Morgunblaðið - 07.11.1984, Page 50

Morgunblaðið - 07.11.1984, Page 50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984 50 Kristín Mikaels- dóttir - Minning Fedd 27. igúst 1918 Dáin 28. aprfl 1984 Æskuvinkona mín, Kristín Mikaelsdóttir, lést á Akureyri 28. apríl sl. eftir alllanga bráttu við illvígan sjúkdóm. Sú barátta var háð af meðfæddri bjartsýni og já- kvæðu viðhorfi til lífsins uns yfir lauk. Við kölluðum hana alltaf Stínu Mikaels. | Foreldrar hennar voru Mikael Guðmundsson, skipstjóri frá Hrís- ey, og kona hans, Gunnlaug Krist- jánsdóttir frá Akureyri, glæsileg hjón og mikilhæf af eyfirskum ættum, sem hér verða ekki raktar. Foreldrar okkar Stínu giftu sig i á Akureyri sama daginn, 29. sept- ember 1917 ásamt tvennum hjón- j um öðrum og fluttu í sama hús, , Aðalstræti 17, á brúðkaupsdaginn. í því húsi fæddumst við Stína tæpu ári seinna og var vika á milli okkar. Með árunum fjölgaði börn- um í húsinu og samgangur var ná- inn milli heimilanna. Við börnin undum okkur við leiki á „balan- i um“ heima og í grasi grónum brekkum, en seinna freistaði okkar flæðarmálið, þar sem við fundum furðulegustu hluti, sem við töldum af hafi rekna og sömd- um um þá ýmis ævintýri og þá voru uppi fjálglegar getgátur um upprunann. Nú er þessi töfrandi, en oft miður hreinlegi leikvangur bernskunnar, horfinn undir upp- fyllingu og akbraut fyrir löngu. Er Stína var á fjórða ári missti hún föður sinn er sá hörmulegi atburður varð, að fiskiskipið „Tal- isrnan" fórst við Vestfirði seint í mars 1922, en Mikael var skip- i stjóri á „Talisman". Ég man glöggt þann dag, sem fregnin barst um bæinn okkar. Eg var á leið um Aðalstrætið með föður mínum. Maður vék sér að okkur við „gamla spítalann" og mælti lágt nokkur orð við pabba, gekk svo burt. Sextíu ár hafa ekki máð út minninguna um ýmis atvik þenn- an ömurlega dag, þegar sorgin knúði dyra hjá frændfólki og vin- um. Gunnlaug stóð nú uppi ekkja með þrjú ung börn, Stínu, ekki fjögurra ára, Kristján á öðru ári og Guðmund á fyrsta ári. Móðir hennar, María Jónasdóttir, flutt- ist á heimilið til þeirra, en hún lést tveimur árum seinna, í maí 1924, aðeins rúmlega sextug, elskuleg og falleg kona. Þremur árum eftir missi manns sins giftist Gunnlaug ágætum manni, Jóhannesi Jónassyni, yfir- fiskimatsmanni og síðar verk- stjóra, sem reyndist stjúpbörnum sínum frábærlega vel og gekk þeim í föður stað. Og það sagði Stína mér síðar, að hún hefði ekki getað hugsað sér betri föður en Jóhannes stjúpa sinn. Þó mundi hún vel föður sinn og varðveitti minningu hans sem helgan dóm. Jóhannes reisti þeim hús á Eyr- arlandsvegi 20 af miklum mynd- arskap og þangað flutti fjölskyld- an sumarið 1926. Og mikið saknaði ég Stínu. Ég skildi ekki hvers- vegna hún vildi flytja úr Fjörunni okkar góðu og út á gróðurlausu Brekkuna, sem þá var að byggjast. En eftirvænting Stínu og glað- lyndi þerraði öll skilnaðartár. Við vorum aðeins átta ára gamlar, bráðar til brosa og tára. En ailtaf bar hún hlýjan hug til „gamla hússins heima“ og oft heimsóttum við hvor aðra á bernsku- og ungl- ingsárum. Þau hjónin Gunnlaug og Jó- hannes