Morgunblaðið - 07.11.1984, Side 26

Morgunblaðið - 07.11.1984, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984 AF INNLENDUM VETTVANGI FRÍÐA PROPPÉ Hjörleifs þáttur Guttormssonar — í álmálinu í iðnaðarráðherratíð hans, allt frá yfirlýsingum hans á Alþingi í desember 1980 ÞEGAR íslenskum dagblöðum allt frá í desembermánuði 1980 er flett, er eitt mál sem fær þar reglulega ítarlega umfjöllun. Hér er átt við deilur íslenskra stjórnvalda við Alusuisse, eiganda íslenska álversins í Straumsvík. Það er fyrst nú, þ.e. sl. mánudag, 6. nóvember 1984, eða tæpum fjórum árum síðar, sem málið er til lykta leitt, en þá undirritaði iðnaðarráðherra, Sverrir Hermannsson, nýjan raforkusamning og sáttagerðarsamning á dómsáttum, þannig að hin áralöngu deilumál eru nú úr sögunni. fréttir |(ir Guðmundur G. Þórarli Idnaðarrádherra vill reka álvidrædunefnd eins og RÚSSNESKT HÆNSNABII •:*%/ jMh tÞ:p bS ,U,U'Sa^Hjoriei/r^Um •*« Háværar pólitískar deilur ur- ðu ítrekað á þessu tímabili bæði innan alþingis og utan. Af lestri frétta, leiðara og blaðavið- tala er ekki að sjá að nokkur mað- ur hafi efast um, að íslenskum stjórnvöldum bæri að leita réttar síns og nýrra samninga gagnvart hinu erlenda stóriðjufyrirtæki, Alusuisse. Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Austur- land, stendur í pólitísku eldlín- unni þegar málið er til lykta leitt. Málsmeðferð fyrrverandi iðnað- arráðherra, Hjörleifs Guttorms- sonar, þingmanns Alþýðubanda- lagsins fyrir Austurlandskjör- dæmi, sætti þungri gagnrýni, en Hjörleifur fór með yfirstjórn iðn- aðarmála í tveimur ríkisstjórnum allt frá 1. september 1978 til 26. maí 1983, að undanteknum þeim fjórum mánuðum, sem minni- hlutastjórn Benedikts Gröndal sat að völdum 1979/1980. Verður hér rakinn gangur málsins í ráð- herratíð Hjörleifs Guttormssonar frá því hann lýsti þeirri skoðun sinni í umræðum á Alþingi í des- ember 1980, að leiða mætti rök að því að hagkvæmasti stóriðjukost- ur íslendinga væri að skrúfa fyrir álverið í áföngum og „spara með því sem svarar heilli stórvirkjun. — Slíkt væri raunar langsamlega ódýrasti virkjunarkostur lands- manna nú“, sagði hann, en til um- ræðu var þingsályktunartillaga sjálfstæðismanna um stóriðjumál. Hjörleifur iðnaðarráðherra bætti því við, að finna mætti þeim 600 einstaklingum sem störfuðu hjá ÍSAL „þjóðhagslega heppilegri störf“. pphaflegi samningur ís- lenzkra stjórnvalda við Alu- suisse um álverið er frá árinu 1966. í honum eru ákvæði sem heimila íslenskum stjórnvöldum eftirlit með verðlagningu aðfanga o.fl. Þessi heimild var notuð 1973 af Magnúsi Kjartanssyni þáver- andi iðnaðarráðherra. Var þá ekki talið neitt athugavert við súráls- verð, sem deilur urðu hvað harð- astar um í tíð Hjörleifs. Gunnar Thoroddsen tók við embætti iðn- aðarráðherra í ágústlok 1974. Gunnar nýtti endurskoðunar- heimild í álsamningunum og við- ræður voru teknar upp við Alu- suisse á ný. Þær leiða til viðbótar- samnings árið 1975, sem fól m.a. í sér hækkun á raforkuverði. Hljótt er um málið fram til desember- mánaðar 1980, þegar Hjörleifur Guttormsson viðhefur áðurgreind ummæli á Alþingi og hafði þá endurskoðunarheimild samning- anna frá 1966 ekki verið notuð frá gerð viðbótarsamningsins 1975. Háværar deilur urðu í kjölfar ummæla Hjörleifs Gutt- ormssonar á Alþingi 4. desember 1980. Hjörleifur efndi til blaða- mannafundar þriðjudaginn 16. desember og upplýsti alþjóð um að á árabilinu 1974 til 1980 hefði orð- ið „hækkun í hafi“ á súráli frá Ástralíu til Straumsvíkur sem næmi 47,5 milljónum dollara, það er að segja súrálið hefði hækkað um þessa fjárhæð á leiðinni úr höfn í Ástralíu til hafnar í Straumsvík og mismunurinn runnið í vasa Alusuisse, sem bæði seldi og keypti. Tölur