Morgunblaðið - 07.11.1984, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 07.11.1984, Qupperneq 23
■ MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984 23 veiðar með nokkuð eðlilegum hætti og skipshöfn hans byggi við sæmilegt atvinnuöryggi. Svo er þó alls ekki. Ef samsetning aflans verður önnur, heldur en hún var á viðmiðunartímabilinu, fer allt úr skorðum. Kerfið fjötrar allt fast. í sumar var ís fyrir Norðurlandi, svo að línubátar gátu ekki nýtt sér aflamark sitt af grálúðu. Sumar- vertíðin fór því að verulegu leyti úr skorðum. Aflabrögð hafa hins vegar verið hagstæð á haustvertíð, svo að línubátar eru þegar búnir að veiða aflamark sitt. Ég bið þingfulltrúa að hugleiða það ör- yggisleysi, sem sjómaður býr við, sem lendir á mislukkaðri sumar- vertíð og er svo gert að hætta á miðri haustvertíð, vegna þess að aflamark bátsins er búið. Telja menn líklegt, að þessi atvinnuveg- ur hafi aðdráttarafl fyrir unga og framsækna menn eða þá fisk- vinnslufólk, sem vinnur að vinnslu aflans og veit ekki hve lengi það hefir atvinnu vegna óvissu um, hve lengi aflamarkið endist. Ég staðhæfi, að það getur enginn at- vinnuvegur byggt framtíð sína á slíku öryggisleysi. Hann er dæmd- ur til að lognast útaf. Ákveðið var að heimila skipti á aflamarki milli skipa, sem ekki eru gerð út frá sömu verstöð, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Hér var farið inn á nýjar brautir við stjórn fiskveiða, þar sem mönnum var heimilað að selja fiskinn í sjónum. Slíkt hefir ekki verið heimilað fyrr, þar sem ákveðið aflamark hefir verið á veiðum. Það er hins vegar nauð- synlegt og sjálfsagt, ef notast er við þetta kerfi, en ég tel, að hér sé verið að fara inn á blindgötur, sem ekki er ljóst, hvert leiða okkur. Því er eðlilegt að spurt sé, við hvað eigi að miða úthlutun aflamarks á næsta ári, ef ákveðið yrði að fylgja aflamarksleiðinni áfram. Verður endanleg úthlutun aflamarks árið 1984 lögð til grundvallar í fram- tíðinni, eins og lagt er til í tillög- um Norðlendinga, eða tekin upp ný viðmiðun? Ef farið yrði að til- lögu Norðlendinga virðist mér augljóst, að við erum orðnir fastir í netinu. Það getur vart talist upp- örvandi fyrir unga menn að gerast skipstjórar, þar sem enginn mögu- leiki er til að sækja fram og vinna sig upp. Þá er illa komið ísl. sjáv- arútvegi. Hér ber allt að sama brunni og annmarkar aflamarksleiðarinnar verða fleiri og fleiri eftir því sem árin verða fleiri, sem þessi leið er farin. Þessir annmarkar koma best fram í byggðarlögum, þar sem öll útgerð stærri fiskiskipa byggist á veiðum og vinnslu botn- lægra fisktegunda. Þar sem stór hluti bátaflotans skiptir yfir á síldveiðar á haustmánuðum og síldarsöltun skapar fiskvinnslu- fólki örygga atvinnu þennan árs- ÞORSKAFLI A ISLANDSMIOUN 1950-1984 {íþús tonnum) 500 450 400 350—, 300 250 200 □ afli útlendinga ■ afli íslendinga Þorskafli á íslandsmiðum 1950 til 1984 í þúsundum lesta. tíma verður þetta vafalaust minna áberandi. Er hér e.t.v. komin skýr- ingin á því, að Vestfirðingar hafna alfarið aflamarksleiðinni við stjórnun botnfiskveiða, en Aust- firðingar telja hana vænlegasta kostinn. Það hefir ekki farið á milli mála, að ég hefi alla tíð talið teg- undamarkið æskilegustu Ieiðina við stjórn botnfiskveiða. Megin- kost þeirrar stjórnunarleiðar tel ég vera, að hún er mjög sveigjan- leg í allri framkvæmd, svo að hægt er að bregðast fljótt við, ef aðstæður breytast skyndilega. Það er hins vegar útilokað með afla- marksleiðinni. Þar verður allt að vera óbreytanlegt