Morgunblaðið - 07.11.1984, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984
Stjómim fiskveiða. Erindi Jóns Páls Halldórssonar, flutt á Fiskiþingi:
350.000 lesta þorskafla-
mark með 10% fráviki
hvert næstu fímm ára
Þingforseti. Góðir þingfulltrúar.
Það hefir komið í minn hlut að
hafa framsögu um fiskveiðistefn-
una og stjórnun fiskveiða á næsta
ári. Áður en ég vík að þeim tillög-
um, sem fyrir liggja, finnst mér
rétt að rifja upp í stuttu máli,
hvernig þessi mál hafa þróast á
liðnum árum.
Það var um miðjan 8. áratuginn,
sem við Islendingar stóðum
frammi fyrir þeim vanda, að þurfa
að marka okkur ákveðna fiskveiði-
stefnu. Þá var svo komið, að nauð-
synlegt var talið að draga veru-
lega úr sókn í flesta okkar nytja-
stofna. Áður var búið að takmarka
sókn í nokkra minni stofna, eins
og rækju og humar, og síldveiðar
voru algjörlega bannaðar hér við
land árið 1972.
Árið 1975 var birt skýrsla fiski-
fræðinga um „ástand fiskistofna"
— hin svonefnda „svarta skýrsla"
og skýrsla Rannsóknaráðs ríkisins
um þróun sjávarútvegs, en í báð-
um þessum skýrslum kom fram,
að stofnar margra botnlægra fisk-
tegunda væru þegar ofveiddir.
Mikil umræða varð um skýrslurn-
ar á Fiskiþingi 1975 og var megin-
niðurstaða hennar sú, að nauð-
synlegt væri að draga verulega úr
sókninni og að reynt yrði að beina
fiskiskipaflota landsmanna til
annarra veiða á næsta ári. Einnig
var lagt til, að ríkisstjórninni yrði
veitt heimild til ákvörðunar há-
marksafla einstakra fisktegunda,
sem þá var algjört nýmæli. Með
útfærslu fiskveiðilögsögunnar í
200 sjómílur sköpuðust möguleik-
ar á að hafa slika heildarstjórn á
veiðunum, sem ekki var hægt með-
an aðrar þjóðir höfðu sama að-
gang að fiskimiðunum og við ís-
lendingar sjálfir.
Haustið 1975 stóðum við því á
vissan hátt á krossgötum. Allt til
þess tíma var nánast um að ræða
óheftan aðgang að fiskimiðunum
umhverfis landið. Á þeim 9 árum,
sem síðan eru liðin, hafa afskipti
stjórnvalda af veiðunum aukist ár
frá ári. Er nú svo komið, að allar
veiðiaðgerðir eru á einn eða annan
hátt háðar afskiptum stjórnvalda.
Á þessum tímabili hafa stjórn-
völd beitt margvíslegum takmörk-
unum til að draga úr sókninni í
ofnýtta fiskistofna og hafa þær
verið að þróast allt þetta tímabil.
Fyrstu árin var t.d. reynt að beina
sóknarmættinum að þeim stofn-
um, sem þá voru taldir vannýttir,
samræma þannig afrakstursgetu
nytjastofnanna og afkastagetu
fiskveiðiflotans. Á seinasta ári var
hins vegar svo komið, að talið var
að allir stofnar botnlægra fiskteg-
unda, sem hér eru veiddir, væru
fullnýttir.
Jafnhliða hafa stjórnvöld
ákveðið á síðustu árum margvís-
legar aðgerðir, sem ætlað er að
miða að verndun nytjastofnanna.
Má í því sambandi nefna lokun
ákveðinna veiðisvæða og ákveðnar
reglur um gerð, magn og búnað
veiðarfæra. Ég minni á í því sam-
bandi:
1. Lokun hrygningasvæða, t.d. á
Selvogsbanka og innsta hluta
Breiðafjarðar. Þessi svæði eru nú
lokuð fyrir öllum veiðum yfir
hrygningartímann, en voru áður
þekkt og gjöful veiðisvæði.
2. Lokun uppeldissvæða, ýmist
fyrir öllum veiðum, eins og t.d.
Kögursvæðið út af Vestfjörðum
eða fyrir botn- og flotvörpuveiðum
eingöngu, eins og t.d. Kolbeinseyj-
arsvæðið, Langanessvæðið og
Kaldbakssvæðið.
3. Tímabundnum svæðalokunum
hefir verið beitt í vaxandi mæli,
þegar of mikill smáfiskur hefir
reynst á ákv. veiðisvæðum.