þessar sagði Hjörleifur byggðar á upplýsingum frá áströlsku hagstofunni, en hægri hönd hans í þessu máli sem og álmálinu almennt, Ingi R. Helgason, hafði tekið sér ferð á hendur til Ástralíu og Englands til að afla samanburðartalna í því skyni að reikna út verðmyndun á súráli til ÍSAL. Þá sagði ráðherr- ann, að ríkisstjórnin hefði ákveðið að krefjast endurskoðunar samn- inga við Alusuisse og að breska fyrirtækinu Coopers & Lybrand hefði verið fengið málið til með- ferðar. Frásagnir af blaðamanna- fundinum kölluðu á hörð viðbrögð og utandagskrárumræð- ur á Alþingi 17. desember, en málgagn iðnaðarráðherra, Þjóð- viljinn, slór málinu þann dag upp undir fyrirsögninni „Hækkun I hafi 80 milljarðar“ og sagði enn- fremur „svikamylla Alusuisse af- hjúpuð". Viðbrögð Alusuisse voru þau að mótmæla bæði niðurstöð- utölum iðnaðarráðherra og málsmeðferðinni, þ.e. að fyrirtæk- inu hefði hvorki verið gefið tæki- færi né tími til að leggja fram skýringar áður en málið var birt almenningi og Alþingi. Alusuisse kvaðst sýknt allra saka. Iumræðum um „hækkun í hafi“ kom m.a. fram, að ákvæði aðal- samnings Alusuisse og íslenska ríkisins byggja á verði milli óskyldra aðila, svonefndu „arm’s length prices" og benti Ingi R. Helgason m.a. á það í skýrslu frá Ástralíuferð sinni, að fræðilega séð þyrfti því kostnaðarverð á súr- áli eða hækkun verðsins í hafi ekki að skipta máli við útreikning á arði og sköttum ÍSAL, svo fram- arlega sem súrálsverðið til ÍSAL væri í takt við verð milli óskyldra aðila. Iðnaðarráðherra fól Coopers og Lybrand að rannsaka nákvæm- lega „arm’s length prices" frá 1975. Aðstoðarforstjóri Alusuisse sat fund með ráðherranum 13. desember 1980 og gaf bráða- birgðaskýringu og boðaði fyllri skýrslu um málið. Niðurstöðu Coopers og Ly- brand var beðið með eftir- væntingu, en fyrst í júlímánuði 1981, rúmu hálfu ári eftir fyrsta blaðamannafund Hjörleifs um ál- málið, bárust af því fréttir að skýrsla C&L væri komin. Hún var tekin til meðferðar í ríkisstjórn- inni og 16. júlí boðaði iðnaðar- ráðherra enn til blaðamannafund- ar til að kynna niðurstöður C&L. Sagði iðnaðarráðherra, að sam- kvæmt þeim hefði ÍSAL greitt Alusuisse of hátt verð fyrir súrál frá ársbyrjun 1975 til miðs árs 1980 sem næmi samanlagt a.m.k. 16,2 milljónum dollara miðað við verð í viðskiptum óskyldra aðila. Þá sagði ráðherrann, að ríkis- stjórnin áskildi sér rétt til að hið fyrsta yrðu teknar upp viðræður um endurskoðun á núverandi samningum. — Þarna var sem sé ekki minnst einu orði á „hækkun í hafi“, og ekki var heldur talað um „sviksamlegt athæfi" Alusuisse eins og Hjörleifur gerði í desem- ber 1980. Fram kom í fréttum á þessum tíma og einnig síðar, að C&L setti fyrirvara við tölulegum upplýsingum sínum. Meginnið- urstaða breska endurskoðunarfyr- irtækisins var að rétt væri að taka upp samningaviðræður um endur- skoðun á raforkuverði og breytta tilhögun á skattgreiðslum. Þann 31. júlí 1981 skipaði iðnaðarráð- herra sérstaka álviðræðunefnd undir forystu Vilhjálms Lúðvíks- sonar framkvæmdastjóra Rann- sóknaráðs ríkisins. Þrír voru til- nefndir af ríkisstjórn í nefndina og tveir frá stjórnarandstöðu- flokkunum. Talsmenn Alusuisse lýstu því yfir að fyrirtækið væri haft fyrir rangri sök, en hér innan- lands urðu kröfur um að ásakanir á hendur Alusuisse yrðu upplýstar að fullu sífellt háværari. Misræmi kom í ljós hjá ráðherrum þegar þeir reyndu að skýra umræður í ríkisstjórn um álmálið. Taldi Hjörleifur ríkisstjórnina hafa lýst því yfir að um misferli væri að ræða af hendi Alusuisse, en haft var eftir Friðjóni Þórðarsyni dómsmálaráðherra og Gunnari Thoroddsen forsætisráðherra á sama tíma, að þeir litu ekki þeim augum á málið. Upp úr þessu urðu stöðugar