Morgunblaðið - 07.11.1984, Blaðsíða 20
f*í>! vmff'W'/. 7 K[?ííA(lU«jV(flM .QÍCtAiiSnUöflOt
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984
Þetta
eftir Bergþóru
Sigurðardóttur
„Ég elska land með algrænt
sumarskart", segir í einu okkar
mörgu lofkvæða um landið. Ef við
ætlum að vera raunsæ, er þá hægt
að tala um skart? Getur klæði sem
glatað hefur meira en helmingi af
efnivið sinum, kallast skart? Ég
skrifa þessar línur vegna þeirra
hugrenninga sem sóttu á mig á
ferð um landið í góðviðrinu fyrr í
sumar. Mér virðist þetta land ekki
í skartklæðum heldur tötrum, —
lörfum sem verða götóttari með
ári hverju. Það tekur enginn frá
okkur fegurð jökla eða tign fossa
og fjallatinda. En það vekur
manni hryggð að sjá rofabörð,
uppblásin holt og naktar víðitág-
ar, merki þess gróðurs sem er að
hverfa. Þessi mynd blasir víða við.
Það eru reyndar smá bætur á
klæðinu. Landgræðslan hefur á 75
árum friðað um 100 svæði, sam-
anlagt um 2% af landinu. Hvað er
það á móti því sem hefur glatast á
sama tíma? Svarið veit víst eng-
inn. En það er þó aðeins brot af
því sem hefur glatast frá því land-
ið byggðist.
Við sem ökum ekki svo hratt yf-
ir landið að rykský byrgi okkur
sýn, sjáum gróðurlendinu hraka
ár frá ári. Nú mun aðeins vaxandi
gróður í tveim sýslum landsins,
A-Skaftafellssýslu og Rangár-
vallasýslu. í Rangárvallasýslu er
það fyrst og fremst Landgræðsl-
unni að þakka og stórkostlegt er
að sjá uppgræðslu sandanna þar. 1
A-Skaftafellssýslu hafa bændur
víða tekið höndum saman og rækt-
að upp aurana en beitt á gömlu,
þýfðu túnin. Á sex árum, frá
1974—1980, kom ég þrisvar í
Morsárdal. Bæjarstaðaskógur er
ekki mikill umfangs og þar voru
rof í gróðurþekjuna. En aurarnir
þar fyrir framan eru að gróa upp.
Beinvaxnar birkihríslur, víðikjarr
og holtablóm á bökkum smálinda,
— sannkallaður unaðasreitur.
Gróðurinn teygir sig inn dalinn
upp undir jökul. Við skulum vona
að jökulárnar hlífi þessum reit, nú
þegar menn og skepnur gera það.
Sama má segja um svæðið framan
við Skaftafellsheiði, og stórkost-
legt er að fylgja stikuðu leiðinni
um heiðina fram á Skorarbrýr, sjá
Morsárjökul og heyra drunurnar
þegar jökulísinn hrapar af hömr-
um fram. Ekki munu þeir sem sjá
fegurð í hrikaleik, sjá stórkost-
land átt þú
legri sýn en þar sem Skaftafells-
jökull steypir sér niður á láglend-
ið.
Skógar og kjarr þekja nú um
2% —3% af því skóglendi sem hér
var við landnám, eða aðeins um
1.250 km2. Af þeim skógum er að-
eins um þriðjungur í framför en
Vt fer hnignandi. Trjánýgræðing-
ur sést varla á ófriðuðu landi.
Nú vaxa birki og víðir upp úr
sverðinum í Aðalvík, fyrri íbúum
þessa svæðis til mikillar furðu.
Engan gat grunað að landið ætti
þetta til meðan þar var búið. Það
er varla hægt að gleðjast yfir ný-
rækt, sem ef til vill verður aðeins
til þess að fleira fé er sett á ofbit-
inn haga. Áður voru þó takmörk
fyrir hvað hægt var að setja á,
meðan heyjað var með ljá og
hrífu.