eignuðust einn son, Mika- el, nú deildarstjóra, búsettan á Akureyri. Þá var á heimili þeirra móðir Jóhannesar, Hólmfríður Einarsdóttir og Margrét systir hans. Þau systkinin höfðu áður tekið til fósturs Magnús J. Krist- insson nú rafvélav.m. í Reykjavík. Gunnlaug lést á Akureyri 7. ágúst 1957, en Jóhannes maður hennar 13. september 1964. Þeir þættir í skapgerð Stínu, sem fyrr voru nefndir, bjartsýni, glaðværð og jákvæð lífsviðhorf, komu snemma í ljós. Á barnsaldri skaraði hún fram úr í leikfimi, var mjög efnileg í þeirri íþróttagrein. En hún slasaðist á handlegg á æf- ingu og átti í þeim meiðslum árum saman, beið þeirra í raun aldrei alveg bætur. En hún lét ekki hug- fallast við þessa bitru reynslu heldur tók henni með jafnaðargeði og sætti sig við orðinn hlut. Stína hugleiddi löngum dulræn efni og ég tel, að þannig hafi henni oft borist styrkur á erfiðum stundum fyrr og síðar því hún var einlæg í trú sinni. Að öðru leyti liðu unglingsárin í áhyggjuleysi á hinu geðþekka myndarheimili foreldranna. Hún tók ríkan þátt í skátastarfi, starf- aði í unglingastúku og stundaði nám í húsn æðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði fyrsta starfsvetur hans, og einnig í Iðnskólanum á Akureyri. Á milli vann hún við verslunarstörf á Ak- ureyri og í Reykjavík. En tónlist- in, söngur, átti hug hennar allan og einn vetur var hún við nám í píanóleik hjá Rögnvaldi Sigur- jónssyni píanóleikara í Reykjavík. Árum saman var hún félagi í Kantötukór Akureyrar undir stjórn Björgvins Guðmundssonar, tónskálds og einnig í söngfélaginu „Gígjan" sem Jakob Tryggvason stjórnaði. Ég minnist stunda þeg- ar hún greip í hljóðfæri og lék þá oftast klassísk lög, sem túlkuðu og virtust tilheyra rómantík þessara liðnu ára. Við vorum sex vinkonur, sem héldum hópinn meðan allar áttu heima norðan heiða og hittumst reglulega vetrarlangt, en leiðir skildi á vorin, þegar skóla var lok- ið og önnur störf, sumarstörfin, kölluðu að. Oft var kátt á hjalla og það er birta yfir minningu hinna dimmu vetrarkvölda, sem við eyddum v;ð spil og spjall. Stínu fylgdi alltaf hressandi blær og glaðværð og þetta hýrlega bros. Hún er sú þriðja í hópnum okkar, sem hverfur héðan af sviðinu. Stundum kom það fyrir að við, sem áttum heima í bænum, hjól- uðum á sumarkvöldum, eins og þau gátu fegurst orðið við Eyjafj- örð, fram fyrir brýrnar, sátum þar á bökkum árinnar og dáðumst að hólmunum, sem spegluðust í lygn- unni og töfraðir af fegurð um- hverfisins reyndum við að fella í stuðla móðurmáls okkar, hughrif stundarinnar. En þó framleiðslan yrði lítt frambærileg lýsa þessi sólskinskvöld í gegnum ár. Stína giftist eftirlifandi eigin- manni sínum, Ragnari Sigurðs- syni frá Syðra-Hóli, Eyjafirði, sölustj. hjá Fataverksmiðjunni Heklu, 27. nóvember 1943. Þau stofnuðu indælt, smekklegt heim- ili að Eyrarlandsvegi 20 og áttu þar heima um 10 ára bil, er þau fluttu í eigið hús, Hrafnagils- stræti 28, þar sem þau bjuggu æ síðan. Stína var fyrirmyndarhúsmóðir og heimili þeirra bar vott um smekkvísi og fegurðarskyn. Börn- in urðu fimm; Mikael bifreiða- stjóri, kvæntur Auði Halldórs- dóttur, Emil