar öldruðu séu jafn ungar og heitar og fyrrum. Þetta veit hinn lífsreyndi leikstjóri og reynsla hans við krufningu leikverka, gerir hon- um fært að sundurgreina hið hugs- anlega ástarsamband, með þeim af- ieiðingum að unga leikkonan skilur betur sfnar eigin tilfinningar, og hvert þær muni raunverulega leiða. Man ég ekki til þess að hafa séð fyrr á filmu svo miskunnarlaust uppgjör elskenda áður en hið eiginlega sam- band hefst. En þannig er Bergman, hann er sífellt að rjúfa helg vé, án þess þó nokkurn tímann að klæmast á slíkum stöðum, enda maðurinn löngu orðinn heimsfrægur menning- arviti. En Bergman tekur ekki aðeins fyrir i þessum samtalsþætti næsta forboðið umræðuefni, sem er ástar- þörf aldraðra, hann gefur okkur einnig mynd af þvf nána sambandi er gjarnan myndast milli leikara og leikstjóra, hvernig tilfinningar þessa fólks vaxa saman á æfingum uns allt er komið í hnút. Og einnig sýnir hann okkur hér hversu örðugt það er rosknum leikkonum, að missa Ijóm- ann á sviðinu. Ég veit að leikhúsfólk skilur þennan samtalsþátt Ingmar Bergman, þann lokaða heim er opnast þar — heim leikhússins er ýmist hrindir mönnum frá eða opnar þeim allar dyr, nema máski þær er liggja út í lífið aftur. Þetta er harður heimur og okkur ber að virða þaö fólk er þar starfar og ekki síður hina er hrekjast þaðan vegalausir. Fyrir einstaka menn er þessi heimur hins vegar nánast eins og móðurkviður, eða þannig lýsir Bergman leikstjórn- arstarfi sínu í viðtalsbókinni, Bergman on Bergman: Þegar ég byrja að leikstýra er einsog ég sé að fara að leika mér. Ég sé sjálfan mig ljóslifandi við dótakassann ... og ég skil ekki af hverju fólk borgar mér fyrir það sem ég er að gera í dag, umgengst mig af virðingu og jafnveí hlýðir mér í einu og öllu. ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/SJÓNVARP „Matur og næring“ 2040. í kvöld sýnir sjónvarpið fyrsta þáttinn af fimm, sem það hefur látið gera um næringu og hollt mataræði. Fléttað er saman umræðu og fræðslu og matreiðslu skemmtilegra og hollra rétta. í fyrsta þætti verður fjallað um fisk og birtast hér þær uppskriftir, sem kenndar verða í kvöld. Karfaflök með fyllingu 2 frekar stór karfaflök roð- og beinhreinsuð. 2 msk. sítrónusafi. Vi tsk. salt. pipar á hnífsoddi. '/1 laukur, saxaður. 1—2 tómatar i sneiðum. V4 græn paprika í litlum bit- um. rósmarín. ostsneiðar (26% t.d. Óðalsost- ur). (ílóAaður Hskur 1 fiskflak (500 g) ýsa eða smá- lúða. M tsk. salt. pipar — örlítið. 1—2 msk. brætt smjör eða matarolía. 2 msk. brauðmylsna. Skraut Sitrónubátar, steinselja. 1. Leggið roðdregin og beinhreinsuð flök í smurt eldfast mót (ef smálúðu- flök eru notuð má hafa roð- ið og láta það snúa upp). 2. Penslið fiskinn með olíu og bræddu smjöri og stráið salti, pipar og brauð- mylsnu yfir. 3. Glóðið f miðjum ofni í 10—15 mín. 4. Látið sítróubáta og stein- seljugreinar yfir. Berið soðnar kartöflur, hrátt salat og gróft ósmurt brauð með. Matarolía til að pensla með. 1. Leggið annað karfaflakið i smurt, eldfast mót. 2 Stráið salti og pipar á bæði flökin og hellið sítrónusaf- anum yfir. 3. Látið lauk, tómatsneiðar og paprikubita yfir. Stráið rósmarín yfir og hyljið fyllinguna með ostsneið- um. 4. Leggið hitt flakið ofan á, penslið með matarolíu. 