skeytasendingar milli iðnaðarráðherra og Alusuisse. Aðrir ráðherrar kusu að draga sig . í hlé og vildu ekki tjá sig um málið opinberlega. I byrjun september 1981 var tilkynnt að fjármála- ráðuneytið hefði reiknað út hækk- un á greiðslu framleiðslugjalds til ríkissjóðs af álverinu og næmi hún tæplega 2,7 millj. dollara. Út- reikningur þessi var byggður á niðurstöðum endurskoðunar C&L á ársreikningum ÍSAL fyrir árið 1980. Ibyrjun desembermánaðar 1981 hittust viðræðunefnd íslenskra stjórnvalda, sem reyndar er nú kölluð samninganefnd, og Alu- suisse. í frásögn af fundinum var sagt, að þar hafi allt staðið „járn í járn“ og það eina sem menn hafi verið sammála um hafi verið að vera áfram ósammála. Kergja og ósveigjanleiki réð mestu í samskiptum við Alusuisse framan af árinu 1982. Hjörleifur iðnaðarráðherra og dr. Paul Múll- er komu þungir á brún af fundi sem stóð 5. og 6. maí 1982, en þar gaf ráðherrann Alusuisse viku- frest til að svara tilboði íslend- inga, sem hann lagði þar fram, en dr. Múller afþakkaði. Síðar kom fram (Mbl. 7. okt. 1982), að í þessu tilboði ráðherrans fólst m.a., að deilunum um súráls- og anóðuverð yrði vísað í gerð. Raforkuverð til álversins hækkaði úr 6,45 millum í 9,5 mill 1. júlí 1982 og raforku- verðið hækkaði í 12,8 mill þegar frjálst markaðsverð á áli í London hefði náð 80% af skráðu ALCAN- verði. Þá yrði ríkisstjórn íslands veitt heimild til að kaupa meiri- hlutaeign í ÍSAL frá og með 1. janúar 1984. Sama dag og upp úr viðræðunum slitnaði við Alusuisse sagði ráðherrann í ræðu á Alþingi, þ.e. 6. maí, að krafa íslendinga væri á bilinu 15—20 mill. Af þessu urðu harðar pólitískar deilur, en Hjörleifur sagði Mbl. rangtúlka tilboð sitt. Mbl. birti því orðrétt, 8. okt., tilboð Hjörleifs, ásamt ljós- riti af enska texta tilboðsins, en þar segir orðrétt í a-lið: „An in- crease from the present price of 6.45 US mills/kWh to 9.5 mills as of July 1. 1982.“ Mál virtust nú komin í al- gjöra sjálfheldu, en eftir afskipti forsætisráðherra, Gunn- ars Thoroddsen, og ítrekun yfir- lýsingar hans á Alþingi um að hann teldi Alusuisse „ekki hafa framið sviksamlegt athæfi", féll- ust Alusuisse-menn á framhald viðræðna 22. nóvember og 6.-7. desember 1982, en þá hafði hálft ár liðið án viðræðna aðila. Hjörleifur Guttormsson stóð einnig á sama tíma í hörðum deil- um vegna ÍSAL hér innanlands og áttu Hafnfirðingar ítrekað bréfa- skipti við ráðuneytið vegna fram- leiðslugjalds af álverinu. í Mbl. 12. nóv. 1982 er skýrt frá því að Hafn- arfjarðarbær og tveir opinberir sjóðir, sem greitt fá af fram- leiðslugjaldinu, hafi verið skuld- færðir vegna útlagðs kostnaðar iðnaðarráðherra vegna rannsókna hans á starfsemi álversins. Kom fram að kostnaður ráðherrans af álrannsókninni fyrir árið 1981 hafi verið 2,8 millj. kr. og að ráðu- neytið hafi þá þegar dregið 595 þús. kr. frá framleiðslugjalds- greiðslum fyrir árið 1982 til Hafnarfjarðarbæjar. Bæjaryfir- völd mótmæltu harðlega og sögðu að þau hefðu engar heimildir gefið til rannsóknanna, né væru nein heimildarákvæði í samningum ríkisins við Hafnarfjarðarbæ. Þá áttu Hafnfirðingar í deilum við Hjörleif þar sem þeir töldu ráðu- neytið ekki hafa staðið við gefin fyrirheit um lögmæta endurskoð- un og hækkun framleiðslugjalds. Dróst mál þetta oft inn í álum- ræðurnar bæði á Alþingi og í fjöl- miðlum. Dr. Paul Múller þáverandi formaður framkvæmda- stjórnar Alusuisse kom til viðræð- na við iðnaðarráðherra 22. nóv- ember 1982. Þar lögðu Svisslend- ingar fram fjóra viðræðupunkta, og lýstu sig reiðubúna til að setj- ast að samningaborði um eftirtal- in atriði: Endurskoðun orkusamn- ingsins þar sem tekið yrði tillit til

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.