Morgunblaðið - 07.11.1984, Page 42

Morgunblaðið - 07.11.1984, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984 Héraðsskólinn í Reykjanesi 50 ára Skólahúsið, heimavistarhús og sundlaugin á fyrstu árum skólans. eftir Hallgrím Kristjánsson Þann 3. nóvember 1934 var Reykjanesskóli við ísafjarðardjúp settur og vígður í Reykjanesi og er hann því fimmtíu ára i dag. Þessa afmælis var minnst í sumar, laug- ardaginn 4. ágúst, með veglegu hófi og hátíðarsamkomu í Reykja- nesi. Margir gamlir nemendur, makar þeirra og fleira fólk var þarna mætt og auk þess sáu Aðal- steinn Eiríksson og frú hans, Bjarnveig Ingimundardóttir, sér fært að vera þarna viðstödd. Hátíðarsamkoman var sett kl. 17.00 af skólastjóranum, Skarp- héðni ólafssyni, sem stjórnaði henni. Rakti hann fyrst starfsemi skólans og rekstur í ýtarlegu máli. Síðan flutti séra Baldur Vil- helmsson, Vatnsfirði, hátíðarræðu og fór m.a. hlýlegum orðum um stofnanda og fyrsta skólastjórann, Aðalstein Eiríksson. Þá fluttu ávörp og ræður Sig- urður Bjarnason, sendiherra frá Vigur, Hallgrímur Kristjánsson, Melgraseyri, Friðrik Guðjónsson, Vogum, Einar Guðfinnsson, sem fulltrúi fræðsluráðs Vestfjarða, Engilbert Ingvarsson, Tyrðilmýri, og tveir fyrrverandi skólastjórar, Aðalsteinn Eiríksson og Páll Að- alsteinsson. Tryggvi Þorsteinsson, læknir, Vatnsfirði, spilaði undir Reykjanessönginn, sem sunginn var af viðstöddum. Þá sungu ein- söng og tvísöng Árni Jóhannsson, Bæjum, og Guðmundur Rögn- valdsson við undirleik Erlu Þór- ólfsdóttur. Þá flutti frúa Ása Ket- ilsdóttir, Laugalandi, tvö ljóð og Baldvin Halldórsson, Arngerðar- eyri, las upp frásögukafla eftir meistara Þórberg. Einnig fluttu þrjár húsfreyjur úr Reykjarfjarð- arhreppi tvo leikþætti. Ólafur Jónsson, læknir, Skálavík, kvik- myndaði alla athöfnina og tókst vel. Allt virtist þetta fara vel fram og falla í góðan jarðveg en þessu lauk svo kl. 20.30. Þá var gefið matarhlé en að því loknu hófst dansleikur sem stóð til kl. 3 um nóttina. í sambandi við þetta fimmtíu ára afmæli er margs að minnast og ekki aðeins 50 ár aftur í tímann heldur að minnsta kosti til ársins 1773, en þá hófst í Reykjanesi saltsuða að frumkvæði Skúla Magnússonar landfógeta, 6. sept. 1773. Þessi saltsuða skilaði ekki hagnaði svo hún var lögð niður með konungsúrskurði 21. nóv. 1792. Víkin norðan á nesinu heitir Pumphúsvík og þaðan var sjónum dælt upp í saltpönnur sem urðu mest talsins 32. Man ég eftir er við í æsku sáum móta fyrir þessum mannvirkjum. Síðan gerist næsta lítið næstu 45 árin en þá, 1837, er gamla torf- laugin, sem er inni á nesinu, byggð og sundkennsla hefst og hefur sund verið kennt síðan í Reykja- nesi. í sambandi við sundnám og kennslu er rétt að skrá hér grein- argerð frá Þorsteini Einarssyni íþróttafulltrúa ríkisins er hann lét mér góðfúslega í té í sumar. En þar segir: „Reykjaneslaug við Djúp. Einn merkastur sundstaður ís- lenskur. Fyrsta torflaug gerð 1837. Líkur til þess að Gestur Bjarnason (Sund-Gestur — Glímu-Gestur) kenni í henni 1837. Markús i Ár- múla, Nauteyrarhreppi ritar 21/6 1853 Jóni forseta Sigurðssyni bréf þar sem hann greinir frá því í fréttaskyni að sonur hans sé við sundnám og glímunám hjá Gesti Bjarnasyni. Minjar tengdar ör- nefnum í Reykjanesi eru: Gests- laug (fyrsta laugin?) og Gests- altari, steinn sem staðið hefur verið uppi á á sundprófsdegi er ræður voru fluttar eða nemendur ávarpaðir. Þegar Skúli Thorodd- sen, sýslumaður og þingmaður ís- firðinga, berst fyrir styrk úr landssjóði til eflingar sundmennt landsmanna og þá fyrst og fremst til sundkennslu skólasveina hins lærða skóla í