5. Látið mótið neðarlega f 200° heitan ofn og bakið um 30 min. 6. Leggið ostsneiðar yfir og bakið áfram í 5—10 mín. Fljótlegur hádegisverður Síld úr edikslegi. Harðsoðin egg. Sýrðar rauðrófur. Bananar. Soðnar karöflur. Flatbrauð eða rúgbrauð. Ein aðalsöguhetjanna í „Þyrnifuglunum", Meggie, er orðin fullvaxta og tekur breska leikkonan Rachel Ward við hlutverki hennar. Presturinn, sem leikinn er af Richard Chamberlain, á nú fullt í fangi með að standast freistingarnar. „Þyrnifuglarnir" Þriðji þáttur „Þyrnifugl- __________anna" er á dag- skrá sjónvarps í kvöld. í síðasta þætti gerðist það, helst, að Marý Carson kostar Meggie í klaust- urskóla, þar sem faðir Ralph heldur verndar- hendi yfir henni. Fee er barnshafandi og Frank rífst heiftarlega við Paddy, sem þá segir hon- um að hann sé óskilget- Björg Einars- dóttir flytur í _________dag einn af þáttum sínum um líf og starf íslenskra kvenna. Björg sagðist í dag ætla að fjalla um tvær konur, Ólöfu Finsen, landshöfð- ingjafrú, sem dvaldist hér á landi frá 1865 til 1882 og nemanda hennar í tónlist- arkennslu, önnu Péturs- son. „Frú Finsen var danskrar ættar, fædd 1835 og dáin 1908, en gift inn. Frank ákveður þá að fara að heiman. I kvöld tekur ný leik- kona við hlutverki Meggie, breska leikkonan Rachel Ward, sem m.a. sást í kvikmyndahúsum hér fyrir skömmu í aðal- hlutverki myndarinnar „Einn gegn öllum" (Against all odds). Sam- band prestsins, sem leik- inn er af Richard Chamb- erlain og Meggie verður manni af íslenskum ætt- um, sem gegndi hér háu embætti," sagði Björg. „Sjálf lét hún svo um mælt, að bestu ár ævi sinnar hafi verið hér á ís- landi. Hún var vel mennt- uð í tóniistarfræðum, lyfti hér sönglífi og kenndi Önnu Pétursson að leika á hljóðfæri. Anna kenndi síðan næstu kynslóðum píanóleik í 60 ár. Anna sagði, þegar hún vildi þakka frú Finsen vega- nestið: „Ég gerði það ekki stöðugt nánara, enda er hún orðin fullþroska kona og presturinn reynist mannlegur, eins og við var að búast. Mary Carson hverfur af sjónarsviðinu í kvöld og margt fleira skeður, sem óþarfi er að tíunda hér, svo spennan minnki ekki. Þýðandi „Þyrnifuglanna" er Óskar Ingimarsson. Björg Einarsdóttir beinlínis fyrir yður, held- ur fyrir æskulýð íslands". Önnu var annt um allt sem snerti framfarir hér á landi.“ 21.10. Ólöf Finsen og Anna Pétursdóttir 11.15. ÚTVARP AIIÐMIKUCHkGUR 7. nóvember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Siguröar G. Tómas- sonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Guðmundur Hallgrímsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Breiðholtsstrákur ter I sveit“ eftir Dóru Stefánsdótt- ur. Jóna Þ. Vernharðsdðttir les (6). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 Islenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.15 Or ævi og starfi Islenskra kvenna. Umsjón: Björg Ein- arsdóttir. 11j*5 Tónleikar. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12J0 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 13.20 Barnagaman. Umsjón: Gunnvör Braga. 13.30 íslensk dægurlög. 14.00 .A Islandsmiöum" eftir Pirre Loti. Séra Páll Pálsson á Bergþórshvoli les þýðingu Páls Sveinssonar (10). 14J0 Spænsk rapsódla eftir Maurice Ravel. Sinfónlu- hljómsveitin I Parls leikur: Herberg von Karajan stj. 14A5 Popphólfið — Jón Gúst- afsson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurtregnir. 16J0 Slðdegistónleikar. Sin- fónla nr. 2 I e-moll op. 27 eftir Sergei Rachmaninoff. Flladelfluhljómsveitin leikur; Eugene Ormandy stj. 17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar 18.45 Veöurtregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19J75.Aftanstund Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni sem veröur á þessa leið: Söguhornið — Hnyklarnir, ævintýri. Sögu- maður Þorbjörg Kolbrún As- grlmsdóttir. Myndir gerði Herdfs Hubner. Litli sjóræn- inginn: þýsk brúöumynd. Þýöandi Salóme Kristins- dóttir. Tobba: þýskur brúöu- myndaflokkur. