Morgunblaðið - 07.11.1984, Side 34

Morgunblaðið - 07.11.1984, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984 Umræður á Fiskiþingi um stjórnun veiða og hámarksafla Nánast óskorað vald ráðherra til þriggja ára — segir Þorsteinn Jóhannesson í Garði um frumvarp um stjórnun fiskveiða „NÚ ER í undirbúningi frumvarp um stjórnin fiskveiða, þar sem sjávarúl- vegsráðherra er falið slíkt alræðis- vald við stjórnun veiða og ákvörðun hámarksafla, að það vantar ekkert á það nema hakakrossinn. l>að veitir honum nánast einskorðað vald til þriggja ára, en áður var sá háttur hafður á, að hagsmunaaðilar voru beðnir álits og höfðu tillögurétt í þessum málum. Nú virðist sem því eigi að Ijúka. Að vísu er í frumvarps- drögunum talað um vinnunefnd, sem ég tel h«pið að geti verið ráðgefandi eða stefnumótandi," sagði I>orsteinn Jóhannesson, útgerðarmaður í Garði og þingfulltrúi á Fiskiþingi, í samtali við Morgunblaðið. Þorsteinn sagðist vera eindregið á móti slíku alræðisvaldi enda væri hann á móti kvótakerfinu og teldi tillögur fiskifræðinga um hámarks þorskafla á næsta ári of lágar. Meðan við byggjum við lýðræði væri hann þessarar skoðunar. Þó sjávarútvegsráðherra hefði á síð- asta ári verið gefið alræðisvald til stjórnunar fiskveiða í ár, kæmi ekki til greina að gefa honum það til eilífðar, með fullri virðingu fyrir núverandi sjávarútvegsráðherra. Halldór Asgrímsson hefði sagt, að hann vildi garnan fara eftir til- 'ogum fiskifræðinga um hámarks orskafla á næsta ári og ennfremur ð hann teldi ástand stofnanna fa Iítið tilefni til breytinga á •ornun veiðanna. Þorsteinn sagð- i vera á öðru máli og benti hann á i’ ð, sem gæfi mönnum kost á . ilsræði og því, að koma undir sig tunum að nýju, hefðu þeir orðið fyrir einhvers konar áföllum á þeim árum, sem lægju til grund- vallar aflamarkinu. Þorskaflanum yrði þá skipt til helminga milli báta og togara, viss hafsvæði yrðu alfriðuð til byggingar og til að koma í veg fyrir dráp á smáfiski og hætt yrði þeim skollaleik, sem fæl- ist í skyndilokunum. í þeim fælist lítil sem engin verndun, þar sem fiskurinn væri ekki staðbundinn og færi því á milli svæða, auðvitað án tillits til skyndilokana. Þorsteinn sagðist vera algjörlega á móti mismunun kvótakerfisins. Með þvi fengju reyndar sumir þann afla, sem þeir fengju úthlutaðan, aðrir ekki og væri það eins og alltaf áður. Hins vegar væru þeir alveg settir hjá, sem einhverra ástæðna vegna hefðu verið með lítinn afla á viðmiðunarárum aflamarksins og gæfist ekki tækifæri til að bæta sér það upp með auknum afla að nýju. Hann væri einnig hlynntur því, að í framtíðinni yrði miðað við 350.000 lesta ársafla af þorski og þá tekið mið af aflasögunni allt frá 1940. Á öllu því tímabili væri und- antekning að afli hefði farið niður fyrir það mark og hefði fiskifræð- ingar þar lítið komið við sögu. Þeir virtust í flestum tilfellum hin stð- ari ár ýmist hafa van- eða ofmetið stofnana og á þessum árum hefðu bæði verið mjög góð aflaár og afla- leysi. Þessar sveiflur yrði að stöðva og vonandi gætu fiskifræðingar orðið til aðstoðar við ákvörðun há- marksafla á næstu árum þó tillög- ur þeirra væru hæpnar nú. Ef það reynist að þorskafli minnki mikið verður að taka því, en þá verður einnig að blanda sam- an afkomu útvegsins og því afla- magni, sem leyfilegt verður. Það er ekki hægt að greiða fyrirfram ákveðinn hundraðshluta aflaverð- mætis vegna skuldbreytinga og stofnfjársjóðs, þegar leyfilegur afli er sífellt dreginn saman. Þá verður annað hvort að auka afla eða lækka þennan hundraðshluta. Þjóðin er varla þess umkomin nú aö takmarka þorskaflann eins og nú er lagt til á vafasömum forsend- um. Ef stofninn er eins slæmur og fiskifræðingar segja, verðum við að taka á okkur hægari uppbyggingu hans eða að gera mönnum kleift að stoppa og sætta sig viö 200.000 lesta markið. Þá horfir málið öðru vísi við, en eru