Morgunblaðið - 07.11.1984, Side 27

Morgunblaðið - 07.11.1984, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984 27 ——iwwr -rr- < ■ w ttítm.Main m > i-i .unmiut frT-TB-tw;*ffiaw * Seðlabankabyggingin er smám saman að taka á sig endanlega mynd. Morgunbiaðið/Ól. K. Mag. Seölabankabyggingin: Zink-þak og gabbró- klæðning á lokastigi Kostnaður rúmar 3 milljónir rafmagnsverðs til þessa iðnaðar í Evrópu og fyrir vestan haf. í öðru lagi að endurskoðaður yrði aðal- samningur varðandi skatta. Þá lýsti Alusuisse áhuga á stækkun ISAL með þátttöku nýs eða nýrra eignaraðila og einnig taldi fyrir- tækið möguleika á eignaraðild is- lenska ríkisins. Alusuisse taldi þá og ekkert því til fyrirstöðu að samkomulag ætti að geta náðst um öll þess atriði fyrir 1. apríl 1983. Fundað var 22. nóvember og 6.-7. desember. „Fundir þessir skiluðu engum árangri," segir m.a. í skýrslu iðnaðarráðherra um orku- og iðnaðarmál árin 1980-1983. Afundinum í byrjun desember 1982 dró til tiðinda svo hrikti í stjórnarsamstarfinu. Guðmund- ur G. Þórarinsson fulltrúi fram- sóknar í álviðræðunefnd lagði fram á fundi nefndarinnar 6. des- ember tillögu að tilboði til Alu- suisse, sem m.a. fól í sér 20% hækkun raforkuverðs frá og með 1. febrúar, þ.e. úr 6,45 mill í 7,74 mill. Daginn eftir, 7. desember, lauk viðræðum iðnaðarráðherra og Alusuisse án árangurs, og 8. desember sagði Guðmundur G. sig úr álviðræðunefndinni. Hann sagði m.a. í snörpum umræðum á Alþingi daginn eftir, að hann vildi ekki sitja í álviðræðunefnd sem iðnaðarráðherra ræki eins og rússneskt hænsnabú. í þeim sömu umræðum á Alþingi tilkynnti Hjörleifur iðnaðarráðherra, að hann myndi leggja fram tillögu í ríkisstjórninni um einhliða að- gerðir af hálfu íslendinga í deilu- málunum við Alusuisse. Hann sagði orðrétt: „Ég mun í næstu viku leggja fram tillögu í ríkis- stjórn um einhliða aðgerðir sem miða að hækkun raforkuverðs og leiðréttingu vegna vantalins hagn- aðar ÍSALs.“ Ráðherrann leysti upp álvið- ræðunefndina eftir að Guðmundur G. Þórarinsson sagði sig úr henni og þá virtist fátt geta leyst úr þeim hnúti sem samningamálin voru komin í. Ádeila á vinnubrögð Hjörleifs var hörð. Málgagn þá- verandi sjávarútvegsráðherra og formanns Framsóknarflokksins, Steingríms Hermannssonar, Tim- inn, ásakar iðnaðarráðherra m.a. fyrir óbilgirni í leiðara 11. des- ember 1982 sem ber heitið „Hjör- leifur er ekki þjóðin". Sagði þar m.a.: „Illu heilli fór iðn- aöarmálaráðherra aðra leið. Hann lagði aðaláherslu á þjarkið um framkvæmda- og skattamálin, sem eðlilegt var að gengju til dómstólanna, en vanrækti að knýja á um endurskoðunina og hækkun orkuverðs." Síðar sagði: „Þetta er ekki að stuðla að ein- ingu, heldur sundrungu. Hér er ekki verið að taka tillit til þjóðar- vilja. Hér er það vilji Hjörleifs Guttormssonar eins, sem er látinn ráða. Hjörleifur Guttormsson verður að átta sig á því, að hann er ekki þjóðin. Vilji hann koma á þjóðareiningu um álmálið verður hann að breyta um vinnubrögð. Annars er hann að sundra þjóð- inni um þetta mikla hagsmunamál hennar." Hjörleifur brást við ádeilum samherja sinna í ríkisstjórn með því að lýsa yfir, að hann teldi rökrétt framhald þeirra að borið yrði fram vantraust á sig sem iðn- aðarráðherra. Sjávarútvegsráð- herra, Steingrímur Hermannsson, svaraði því til að ekki kæmi til greina af þeirra hálfu að flytja slíka tillögu, en í viðtali við Tím- ann 15. desember 1982 sagði hann ennfremur: „... en því er ekki að neita, að við erum orðnir ansi langþreyttir eftir því, að alvöru- viðræður um hækkun á raforku- verðinu hefjist." Steingrímur Hermannsson var ekki einn um að vera orðinn langþreyttur á þessum tíma. DV sagði m.a. í leiðara undir fyrir- sögninni „Klúðrari afhjúpaður": „Ósigur Hjörleifs felst fyrst og fremst í að opinberast landslýð sem einstrengingur, sem getur ekki agað álviðræðunefnd sem einhuga samningsaðila við Svissn- eska álfélagið. Hann virðist skorta lipurð stjórnmálamannsins." Þjóðviljinn, málgagn Hjörleifs, varði hann dyggilega. Þar mátti á þessum tíma líta fyrirsagnir eins og „Þjóðarsamstaða rofin“, and- mælendum Hjörleifs var þar m.a. núið því um nasir að vera hand- bendi hins erlenda auðhrings, Alusuisse, og fleira í þeim dúr. 011 báru skrif Þjóðviljans á þessum tima pólitískan svip, en afstaða Alþýðubandalagsins til erlendra stóriðjufyrirtækja er alþjóð kunn og oft var sú spurning sett fram, hvort þar væri ekki að leita svara við framgöngu Hjörleifs