Morgunblaðið - 07.11.1984, Page 33
32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984
33
fttagiiiiMftfrife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 300 kr. á mónuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö.
Samið um álið
Samningar hafa nú tekist
milli ríkisstjórnar fslands
og Alusuisse, eiganda álvers-
ins í Straumsvík, um nýtt raf-
orkuverð, stækkun álversins,
endurskoðun á skattareglum
og breytta eignaraðild að ál-
verinu. Auk þess hefur verið
ritað undir sáttagerðarsamn-
ing um þau deilumál sem risið
hafa vegna framkvæmdar á
samningum aðila til þessa.
Með því að rita undir samn-
inginn hafa þeir Sverrir Her-
mannsson, iðnaðarráðherra,
og dr. Jóhannes Nordal, for-
maður íslensku samninga-
nefndarinnar, bundið enda á
deilu sem borið hefur hátt í
stjórnmálaumræðum undan-
farin fjögur ár.
Þessi deila hefur verið lær-
dómsrík á margan hátt. Hún
hefur sannað sem vitað var
allt frá því samstarfið við Alu-
suisse hófst um miðjan
sjöunda áratuginn, að miklu
skiptir fyrir okkur íslendinga
að hinu erlenda stórfyrirtæki
sé ætíð sýnt hæfilegt aðhald.
En hún hefur einnig sannað að
það er síður en svo sama
hvernig að því er staðið að
veita þetta aðhald. Svo marg-
oft hefur verið á það bent hér
á þessum stað, að óþarfi ætti
að vera að endurtaka það, að
Hjörleifur Guttormsson, iðn-
aðarráðherra Alþýðubanda-
lagsins, hélt eins klaufalega á
þessu máli eins og frekast var
kostur. Fyrir honum og flokki
hans hefur jafnan vakað að
gera atvinnurekstur eins og
álverið í Straumsvík brott-
rækan frá íslandi. Hlutlægt
mat hlýtur að leiða til þeirrar
niðurstöðu að með afstöðunni
til Alusuisse frá því í desem-
ber 1980 hafi Hjörleifur Gutt-
ormsson ætlað að hrinda þess-
ari stefnu í framkvæmd og
slíta samstarfinu við Sviss-
lendinga á þeim forsendum að
þeim væri ekki unnt að treysta
í viðskiptum. Er sú saga öll
rakin á öðrum stað hér í blað-
inu í dag.
Meginstefnan sem mótar
það samkomulag sem nú hefur
verið gert var reyndar lögð í
ráðherratíð Hjörleifs Gutt-
ormssonar, þótt hann ræddi
um lægra raforkuverð til ál-
versins en samið var um að
Iokum. Hins vegar skorti
Hjörleif pólitískan vilja eða
þrek til að gera út um deiluna.
Á lokastigum ráðherraferils
síns barði hann sér síðan á
brjóst og hótaði einhliða að-
: gerðum. y
Strax eftir að Sverrir Her-
mannsson, þingtnaður Sjálf-
stæðisflokksins, varð iðnaðar-
ráðherra var álmálið tekið
nýjum tökum. Ekki liðu heldur
nema fáeinir mánuðir þar til
bráðabirgðasamkomulag náð-
ist um hækkun á raforkuverði
og nú hefur verið samið til
frambúðar.
Hið nýja samkomulag verð-
ur nú lagt fyrir Alþingi. Ekki
er vafi á því að um það eiga
eftir að verða harðar deilur.
Undir þeim ræðum öllum er
rétt að minnast þess, hverjir
það eru sem vilja erlenda stór-
iðju á íslandi feiga og hverjir
vilja eiga eðlilegt samstarf við
útlendinga á þessu sviði sem
öðrum. Morgunblaðið styður
nú sem fyrr samvinnu við út-
lendinga í stóriðjumálum.
Samningurinn sem nú hefur
verið gerður er í samræmi við
þá meginstefnu. Hann er við-
unandi fyrir íslendinga ekki
síst með tilliti til þess hvernig
að málum var staðið í stjórn-
artíð Alþýðubandalagsins.
Heimur
heróínsins
IMorgunblaðinu hefur verið
kynnt bók þeirra feðga
Freys og Njarðar P. Njarðvík
þar sem lýst er heróínheimin-
um í Kaupmannahöfn og ferð
ungs manns um hann. Eins og
lesendur hafa kynnst er hér
um svo átakanlega lýsingu að
ræða, að þeir sem utan við
standa geta tæplega gert sér
þennan heim í hugarlund. í
Morgunblaðsviðtali á laugar-
dag segir Freyr Njarðarson:
„Maður sér þennan óhugn-
arheim fyrir sér koma hingað
og þá mun ísland breytast.