menn tilbúnir i það,“ sagði Þorsteinn. Níu tonn af þeim gula í trolli Eyjabáts Frumvarp um stjómun fiskveiða: Gildistími verði til þriggja ára í stað eins NÚ liggur tilbúið frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi íslands. Fjaliar það um ákvörðunarrétt sjávarút- vegsráðherra við stjórnun fisk- veiða, hámarksafla og skiptingu hans. Er frumvarp þetta framhald þeirra breytinga, sem á lögunum voru samþykktar til eins árs um síðustu áramót. í þessu frumvarpi, umfram þær breytingar, sem samþykktar voru á síðasta þingi, felst að gild- istími verði til þriggja ára í stað eins áður og að ráðherra geti heimilað , ef sérstaklega stendur 200.000 lesta þorskafli þýðir áhafnaflótta af flotanum segir Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins „200.000 lesta þorskafli fyrir næsta ár er allt of lítið. Það er alveg fráleitt að fara svo langt niður með aflann. Ef reka á veiðar og vinnslu á næsta ári með einhverju skynsamlegu lágmarki þýðir ekkert að vera að hugsa um þorskafla á bilinu 200.000 til 250.0<M) íestir. Það verður að taka um 300.000 lestir og ég tel okkur enga áhætlu taka með því,“ sagði Guðjón A. Krist- jánsson, forseti Farmanna- og fiski- mannasambandsins, í samtali við Morgunblaðið. Guðjón sagði ennfremur, að af- kost þá fáu daga, sem togaraflotinn hefði verið á veiðum á þessu ári, hefðu verið góð. Línuafli væri góður út af Vestfjörð'-m og Vesturlandi og hefðu það hingað til þótt góð teikn fyrir komandi vetrarvertíð H3nn væri ekki sammála fiskifra-ð- ingum um að þorskstofninn væri i jafnmikilli lægð og þeir vildu vera láta. Skilyrði í sjónum hefðu breytzt svo verulega að undanfórnu, að þyngdaraukning hvers einstaks fisks væri orðin 18 til 20'i , ekki 15% eins og fiskifræðingar teldu. Nú væri mikið af fjögurra og fimm ára fiski í stofninum, sem hefði óll skilyrði til þess að vaxa mjög hratt, og því væri náttúrulegur dauða- stuðull hans mun la*gri en 18%, sern taiið væri meðaltal. Þá va*ri það þekkt staðreynd, að minni fisk- urinn hefði betri vaxtarmöguleika, þegar minna væri um stórfiskinn i stofninum. Því væri hann þeirrar skoðunar, að hefðum við stundað eólilegar veiðar á Jæssu ári, hefði aflinn í árslok af Jtorski náð um 3(M).<KMI lestum. Með kvótastjórnun fiskveiða og aldri fiskiskipafjotans 'ia^tuLðU^an veginn raunhæf mynd af sókn. Að líkindum væri meðal- sókn togaraflotans um eða innan við 200 veiðidagar á árinu. Þá sagðist Guðjón ekki geta séð annað en að ef reka ætti sjávarút- veginn á 200.000 lesta þorskafla yrði afkomu sjómanna stefnt í voða. Menn væru Jægar farnir að flýja unnvörpum i land, fengju Jæir vinnu þar, og miðað við annað lág- marksár í Jiorskafla hlypu menn beint i land. Það þyrfti þá ekki aðr- ar veiðitakmarkanir en þær, sem fælust í því, að manna skipin. Ef á einhvern hátt ætti að vera mögu- legt að hamla gegn þeirri þróun, yrði að gjörbreyta launakerfi sjó- manna. Kasta hlutaskiptakerfinu fyrir róða og taka þess í stað upp föst laun, biðlaun í landi vegna stöðvunar skipa eða fráhvarf frá veiðum og hugsanlega yfirtíð eða hónus miðað við afla og stöður. Alltjent þ.vrfti að taka upp eitt- hvert kerfi, sem óháð væri bæði fiskverði og aflabrögðum. „Nú er málum komið svo, að Verðlagsráð sjávarútvegsins treyst- ir sér ekki til að ákveða verð á síld til frystingar. Þess vegna hafa þeg- ar tekizt sérsamningar útgerðar, fiskvinnslu og sjómanna um verð til sjómanna fyrir síld til frystingar, meðal annars á Hornafirði. Það kann að vera að sama staða komi upp í verðlagningu á bolfiski. Sú einkennilega staða er nú komin upp á haustmánuðum, að verið er að lækka verð á afla upp úr sjó til sjó- manna á sama tíma og verið er að hækka laun Jieirra, sem vinna við vinnslu þessara afurða, og til þeirra, sem á einn eða annan hátt Jijónusta sjávarútveginn. Þetta dæmi gengur illa upp gagnvart sjó- mönnum. Eiga þeir að taka einir á