Morgunblaðið - 07.11.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.11.1984, Blaðsíða 17
verðlag samkvæmt niðurstöðum verkfræðistofu Baldurs Lindal, er 6% arðsemi í stað 7,3% til 8,5% eftir því hvernig boranir tækjust miðað við 40.000 tonna áfanga. Ég tel og stefna stjórnar fyrirtækis- ins hefur verið sú, að íjúka beri 8.000 tonna áfanganum, fá frekari markaðsupplýsingar og að fram- haldið yrði síðan stækkun um 4.000 tonn, sem einungis er viðbót á pönnum og að því loknu verði verksmiðjan stækkuð í 10.000 tonna áföngum, en ekki beint í 40.000 tonn eins og forsendur reiknilíkans Iðntæknistofnunar gera ráð fyrir." — í skýrslu iðntæknistofnunar kemur fram ádeila á ráðgjöf og stjórnendur. „Þetta gæti verið eins og sagan um Kólumbus og eggið. Eftir að búið var að finna út hvernig gera átti hlutina reyndust þeir tiltölu- lega augljósir. Það er staðreynd, að tæknileg vandamál við fram- leiðslu á fisksalti voru vanmetin og komu ekki nægilega fram I rekstri tilraunaverksmiðjunnar, þar sem hún var of smá eining. Framleiðsla á salti var vel þekkt, en ég veit ekki til þess, að fisksalt hafi verið framleitt á þennan máta áður. Stjórn sjóefnavinnsl- unnar hefur ekki fundið neinn er- lendan aðila, sem hefur framleitt slíkt salt, en þeir voru tilbúnir að selja sína þjónustu og ráðgjöf á allt að þreföldum töxtum, sem innlendir ráðgjafar kostuðu. Það var mat stjórnar að þeir menn sem hefðu unnið við verkefnið frá upphafi, væru búnir að fá þekk- ingu, sem nýir aðilar yrðu að byrja á að tileinka sér. Auk þess er talið mikilvægt að þessi þekk- ing og reynsla byggist upp hjá innlendum aðilum. Það er engin framtíðarlausn, að borga fyrir æf- ingarverkefni útlendinga til að læra á íslenzkar aðstæður og lausn á alíslenzkum verkefnum," sagði Guðmundur Einarsson. MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984 17 Vetur genginn í garð í Mývatnssveit: Stefnir í metframleiðslu hjá Kísilverksmiðjunni Mývatnmveit, 5. nóvember. EFTIR einmuna gott sumar og haust fór að snjóa hér með vetrarkomu og setti niður 20—30 sm jafnfallinn snjó, sem enn er óhreyfður. Fram að þeim tíma er varla hægt að telja, að komið hafi snjóföl. Er það mjög óvanalegt. Síðustu daga hefur verið hér hægviðri og nokkuð bjart og frostið komist niður fyrir 10 stig. Nú er hér 14 stiga frost. Kominn er ís á Mývatn og þessvegna orðið frekar vctrarlegt Nú er hætt dælingu á hráefni fyrir Kísiliðjuna enda hráefnis- þróin orðin full. Framleiðsla Kísil- iðjunnar hefur aldrei verið meiri en á þessu ári. Búið er að fram- ieiða 22 þúsund tonn það sem af er árinu og stefnt að því, að fram- leiðslan verði komin yfir 26 þús- und tonn í árslok. Á sama tíma I fyrra var búið að framleiða 20.700 tonn en framleiðsla þess árs varð 25.500 tonn, sem var nýtt fram- leiðslumet. Vel hefur gengið að selja framleiðslu verksmiðjunnar. Mývetningar héldu sinn árlega slægjufund í Skjólbrekku sl. laug- ardag. Að þessu sinni til að minn- ast einmuna sumars. Einnig von- ast menn eftir góðum vetri. Venjulega eru slægjufundir haldnir hér fyrsta dag vetrar en nú var brugðið út af þeirri venju. Fundurinn hófst kl. 14:30 með helgistund. Sóknarpresturinn, séra örn Friðriksson, flutti ræðu. Þá var sungið og Kristfn Jónas- dóttir lék á hljóðfæri. Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar, flutti ræðu dagsins, slægjuræðuna. „Sólskríkjur og valur í vígahug" skemmtu með söng með gítar- og harmonikku- undirleik. Þá var einnig mynda- sýning og diskótek fyrir börn og unglinga. Ennfremur almennur söngur. Fjölmenni var. Um kvöld- ið var svo dansleikur í Skjól- brekku, þar sem hljómsveit Finns Eydal frá Akureyri lék fyrir dans- inum. — Kristján R íoT río í 53P HELGAR REISUR Helgarreisur veita einstaklingum, fjölskyldum og hóp- um tækifæri til að njóta lífsins á nýstárlegan og skemmti- legan hátt, fjarri sinni heimabyggð. Fararstjórnin er í þín- um höndum: Þú getur heimsótt vini og kunningja, farið í leikhús, á óperusýningu, hljómleika og listsýningar. Síðan ferðu út að borða á einhverjum góðum veitinga- stað og dansar fram á nótt. Stígðu ny spor i Helgarreisu Flugleiða! Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofur FLUGLEIÐIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.