Heróíni fylgir alltaf glæpa-
alda og oftast vændi. Lögmál
heróínsins eru alls staðar þau
sömu. Því fylgir takmarkalaus
ógæfa. Heróínið er alþjóðlegt
vandamál. Því þarf margt að
gera til að leysa heimsbyggð-
ina úr fjötrum þess. Hvað
okkur varðar hér á íslandi
þarf að efla eftirlit og gera
hugsanlegum heróínneytend-
um erfitt fyrir. Til dæmis
mætti setja sprautur á lyfja-
skrá, þannig að hver sem er
geti ekki gengið inn í næsta
apótek og keypt þær.“
Hér eru mælt tímabær
varnaðarorð. Okkar fámenna
þjóðfélag þolir það síst allra
að fá slíkan vágest í heimsókn.
Hverjum. þeím sem vinnur
gegn víntuflóðinu ber að veita
það lið sem frekast er unnt.
Fiskveiðistefna Grænlendinga
eftir úrsögn úr Evrópubandalaginu
Eftir Einar Lemche
•
1. janúar á næsta ári markar
tímamót i samtímasögu Græn-
lendinga. Þann dag ganga Græn-
lendingar úr Evrópubandalaginu
og þar með fær heimastjórn vald
til að setja reglur um fiskveiðar á
fiskimiðum Grænlands. Að auki
mun heimastjórnin taka við stjórn
framleiðslu og sölu sjávarafurða
úr hendi konunglegu Grænlands-
verslunnar. Þannig munu Græn-
lendingar sjálfir geta stjórnað
framþróun í fiskveiðimálum sín-
um.
Með aðildinni að EB hafa Græn-
lendingar þuft að sætta sig við, að
mikilsverðar ákvarðanir um
stjórn fiskveiöa þeirra hafa verið
teknar í höfuðstöðvum bandalags-
ins í Brussel. Þetta gildir um
ákvarðanir um leyfilegan há-
marksafla, aflakvóta Grænlend-
inga og aflakvóta annarra aðild-
arríkja EB. Samningaviðræðum
við önnur ríki, þ.e.a.s. Island, Fær-
eyjar og Noreg, hefur verið stjórn-
að frá höfuðstöðvunum og fisk-
veiðikvótar þessara ríkja á Græn-
landsmiðum verið ákvarðaðir þar.
Þá hafa reglur m.a. um verndun
fiskistofna og eftirlit með veiðum
komið frá Brussel.
Það má vera hverjum manni
ljóst að þjóð, eins og Grænlend-
ingar, sem á alla afkomu sína und-
ir fiskveiðum getur ekki til lengd-
ar unað við utanaðkomandi stjórn
undirstöðugreinar þjóðfélagsins.
Það hafa því einkum verið fisk-
/eiðimálin sem hafa orðið þess
/aldandi að Grænlendingar hafa
íkveðið að ganga úr EB.
Við úrsögnina gjörbreytist að-
staða Grænlendinga.
Samningurinn viö
EvrópubandalagiÖ
Nú hyggst ég ræða um samning-
inn, sem við höfum gert við EB, en
óneitanlega er hann nokkuð flók-
inn.
I samningunum er kveðið á um
tollfrjálsan innflutning á fram-
leiðslu okkar í bandalagslöndun-
um og er þetta ákvæði vitaskuld
mikilvægt fyrir atvinnulíf okkar.
Þá hefur verið gerður samningur
um fiskveiðar til tíu ára og fisk-
veiðisamþykkt til fimm ára með
kvótafyrirkomulagi fyrir aðildarr-
íki EB. Á þessu fimm ára timabili
verður Grænlendingum greidd
upphæð sem jafngildir einum
milljarði danskra króna.
Gagnstætt öðrum fyrrum ný-
lendum aðildarríkja EB er Græn-
lendingum tryggður tollfrjáls inn-
flutningur á framleiðsluvörum til
landa bandalagsins. Þetta ákvæði
er bundi við að ríki EB geti stund-
að veiðar á Grænlandsmiðum í
samræmi við fiskveiðisamþykkt-
ina. Fiskveiðisamþykktin gildir í
fimm ár og verði hún ekki fram-
lengd geta aðildarríki EB lagt toll
á vörum frá Grænlandi þar með
talið sjávarafurðir.