skipaverkfræðingur, kvæntur Birnu Bergsdóttur, Gunnlaug Hanna, húsmóðir, gift Gísla Guðjónssyni skipstjóra. Brynja sjúkraliði og Ragna Krist- ín sjúkraliði. Barnabörnin eru níu. Þegar börnin fóru að stálpast fékk Stína sér vinnu utan heimilis, einnig gaf hún sig að félagsstörf- um, t.d. starfaði hún í kvennadeild Slysavarnafélagsins á Akureyri, um þann þátt ævi hennar er mér ekki nógu kunnugt. En ég veit, að þar hefur munað um hennar fram- lag og störf hennar verið unnin af einlægni og metin eftir því. Hlýtt og glaðlegt viðmótið aflaði henni hvarvetna vinsælda. Á síðari árum beindist áhugi Stínu mjög að ættfræði og mun hún hafa viðað að sér talsverðum fróðleik á því sviði. Ég er þakklát fyrir samfylgd Stínu um ævina. Og þótt stundum liðu ár milli samfunda slitnuðu aldrei tengslin milli okkar og ekk- ert bil þurfti að brúa þegar fund- um bar saman á ný. Ég vona og bið þess að bjargföst trú hennar og traust á handleiðslu hins góða, sem entist henni til hinsta dags, og ekki síður hetju- legt æðruleysi hennar i veikindum síðustu ára verði ástvinum hennar styrkur í sárum missi. Stína var lögð til hinstu hvílu í átthögum okkar, sem hún unni svo mjög, á Höfðanum, þaðan sem sjá má hlýlega byggð Eyjafjarðar í suðri, svalan Kaldbak í norðri. í vestri standa Súlur vörð, en fram- undan Pollurinn með sinn breyti- lega flöt. Ég votta Ragnari, börnum hans og fjölskyldum þeirra, bræðrum Stínu og fjölskyldum, frændfólki og vinum einlæga samúð. Guð blessi minningu hennar. Ásta Björnsdóttir i Minning: Hannes Þjóðbjörns- son — Akranesi Fæddur 20. janúar 1905 Dáinn 2. október 1984 Aðfaranótt 2. október 1984 varð Hannes Þjóðbjörnsson í Hvammi á Akranesi bráðkvaddur á heimili sínu án þess að nokkur fyrirvari væri þar á, því heilsan var góð eins og ævinlega. Hannes Þjóðbjörnsson var Borgfirðíngur að ætt og uppruna. Hann var fæddur í Kjalardal í Skilmannahreppi, uppalinn í stór- um systkinahópi á Neðra-Skarði í Leirársveit. Ættir hans eru þekkt- ar merkisættir um Borgarfjörð og víðar. Faðir hans, Þjóðbjörn Björnsson var rausnarbóndi á Neðra-Skarði, hans foreldrar voru Björn Björnsson, bóndi á Hrísum í Flókadal. Hans kona var Þjóð- björg Jónsdóttir, Sigurðssonar, hans kona var Guðríður skáld Jónsdóttir í Múlakoti i Lundar- reykjadal. Þegar lengra er rakið liggur föðurættin til Dalamanna. Móðir Hannesar, kona Þjóð- bjarnar á Neðra-Skarði, var Guð- ríður Auðunsdóttir af hinni kunnu Grundarætt. Hennar foreldrar voru Auðunn Vigfússon, Gunn- arssonar bónda á Grund, sem þekktur er um borgfirska byggð, sem ættfaðir hinnar fjölmennu Grundarættar, sem margir kann- ast við hér um slóðir og víðar. Kona Auðuns, móðir Guðríðar, var Vilborg Jónsdóttir Þórðarson- ar, hreppstjóra og bónda á Gull- berastöðum, og konu hans, Guð- ríðar Sveinsdóttur. Hún var al- systir Ljótunnar Sveinsdóttur prests í Grímsey og víðar. Ljótunn var kona Jóns Þorvaldssonar, bónda á Hesti, þeirra sonur var Rógnvaldur, útvegsbóndi í Skáia- tanga, langafi minn. Þannig sést að við Hannes vinur minn kær vorum frændur. Svo eru konur okkar frænkur. Hans kona, Rann- veig fra Skálholtsvík