Morgunblaðið - 07.11.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.11.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984 Bragi Asgeirsson: Kaupmannahö fn Af minnisblöðum myndverkasmiðs III — Ekki verður hjá því komist að taka eftir fjölgun þeldökks fólks í stórborgum Evrópu, en þetta fólk vill flest til vinna að verða ekki sent aftur til síns heima. Fylgir því bæði gott og illt, og er það sýnu verst, að það mis- notar einmitt fengið frelsi líkt og stúdentarnir forðum. Þeir koma með sína siði, sem þeir vilja ekki leggja af og myndast því sérstök hverfi utangarðsfólks. Til þess er tekið, að fæstir hafa verzlunarvit á við vestrænt fólk og nenna t.d. kjötsalar ekki að hafa nema eina kjöttegund á boðstólum dag hvern, og eru því verzlanir þeirra auðþekkjanlegar, því að Danir eru snillingar um vöruúrval af öllu tagi. Almennar reglur á baðstöð- um eru oft ekki virtar af þessu fólki og fylgir því óæskilegur sóða- skapur. Einhvern veginn eru gæslumenn mildari við það en landa sína og aðra hvítingja og vilja sennilega ekki vera ásakaðir um kynþáttafordóma. Sýnu verst er, að víða hafa þeir lagt undir sig eiturlyfjasölu, stjórna vændi í heilu hverfunum — ránum á sak- lausa ferðalanga og svo öðrum glæpum. Það merkilega við þetta er, að viðkomandi koma frá löndum, þar sem harðar refsingar eru við smá- vægilegustu brotum — smáþjófar missa eyru og limi, og líflát eru daglegt brauð. Almenningur í Evrópu er reiður út af ástandinu, því að víða er stórhættulegt að vera einn á ferð eftir að skyggja tekur — jafnvel í neðanjarðar- brautum. Menn sjá í gegn um það, að stjórnarvöld eru rög við að beita þetta fólk hörku og senda heim, vegna þess að það kemur margt frá olíulöndunum. En það er einmitt hér, sem borgaryfirvöld eiga að byrja að hreinsa til, því að glæpahyskið, er dafnar svo vel í vestrinu, er varla nema nokkur prósent af öllu þeldökka fólkinu. en grómar alla heilbrigða starf- semi, þar sem það kemst nærri. Alvarlegast er, að það kemur óorði á annað þeldökkt fólk og stóreyk- ur á erfiðleika þess. Eins og ávallt, þegar ég dvel í K.höfn, fór ég reglulega í gufubað og þá oftast í gömlu sundhöllinni á Austurbrú. Það er sérstök af- slappandi athöfn að fara í gufubað og nokkur list, ef á að njóta þess til fulls. Menn hafa stundað böð af öllu tagi frá því að sögur hófust og vitað er, að á miðöldum var það útbreidd venja að fara í gufubað reglulega. Þó að fólk þvæði sér ekki dags daglega og almenningur væri í sömu lörfunum, þar til þeir hrundu af þeim, þá gátu menn ekki verið án gufubaða. Þau voru iík og almenn samkomuhús eða Hinn nafntogaði málari Richard Mortensen í upphafi ferils síns (1934). fréttastofur á vorum dögum — fólk streymdi í gufuböðin og var þar tímuunm saman. Hér hittust menn og konur og ræddu saman án blygðunar yfir nekt sinni. Regluleg böð voru talin til lífs- nauðsynja jafnvel meðal hinna fá- tækustu, til jafns við mat, drykk og húsaskjól. Frá fimmtándu öld eru til dæmi um að ríkir gáfu eða arfleiddu baðstofur til fátækra, sjálfum sér til sáluhjálpar. Gufu- böð urðu að samkomustöðum, og þróuðust í að verða eins konar veitingastaðir eða klúbbar, þar sem fólk ekki einasta borðaði og drakk, heldur leitaði frétta og stunduðu teningaspil og tafl. Um aldamótin 1500 breyttist þetta fullkomlega því að syfilis hafði þá nýlega komið til Evrópu og höfðu menn trúverðugan grun um að baðstofurnar ykju útbreiðslu hins voðalega sjúkdóms. Baðstofunum var því lokað og missti þá margur einu hressinguna er borgirnar höfðu upp á að bjóða. í suðrinu lyfti endurreisnartímabilið lík- ama mannsins aftur á þann stall er hann hafði verið á stórveldis- tímum Grikkja og Rómverja. En í norðrinu prédikaði klerkavaldið um holdsins synd og pínu en hreinleika sálarinnar. Um aldir var það næstum álitin synd að halda likama sinum hreinum og hann skyldi vandlega falin sbr. tizkuna á tímunum. Fötin skyldu vera hrein en innan þeirra réði skíturinn og nitin. Það var svo ekki fyrr en á þessari öld að böð urðu aftur almenn. — Menn eiga sína uppáhaldsbaðstaði eins og annað, og þannig hugnuðust mér alls ekki nýju baðstaðirnir í Kaup- mannahöfn. Hinir gömlu, sem voru reistir á kreppuárunum, hafa yfir sér ólíkt meiri reisn en þeir nýju, þar sem menn eru með sparnaðaræði á velmegunarárum. Jafnvel