4. Lágmarksstærð möskva í
botnvörpu var aukin úr 120 m/m í
155 m/m og reglur um hámarks-
netafjölda í sjó voru hertar. Einn-
ig voru hækkuð stærðarmörk á
smáfiski.
Enginn vafi er á því, að allar
þessar takmarkanir hafa skilað
okkur verulegum árangri við upp-
byggingu fiskistofnanna. Gallinn
er hins vegar sá, að það er mjög
erfitt að meta árangurinn, þar
sem hér verður ekki komið við
neinum mælistikum.
Þegar tekin var upp bein stjórn-
un botnfiskveiða árið 1976, var
ákveðið að banna veiðiskipum
þorskveiðar á ákveðnum tímabil-
um til að draga úr sókninni í
þorskstofninn en sókninni beint í
aðrar fisktegundir. Ég mun því
kalla þetta tegundamark, til að-
greiningar frá aflamarki og sókn-
armarki. Bátum voru t.d. bannað-
ar þorskveiðar um páska, verslun-
armannahelgi og jól. Á sama hátt
voru togurum bannaðar þorsk-
veiðar ákveðinn dagafjölda á ári
hverju, allt upp í 150 daga á ári.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að allt til síðustu áramóta
byggðist stjórn á veiðum botn-
lægra fiskistofna á þessari aðferð.
Á sfðasta hausti var hins vegar
ákveðið, að setja aflamark á hvert
veiðiskip til reynslu í eitt ár. Það
var niðurstaða síðasta Fiskiþings,
að mæla með því að kvótaskipta
öllum aðalfiskitegundum á öll skip
yfir 12 rúmlestir og leggja afla-
magn síðustu þriggja ára til
grundvallar við skiptingu milli
skipa.
Nú er komið að því að meta
árangur þessarar tilraunar í ljósi
þeirrar reynslu, sem fengist hefir
á þessu ári. Verður nú gerð grein
fyrir ályktunum fjórðungssam-
bandanna hvers um sig um þenn-
an málaflokk:
Eins og þingfulltrúar hafa nú
heyrt, er lítill samhljómur í álykt-
unum fjórðungssambandanna að
þessu sinni. Greinilegt er, að sitt
sýnist hverjum um æskilegar leið-
ir við stjórn botnfiskveiða á næsta
ári. Aðallega er bent á þrjár leiðir:
1. Tegundamark, þar sem veiði-
skipum eru bannaðar þorskveiðar
á ákveðnum tímum, eins og gert
var fram til 1984.
2. Aflamark fyrir hvert veiðiskip,
þar sem því er úthlutað ákveðnum
afla í ársbyrjun, sem heimilt er að
veiða á árinu.
3. Sóknarmark, þar sem hverju
veiðiskipi er úthlutað ákveðnum
veiðidögum, sem því er heimilt að
stunda veiðar á á árinu.
Allar þessar aðferðir hafa nú
verið reyndar við stjórn botnfisk-
veiða á undanförnum árum. Að-
stæður eru því betri nú, til að vega
og meta kosti og galla einstakra
stjórnunarleiða.
Fiskveiðistefna til
5 ára
Á seinustu árum hefir sjávarút-
vegurinn mátt búa við miklar
sveiflur í afla, sem óumdeilanlega
hafa haft margvísleg óæskileg
áhrif, ekki aðeins fyrir atvinnu-
greinina, heldur allt okkar efna-
hagskerfi:
Samdráttur þorskafla úr 460
þús. lestum í 240 þús. lestir á fjór-
um árum — frá 1981—1984 — og
minnkun loðnuaflans úr tæpri
einni milljón lesta hvort ár 1978
og 1979 í algjört bann á loðnuveið-
um 1982, eru meiri sveiflur en svo,
að nokkur atvinnugrein þoli slíkt.
Fæstir efast um, að við búum nú
yfir meiri fiskifræðilegri þekkingu
en áður og höfum betri vitneskju
um ástand nytjastofnanna. Þess
vegna hljóta slíkar sveiflur að
flokkast undir alvarleg mistök í
stjórn veiða og verður að koma í
veg fyrir að slík mistök endurtaki
sig á næstu árum. Það er því þýð-
ingarmikið, að þetta Fiskiþing
reyni að móta fiskveiðistefnu til
lengri tíma en gert hefir verið til
þessa. Finnst mér ekki óeðlilegt að
horft sé til næstu fimm ára í þess-
um efnum.