Reykjavík um 1890 getur hann lofsamlega sund- kennslu í Reykjanesi sem ætla má samkvæmt ræðum hans að hafi þá lengi verið starfrækt þar vestra. Sundlaug steinsteypt 1925, á þeim stað þar sem hún er enn, að stærð 33'AxlO. Aðalsteinn Eiríksson lætur lengja hana í 50 metra 1944. Steypa í veggjum orðin ótraust og því laugin varasöm. Einnig vantar laugarhús (böð og fataherbergi) og vatnshreinsitæki. Væri það verðug afmælisgjöf til hins ágæta menntaseturs að skólinn eignaðist nýja laug með nauðsynlegum húsakosti og hreinlætistækjum. Stofnun skólans 1934 og svo að hann er 1936 samþykktur hér- aðsskóli efldi mjög sundmennt í héraðinu. Enn minnast karlar og konur sundnámsdaga í Nesinu með ánægju, því skólastjórar lögðu sig fram um að gera dvölina ánægjulega, og góðir sundkennar- ar voru þarna löngum: Tryggvi Þorsteinsson, Eiríkur Stefánsson, Ólafur S. Ólafsson, Aðalsteinn Hallsson, Sæmundur ólafsson og ekki skyldi gleyma konunum Maríu Gunnarsdóttur, Guðlaugu Kristófersdóttur og fleiri. í sambandi við sundnám í Reykjanesi urðu til Reykjanes- sundstig. Erfiðari miklu en þau sem urðu til 1942 fyrir allt landið. Rétt er að geta þess hve sýslu- nefndir Norður-ísafjarðarsýslu höfðu mikinn áhuga á sundnám- inu og styrktu vel úr sýslusjóði. Varð þessi áhugi öðrum hvatning. Vildi ég margt fleira um starfsemi Reykjanesskóla og kennara þar skrifa. Færðu afmælisbarninu sem nú mun mega teljast einnar og hálfr- ar aldar gamalt óskir og kveðjur. — Þorsteinn Einarsson." Þessi greinargerð Þorsteins er mikill og góður fróðleikur um sundmennt og kennslu í Reykja- nesi, en þá komum við að hinum eiginlega tilgangi þessa afmælis. Árið 1933 kemur vestur að Djúpi ungur skólamaður, Aðalsteinn Eiríksson. Hann var á vegum menntamálaráðuneytisins í leit að heppilegum stað fyrir skólasetur. Á hvítasunnudag eftir messu 1933 hélt Aðalsteinn fund í Nauteyr- arkirkju og reifaði skólamál og daginn eftir, á annan hvítasunnu- dag, hélt hann fund í Vatnsfjarð- arkirkju eftir messu í sama skyni. Árangurinn af þessum fundum varð sá að allir lýstu sig fúsa til stuðnings skólabyggingu í Reykja- nesi. Með þessa viljayfirlýsingu fór Áðalsteinn suður og árangur- inn af þessu varð sá að skólinn var byggður og síðan settur og vígður haustið eftir, eða 3. nóv. 1934 eins og áður sagði. Ef nokkrum einum manni er þetta að þakka, þá er það Aðalsteinn Eiríksson, en að sjálf- sögðu naut hann hjálpar skóla- nefnda og frammámanna í Naut- eyrar- og Reykjarfjarðarhreppum. Þessir menn voru meðal annarra Jón H. Fjalldal, Melgraseyri, Hall- dór Jónsson, Rauðamýri, séra Þorsteinn Jóhannesson, Vatns- firði, Páll Pálsson, Þúfum, Ólafur Ólafsson, Skálavík, Halldór Jóns- son, Arngerðareyri, Sigurður Þórðarson, Laugabóli, og auðvitað fleiri. Þá má ekki gleyma fyrsta kennaranum, Eiríki Stefánssyni, sem réðst til skólans strax fyrsta árið og er slíkur öndvegismaður að ógerlegt er að gera upp á milli þeirra Aðalsteins og hans. Þetta afrek Aðalsteins hafði gíf- urleg áhrif á félagslíf, menntun og víðsýni fólks við Djúp. Þó þessi skóli væri reistur fyrst og fremst sem barnaskóli, þá var strax á fyrsta ári stofnuð unglingadeild. í henni voru 15 nemendur fyrsta ár- ið, 1935, og starfaði í þrjá mánuði, janúar, febrúar og marz. Eftir þetta hefur verið starfandi ungl- ingadeild öll árin og nú er þetta barnaskóli og héraðsskóli með rétt upp í fyrsta bekk menntaskóla. Áhugi ungmenna hér i héraði á námi i skólanum var slíkur vegna menntunarskorts að allt að 25 ára meyjar og piltar settust hér á skólabekk. Óg þótt námstíminn væri ekki nema þrír mánuðir á ári, þá var áhuginn svo mikill