Morgunblaðið - 07.11.1984, Page 36
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984
36
TUJTiT'"
Æ'
Islensk frímerki seld
erlendis fyrir 18.620
þúsundir króna 1983
HEILDARSALA á íslenskum frí-
merkjum á árinu 1983 nam 18.620
þúsundum króna og var það aukning
um 94% frá árinu áður. Erlendir
áskrifendur að ísienskum frímerkj-
um eru um 11 þúsund. Þessar upp-
lýsingar komu fram í svari sam-
gönguráðherra, Matthíasar Bjarna-
sonar, við fyrirspurn Guðrúnar
llelgadóttur um sölu frímerkja er-
lendis, á fundi sameinaðs þings síð-
astliðinn þriðjudag.
Tekjur Pósts og síma af sölu frí-
merkja til annarra landa voru
1980 3.743 þúsund krónur, 1981
6.254 þúsund krónur (hækkun um
87% frá fyrra ári), 1982 9.584 þús-
und krónur (hækkun um 53% frá
fyrra ári).
Að markaðsmálum er þannig
staðið að upplýsingabréf er sent
föstum viðskiptavinum, tímarit-
um um frímerki og fleirum.
Á þessu ári er gert ráð fyrir að
tekið verði þátt í 11 sýningum á
erlendri grund, en á siðasta ári
voru þær 8, og síðustu tvö árin þar
á undan var tekið þátt í 13 sýning-
um bæði árin.
Guðrún Helgadóttir, Alþýðu-
bandalagi, lagði áherslu á að frí-
merkjasala væri arðvænleg at-
vinnugrein, og benti á að Færey-
ingar fluttu út frímerki að verð-
mæti 90 milljónir króna á árunum
1980—81, en á sama tíma fluttu
íslendingar út frímerki fyrir 30
milljónir króna.
Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks SjálfsUeðisflokksins, ræðir við
fjármálaráðherra, Albert Guðmundsson.
Tekjur ríkissjóðs af sölu-
skatti gætu tvöfaldast
EF undanþágur frá söluskatti
yrðu felldar niður af öllum vör-
um og þjónustu, nema af endur-
söluvörum og útflutningsvörum,
yrði tekjuauki ríkissjóðs um 8
milljarðar króna.
Þetta kom fram í svari fjár-
málaráðherra, Alberts Guð-
mundssonar, við fyrirspurn Jóns
Baldvins Hannibalssonar, Al-
þýðuflokki, um tekjutap ríkis-
sjóðs vegna undanþágu frá sölu-
skatti.
í svari sínu tók ráðherra fram
að hér væri frekar um fræðilegar
tölur að ræða, en miðað við
fyrrgreindar forsendur gæti
söluskattsstigið lækkað um
næstum helming, og orðið 12% ef
halda ætti tekjum ríkissjóðs af
söluskatti óbreyttum frá því sem
nú er. Hins vegar benti fjármála-
ráðherra, Albert Guðmundsson,
á að allt það sem nú er undan-
þegið söluskatti, svo sem heilsu-
gæsla og önnur opinber þjónusta,
myndi hækka, þar sem söluskatt-
ur legðist einnig á það.
Skattsvik
rannsökuð
VERIÐ er að vinna að aðgerðum
gegn skattsvikum og hefur nefnd
til að rannsaka skattsvik verið
skipuð.
Þetta kom fram í svari fjármála-
ráðherra við fyrirspurn frá Jó-
hönnu Sigurðardóttur, Alþýðu-
flokki, um skattsvik.
í ræðu sinni gagnrýndi Jó-
hanna Sigurðardóttir að skatta-
eftirlit skuli nær eingöngu bein-
ast að launafólki og benti jafn-
framt á að líklegt sé að skatt-
svik nemi um 10—11% af þjóð-
artekjum.
