Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1984 ÚTVARP/SJÓNVARP Austfjarða- rútan Það bar margt girnilegra rétta fyrir augu og eyru þess, er sat að veisluborði ríkisfjölmiðlanna þessa helgi, eða hvað segja menn um framreiðslu Martin Ritt á Normu Rae á laugardagskvöldið var. óþarfi að fara mörgum orð- um um þann veislurétt. Nú en það er ekki ætlun mín að fara á hundavaði yfir dagskrána, stekk jafnvel yfir Bryndísi, sem var í óvenju glæsilegum kjól á föstu- dagskveldið, staðnæmist fremur við það dagskráratriði er situr helst í minni að afloknu fjölmiðla- slarki helgarinnar, þátt er var á dagskrá klukkan 20.40 á laugar- dagskveldið. Nefnist sá Austfjarða- rútan og er í umsjón Hildu Torfa- dóttur. Að þessu sinni drap Hilda niður fæti á Reyðarfirði og tók tali Guðmund Magnússon, fræðslu- stjóra Austurlands. Guðmundur tók sér fyrir hendur í þessum hætti að lýsa fyrir útvarpshlust- endum vexti og viðgangi þessa yf- irlætislausa pláss í austurvegi. Frásögn Guðmundar hreif mig frá breska gamanmyndaflokknum f sælureit, er glamraði á skjánum, bæði vegna þess að ég þekki nokk- uð til á Reyðarfirði, en ekki síður vegna þess tungutaks er Guðmund- ur beitti fyrir sig í lýsingunni. Er auðheyrt að Guðmundur Magn- ússon leggur mikla áherslu á að vanda mál sitt og framsögn. Þann- ig varð frásögn hans á laugar- dagskveldið einkar lifandi og ljós, og hreif hlustandann inná sögu- sviðið. Fannst mér afar fróðlegt að fylgjast með ferð hans í gegn- um sögu Reyðarfjarðar. Verður sú saga ei rakin hér frekar, en at- hyglisvert þótti mér hvernig Guð- mundur Magnússon greindi hið sögulega ferli, og taldi þar þrjá meginása valda miklum umskipt- um á högum manna. Hin sögulegu þáttaskil t fyrsta lagi taldi Guðmundur Magnússon að tilkoma vélbátaút- gerðar hafi skipt sköpum fyrir sjávarpláss hér á landi, og er Reyðarfjörður þar eigi undanskil- inn. Held ég að flestir er þekkja til þessara mála séu hér sammála Guðmundi, og má minna á frá- sagnir í Austra er greindu frá geipilegri aflaaukningu með til- komu vélbáta „á Austurlandi:... hefir oss verið sagt að þar sé einn mótorbátur (formaður Jón Benja- mínsson) búinn að fá 260 skipp. af fiski siðan seint í mai og er það feikilega mikill afli... Róðrar- bátar hafa aflað 80—100 skipp." Þessi frásögn er birtist 1910 (tekin uppúr Sögu útgerðar og fisk- vinnslu á Norðfirði, eftir Smára Geirsson, bls. 39) sýnir hvílík afla- aukning átti sér stað í kjölfar vélbátaútgerðar, enda tóku sjáv- arplássin að vaxa og dafna, og sömuleiðis höfuðborg vor, í kjölfar þessarar byltingar á atvinnuhátt- um. En það er fyrst með hernámi Breta, að Guðmundur Magnússon telur okkur hafa kynnst í raun at- vinnuháttum þeim er þegar höfðu haslað sér völl á Vesturlöndum í kjölfar iðnbyltingarinnar. Hin þriðja holskefla telur svo fræðslu- stjóri Austurlands, að senn skelli yfir Austfirðinga, þá Kísilmálm- verksmiðjan rís á Reyðarfirði. Hér er ég ekki alveg sammála fræðslu- stjóranum, því ég tel að