Samkvæmt fiskveiðisamningum
ákveða Grænlendingar sjálfir ley-
filegan hámarksafla einstakra
fiskistofna og verður það gert á
ári hverju. Grænlendingar munu
sjálfir sjá um eftirlit og verndun
fiskistofna. Þá skuldbinda Græn-
lendingar sig til að virða ákvarð-
anir um fiskveiðimál sem studdar
eru vísindalegum rökum og
ákvæði hins alþjóðlega hafréttar-
sáttmála. Samningurinn gildir í
tíu ár.
Á því fimm ára tímabili sem
fiskveiðisamþykktin gildir munu
Grænlendingar veita aðildarríkj-
um EB leyfi til veiða og er tekið
fram að hámarksafli skuli svara
til 100.000 tonna af þorski. Árið
1984 veiddu ríki EB magn sem
jafngildir 15.000 tonnum af þorski
á Grænlandsmiðum og eru þá með
taldar veiðar Færeyinga og Norð-
manna. EB hefur rétt til að afsala
hluta af þessum kvóta í hendur
Norðmanna.
Fyrir fiskveiðiréttindin munu
Grænlendingar árlega fá greidda
upphæð sem jafngildir 216 millj-
ónum danskra króna. Standi
Grænlendingar ekki við sinn hluta
fiskveiðisamþykktarinnar mun
upphæðin lækka. Ákvæði þetta er
gagnverkandi þannig að Græn-
lendingar geta skorið niður kvót-
ann, sem EB er ætlaður, ef
greiðslan er ekki af hendi innt.
Ef fyrir liggja vísindalegar
staðreyndir, sem knýja okkur til
að minnka leyfilegan hámarksafla
niður fyrir okkar eigin lág-
markskvóta, falla fiskveiðiréttindi
EB úr gildi án þess þó að greiðslur
falli niður.
Geti Grænlendingar sjálfir ekki
fullnýtt eigin kvóta hafa ríki EB
forgangsrétt til að semja um frek-
ari fiskveiðar. Fyrir þær veiðar
skal EB greiða upphæð sem mið-
ast við þá upphæð em greidd er
fyrir hina árlegu kvóta. Talað er
„Um leiö og viö horf-
um til gagnkvæmra
samskipta og höfum hug
á samningum, væntum
viö þess aö okkur verði
mætt af lipurð og sátt-
fýsi viö samningaborð-
iö.“
um að Grænlendingar eigi að
bjóða 20% af umframafla miðað
við 75.000 tonn af þorski við
Vestur-Grænland.
Hlutverk
Grænlendinga
Nú langar mig til að víkja að
þeirri vinnu sem fyrir okkur
Grænlendingum liggur vegna úr-
sagnarinnar úr EB.
Fyrsta verkefnið verður að
semja nýja fiskveiðilöggjöf. Hún
mun innihalda reglugerðir sem
varða leyfilegan hámarksafla,
kvóta, verndun og eftirlit með
fiskistofnum og fleira. Við hyggj-
umst nýta okkur reynslu útvegs-
manna okkar auk þess sem við
munum færa okkur í nyt margs
konar upplýsingar og ábendingar
sem við höfum fengið frá sjávar-
útvegsdeildum og ráðuneytum
annars staðar á Norðurlöndunum.
Við munum taka við stjórn og
starfsemi konunglegu Græn-
landsverslunarinnar á sviði fram-
leiðslu og útflutnings sjávaraf-
urða. Einnig munum við annast
útflutning fyrir grænlenska út-
vegsmenn og bændur. Þá má einn-
ig bæta við að grænlenska heima-
stjórnin mun taka við togaraút-
gerðinni sem ríkið hefur hingað til
rekið.
Með þessu er stefnt að samein-
ingu framleiðslu og útflutnings-
verslunar. Þó munu, í einstak til-
fellum, verða leyfðar sölur utan
við þessi samtök þar sem ekki er
talið heppilegt að stefna að of
mikilli miðstýringu í þessum efn-
um.
Skipuleggja þarf framleiðsluna
eftir aðstæðum á hverjum stað
með tilliti til hvernig fiskafli verð-
ur best nýttur eftir árstíðum.
Varðandi rekstur einstakra
fyrirtækja viljum við að þeim
verði stjórnað þannig að hver
verksmiðja skipi sér sína stjórn
sem beri ábyrgð á framleiðslu og
fjárhagsmálum. Þessi stjórn skal
skipuð fulltrúum sjómanna,
verkamanna og viðeigandi bæjar-
stjórnar. Framvindan í þessum
málum er háð aðstæðum á hverj-
um stað.
Samningar
viö aöra
Við teljum að grænlenska
heimastjórnin muni fá svipaðan
eða sams konar samningsrétt út á
við og Færeyingar hafa í dag og
því sjáum við fram á aukin sam-
skipti við nágranna okkar. Einnig
væntum við aukins samstarfs við
önnur Norður-Atlantshafsríki en
það samstarf hefur hingað til ver-
ið takmarkað vegna aðildar okkar
að EB.