sig tekjuskerðinguna í þjóðfélag- inu? Það þarf samstarf sjómanna, stjórnvalda og allra Jæirra, sem vinna við sjávarútveginn, til að leysa það vandamál, sem felst í þvi, hvernig reka má sjávarútveginn út frá tekjulegu sjónarmiði á næsta ári,“ sagði Guðjón. á, að aflamarki tiltekins skips verði úthlutað til vinnslustöðva. í frumvarpi þessu felast meðal annars heimildir ráðherra til að ákveða aflamark, til að ákveða skiptingu afla, meðal annars milli ákveðinna veiðarfæra, gerða fiskiskipa og einstakra skipa og að ráðherra geti ákveðið skiptingu hámarksafla milli skipa, meðal annars með hliðsjón af fyrri veiðum skipa, stærð þeirra eða gerð. Ráðherra geti einnig sett reglur um leyfilegan fjölda sóknardaga tiltekinna gerða fiskiskipa og einstakra skipa og með tilteknum veiðar- færum í ákveðna nytjastofna. Ráðherra geti heimilað framsal úthlutaðs aflamarks og sóknar- daga og sett reglur um skilyrði framsals og riftun þess, telji hann ástæðu til. í frumvarpinu felst, að það öðl- ist gildi 1. janúar 1985 og gildi til ársloka 1987. Sjávarútvegsráðherra hefur móðgað og lítilsvirt Fiskiþing — segir Jón Magnússon útgerðarmaður á Patreksfirði „Ég tel, að með yfirlýsingum sínum á furdi suður með sjó um að á næsta ári skuli stjórnun fiskveiða verða nán- ast óbreytt, hafi sjávarútvegsráðherra gróflega móðgað og lítilsvirt Fiski- þing. Svo var einnig að skilja á honum hér á Fiskiþingi á mánudag, en það er sök sér, að hann lýsi hugmyndum sín- um á þinginu. Svona yfirlýsingar fyrir þingsetningu eru móðgun við þingið og ég sé ekki að það hafi neina þýð- ingu fyrir fulltrúa á Fiskiþingi að vera að álykta um stjórnun fiskveiða. Káðherrann hefur þegar ákveðiö með hverjum hætti hún skuli vera,“ sagði Jón Magnússon, úlgerðarmaður frá Patreksfirði og einn Fiskiþingsfull- trúa, i samtali við Morgunblaðið. Jón sagði ennfremur, að svona yf- irlýsingar gætu auk þess orðið stefnúmarkandi fyrir ákvarðanir manna í atkvæðagreiðslu í þessu mikilvæga máli. Það hefði verið hlutverk Fiskiþings, samkomu allra helstu hagsmunaðila í sjávarútvegi, að móta stefnuna og ðítir þvi hefði verið farið á síðasta ári. Það hefði [>ó kannski verið vegna þess, að ráð- herra hefði verið kominn í þrot vegna fyrri yfirlýsinga, meðal ann- ars Jæss efnis, að til greina kæmi að taka hluta togaraflotans úr rekstri. Því mætti segja að Fiskiþing hefði þá bjargað honum frá skipbroti. Þá sagði Jón, að kostir kvóta- kerfisins hefðu ekki verið og væru ekki alveg eins miklir og ráðherra vildi vera láta. Honum hefði orðið tíðrætt um aukin gæði, sem hann þakkaði að mestu kvótakerfinu. Samkvæmt skýrslum hefðu gæði á þessu ári aukizt um 5%, en það væri í raun ekkert sem benti til þess, að það væri kvótanum að þakka, nema að sáralitlu leyti. Miklu af lakari fiskinum hefði verið hent út um lensportin vegna þessa kerfis, líklega hefði á þann hátt verið hent meiri verðmætum en kvótinn hefði hugsanlega skapað. Þá hefði mikill verðmunur á milli flokka gert það að verkum, að menn vönduðu betur meðferð aflans, gæftir hefðu verið mjög góðar og auk þess væru mörg fiskiskip kom- in með fiskikör um borð í stað þess að stía fiskinn, en ljóst væri að það yki verðmæti netafisks um 10 til 15%. „200.000 lesta þorskafli er vafa- laust of lítið fyrir alla, bæði útgerð fiskvinnslu og sjómenn. Útgerðin gæti ekki borgað sig með þessum takmörkunum og sjómenn fengju ekki mannsæmandi laun. Ég vil hins vegar ekki leggja dóm á það hvort hagkvæmt væri að taka meira úr stofninum. Fyrir átta ár- um síðan, þegar ein af svörtu skýrslunum leit dagsins ljós, varaði ég við þróun mála og sagði, að við ættum næg skip til að taka þann afla, sem leyfilegt og heppilegt væri. Síðan þá hafa verið byggðir 50 togarar. Hefði verið hlustað á þær röksemdir, væri enginn vandi fyrir hendi í dag,“ sagði Jón Magnússon.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.