Morgunblaðið - 07.11.1984, Page 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984
mnmn
• 1983 Unlvirul Irm SynUluta
,,Ég hjátpab þér ef p(p
zetCaL' bara ab éiíja þarna. 05 bauU.“
Ég hafði sjálfur látiö mér detta
í hug einglyrni?
HÖGNI HREKKVlSI
ÉG FANKJ VE5KIÐ HAM5 HÖÖWA."
rniWimí
í otucin ;j
Mannlíf í Austurstræti á björtum sumardegi.
Austurstræti
Eldri borgari skrifar:
Fyrir nokkru kom fram í dálk-
um þínum gagnrýni á að leyft var
að gera göngugötu Austurstrætis
að markaðssvæði fyrir ýmiskonar
söluvarnig, upp og ofan að gæðum.
Sumt reyndar heldur lélegt. Um
þessa ráðstöfun borgaryfirvalda
munu vera deildar meiningar.
Þegar ég las framansagt kom mér
annað í hug í tilefni af útliti göt-
unnar. Þar á ég við hinar ferkönt-
uðu upphækkanir, sem eru hlaðn-
ar upp með stórum grófhöggnum
grágrýtissteinum, sem falla ekki
vel við slétt yfirborðið á gang-
stéttarhellunum. Fyllt hefur verið
upp með mold, síðan sléttað og
lagt grastorf ofan á og þarna
myndast dálitlir grasfletir. Þessi
frágangur hefur ekki fengið að
vera í friði, sennilega fyrir hirðu-
leysi unglinga. Þar sem gras á að
vera, er lítið annað að sjá en mold-
arflög, sem blasir við augum árið
um kring, vegfarendum til ama og
leiðinda.
Margt hefur verið vel gert í
borginni okkar. Ég efast ekki um
að ráðamenn borgarinnar munu
geta ráðið bót á framangreindum
atriðum, sem hér hefur verið
minnst á. Þá er að minnast þess að
þegar Austurstræti var gert að
göngugötu, þá stóð til að allri göt-
unni, milli Lækjargötu og Aðal-
strætis, yrði breytt, eingöngu fyrir
gangandi vegfarendur. Mótmæli
komu fram um þetta, að talið var
frá kaupmönnum, sem eiga versl-
anir við vesturhluta götunnar og
töldu ekki hag sínum borgið með
þeirri ráðstöfun að afleggja bif-
reiðaumferð. En e.t.v. verður öll
gatan ætluð gangandi vegfarend-
um með hinu nýja miðborgar-
skipulagi, ef það kemst í fram-
kvæmd.
Þá vil ég að síðustu minnast á
ókost, sem umræddar upphækkan-
ir hafa í för með sér. Það er að
þær þrengja verulega rými göt-
unnar, því að í góðu veðri á sumrin
safnast mikill fjöldi fólks á þenn-
an miðpunkt borgarinnar.
Útvarpshræsni Eiðs
og Alþýðuflokksins
Margrét Jónsdóttir laganemi
skrifar:
Kæri Velvakandi.
Hafandi hlustað á málflutning
Eiðs Guðnasonar, fyrrum
starfsmanns ríkisfjölmiðlanna, í
Kastljósi föstudaginn 2.11. s.l. get
ég ekki lengur orða bundist og
sendi þér hér nokkrar línur.
í fyrrgreindum þætti lýsti Eiður
þeirri skoðun sinni að menn ættu
að vera jafnir fyrir lögunum. í sömu
andrá kvartaði hann sáran yfir
því að frjálsu útvarpsstöðvarnar í
Reykjavík hefðu fengið að starfa í
nokkra daga án þess að opinberir
aðilar siguðu lögreglusveitum sin-
um á þær. Hefur hann nú krafist
sérstakrar rannsóknar á þessum
drætti.
Nú skyldi maður ætla, að Eiður,
sem situr á þingi fyrir Vestlend-
inga þekkti til aðstæðna í sínu
kjördæmi. Það er nefnilega stað-
reynd að hvergi á landinu hafa
einkaútvarpsstöðvar starfað með
jafn miklum blóma, náð jafn víð-
tækri útbreiðslu og vinsældum, en
PlaslmoV_J
jakrennur og fylgihlutir
10 ára ábyrgð.
B.B.BYGGINGAVÖKUR HF
einmitt í Vesturlandskjördæmi,
t.d. í ólafsvík, Borgarnesi og
Stykkishólmi. Allar þessar einka-
reknu stöðvar hljóta þó að brjóta
einokunarlög Ríkisútvarpsins. Og
hafa gert í nokkur ár.
Og þá vaknar spurningin:
Hvernig getur Eiður í sömu andrá
krafist þess að einkareknum
stöðvum sé lokað í Reykjavík, en
stöðvarnar á Vesturlandi starfi
áfram?
Hvert mannsbarn sér í gegnum
þessa hræsni þingmannsins, sem á
annan bóginn krefst jafnréttis
fyrir lögunum og á hinn bóginn að
einokunarlögin nái ekki út fyrir
Elliðaárnar.
Eða. Hvers vegna hefur Eiður,
fulltrúi Vestlendinga á löggjafar-
þingi þjóðarinnar, ekki krafist
rannsóknar á þeim drætti, sem
orðinn er á því að útvarpsstjóri
(sem virðist kæra einkastöðvar
eftir ósk siðblindra kerfiskarla)
kæri einkareknu útvarpsstöðvarn-
ar í kjördæmi hans?
Eða. Eru Vestlendingar „jafnari
fyrir lögunum" af þeirri einu
ástæðu að þeir hafa í hendi sér
hvort Eiður Guðnason hefur at-
kvæðisrétt í sölum Alþingis?
Engu er líkara, ef dæma á eftir
umræðunum á Alþingi, en um-
ræddur þingmaður Vesturlands
hafi tekist að fá allan Alþýðu-
flokkinn til stuðnings við hræsn-
isfulla afstöðu hans.
Kleifhuga afstaða og ofstæki
Eiðs og Alþýðuflokksins í út-
varpsmálunum eru í svo hróplegu
ósamræmi við þann orðstír, sem
Vilmundur heitinn og fleiri frjáls-
lyndir kratar höfðu áunnið flokkn-
um, að þar er ekkert minnir á
„Hvert mannsbarn sér í gegnum
hræsni þingmannsins, sem á annan
bóginn krefst jafnréttis fyrir lögun-
um og á hinn bóginn að einokunar-
lögin nái ekki út fyrir Elliðaárnar,“
segir Margrét Jónsdóttir laganemi
m.a. í bréfi sínu.
„hinn nýja flokk á gömlum
grunni". Er nema von að fylgis-
hrun Alþýðuflokksins sé orðið,
sem raun ber vitni, þar sem flokk-
urinn er nú orðið sálarlaust rek-
ald, fulltrúi rammasta afturhalds
og kerfiskalla miðaldamyrkursins.
Ljóst er að bálför frjálslyndra
afla í Alþýðuflokknum verður far-
in í næstu kosningum.
Hræsnisfullur kerfiskarl á Al-
þingi, fulltrúi deyjandi stjórn-
málaafls, sem nuggar sér upp við
fréttastofur ríkisins í von um,
bæði í senn, vægð og upphefð fyrir
sig og sinn flokk, hlýtur að vekja
ógleði meðal almennings i þessu
landi. ' >.