Gutt- ormssonar í álmálinu. Enn hófust skeytasendingar milli iðnaðarráðherra og Alu- suisse. Þann 21. desember 1982 sendi iðnaðarráðherra m.a. skeyti til Alusuisse þar sem hann lagði fram tillögu að „samkomulags- grundvelli". Þar voru í níu liðum talin þau atriði sem gerðardómur þriggja „sérfróðra íslenskra lög- fræðinga" átti að fjalla um. Var þetta í fyrsta sinn sem því var hreyft að lögfræðingarnir væru allir íslenskir. Jafnframt lagði ráðherra til að Alusuisse sam- þykkti frá 1. janúar 1983 upp- hafshækkun á raforku úr 6,45 millum í 10 mill, en iðnaðarráð- herra krafðist 6. maí 1982 upp- hafshækkunar í 9,5 mill, eins og að framan greinir. Fór ráðherrann fram á fund um „sáttatillöguna" 28. og 29. desember. Alusuisse vís- aði í svari sínu til tillagna sinna frá 10. nóvember og sögðust for- ráðamenn þess ekki geta mætt til funda í lok desember, en lýsa yfir vilja til að stuðla að fundi sér- fræðinga beggja aðila. Umrætt „sáttatilboð" sendi Hjörleifur eftir ríkisstjórn- arfund 21. desember en þá ákvað ríkisstjórnin að hittast aftur 28. desember 1982. Það kom fram í viðtali við Steingrím Hermanns- son sjávarútvegsráðherra, er iðnaðarráðherra hafði haldið einn blaöamannafundinn enn um mál- ið, þann 22. desember 1982, og til- kynnti að Alusuisse hefði verið sent skeytið, að hann, þ.e. sjávar- útvegsráðherra, hefði reiknað með að ríkisstjórnin fengi að kynna sér tilboðið áður en það yrði sent og að það yrði rætt nánar á fundin- um 28. desember 1982. Hjörleifur svarar því til í Þjóðviljanum á að- fangadag, að svo virtist sem Steingrímur Hermannsson for- maður Framsóknarflokksins „vilji leika tveim skjöldum í málinu“. Lokaafskipti Hjörleifs Gutt- ormssonar í ráðherratíð hans voru eflaust táknræn fyrir öll af- skipti hans af álmálinu og hversu málið var komið I gjörsamlega óleysanlegan hnút. Um áramótin tilkynnti fjármálaráðuneytið, en Ragnar Árnalds flokksbróðir Hjörleifs var þá fjármálaráð- herra, að framleiðslugjald ÍSALs fyrir árið 1976 hefði verið hækkað einhliða um 498.309 Bandaríkja- dali, sem ÍSAL mótmælti harð- lega. Þá lagði iðnaðarráðherra fram á Alþingi frumvarp — þing- mannafrumvarp — þar sem m.a. var lagt til að raforkuverð til ál- versins yrði hækkað einhliða með lögum frá Alþingi. Þingmanna- frumvarp þetta dagaði upp á Al- þingi, áður en ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen fór frá um vorið 1983, og ekki hvað síst fyrir það, að sumir samráðherrar Hjörleifs beittu sér fyrir að frumvarpið kæmi ekki til afgreiðslu þingsins. Við stjórnarskiptin 26. maí 1983 lauk þætti Hjörleifs Guttormsson- ar iðnaðarráðherra í álmálinu. Það hefur nú verið leitt til lykta undir forustu Sverris Hermanns- sonar iðnaðarráðherra, og verður nú lagt fyrir á Alþingi til staðfest- ingar. Sú spuming er óneitanlega áleitin, þegar horft er til baka, hvort óbilgirni og einstrengingur hafi orðið til þess að íslensk þjóð varð af stórum fjárhæðum á með- an hvorki gekk né rak svo árum skipti til lausnar þessu vanda- sama máli. LAGNING zinkplatna á þak Seðla- bankabyggingarinnar er langt komin og klæðning gabbrósteins á súlur að- albyggingarinnar er á lokastigi. Zink- ið kostar um 1800 þúsund krónur og gabbróið eitthvað á aðra milljón. Stefán Þórarinsson hjá Seðla- bankanum sagði í samtali við blm. Mbl. að kostnaður við efnisöflum og sögun gabbrósteinsins hefði reynst dýrari en í upphafi var áætlað en ekki lægju fyrir endanlegar tölur um kostnaðinn. Sagði hann að fyrirhugað hefði verið að klæða lág- bygginguna einnig með gabbróflís- um en engin ákvörðun hefði verið tekin um það. Sagði hann að fyrst yrði kostnaður við klæðningu aðal- byggingarinnar gerður upp. Stefán sagði að miðað við upphaflega áætl- un um kostnað við gabbróið myndi klæðning lágbyggingarinnar kosta um 4 milljónir en nú væri ljóst að kostnaðurinn yrði eitthvað meiri. Stefán sagði aðspurður um það af hverju zink væri notað á þak bygg- ingarinnar að það væri að vísu dýr- ara en bárujárn en þó aðeins um % hlutar af kostnaði við kopar. Zinkið væri hinsvegar mun endingarbetra og þyrfti minna viðhald en báru- járn. Kjöt- markaður Kjöt- markaður Austurkots- kjöt Ljúffengt og safaríkt kornaliö nautakjöt selt á kjötmarkaöi aö Vitastíg 5, miðvikudaginn 7. nóvember kl. 11.00—18.00. Nautagúllas, nautahakk ofnsteikur, grillsteikur, hamborgarar Heildsöluverð Magnafsláttur Kreditkortaþjónusta Tilraunabúið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.