Um leið og við horfum til gagn-
kvæmra samskipta og höfum hug
á samningum, væntum við þess að
okkur verði mætt af lipurð og
sáttfýsi við samningaborðið.
Þá er þess einnig að geta á sviði
eftirlits með fiskveiðum væntum
við samvinnu við aðrar þjóðir.
Bersýnilega er nauðsynlegt að
fylgjast með veiðum þeirra þjóða
sem fá aðgang að fiskimiðum
okkar. Því munum við setja
strangari reglur um eftirlit en
hafa verið í gildi hingað til. Við
ætlum að taka upp víðtæka sam-
vinnu við stjórnvöld annarra ríkja
til að tryggja að reglurnar verði í
heiðri hafðar en eins og við vitum
hafa verið nokkur brögð að gróf-
um brotum nú hin síðari ár.
Loks vil ég minna á hve mikil-
vægar fiskveiðar eru fyrir Græn-
lendinga því öll afkoma þjóðar-
innr hvílir á þeim. Veðrátta þar er
óblíðari en víðast hvar annars
staðar á norðurslóðum. Minnstu
hitasveiflur geta skipt sköpum
fyrir fiskistofna og um leið af-
komu þjóðarinnar. Þar við bætist
að fiskistofnar við Grænland eru
mun fábreyttari en víðast hvar
annars staðar.
Verkefni heimastjórnarinnar er
að laga atvinnulífið að þessum
náttúruskilyrðum. Eimmitt vegna
þeirra munum við að mögu leyti
fara okkar eigin leiðir. En vita-
skuld munum við á öðrum sviðum
geta nýtt okkur reynslu annarra
þjóða og því lítum við björtum
augum til samvinnu við Norður-
landaþjóðirnar.
Kiaar Lemebe er ráðunautur græu-
lensku beimastjómarinnar. Grein
þessi er byggö á erintii sem hann
íiutti sídsumara á 19. norrænn fisk-
reidiráðstefhunni I ÁÉasundi.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR
Götumynd fri Burma
Burma:
Heimsókn San Yu til
Kína þykir tíðindum sæta
Opinber heimsókn forseta Burma, San Yu, til Kína, sem hann fór í
þann 29. október, hefur þótt tíðindum sæta, bæði innan Burma og utan. f
samtölum við Burmabúa fannst mér þess gæta mjög, að þeim stendur
stuggur af nábýlinu við Kína og stöku menn tóku svo djúpt í árinni að
halda því fram, að Kínverjar gætu lagt undir sig Burma með tiltölulega
lítilli fyrirhöfn. Því til stuðnings var bent á, hversu snautlega her landsins
er búinn vopnum og minnt var á örlög Tíbets á sínum tíma. Þó að Burma
sé frumstætt land á margan hátt, býr það yfir verðmætum náttúruauð-
lindum og dugir að nefna olíu og auk þess er Burma eitt fára Asíulanda
sem er sjálfu sér nægt, hvað snertir matvælaframleiðslu.
Stjórnin í Burma hefur því
bersýnilega séð sér hag í því
að vingast við Kínverja í þeirri
von, að það mætti verða til að
bægja frá hugsanlegri hættu á
innrás. Forsetinn San Yu, sem er
atkvæðalítill og valdalaus hefur
því meðal annars verið tekinn út
úr skugganum, dustað af honum
rykið og sendur til Kína, enda að
nafninu til þjóðhöfðingi lands-
ins. Engum bíandast hugur um,
hver valdamaðurinn er í Burma,
Ne Win flokksforingi hefur í
áratugi haldið öllum þráðum
valds í höndum sér og virðist
ekki á þeim buxunum að sleppa
þeim.
Það sem vekur einnig athygli í
þessu sambandi er að undanfar-
ið er líkt og burmisk stjórnvöld
hafi gert sér gleggri grein fyrir
því, að sú lokaða einangrunar-
stefna, sem þeir hafa fylgt, fær
ekki staðizt lengur, þeir verða að
nálgast tuttugustu öldina, og
þeir eru væntanlega að byrja að
skilja að ekkert land getur til
langframa einangrað sig eins og
Burma hefur gert síðustu tutt-
ugu árin.
