Morgunblaðið - 07.11.1984, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984
Glæpir
tíðir í
Bretlandi
London, 5. nóvember. AP.
GLÆPIR eru einna mestir í Stóra-
Bretlandi, sem hlutfall af íbúafjölda,
samkvæmt könnun, sem Gallup-
stofnunin gerði fyrir Daily Tele-
graph og blaðið birtir í dag.
Reyndar eru innbrot á heimili
fólks tíðust í Frakklandi af Evr-
ópulöndum, rán og þjófnaðir tíð-
astir í Hollandi og líkamsárásir
tíðastar á Spáni. En Bretland er í
öðru sæti í öllum þremur flokkun-
um og í því efst yfir heildina.
Á heimsmælikvarða er Bretland
í fjórða sæti á eftir Kólumbíu,
Brasilíu og Suður-Afríku hvað
þessa glæpaflokka áhrærir.
Herskáir
UNITA-menn
Limabon, 6. nóvember. AP.
Skæniliðasamtökin UNITA í Ang-
óla hafa tilkynnt að þau hafí staðið
fyrir vel heppnuðum árásum á
stjórnarhermenn og kúbanska
bandamenn þeirra nýverið. Segja
UNITA-menn 172 stjórnarhermenn
hafa fallíð >e 2 kúbanska.
Auk þessa segja UNITA-menn
að fjöldi stjórnarhermanna hafi
verið særðir og teknir höndum og
að bardagarnir hafi geisað í 9 af
17 sýslum landsins. „Við erum sí-
fellt í sókn og munum gera stjórn-
arhernum miklar skráveifur á
næstu vikum," sagði í tilkynningu
UNITA. Skæruhernaður samtak-
anna gegn stjórnarhernum hefur
staðið í 8 ár, en stjórnin hefur
þúsundir kúbanskra hermanna sér
til trausts og halds.
Kynning er að hefjast í tízkuhúsum Parísar á sumarfatnaði árið 1985. Á
myndinni sýnir stúlkan Koshino-línuna: minidragt með breiðu belti. Sér-
staka athygli mætti veita fótabúnaði og hárgreiðslu, en það verður að
vera með svo að línunni sé fylgt.
Víetnamar í
Kambódíu ráðast
inn í Thailand
Hangkok, 6. nóvember. AP.
VÍETNAMSKAR hersveitir réðust inn í Thailand frá Kambódíu á mánudag
og kom til blóðugra átaka víetnamskra og thailenskra hermanna á landa-
mærum ríkjanna, að því er talsmaður Thailandshers skýrði frá í dag. Vitað er
að tveir thailenskir hermenn féllu og 20 særðust.
Til bardaga kom er landamæra-
lögregla kom að 150—200 víet-
nömskum hermönnum tvo kíló-
metra innan thailenzku landa-
mæranna í héraðinu Surin, á
svæði sem er 445 kílómetra norð-
austur af Bangkok. Kallaði lög-
reglan sér til aðstoðar sérstakar
hersveitir og stóðu bardagar fram
eftir nóttu.
Óljóst var í morgun hvort bar-
dagar stæðu enn yfir eða hvort
tekist hefði að hrekja víetnamska
herliðið til baka til Kambódíu, þar
sem um 160 þúsund víetnamskir
hermenn halda til. Átök af þessu
tagi hafa verið tíð frá því Víet-
namar réðust inn í Kambódíu
1979.
Popieluszko í
helgra tölu?
Páfagardi, 6. nóvember. AP.
TALSMAÐUR páfagarðs sagði aðspurður í dag, að það gæti vel komið til
greina að gera séra Jerszy Popieluszko, pólska prestinn sem leynilög-
reglumenn myrtu á dögunum, að dýrlingi. „Það þarf einungis að sýna
fram á að hann hafí dáið fyrir trúna,“ sagði talsmaðurinn.
Nefd mun fjalla um mál Popi-
eluszko og ákveða hvort að tilurð
dauða hans þyki sanna að hann
hafi dáið fyrir trúna, morðingjar
hans hafi drepið hann vegna hat-
urs á kaþólskri trú. Verði nefnd-
armenn sammála um það, verður
presturinn fyrst tekinn í helgra
manna tölu, en það er einn liður í
að komast í tölu dýrlinga.
Talsmaðurinn, Pietro Palanz-
ini, undirstrikaði þó, að ekki væri
tekið á pólitískum málum, það
yrði að finna trúarlegan flöt á
morði Popieluszkos til þess að
hann kæmi til álita. Sagði hann
og að möguleiki væri á því að
finna slíkan flöt eftir því sem
hann best sæi. Samkvæmt regl-
um verða þó að líða minnst fimm
ár frá dauða prestsins áður en
mál hans yrði tekið fyrir.
í náttfótum
til frekara
öryggis
UHMkm. AP.
FYRIR skömmu hitti 64 ára gömul
11 barna móóir Karl Bretaprins og
gaf honun eftirfarandi ráð til þess
að takmarka barneignir: Sofðu í
náttfötum.
Lil Hill, en svo heitir konan,
var í hópi fólks sem prinsinn
heilsaði upp á, þegar hann kom í
skoðunarferð í æskulýðsmiðstöð
eina í Bristol. Hill sagðist hafa
rætt um barnuppeldi við prins-
inn.