Slík fiskveiðistefna hlýtur að
hafa það meginmarkmið, að draga
úr þessum miklu sveiflum. í því
efni verður að leggja til grund-
vallar forsendur, líffræðilegar og
efnahagslegar, sem tryggi eðlileg
Jón Páll Halldórsson
tilliti til ástands stofnsins á hverj-
um tíma.
Af skiljanlegum ástæðum er
hæpnara að gefa sér slíkar for-
sendur í sambandi við loðnuveið-
arnar. Þó má benda á, að meðal
ársafli 10 ára, sem loðnuveiðar
voru leyfðar — 1973—1983 — var
660 lestir. Árið 1978 komst aflinn
hæst í 1158 þús. lestir, en komst
lægst á seinasta ári í 133 þús. lest-
ir. Ef stuðst væri við 660 þús. lesta
meðalafla með 20% fráviki, ætti
loðnuaflinn að vera 528—792 þús.
I 200 -I
100 -(
1000 -
900-
800-
700
600-
500-
400 -
300-
200-
100-
] AFLI ÚTLENDIIMGA
■ AFLI ÍSLENDINGA
- 1200
-1100
- 1000
-900
-800
- 700
- 600
- 500
400
-300
200
Loðnuailinn 1964 til 1983 í þúsundum lesta.
starfsskilyrði atvinnugreinarinn-
ar. Slíkt öryggisleysi og hér hefir
ráðið ferðinni á undanförnum ár-
um getur ekki gengið til lang-
frama.
Á liðnum árum hafa tillögur
Hafrannsóknastofnunar um æski-
legt aflamagn á hverju ári fyrst og
fremst verið látnar vísa veginn við
mótun fiskveiðistefnunnar. Ljóst
er, að hér verður að breyta til, ef
við ætlum að komast út úr þessum
vítahring. Taka verður tillit til
fleiri þátta og liggur þá næst við
að styðjast við reynsluna.
Á 34 ára tímabili - 1950-1983
— varð þorskafli á íslandsmiðum
að meðaltali tæpar 400 þús. lestir
á ári (397 þús. lestir), og er um
ótrúlega litla sveiflu að ræða, ef
borið er saman við 5 seinustu ár.
Árið 1954 varð aflinn mestur, 548
þús. lestir, en komst lægst á sein-
asta ári í 294 þús. lestir. Þar sem
greinilegt er, að þorskstofninn er
nú í verulegri lægð, og til að taka
ekki áhættu í þessum efnum, virð-
ist ekki óeðlilegt að vera með 350
þús. lestir með 10% fráviki, sem
aflamark á næstu fimm árum, þ.e.
að aflinn væri á bilinu frá
315—385 þús. lestir ár hvert með
lestir á ári hverju næstu ár.
Ég ítreka þá ósk mína, að þingið
reyni að móta slíka stefnu með
framtíðarsýn í huga. Ég tel, að
það sé nauðsynlegt vegna hags-
muna al!ra þeirra, sem viö þennan
atvinnuveg starfa. Innan ramma
þessarar fiskveiðistefnu, sem ég
tel æskilegast að sé til 5 ára, er
svo nauðsynlegt að ákveða afla-
mark einstakra fisktegunda á
næsta ári.
Um síðustu áramót var ákveðið
að leyfisbinda allar botnfiskveiðar
og setja aflamark á hvert veiði-
skip yfir 10 brl. og aflamagn skip-
anna á tímabilinu 1. nóv. 1980 til
31. okt. 1983 lagt til grundvallar
við ákvörðun aflamarks. Ný skip
og skip, sem höfðu verið skemur
að veiðum á áður nefndu tímabili
en 12 mánuði, máttu velja um að
fá aflamark eða fá sett sóknar-
mark í úthaldsdögum, sem svaraði
70% af meðalúthaldi skipa í við-
komandi stærðarflokki og veiði-
svæði.
Með þessu fyrirkomulagi var
horfið frá tegundamarkinu við
stjórnun botnfiskveiðanna, en það
hafði þá verið ráðandi í átta ár, og
ákveöið að gera þessa tilraun í eitt
ár. Ýmsir aðilar höfðu uppi miklar
efasemdir í sambandi við þessa
kerfisbreytingu og töldu hana síst
til bóta, en töldu þó eðlilegt að
þetta fyrirkomulag yrði reynt í
eitt ár, svo að menn hefðu tæki-
færi til að leggja hlutlægt mat á
það, hvor leiðin væri æskilegri.