út viðkomandi stjórnunarár. Það er nú einu sinni svo með þennan atvinnuveg, að hann er háður svo mörgum ytri skilyrðum, sem við ráðum ekkert við, og geta aðstæður því oft breyst mjög skyndilega. Þetta höf- um við margoft séð á þessu ári, er allt var njörvað fast og ekkert hægt að gera. í öðru lagi vil ég benda á, að þessi leið reyndist mjög ódýr í allri framkvæmd og ekki þurfti að byggja upp fjöl- mennt stjórnunarlið í rikisgeiran- um, til að sjá um stjórnina. í Sjötugur á Fiskiþingi Hjalti Gunnarsson, útgerðarmaður frá Reyðarfirði og fulltrúi á Fiskiþingi varð sjötugur á fyrsta degi þingsins. Við það tækifæri færði fiskimála- stjóri, Þorsteinn Gíslason, Hjalta gjöf og flutti nokkur orð í tilefni afmælis hans. Þá gat fiskimálastjóri þess einnig, að annar þingfulltrúi, þingforsetinn Hilmar Bjarnason frá Eskifirði ætti 68 ára afmæli þennan dag. MorgunblaðiA/JúHus. Aldrei verið reynt að hafa áhrif á í hvaða gjaldmiðli lán eru tekin Segir Svavar Ármannsson aðstoðarfor- stjóri Fiskveiðasjóðs um gagnrýni á dollarabindingu erlendra skipalána þriðja og síðasta lagi er svo rétt að benda á, að þrátt fyrir stórfelldar takmarkanir yrðu tiltölulega litl- ar truflanir í atvinnugreininni sjálfri. Hægt var að halda uppi jafnri atvinnu allt árið — bæði við veiðar og vinnslu — en það hefir tvímælalaust grundvallarþýðingu fyrir framtíð sjávarútvegsins, að hægt verði að jafna út þær miklu sveiflur, sem lengst af hafa fylgt atvinnugreininni. Á liðnum árum hefir verið unnið markvisst að því viða um land að ná þessu marki og gera sjávarútveginn þar með að traustum iðnaði, með öruggri og jafnri vinnu allt árið. Með afla- marksleiðinni var á vissan hátt horfið frá þessari leið og það tel ég mjög miður. Alvarlegasti ókostur aflamarksleiðarinnar er þó ótal- inn, en hann er sá, að ósjálfrátt dregur hún úr eðlilegri uppbygg- ingu og framþróun í atvinnugrein- inni sjálfri, þegar farið er að stjórna veiðum eftir þessari leið á löngu tímabili. Það hefir sýnt sig við aðrar veiðar og mun einnig sýna sig hér, ef notast verður við þessa stjórnunarleið áfram. Þegar svo verður komið, að starfsfólk i sjávarútvegi getur hvorki treyst á atvinnuöryggi hliðstætt því, sem aðrar atvinnugreinar bjóða uppá — sem verulega hefir skort á á þessu ári — og ekki er um fram- þróun og uppbyggingu að ræða, er illa komið fyrir þessum atvinnu- vegi. Fyrir ári síðan voru hér saman komnir 33 hnípnir þingfulltrúar, sem var ætlað að leggja á ráðin um það, hvernig skipta ætti 200 þús. lesta þorskafla milli lands- manna. Það er ekki fjarri lagi að líkja þeim við skipstjóra, sem er að bjarga skipi sinu undan brot- sjóum. Nú er sjávarútvegurinn vonandi að komast upp úr öldu- dalnum og því nauðsynlegt að horft sé fram á veginn. Ef sjávar- útvegurinn á áfram að vera háður þessari miklu óvissu er alveg ljóst, að fjöldi fólks mun „taka pokann sinn“ og segja skilið við þennan atvinnuveg og hasla sér völl í öðr- um atvinnugreinum. Fyrir þessu þingi liggur einnig að benda á æskilega stjórnunar- leið við stjórnun botnfiskveiða á næsta ári. Ég hefi lýst skoðun minni i þeim efnum og veit, að það eiga aðrir þingfulltrúar eftir að gera í þessum umræðum. Ég vil ljúka máli mínu með ósk um, að þinginu takist að benda á leið, sem sjávarútvegsfólk um land allt sættir sig við, og sú þrúgandi óvissa, sem nú setur svip sinn á þennan atvinnuveg, heyri fortíð- inni til. „ÞAÐ GETUR enginn útgerðarmað- ur haldið því fram að hann hafi ekki getað ráðið því í hvaða mynt lán hans hafa verið tekin, að minnsta kosti