í Stranda- sýslu, mín kona Guðný frá Úti- bleiksstöðum I Húnavatnssýslu. Þorvaldur, faðir Guðnýjar, og Rannveig voru systrabörn. Það getur verið gaman fyrir unga fólk- ið að vita ætt sína. Hannes vann mörg sumur við brúarmíði, þess má geta, að hann var einn þeirra sem vann við smíði brúarinnar á Hvítá í Borgarfirði sumarið 1928. Það var vel af sér vikið að ljúka því stóra verki á einu sumri með handafli einu. Okkur sem lifum á tækniöld er lítt skiljanlegt hvern- ig þetta verk var framkvæmanlegt án tækja og véla. Hætt er við að fáum litist nú til dags á verkefniö, ef vinna ætti með höndum einum. Hannes var maður laghentur að eðlisfari og fékkst við eitt og ann- að. Það má segja að kynni okkar Hannesar hæfust fyrir alvöru þeg- ar þær frænkur, konur okkar, voru báðar orðnar búsettar hér á Skag- anum. Nú, svo var það 1945, að við fluttum á Suðurgötuna, í næsta hús við Hvamm, hús þeirra Hann- esar og Veigu, þó hinum megin götunnar. Þau Hannes og Rannveig munu hafa verið gefin saman í hjóna- band af Friðrik Friðrikssyni þann 4. desember 1937. Þá stofnuðu sitt heimili í Hvammi (Suðurgötu 87) og þar hafa þau átt sitt heimili síðan. Rannveig Jóhannesdóttir er Norðlendingur, sem fyrr segir. Hún var leiðbeinandi í matjurta- rækt norðanlands, útskrifuð úr húsmæðraskóla, réðst svo kokkur til Akraness á nýtt farþega- og flutníngaskip, ms. Fagranes, sem var í áætlunarferðum á leiðinni Akranes — Reykjavík, þaðan kom hún til Hannesar. Börn þeigra hjóna eru fimm, talin hér í aldursröð: Sigurjón, smiður og atvinnurek- andi, kona Guðlaug Bergþórsdótt- ir, þau eiga þrjár dætur. Fanney, húsmóðir í Borgarnesi, maður Hreiðar Jóhannsson, þau eiga fimm börn. Þjóðbjörn, vélstjóri, kona Kristún Gísiadóttir, þau eiga einn son. Guðríður, húsmóðir, maður Jóhann Þóroddsson, vél- stjóri, þau eiga þrjú börn. Og Guð- bjartur, skólastjóri á Akranesi, kona Sigrún Ásmundsdóttir, þau eiga eina dóttur. Börnin búa fjög- ur á Akranesi og eitt í Borgarnesi. Þetta er myndarfólk, gott og vel gefið. Kunningsskapurinn við Hannes og Veigu varð fljótt að vináttu, vegna þess vinarþels og hlýju, sem af þeim hjónum ljómaði. Þessi innilega gleði og létt viðmót hve- nær sem þeim var mætt, heima eða heiman. Þá má ekki gleyma greiðvikninni og hjálpseminni, sem alltaf var fyrir hendi. Hannes og Veiga eignuðust nokkur lömb eftir fjárskipin 1951, og höfðu aðstöðu fyrir þau í húsi á lóðinni við Hvamm. Þetta veitti þeim ómælda gleði og hamingju, að snúast í þessu búsýsli. Hannes vissi að ég hafði gaman af kindum og búskap, því var það hann bauð mér að koma með nokkur lömb til sín. Það skyldi eitt yfir kindur okkar ganga og þáði ég þetta góða boð. Svo var það þegar ég gerðist bóndi á Eystra-Miðfelli 1953 að mig vantaði að fjölga kindum mínum. Þá var erfitt að fá líflömb keypt, allir voru að fjölga sínum fáu kindum. En Hannes vissi hvað mér leið og bauð mér gimbrarlömb sín, svo ég næði mín- um stofni upp. Svo komu aðrir góðir Akurnesingar einnig og buðu mér gimbrar, þeir vildu að ég næði mér sem fyrst á strik I bú- skapnum. Þannig hfa Akurnes- ingar alltaf verið mér sannir og