— Ég tjáði honum, að ég ætti
11 börn sjálf og þekkti vanda-
málin af eigin reynd. Prinsinn
sagðist endilega vilja hitta mig
aftur og þiggja góð ráð. Þá sagði
ég við hann, að ég gæti aðeins
gefið honum eitt ráð: Sofðu í
náttfötum, sagði ég við hann.
OPEC boðar fram-
leiðslusamdrátt
Parú, S. nóvember. AP.
BÚIST er við því, að OPEC-sam-
tökin, samtök olíuframleiðsluríkja,
muni draga saman meðalfram-
leiðslu sína á hráolíu á síðasta
fjórðungi þessa árs. Er reiknað
með að meðalframleiðslan verði
16,4 milljónir tunna á umræddu
tímabili, en meðalframleiðslan á
þriðja fjórðungi ársins nam 17,8
milljónum tunna.
Þessar ráðstafanir eru liður í
að koma í veg fyrir verðfall á olíu
í kjölfarið á verðlækkunum
Breta og Norðmanna á hráolíu
sinni. Það sem á eftir að ákveða
innan OPEC er hvaða lönd taki á
sig mesta framleiðslusamdrátt-
inn. í tilkynningu frá OPEC í dag
kom ekkert fram þar um, en hins
vegar tala um að eftirspurn
myndi trúlega fara vaxandi eftir
olíu á síðasta spretti þessa árs,
einkum i austantjaldslöndunum.
8 af 13 olíuframleiðslulöndum
innan OPEC hafa framleitt
meira það sem af er árinu en
þeim hafði verið úthlutað sem
ársframleiðslu, þar á meðal Níg-
ería, írak og Kuwait.
\f/
ERLENT,
Papandreou gersamlega
heillaöur af Jaruzelski
— og fordæmir stuöning fólks á Vesturlöndum viö Samstöðu
Tirnes, London.
ANDREAS Papandreou, forsætisráð-
herra Grikkja, sem nýlega var í Pól-
landi í boði Jaruzelskis, hershöfð-
ingja, hefur fordæmt stuðning fólks á
Vesturlöndum við Samstöðu, hin
óháðu verkalýðsfélög í Póllandi. Segir
hann, að stuðningurinn sé aðeins
hræsni og liður í tilraunum Banda-
ríkjamanna til að koma kommúnista-
löndunum á kné.
„Kf ríkisstjórnum kapítalista á
Vesturlöndum er svona umhugað
um lýðræði og frelsi," sagði Pap-
andreou, „ættu þær fyrst að beina
spjótum sínum að ástandinu í
Tyrklandi þar sem fólk er tekið af
lffl, fangelsað og pyntað dag
hvern.“
Papandreou lét þessi orð falla við
gríska fréttamenn, sem fylgdu hon-
um í Póllandsferðinni, þeirri fyrstu,
sem farin er af vestrænum þjóð-
höfðingja eftir að Samstaða var
Andreas Papandreou
barin niður. Höfðu fréttamennirnir
á orði, að Papandreou virtist ger-
samlega heillaður af Jaruzelski,
sem hann kallaði föðurlandsvin,
sem ekki hefði brugðist skyldum
sínum.
„Þótt Jaruzelski skrýðist ein-
kennisbúningi skulum við ekki láta
það villa um fyrir okkur og freistast
til að halda, að í Póllandi sé her-
stjórn við völd. Það væru mikil mis-
tök,“ sagði Papandreou ennfremur.
Papandreou sagði, að Samstöðu
hefðu orðið á mistök með því að
flýta sér um of. „Hreyfingar, sem
berjast fyrir miklum breytingum,
verða að skilja, að allt hefur sinn
tíma. Ef þær taka ekki tillit til
sögulegra aðstæðna verða þær
hættulegar og stuðla að hnignun og
afturför.”
Heróín fyrir 1,2 milljarða
gert upptækt
Kula Umpar, 6. nórember. AP.
LÖGREGLAN gerði upptæk 24,8
kílógrömm af heróíni og handtók
mann, sem talinn er vera höfuðpaur
umfangsmikils smyglhring.s. Er
þetta mesta magn, sem lagt hefur
verið hald á í Kuala Lumpur. Mark-
aðsverð heróínsins er talið um 35
milljónir Bandaríkjadollara, eða
jafnvirði 1,2 milljarða króna.
Lögreglan komst á sporið er
plastpoki, sem innihélt heróín,
fannst undir bílstjórasæti í bif-
reið, sem stöðvuð var í siðustu
í Malasfu
leiðir til dauðarefsingar verði sekt
sönnuð. Talið er að í Malasiu neyti
350 þúsund manns fikniefna að
staðaldri, en i landinu búa 15,2
milljónir manna.
( Mexíkó var hald lagt á 300 kiló
af hreinu kókaíni, sem smygla átti
til Bandaríkjanna, og er það
mesta magn af fíkniefnum, sem
gert hefur verið upptækt í einu
þar í landi. Átta menn, sem grun-
aðir eru um fíkniefnasmygl, voru
teknir fastir.
viku þar sem háttalag bílstjórans
vakti grunsemdir.
Eftir yfirheyrslur yfir bílstjór-
anum gerði lögreglan innrás i hús
í Banting, 30 km frá Kuala Lump-
ur, þar sem fundust 52 pokar af
heróíni í kassa, sem á var letrað
„leirvörur“.
Á þessu ári hafa verið hand-
teknir 2.767 menn og konur fyrir
brot tengd fíkniefnum. í þeim hópi
eru 83, þar af 15 konur, sem hand-
teknar voru á lagaforsendu, sem