sundlaugin og gufubaðið i hinni reisulegu heilsuræktarstöð Carlsbergs-verksmiðjanna, sem var stuttan spöl þaðan sem ég bjó, þótti mér hallæri miðað við baðið á Austurbrú. Þangað fór ég eins oft og ég gat, þótt ferðin tæki mig 45 mínútur hvora leið. Menn eru léttstígir sem hlaðnir kjarnorku, er þeir koma þaðan. En einu hefur hrakað og það er eftirlitið með að reglur séu haldn- ar. í gamla daga fór allt í háaloft, ef einhver braut af sér, en agi er hér einmitt nauðsynlegur, því að hann skapar frelsi fyrir alla, en brot á reglunum bakar öllum óþægindi. Eg man eftir einum miklum og myndarlegum rum, er var ljúfmennið sjálft, þar til ein- hver braut reglurnar. Þá breyttist hann í villidýr og var kostulegt að sjá aðfarirnar. Þótt starfsliðið sé síst minna en áður, er eftirlitið slælegra, og hér ganga þeldökkir menn mjög á lagið með miklum látum og bægslagangi á stundum. Sumir hvítir gera það raunar líka og má þá minnast á það hér, að heimskan er náttúrugáfa, sem sumum hefur hlotnast — en skal ekki misnotuð. Þetta er hér sett fram vegna þess, að e.t.v. kemur það hvergi betur í ljós en í bað- stofum, hve frelsi er afstætt hug- tak i mörgum tilvikum. — Eitt er það frelsi, sem Danir kunna að fara með, og það er frelsið að vera skemmtilegur og lifa lífinu lifandi fram á gamals aldur. Þeir eru stöðugt með ein- hver uppátæki til að gera tilver- una bjartari, og þótt þunglyndi herji á marga, er lífskrafturinn Þessi írska stríðsöxi frá því 1600—1300 fyrir Kristsburð, minnir einna helst á nútíma höggmyndalist. Það var svo ekki fyrr en á þessari öld að fólk úr öllum stéttum fór aftur að rækta líkamann með böðum. Mynd: Jaques Henri Lartigue. Gufuböð á miðöld- um — menn taki eft- ir blóðhornunum á baki baðgestanna. óbugandi í öðrum. Það sannaðist á gamla karlinum honum Karli Nielsen, er 82 ára að aldri tók stúdentspróf nú í sumar eftir 66 ára lestrarhlé. Var hann ekki ánægðari en svo með einkunnirn- ar, sem voru þó mjög viðunandi, að hann ákvað að halda ekki áfram og leggja út í langt háskóla- nám! Hafði sett sér mark hér. Að hætti suðrænna þjóða hafa borgarbúar komið sér upp þriggja daga kjötkveðjuhátíð, og í sumar var þar dansaður samba um hvíta- sunnuna — frá laugardegi til mánudagskvölds. Það var mikill gáski í fólkinu á laugardeginum síðdegis, er ég lagði leið mina í miðborgina og tók um stund þátt í pataldrinu — full mikill kannski á stundum, og hátíðin var um sumt nokkuð yfirborðsleg og norræn. Fólk litaði t.d. andlit sín með ódýrum plastlitum í stað leikhús- farða, sem er hið eina rétta. Yfir helgina var ég að vinna á verk- stæðinu og missti því af tveim seinni dögunum. Hélt þó í borgina á mánudagskvöld, en hrökklaðist fljótt heim aftur, því að sóðaskap- urinn var yfirgengilegur og mikið um leiðinlegt og kófdrukkið fólk. En þessu með sóðaskapinn var fljótlega kippt í lag. Mikla athygli vakti það, að á meðal þeirra er seldu ólöglegan bjór í hagnaðar- skyni báru menn kennsl á ýmsa þá er harðast berjast gegn markaðs- frelsi og mest ámæla gróðafíkn- inni! — Það er annars mannbót, að fólk sleppi sér lausu í nokkra daga á ári og mættum við Reyk- víkingar taka upp á einhverju slíku, því að við erum snillingar í því að gera hátíðisdaga okkar að leikhúsi þurrpumpuleikans. Annað, sem var sýnu áhrifa- meira en kjötkveðjuhátíðin, var fótamenntaræðið, er greip um sig, meðan á Evrópumeistarakeppni stóð, en þar börðust Danir eins og sannir víkingar. Æðið greip einnig um sig hjá fólki, sem annars hefur lítinn sem engan áhuga á bolta- leikjum. Fylgdist ég hér grannt með og hafði mikla skemmtan af. En mér þótti þó sýnu skemmtileg- ast að lesa grein, er birtist í Extrablaðinu eftir tapið gegn Frökkum í fyrstu umferð, þvi að hún lýsir Dönum svo vel. Fyrir- sögn greinarinnar var „Hurra vi tabte", og lýsir greinarhöfundur gangi sögunnar aftur í aldir, og kemur þá í ljós, að mestu upp- gangstímar í sögu þjóðarinnar hafi orðið eftir einhver mikil skakkaföll á vígvellinum — þá hafi einmitt allt farið að blómstra. Hér voru sem sagt raktir upp ótvíræðir kostir þess fyrir dönsku þjóðina að tapa — tap væri ein- mitt styrkur hennar. Stórsnjöll og launkímin grein, en táknrænast var sennilegast, að eftir þetta tap fyrir Frökkum hófst sigurganga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.