Sami þingmaður beindi einnig
fyrirspurn til dómsmálaráð-
herra, Jóns Helgasonar, um að-
gerðir gegn ólöglegum innflutn-
ingi ávana- og fíkniefna, en í
svari ráðherra kom fram að
starfshópur hefur þetta mál til
umfjöllunar. Dómsmálaráð-
herra svaraði einnig fyrirspurn
frá Jóhönnu Sigurðardóttur um
sérdeild við Sakadóm Reykja-
víkur, en við undirbúning fjár-
laga var því hafnað að veif.a
fjármagn til að ráða einn mann
við sérdeildina, sem á að rann-
saka skattsvik. Sömuleiðis var
því hafnað að veita peninga til
að ráða fimm nýja menn til
rannsóknarlögreglunnar til að
vinna að rannsókn skattsvika-
mála.
Kjarasamningur ASÍ og VSÍ
Kjarasamningur Alþýðusambands íslands, landssambanda
og einstakra aöildarfélaga og Vinnuveitendasambands ís-
lands f.h. aðildarfélaga þess og einstakra meðlima, Meistara-
sambands byggingamanna f.h. aðildarfélaga þess og ein-
stakra meðlima svo og Reykjavíkurborgar sem samþykktur
var í gær, er birtur í heild sinni hér á eftir:
„1. grein
Allir samningar ofangreindra
aðila framlengjast til 31. desem-
ber 1985 með þeim breytingum,
sem í samningi þessum felast.
Gildistími bónussamninga i
fiskvinnu og saumaskap, sem unn-
ið er eftir við gildistöku samnings
þess, framlengist með sömu breyt-
ingum til 1. janúar 1985. Bónus-
samningarnir eru uppsegjanlegir
frá þeim tíma með þeim fyrirvara,
sem tilgreindur er í samningun-
um.
2. grein
Á samningstímabilinu verða
breytingar launa og annarra
samningsbundinna greiðslna sem
hér segir:
I. Við gildistöku samnings breyt-
ast kaupliðir samninga sem hér
segir:
1. Broti því sem er i launastiga
kjarasamnings ASÍ og VSÍ
milli 14. og 15. launaflokks
verði eytt þannig, að eftirleiðis
verði 2,4% milli allra flokka og
byrjunarlaun 11. launaflokks
verði kr. 10.818 m.v. ágúst laun.
2. Samhliða breytingu skv. 1. tölu-
lið skulu starfsheiti 9. og 10.
launaflokks flytjast i 11. launa-
flokk, starfsheiti 11. launa-
flokks flytjast í 12. launaflokk,
starfsheiti 12. launaflokks
flytjist í 13. launaflokk og
starfsheiti 13. launaflokks
flytjist í 14. launaflokk.
Framangreind kerfisbreyting
skal engin áhrif hafa á samn-
ingsbundnar greiðslur, og
grunntölur afkastahvetjandi
launakerfa (premíutaxta, bón-
ustaxta, akkorðstaxta), sem
með einhverjum hætti miðast
við starfsheiti í 9. — 13. launa-
flokki, sbr. þó 6. tl. Sama gildir
um kauptaxta einstakra starfs-
hópa eða starfsmanna, sem
hærri eru en hinir nýju flokkar
eftir breytingu þessa. Fram-
angreind laun og greiðslur
skulu frá gildistöku samnings
þessa taka sömu hlutfallslegu
breytingum og grunnlaun/-
starfsheiti 14. launaflokks.
3. Við gildistöku samningsins
komi til nýtt starfsaldursþrep,
þannig að eftir sjö ára samfellt
starf í starfsgrein, þar af tvö
síðustu árin hjá viðkomandi
vinnuveitanda þar sem slík
ákvæði eru nú um sex ára þrep-
ið, verði laun 15% hærri en
byrjunarlaun viðkomandi
launaflokks.
Sex ára starfsaldursþrep
kjarnasamningsins samræmist
og verði 12,5% hjá öllum
starfshópum sem það hafa.
4. Við gildistöku flytjist ennfrem-
ur öll starfsheiti upp um einn
launaflokk, þannig að starfs-
heiti úr 11. launaflokki (núver-
andi 9. og 10. launaflokkur)
flytjist í 12. launaflokk o.s.frv.,
31. launaflokkur verði 32.
launaflokkur.