Talsmenn breytingarinnar töldu,
að hún myndi minnka kostnaðinn
við veiðarnar og bæta gæði hrá-
efnisins. Ég var einn þeirra, sem
taldi rétt, að þessi tilraun yrði
gerð í eitt ár, sérstaklega með til-
liti til þeirrar lægðar, sem þorsk-
stofninn virtist vera að mati Ha-
frannsóknastofnunarinnar, en
hún hafði lagt til að takmarka
þorskafla við 200 þús. lestir á ár-
inu 1984, en hafði lagt til, að há-
marksafli þorsks árið 1983 væri
miðaður við 350 þús. lestir og ljóst
var á haustmánuðum, að sá afli
myndi ekki nást. í ljósi þessa
ástands taldi ég og ýmsir aðrir
hyggilegt að gera þessa tilraun í
eitt ár.
Nú er þetta eina ár senn á enda
og ég hefði ekki séð, að breytingin
hafi á nokkurn hátt orðið til bóta.
Hún hefir hvorki dregið úr til-
kostnaði við veiðarnar, né fært
okkur betra hráefni að landi.
Talsmenn breytingarinnar hafa
bent á, að veiðarfærakostnaður
netabáta hafi verið minni á síð-
ustu vertíð en áður, en aðrir telja,
að hann sé miklu fremur afleiðing
af hagstæðara tíðarfari. Sama er
að segja um hráefnisgæði neta-
fisks. Þau voru betri en árið áður,
sérstaklega vegna hagstæðara tíð-
arfars á vetrarvertíðinni.
Breytingin hefir hins vegar sett
á sjávarútveginn meiri viðjar en
hann hefir þurft að búa við
nokkru sinni fyrr. Hún hefir því
sannfært mig enn betur en áður
um, að fyrirfram ákveðið afla-
mark á hvert veiðiskip er óæskileg
leið við stjórnun botnfiskveiða,
þegar horft er til hagsmuna sjáv-
arútvegsins sem heildar, þ.e. bæði
til veiða og vinnslu. Kerfið gengur
einfaldlega ekki upp og skapar
óviðunandi öryggisleysi fyrir þá,
sem við atvinnuveginn starfa, sjó-
menn og fiskvinnslufólk. Til rök-
stuðnings þessari staðhæfingu vil
ég benda á eftirfarandi:
1. Það er augljóst hagsmunamál
útgerðar og sjómanna, sem hafa
fengið úthlutað ákveðnu afla-
marki, að veiða þann afla á sem
skemmstum tíma með lágmarks-
tilkostnaði. Slíkt kallar óhjá-
kvæmilega á aflatoppa, sem nýt-
ast illa fyrir alla aðila.
2. Hagsmunir fiskvinnslunnar og
fiskvinnslufólks byggjast aftur á
móti á jafnri dreifingu aflans yfir
allt árið, þannig að vinnslan sé i
sem mestu jafnvægi. Aflatoppar,
þar sem ekki hefst undan að
vinna, en síðan hráefnisskortur á
öðrum árstímum, er báðum þess-
um aðilum afar óhagstætt.
Hér stangast alvarlega á hags-
munir veiða og vinnslu. Þessa
árekstra tókst að verulegu leyti að
koma í veg fyrir með tegunda-
markinu, en slíkt er á allan hátt
örðugra með fyrirfram ákveðnu
aflamarki á hvert veiðiskip, eins
og reynslan frá liðnu sumri sýnir
okkur. Ég bendi á í þessu sam-
bandi, að árin 1983 og 1984 veiddu
togararnir 106 þús. lestir af þorski
hvort árið á átta fyrstu mánuðun-
um, janúar—ágúst. Árið 1983
veiddu þeir 38 þús. lestir í júlí og
ágúst eða 36% þorskaflans en árið
1984 voru veiddar 48 þús. lestir á
sama tíma eða 45% þorskaflans.
Er nú líklegt að slík breyting á
sóknarmynstri hafi leitt til bættra
hráefnisgæða? Ég trúi því ekki og
það sannfærir mig enginn um, að
þetta sé hagkvæm stjórn á botn-
flskveiðum, þegar litið er á alla
þætti málsins. Hún kann hins veg-
ar að virðast hagkvæm, þegar
málið er aðeins skoðað frá annarri
hliðinni. Það er hægt að ákveða
við skrifborð eða nefndaborð hér í
Reykjavík, að skipstjóri eigi að
draga veiðarfæri sín úr sjó, þegar
afli glæðist og sigla til lands með
þann afla, sem kominn er í skipið.
' Hlutirnir gerast bara ekki svona í
reynd.
1 fljótu bragði mætti ætla, að sá
bátur, sem fékk úthlutað flestum
þorskigildum, samkvæmt hinu
nýja kerfi, ætti að geta stundað