ef hann virkilega hefur viljað hafa áhrif á það,“ sagði Svavar Ár- mannsson, aðstoðarforstjóri Fisk- veiðasjóðs íslands, í samtali við blm. Mbl. í gær þegar leitað var álits hans á gagnrýni ýmissa útgerðar- manna og annarra á það að flestir nýrri skuttogarar landsmanna hafa að verulegu leyti verið fjármagnaðir með dollaralánum. Á sunnudag var til dæmis sagt frá því í Mbl. að út- gerð Þórshafnartogarans hefði feng- ið 44 milljónir í gengishagnað vegna þess að erlend lán hans voru, öfugt við fiesta aðra togara landsmanna, tekin í pundum en ekki dollurum. Svavar sagði að þeir útgerðar- menn sem sæktu um fyrirgreiðslu hjá Fiskveiðasjóði vegna skipa- kaupa þyrftu sjálfir að útvega þau erlendu lán sem þeir teldu þörf á, fyrir milligöngu síns viðskipta- banka, sem Fiskveiðasjóður síðan lengdi og væri í bakábyrgð fýrir. Sagði hann að Fiskveiðasjóður hefði aldrei reynt að hafa nein áhrif á það í hvaða gjaldmiðli lán- in væru tekin en hinsvegar væri sjóðurinn með þau gengistryggðu lán sem hann lánaði sjálfur í SDR, og minnkaði þannig áhættuna. Svavar sagði aðspurður að í flestum skuldabréfanna væru uppsagnarákvæði þannig að menn gætu greitt óhagstæð lán upp með nýjum lánum. Það hikuðu menn hinsvegar oft við vegna þess að vegna sveiflna á hinum ýmsu gjaldmiðlun gæti slík ákvörðun snúist í höndunum á mönnum. Svavar lagði á það áherslu að vangaveltur manna um að þeim yrðu bætt slík gengistöp væru al- veg fráleitar. Ef farið yrði út á slíka braut veldu menn að sjálf- sögðu áfram þann gjaldmiðil sem þeir teldu sér hagstæðastan, hirtu sjálfir ágóðann ef gengishagnaður yrði en létu bæta sér upp tapið ef gengistap yrði. Menn yrðu alltaf að taka afleiðingum ákvarðana sinna, hvort heldur sem afleið- ingarnar yrðu tap eða gróði. Guttormur Jónsson við tvö verka sinna. Morgunblaðid/Jón Gunnlaugsson. Akurnesingur sýn- ir á Kjarvalsstöðum Akranesi, 6. október. GUTTORMUR Jónsson myndlistar- maður opnar skúlptúrsýningu á verkum sínum á Kjarvalsstöðum dagana 10.—25. nóvember nk. Á sýningunni verða 29 verk sem ýmist eru unnin úr tré, aðallega íslensku birki, granít og trefjasteinsteypu. Öll verkin eru unnin á árunum 1983—84. Guttormur er fæddur í Reykja- vík 1942 en fluttist til Akraness 1966. Hann er sonur Jóns Björns- sonar málarameistara, sem látinn er fyrir nokkrum árum, og Gretu Björnsson, sem bæði eru þekkt listafólk, m.a. fyrir kirkjuskreyt- ingar. Guttormur, sem er lærður hús- gagnasmiður, var fljótt kunnur sem mikill hagleiksmaður. Mjög snemma kom fram hjá honum þörf til listsköpunar, og hefur hann mótað í ýmis efni, t.d. tré, stein, leir og fl. Tréð hefur alltaf verið hans uppáhaldsefni. Guttormur stundaði nám í höggmyndadeild Myndlistaskól- ans í Reykjavík á árunum 1978—81 og vann jafnframt á þeim árum í Reykjavík t.d. við leikmyndagerð Paradísarheimtar, þar sem hann smíðaði kistil Stein- ars bónda, sem þótti hin mesta völundarsmíð. Einnig vann hann við viðgerðir á skúlptúrum eftir Ásmund Sveinsson. Á ári trésins 1980 tók Guttorm- ur þátt í sýningu iðnaðarmanna í Reykjavík. Hann hélt sýningu á Akranesi 1982 ásamt Bjarna Þór Bjarnasyni og átti verk á haust- sýningu FIM á Kjarvalsstöðum 1983. I ársbyrjun 1984 hlaut hann starfslaun í fjóra mánuði frá Menningarsjóði Akraness. Guttormur Jónsson hefur fylgst vel með því sem er að gerast í myndlist, ferðast um og skoðað söfn og sýningar. Sýningin á Kjarvalsstöðum er opin eins og áður segir dagana 10.—25. nóv. nk. frá kl. 14.00-22.00. J.G.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.