Mér skilst þó að framræsla
mýra hafi líka átt að vera til að
létta á ofbeittu landi. Ég hafði
ekki áttað mig á mínum þætti í
skurðgreftri hér á landi, en á ár-
unum 1949—1964 óx framlag rík-
isins til framræslu á opnum
skurðum úr 33% í 70% og 75% eru
greidd af kostnaði við plógræs-
ingu.
Kom ekki keldusvínið til lands-
ins á undan okkur? Á það ekki líka
rétt á smá mýrarflóa. Mikið var
„Þaö tekur enginn frá
okkur fegurö jökla eða
tign fossa og fjallatinda.
En þaö vekur manni
hryggð að sjá rofabörð,
uppblásin holt og naktar
víðitágar, merki þess
gróðurs sem er að
hverfa.“
gaman að koma í Hornavík og
ganga berfætt um ósnortna mýri.
Guði sé lof að Hornstrandir voru
yfirgefnar áður en að ég fór að
taka þátt í skurðgreftrinum. En
því miður finnst víst keldusvíninu
sumarið of stutt fyrir opnu
Norður-íshafinu.
Lög um náttúruvernd frá 1971
kveða á um samskipti manns og
náttúru, en ekki búpenings og
náttúru. Um þjóðgarðinn í Jökuls-
árgljúfrum segir reyndar í lögum
að búfjárbeit sé bönnuð á hinu
friðlýsta svæði. En Keldhverf-
ingar fá að nota landið til beitar
samkv. sérstökum samningi.
Beit hlýtur alltaf að breyta
gróðurlendi eitthvað, jafnvel þó að
ekki sé um ofbeit að ræða. Kind-
um þykir burnirót t.d. lostæti.
Þess vegna verður maður hissa að
sjá vöxtuglega burnirót við fætur
sér, eins og í Tjaldmýrinni í Esju-
fjöllum eð á Hornströndum. Ekki
bara hátt í klettasyllum.
Blómin á blágresinu bragðast
líka vel. í Hornvík og undir Dyr-
hólaey eru breiður af baunagrasi.
í jurtatalningu frá árinu 1971 er
það ekki nefnt í Dyrhólaey og blá-
liljan talin þar í hættu. Nú eftir
friðun vex bláliljan þarna í brúsk-
um, sannkallað augnayndi. Víðast
hvar er hún aðeins smá jarðrengl-
ur. Snemma í vor fór ég um Hvít-
ársíðu. Þar sá ég samfelldan gróð-
ur í girðingu ofan við reisulegan
bæ. Þar vestan við voru rofnir
þúfnakollar og á bökkum Hvítár
rofabörð. Hafði ekki verið sagt að
Borgarfjörður væri falleg sveit?
Þykir einhverjum rofabörð falleg?
Ég fór um Fljótsdrög fyrir nokkr-
um árum. Hjá gangnamannaskál-
anum var uppblásið holt, þar sem
skein á jarðlægar víðitágar, síð-
ustu ummerki þess sem áður var.
Seinna rakst ég á grein eftir
Pálma Hannesson, þar sem hann
lýsir innfjálgum orðum gróðri
þessa svæðis 30 árum áður. Ljóm-
ann af Eiríksjökli í tungsljósi tek-
ur enginn frá manni. Reitur
Lions-manna við Hvítárvatn í 430
m hæð hlýjar manni um hjarta-
rætur. Þarna sér maður hvers
landið er í raun og veru megnugt,
þar sem þessi reitur hefur aðeins
verið friðaður frá árinu 1965, en
hvílík andstæða við umhverfið.
Reyndar eru gróðurmörkin ekki
við girðinguna, heldur jafnlangt
GróiA rofabarö í Hornvík.
í Mosárdal. Ungur gróður.
fyrir innan og snoppa sauðkindar-
innar nær. Eg man eftir hárri
gróðurtorfu á Uxahryggjaleið. Ein
af þessum sígildu sem myndir eru
teknar af „á landið að blása upp“?