5. Eftir áorðnar breytingar skv.
1.—4. tölulið hækka allir kaup-
taxtar, lágmarkstekjur fyrir
fulla dagvinnu og grunntölur
afkastahvetjandi launakerfa
(sbr. þó 6. tl.) um 9,0% frá því
sem var á tímabilinu 1. júní til
31. ágúst 1984 og verða því
byrjunarlaun 12. launaflokks
kr. 12.075 frá gildistökudegi að
telja. Lágmarkstekjur fyrir
fulla dagvinnu verða kr. 14.075.
6. Reiknitala bónusvinnu í fisk-
vinnu og saumaskap skal frá
gildistöku samnings þessa vera
kr. 67.00 en hækki 1. janúar
1985 í kr. 70.00, 1. mars í kr.
72.00 og 1. maí í kr. 74.00.
Frá gildistöku samnings þessa
skal reiknitala tímamældrar
ákvæðisvinnu við ræstingu
fyrir tímabilið kl. 08:00—21:00
mánudaga til og með föstudegi
vera kr. 115,67 pr. mælda klst.
Fyrir tímabilið kl. 21:00—08:00
svo og laugardaga og sunnu-
daga skal greiða 20% álag á
reiknitöluna. Reiknitala þessi
taki síðan sömu breytingum
hlutfallslega og grunnlaun/-
starfsheiti 14. launaflokks.
Öll önnur ákvæðisvinna, skv.
bónus-, akkorðs- eða premiu-
töxtum taki sömu hlutfallslegu
breytingum og grunnlaun/-
starfsheiti 14. launaflokks.
II. Desember 1984
1. Þeim starfsmönnum sem taka
laun skv. ákvæðum um lág-
markstekjur fyrir fylla dag-
vinnu (kr. 14.075 frá gildistöku
samningsins) skal greiða auka-
lega sérstaka launauppbót, kr.
1.500 við fyrstu útborgun í des-
ember 1984 fyrir vinnu hjá
hlutaðeigandi fyrirtæki síðustu
4 vikur fyrir útborgun. Greiðsla
þessi verði hlutfallsleg sé hluti
þessa tíma unninn eða sé um
hlutastarf að ræða.
III. 1. janúar 1985
1. Hinn 1. janúar 1985 verða laun
eftir 1 ár að byrjunarlaunum í
öllum launaflokkum og um-
samnin starfsaldursálög reikn-
ast á þann grunn.
2. Jafnframt flytjist öll starfs-
heiti upp um einn launaflokk
þannig að starfsheiti úr 12.
launaflokk flytjist í 13. launa-
flokk o.s.frv., 32. launaflokkur
verði 33. launaflokkur.
IV. 1. mars 1985
1. 1. mars 1985 flytjist öll starfs-
heiti upp um einn launaflokk
þannig að starfsheiti i 13.
launaflokki flytjist í 14. launa-
flokk o.s.frv., 33. launaflokkur
verði 34. launaflokkur.
2. Þeim starfsmönnum sem taka
laun skv. ákvæðum um lág-
markstekjur fyrir fulla dag-
vinnu (kr. 14.075) skal greiða
aukalega sérstaka launauppbót,
kr. 1.000 við fyrstu útborgun í
mars 1985 fyrir vinnu hjá hlut-
aðeigandi fyrirtæki síðustu 4
vikur fyrir útborgun. Greiðsla
þessi verði hlutfallslega sé hluti
þessa tíma unninn eða sé um
hlutastarf að ræða.
V. 1. maí 1985
1. Hinn 1. maí 1985 flytjist öll
starfsheiti upp um einn launa-
flokk, þannig að starfsheiti í 14.
launafíokki flytjist í 15. laun-
aflokk o.s.frv., 34. launaflokkur
verði 35. launaflokkur.
2. Þeim starfsmönnum sem taka
laun skv. ákvæðum um lág-
markstekjur fyrir fulla dag-
vinnu (kr. 14.075) skal greiða
aukalega sérstaka launauppbót,
kr. 500.00 við fyrstu útborgun í
maí 1985 fyrir vinnu hjá hlut-
aðeigandi fyrirtæki síðustu 4
vikur fyrir útborgun. Greiðsla
þessi verði hlutfallsleg sé hluti
þessa tíma unninn eða sé um
hlutastarf að ræða.