hjálplegir, þeirra greiða og vin- arhug mun ég lengi muna. Við Hannes vorum í ýmsu saman á þessum árum hér á Akranesi. Hann var langa tíð landmaður hér á bátunum, oft landformaður. Hann bað mig að vera fastráðinn til að keyra bjóð o.fl. þegar róið var og vörubílastöðin lokuð. Einn- ig bað hann mig að vera varamann á bátnum, þannig ef mann vant- aði, vegna veikinda eða í loðnu- beitningu, þá mætti kalla á mig. Þannig var þetta í nokkrar vertíð- ir. Því stóðum við Hannes oft við sama beitningarborðið og einnig í fiskaðgerð, því þá gerðu land- mennirnir að fiskinum, komu hon- um á vikt og afhentu kaupendum. Já, það var í ýmsu að snúast, svo þurfti að huga að búsýsli í frí- stundum. Þess ber að geta hér, að Veiga var áhugasöm fyrir um- hirðu kindanna, nærgætin og frábærlega mikil búkona. Þau hjón voru sannarlega samtaka í því starfi sem öðru, alltaf þessi glaðværð og góði hugur á hverju sem gekk, þau voru sönn fyrir- mynd góðra hjóna. Þannig var þeirra umhyggja fyrir börnum, vandamönnum og vinum, við nut- um þar góðs af, því er þakklætið efst í huga á kveðjustund. Það eru ótal margar hamingjustundir, sem gimsteinar geymdar í sjóði minninganna. Hannes var maður hægur, stilltur og prúður, glaðlegur geðprýðismaður og góður vinnufé- lagi. Hann var hamingjusamur f sínu einkalífi, átti sér samhenta gæðakonu, sem var honum mikill og góður lífsförunautur, sem hann kunni vel að virða. Þau voru gest- risin hjónin, innan þeirra veggja leið öllum vel, þar ríkti gleði og hamingja. Þau áttu barnaláni að fagna, börnin sýndu foreldrum sínum manndóm og hlýtt hjarta, þannig var fjölskyldan öll. Grunn- ur að hamingju var lagður af þeim gömlu hjónunum, á þeim grunni hefur öll fjölskyldan byggt farsælt líf og hamingjuríka daga. Þetta mætti verða öðrum til fyrirmynd- ar, það er gæfuleið. Hannes átti langan starfsdag, honum féll aldrei verk úr hendi. Ungur maður vandist hann vinnu, trúmennsku í orði og verki, orð- heldni, skilvísi og öðrum góðum mannkostum. Þessar dyggðir voru honum sem f blóð bornar, þvf haldnar til hinstu stundar. Hann- es var lítt gefinn fyrir hól, það sem hér hefur verið sagt er ekki hól, heldur blákaldar staðreyndir, sem koma f hugann þegar þessi heiðursmaður er kvaddur. Það kallast guðsgjöf að hafa aldrei átt erindi á sjúkrahús, nærri áttræð- ur maðurinn, hafa mátt vinna heilsugóður allt sitt lff, átt ham- ingju að mæta f einkalífi og sofna loks útaf f rúminu sínu hjá sfnum ástkæra lífsförunaut, sáttur við allt og alla, alsæll án allra þján- inga. Mér er efst í huga að óska vini mínum til hamingju með unn- inn sigur. Það veit ég að ástvinir munu einnig gera, það heyri ég á konu hans. Hannes var maður hamingjunn- ar, sjálfur lagði hann ekki illt til nokkurs manns, en reyndist drengur góður sinni samfylgd. Hann sannaði okkur það að hver er sinnar gæfusmiður. Um leið og honum eru færðar bestu þakkir fyrir góð kynni, vin- áttu og glaðar stundir, er honum árnað fararheilla á landi ljóss og friðar. Bestu samúðarkveðju sendum við ástvinunum, kona mín og fjöl- skylda. Valgarður L. Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.