Nokkru seinna var þarna smá
moldarhrúga með afvelta gróð-
urkögglum og síðan engin merki
þess að þarna hafi ekki alltaf verið
örfoka land.
Á árinu 1973 var talið 2—300
þúsund ærgildum of mikið í
sumarhögum að mati landnýt-
ingamanna, en þá voru 846.000
fjár á vetrarfóðrum og álíka
næstu ár. En á árunum
1979—1983 var gróður auk þess
lélegur. í ár er 1,7—1,8 milljón
fjár í sumarhaga. Er þá nokkur
furða að ferðamaður skuli sjá
landinu hraka á þessu tímabili?
Kom ég ekki fyrst f þennan afdal
fyrir níu árum og drakk kaffi í
þessum hvammi. Græna hlíðin á
móti blasti við, en nú er hún öll
rofin en nýrækt í dalnum og ný
fjárhús.
Ég á ekki þetta land, þetta er
land sauðkindarinnar. Sá ég þær
ekki á beit inn í Herðubreiðarlind-
Akranes:
Heimavist Fjölbrauta-
skólans tekin í notkun
Akraaeai
FYRRI hluti hins nýja heima-
vistarhúss Fjölbrautaskóians
á Akranesi var tekinn form-
lega í notkun í haust. Meöal
vióstaddra voru Alexander
Stefánsson félagsmálaráö-
herra og aðrir þingmenn
Vesturlandskjördæmis, bæj-
arstjórnarmenn á Akranesi.
Guðjón Guðmundsson for-
seti bæjarstjórnar Akraness
afhenti Þóri Ólafssyni skóla-
meistara lykla aö hinni nýju
byggingu og árnaði hann síð-
an skólanum heilla.
Gestum var síðan boðið að
skoða hina nýju byggingu og að
því loknu þáðu þeir veitingar í
boði bygginganefndar heima-
vistarinnar. Þar flutti Þórir
skólameistari ávarp og Baldur
Ólafsson umsjónarmaður með
heimavistarbyggingunni rakti
byggingarsögu hennar. Einnig
fluttu ávarp Friðjón Þórðarson
alþingismaður, Magnús Oddsson
rafveitustjóri, fulltrúi í
Fræðsluráði Vesturlands, og
Ragnheiður Ólafsdóttir, for-
maður skólanefndar Fjölbrauta-
skólans á Akranesi. Fögnuðu
þau öll hinum nýja byggingar-
áfanga skólans.
Framkvæmdir við hið nýja
heimavistarhús hófust 5. mars
1983 með því að þáverandi
menntamálaráðherra, Ingvar
Gíslason, tók fyrstu skóflu-
stunguna. Síðan má segja að
unnið hafi verið nær samfellt
við bygginguna. Það var Verk-
fræði- og teiknistofan sf. á
Akranesi sem sá um teikni- og
hönnunarvinnu. Magnús H.
Ólafsson arkitekt gerði allar
teikningar af fyrirkomulagi og
búnaði í herbergjum, hann valdi
einnig allan lausan búnað, hús-
gögn, tæki og þ.h. Njörður
Tryggvason verkfræðingur sá
um burðarþolsteikningar og
starfsmenn Verkfræðistofunnar
hönnuðu hitalögn ásamt ýmsum
þeim sérteikningum sem nauð-
synlegar eru. Flestir verkþættir
voru boðnir út og var í öllum
tilfellum tekið lægsta boði.
Þó var samið sérstaklega við
Þorgeir & Ellert hf. um eininga-
steypu og grunn hússins. Það
sem réð þeirri ákvörðun var, að
þá var sá kostur fyrir hendi að
sömu menn ynnu það verk sem
árinu áður höfðu steypt einingar
í verknámshús skólans. Húsið
var reist á fimm dögum og þótti
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson.
Guðjón Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar Akraness, afhendir Þóri Ólafs-
syni, settum skólameistara Fjölbrautaskólans, lykla hinnar nýju heimavistar.