VI. laun og samningsbundnar
greiðslur starfshópa, sem ekki
taka laun miðað við samræmt
launaflokka- og starfsaldurkerfi
kjarnasamnings ASÍ og VSÍ taki
sömu hlutfallslegu breytingum á
samningstímanum og grunn-
laun/starfsheiti 14. launaflokks,
sbr. þó ákvæði 1—3 um nýtt
starfsaldursþrep.
3. grein
Samningsaðilar skulu á samn-
ingstímabilinu vinna að endur-
skoðun gildandi launakerfis og
leita í sameiningu leiða, er tryggt
geti eðiilegt samræmi í launum
einstakra stétta og starfshópa.
Athugun þessi skal höfð til hlið-
sjónar í viðræðum aðila í lok
samningstímabilsins eða eftir því
sem um kann að semjast í samn-
ingstímabilinu.
4. grein
Á samningstímabilinu munu
samningsaðilar beita sér fyrir að-
gerðum, sem til þess eru fallnar að
auka framleiðni og verðmæta-
sköpun á öllum sviðum íslensks
atvinnulífs. Einn þáttur þessa er
endurskoðun afkastahvetjandi
launakerfa. Launakerfin verði at-
huguð og tryggt, að þau leiði til
aukinnar framleiðni og gefi eðli-
legt endurgjald fyrir vinnufram-
lag.
5. grein
Alþýðusamband íslands c
Vinnuveitendasambands íslan!
skipi hvort um sig tvo menn ;
nefnd, er fylgist með framvim
og þróun efnahags-, kjara- og at-
vinnumála á samningstimanum.
Skal nefndin m.a. undirbúa við-
ræður aðila skv. 6. gr. samnings
þessa og hefja störf þegar í stað.
6. grein
Samningur þessi gildir frá und-
irskriftardegi enda hafi samn-
ingsaðilum borist tilkynning um
samþykki fyrir 26. nóvember nk.
Heimilt er Vinnuveitendasam-
bandinu að beina tilkynningu hér
um til Alþýðusambandsins og ein-
stökum verkalýðsfélögum til VSÍ.
Hafi tilkynning ekki borist innan
umrædds frests öðlast samningur-
inn fyrst gildi frá og með sam-
þykktardegi viðkomandi verka-
lýðsfélags. Þetta gildir einnig um
þau verkalýðsfélög, sem ekki hafa
sagt launaliðum samninga laus-
um.
Samningur þessi gildir til 31.
desember 1985 og er uppsegjanleg-
ur miðað við þann dag af hálfu
beggja aðila með eins mánaðar
fyrirvara. Sé honum ekki sagt upp
framlengist hann um þrjá mánuði
í senn með sama uppsagnarfresti.
Fyrir apríllok 1985 skulu full-
trúar Alþýðusambands tslands og
Vinnuveitendasambands íslands
hefja viðræður um mögulega
framlengingu þessa samnings.
Nái Alþýðusamband íslands og
Vinnuveitendasamband ekki sam-
komulagi samkvæmt framan-
skráðu fyrir 25. júní 1985 verður
launaliður samningsins laus frá
og með 1. september 1985 án sér-
stakrar uppsagnar.
Reykjavík, 6. nóvember 1984.
F.h. Alþýðusambands íslands v.
landssambanda og aðilarfélaga
með fyrirvara
Ásmundur Stefánsson
Björn Þórhallsson
Guðmundur Þ. Jónsson
Guðmundur J. Guðmundsson
Karl Steinar Guðjónsson
Herluf Clausen
F.h. Vinnuveitendasambands ís-
íands með fyrirvara um samþ.
'ramkvæmdastjórnar
Páll Sigurjónsson
Víglundur Þorsteinsson
Magnús Gunnarsson
Haraldur Sveinsson
Ágúst Hafberg
Guðjón Tómasson
Brynjólfur Bjarnason
Árni Brynjólfsson
Sigurður E. Haraldsson
F.h. Meistarasambands bygg-
ingamanna með fyrirvara
Gunnar S. Björnsson
F.h. Reykjavíkurborgar með fyrir-
vara um samþykki borgarráðs
Jón K. Kristinsson"