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. Sögu- maður Þurlöur Magnúsdóttir. Högni Hinriks: bresk teikni- mynd. 19Æ0 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttk og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Matur og næring. 1. Formáli og fiskur. Fyrsti þátturinn af fimm sem Sjón- 19.50 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur. 20.00 Otvarpssaga barnanna: . Ævintýri úr Eyjum" eftir Jón Sveinsson. Gunnar Stefáns- son byrjar lestur þýöingar Freysteins Gunnarssonar. 20.20 Mál til urrræöu. Matthlas Matthlasson og Þóroddur Bjarnason stjórna umræöu- þætti fyrir ungt fólk. 21.00 Frá tónlistarhátiöinni I Bergen. Eva Knardahl leikur á pianó 25 þjóðvlsur og dansa op. 17 eftir Edvard AIIÐMIKUCMkGUR 7. nóvember varpið hefur látiö gera um næringu og hollt mataræði. Fléttað er saman umræöu og fræöslu um næringarefni fæöunnar og matreiöslu skemmtilegra og hollra rétta. I hverjum þætti er fjallaö um einn flokk fæðu og I fyrsta þætti verður fiskur fyrir val- inu. Gestir I þessum þætti veröa Guðmundur Þorgeirs- son læknir og Alda Möller dósent við Háskóla Islands. Umsjónarmaður Laufey Steingrlmsdóttir næringar- fræöingur. Upptöku stjórn- aði Kristln Pálsdóttir. 21.10 Þyrnifuglarnir. Þriöji þáttur. Framhalds- myndaflokkur I tlu þáttum, gerður eftir samnefndri skáldsögu Colleen McCull- Grieg. (Frá tónleikum á Troldhaugen 26. mal sl.) 21.30 Útvarpssagan: .Hel" eft- ir Sigurð Nordal. Arni Bland- on les (2). 22.00 .Morgundraumur", Ijóö eftir Gustaf Fröding. Knútur R. Magnússon les þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar. 22.15 Veöurfregnír. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. w as Skilyrði fyrir friöi. Hannes H. Gissurarson flytur fimmta og slöasta erindi sitt. oughs. Aöalhlutverk: Rich- ard Chamberlain, Rachel Ward og Barbara Stanwyck. Efni slðasta þáttar: Mary Carson kostar Meggie I klausturskóla þar sem faðir Ralph heldur verndarhendi yfir henni. Fee er barnshaf- andi og Frank hellir sér yfir Paddy, sem I Ijóstrar þvl upp að hann sé óskilgetinn. Frank ákveöur þá að fara að heiman. Þýöandi Óskar Ingi- marsson. 22.00 Kastljós. Þáttur um erlend málefni. Meöal annars veröur fjallað um forsetakosningarnar I Bandarlkjunum og úrslit þeirra. Umsjónarmaöur Einar Sigurðsson. 22.35 Fréttir I dagskrárlok. 23.15 Islensk tónlist. a. „Þórar- insminni" ettir Þórarin Guö- mundsson I útsetningu Dr. Victors Urbancic. Sinfónlu- hljómsveit Islands lelkur; Páll P. Pálsson stj. b. Þrjú Islensk þjóðlög I útsetningu Hafliða Hallgrlmssonar. Höfundur leikur á selló, Halldór Har- aldsson á planó. 23-45 Fréttir. Dagskrárlok. RÁS 2 MIÐVIKUDAGUR 7. nóvember lO-OO—12.00 Morgunþáttur Róleg tónlist. Viðtal. Gesta- plötusnúöur. Ný og gömul tónlist. Stjórnendur: Kristján Sigur- jónsson og Jón Olafsson. 1A00—15.00 Út um hvippinn og hvappinn Létt lög úr hinum ýmsu átt- um. Stjórnandi: Inger Anna Aik- man. 15.00—16.00 Ótroönar slóðir Kristileg popptónlist. Stjórnendur: Andri Már Ing- ólfsson og Halldór Lárusson. 16.00—17.00 Nálaraugað Djass rokk. Stjórnandi: Jónatan Garð- arsson. 17-°°—18.00 Tapaö fundið Sögukorn um soul tónlist. Stjórnandi: Gunnlaugur Sig- fússon. SJÓNVARP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.