Það er ákaflega erfitt fyrir
fréttamenn að afla upplýsinga
um það sem fram fer í æðstu
valdastöðum. Það vita allir
blaðamenn sem til landsins
koma, venjulega undir fölsku
flaggi, vegna þess hve stefna
burmiskra stjórnvalda er and-
snúin erlendum frétta- eða
greinaskrifum um Burma. Samt
sem áður hefur það kvisast út að
fyrr á þessu ári hafi San Yu ver-
ið ýtt að mestu leyti til hliðar og
Ne Win teldi hagstæðast að láta
hann sem minnst koma fram
fyrir hönd stjórnarinnar. Þetta
getur svo auðvitað ekki þýtt ann-
að en það að San Yu hafi af ein-
hverjum ástæðum ekki sýnt for-
ingjanum þá hoUustu sem Ne
Win kreíst. Það gengur fjöllún-
um hærra í Burma, að ein af
ástæðunum sé sú að eiginkona
forsetans hafi gerzt sek um spill-
ingu og svartamarkaðsbrask.
Vegna þess hve laun eru lág í
Burma, svo og vegna þess að
svartamarkaðsbrask er opinbert
leyndarmál og opinberlega við-
urkennt ætti þetta ekki í sjálfu
sér að hafa orðið tilefni þess að
forsetinn félli í ónáð. Fjármál
forsetafrúarinnar sem hafa ver-
ið rannsökuð með mikilli leynd
munu þó vera það flókin og
margþætt að ástæða væri til að
íhuga hvort hér hefði ekki verið
farið yfir strikið. Það er einnig
óopinbert leyndarmál, að það
var nánasta starfslið Ne Win,
sem annaðist þessa rannsókn.
Meðan hún var framkvæmd
hélt forsetinn með konu sinni,
eftir uppástungu forsetans, til
Bretiands til læknisaðgerðar.
Þegar hann kom til Rangoon
fagnaði flokksforinginn honum á
flugvellinum. Þetta vakti mikla
athygli og þótti sýna það að Ne
Win hefði komizt að þeirri
niðurstöðu, að hagstæðara væri
að láta líta svo út fyrir, að hin
mesta andans eining rikti milli
mannanna tveggja.
Mér sögðu menn í Burma, að
forsetinn hefði virzt undrandi á
móttökunum og orðið glaður við.
Hann kvittaði síðan kurteislega
fyrir, þegar hann hélt ræðu
nokkru síðar og sagði, að það
væri sjálfsagt og eðlilegt mál, að
flokksforinginn yrði að leggja
blessun sína yfir orð sín og
gjörðir, enda væri það sér ómet-
anlegur styrkur að njóta hand-
leiðslu hins mikla spekings og
góðmennis, Ne Wins.
San Yu fór í opinbera heim-
sókn til Japans í júlí og þótti sú
heimsókn takast bærilega. Ferð-
in til Kína nú hefur samt mun
meiri þýðingu, af ^stæðum sem
var vikið að j upphafi. Burma
San Yu forseti
hefur sýnt fullan vilja á að vera
virkur aðili í samtökum hlut-
lausra ríkja, en engu að síður er
óhjákvæmilegt að Burmar verði
að taka tillit til þess sem fram
fer í Kína, þó ekki væri nema af
landfræðilegum ástæðum.
Svo virðist sem sagt sem Ne
Win og San Yu hafi sætzt,
kannski ekki heilum sáttum, en
San Yu hefur sjálfsagt áttað sig
á því, að honum væri hollara að
hvika ekki í neinu frá trúnaði og
hollustu við flokksforingjann.
Meðan hann heldur sig á þeirri
línu er honum ugglaust óhætt.
Kinverjar hafa veitt Burmum
margháttaða efnahagsaðstoð
síðustu ár og Burmar þurfa á að-
stoð erlendis frá að halda, þótt
þeir hafi reynt að halda erlend-
um áhrifum í lágmarki. Kínverj-
ar veittu meðal annars gríðar-
miklu fé til að koma upp stærstu
vefnaðarverksmiðju í Burma i
bænum Prome, og þeir hafa
sömuleiðis styrkt með ráðum og
dáð vélvæðingu hrísgrjónaiðnað-
arins. Það hefur svo aftur valdið
ágreiningi milli þjóðanna að
Kínverjar halda fast við að
styðja kommúnistaflokk Burma,
sem er að sjálfsögðu bannaður i
þessu einsflokksriki sem Burma
er.
En Burmar og Kínverjar virð-
ast samt ætla að sýna meiri lit á
samvinnu en verið hefur.
Kannski Burmar séu einnig að
láta, þótt hægt fari, af einangr-
unarstefnunni, sem fær ekki
staðizt á siðustu árum tuttug-
ustu aldar.
Jóbanna Kristjónsdittir er bim. I
erieadri fréttaéeUd MbL