að undraverður árangur náðist. Ég man að Aðalsteinn skóla- stjóri sagði eitt sinn sem oftar að skýrslur fræðslumálaskrifstof- unnar sýndu síst lakari árangur hér en í öðrum skólum, sem störf- uðu allan veturinn, og jafnvel i mörgum greinum betri. Nú er bjart yfir Reykjanesi og flest mannvirki nýleg, utan sund- laugin, sem eins og Þorsteinn Ein- arsson íþróttafulltrúi getur, þarf að endurnýja. Það ætti ekki að vefjast fyrir mönnum á okkar lækniöld að endurnýja laugina sem byggð var árið 1925, en hún var byggð milli sauðburðar og sláttar eða á u.þ.b. einum mánuði. Öll mannvirki þarfnast viðhalds og það má ekki koma fyrir að mannvirki séu látin drabbast niður sökum viðhaldsleysis eða gleymsku, sem virðist því miður hafa bitnað á Reykjanesi, sam- anber það að enginn frá mennta- málaráðuneyti íslands mundi eftir því að skólinn hélt upp á 50 ára afmæli sitt í sumar. En skólinn fékk þó þá afmælisgjöf að hann er fullskipaður á yfirstandandi skólaári og þurfti að vísa nemend- um frá, því svo margir sóttu um skólavist, en sömu sögu er vist ekki hægt að segja um marga aðra skóla, sem svipað er ástatt um og Reykjanesskóla. Eg vil svo að lokum óska Reykjanesskólanum alls velfarn- aðar á ókomnum árum og biðja honum guðs blessunar. Hallgrímur Krístjánsson trá Melgraseyrí er pípulagningameist- ari í Reykjarík. Skipstjóra- og stýrimannafélög á Norðurlöndum: Öryggið fyrir borð borið með ótakmörkuðum undanþágum Sigríður Kjartansdóttir og Anton Óskarsson framan við borðið í Borgaranum. Nýr veitingaskáli opnaður í Bolungarvík NÝR söluskáli og videoleiga var opnuð hér í Bolungarvík 1. nóv. sl. við Hólastíg. Söluskálinn hefur hlotið nafnið Borgarinn og eru eigendur hjónin Anton Óskarsson og ' Sigríður Kjartansdóttir. . Ætlun eigenda er að starfrækja einnig grillskála í húsnæðinu og er gert ráð fyrir að sú starfsemi hefj- ist 1. desember. Innréttingarnar í Borgaranum eru mjög smekklegar en Kristján Eggertsson smiður annaðist smiði og uppsetningu þeirra. . . » 4 VEITING undanþága frá atvinnu- réttindum var mjög til umræðu á fundi skipstjóra og stýrimannafé- laga á Norðurlöndum í byrjun septembermánaðar sl. Morgun- blaðinu hefur borist eftirfarandi í því tilefni frá Stýrimannafélagi ís- lands: „Samtök skipstjórnarmanna á Norðurlöndum, sem hafa innan sinna vébanda félög skipstjórn- armanna í Danmörku, Færeyj- um, íslandi, Svíþjóð, Finnlandi og Noregi, ræddu á fundi sínum í Kaupmannahöfn dagana 6.-7. september 1984, undanþágu- vanda með hliðsjón af að yfir- völd veita undanþágur bæði til skipstjórnar og vélstjórnar. A fundinum voru veittar upp- lýsingar um að á íslandi hafa á 12 mánaða tímabili verið gefnar út 1.592 undanþágur fyrir yfir- menn á skimim. Þegar tillit er tekið til þess að um það bil 75% þjóðarteknanna er aflað á hafinu (fiskveiðar og siglingar), er uggvænlegt að yf- irvöld og útgerðir viðurkenni slíka minnkun á kröfum til hæfni yfirmanna, sem bera ábyrgð á öryggi skipsins. Það er mat fundarins, að ör- yggið sé fyrir borð borið, þegar ótakmarkaðar undanþágur eru Yeittar mönnum, sem hafa hvorki næga fræðilega né verk- lega kunnáttu, til þess að stjórna skipi eða hirða um vélar þess. Afleiðingin af sveigjanleika yfirvaldanna gagnvart mennt- unarkröfum er að aðsókn að stýrimanna- og vélstjóraskólun- um hefur hrapað niður í þriðj- ung þess sem áður var. Þegar verst lætur getur van- kunnátta yfirmanna leitt til manntjóns. Einróma aðvarar fundurinn yfirvöld á íslandi, sem og í öðr- um löndum, mjög eindregið við að.draga úr kröfum til hæfni skipstjórnarmanna."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.