Austfirð- ingar kippi sér lítt upp við enn eitt stjóriðjufyrirtækið, þeir eru al- vanir loðnubræðslum og frysti- húsum, sem eru ekki annað en stóriðjuver á sviði matvælafram- leiðslu. ólafur M. Jóhannesson Þórhalhir Sigurðsson, leik- stjóri útvarpsleikritsins „Antilópusöngvarinn“. Indíánarn- ir koma ■MM í kvöld verður íW4 (X) fluttur 3. þátt- ur framhalds- leikritsins „Antílópu- söngvarinn" eftir sögu Ruth Underhill í útvarps- leikgerð Ingebrigts Davik. Þessi þáttur heitir „Indí- ánarnir koma“. í síðasta þætti varð Hunt-fjölskyldan að halda kyrru fyrir í eyði- mörkinni eftir að hinir landnemarnir héldu af stað yfir fjöllin. Herra Hunt var fárveikur eftir að eiturslanga hafði bitið hann og Sara kona hans óttaðist um líf hans. Hún hafði líka áhyggjur af því að indíánadrengurinn Nummi hafði allt í einu horfið sporlaust. Voru indíánarnir kannske á næstu grösum? Leikendur í 3. þætti eru: Steindór Hjörleifsson, Kristbjörg Kjeld, Jónína H. Jónsdóttir, Kuregei Al- exandra, Ása Ragnars- dóttir, Þórhallur Sigurðs- son, Stefán Jónsson, Þóra Guðrún Þórsdóttir og Árni Benediktsson. Leik- stjóri er Þórhallur Sig- urðsson. Tæknimenn: Friðrik Stefánsson og Hörður Jónsson. Krókur á móti bragði ^^■H í kvöld verður Ot 20 sýndur 7. þátt- ur mynda- flokksins um njósnarann Reilly. Reilly fór til Moskvu árið 1918 í því skyni að steypa stjórn bolsévika og setja á stofn nýja stjórn, sem héldi áfram styrjöldinni gegn Þjóðverjum. Reilly hét í raun Sigmund Rosenblum og var fæddur í Rússlandi árið 1874. Honum varð mikið um þegar hann frétti að réttur faðir hans væri læknir fjölskyldunn- ar. Hann flúði til Suður- Ameríku og lenti þar í ótal svaðilförum, en slapp alltaf og vakti það athygli bresku leyniþjónustunn- ar. Aðeins 21 árs að aldri var honum boðið að ganga til liðs við leyniþjónust- una og fékk mikilvæg verkefni, sem áttu eftir að gera hann að einum virt- asta njósnara i heimi. Reilly var kvennamaður hinn mesti og giftist þrisvar sinnum, en á tímabili voru átta konur í Rússlandi einu, sem héldu því fram að þær væru eig- inkonur hans. í hlutverki Sidney Reilly, eða Sig- mund Rosenblum, er breski leikarinn Sam Neill. Kristmann Eiðsson sá um þýðingu þáttanna. Sam Neill er mjög íbygginn á svip í hlutverki njósnarans Reilly, en 7. þáttur myndafloksins um hann verður á dagskrá sjónvarps í kvöld. Páll Þorsteinsson Ásgeir Tómasson Jólalög og vikudagar ■■■■ Páll Þorsteins- 10°° son og Ásgeir A" Tómasson sjá um morgunþátt rásar 2 I dag. Páll sagði, að nú væri nóg framboð á nýrri popptónlist og myndu þeir félagar gera henni skil í þættinum. „Meðal nýrra laga, sem við leikum, er lag með Allison Moyet, Denice deYoung og Halí and Oates," sagði Páll. „Það er líka kominn tími gömlu góðu jólalaganna, svo við látum ekki á okkur standa og leikum alls kon- ar jólalög. Síðan ætlum við að gefa hlustendum kost á að hringja i okkur kl. 10.50 og nefna uppá- haldsvikudag sinn, ef ein- hver er. Það verður hægt að hringja til kl. 12 og síð- an kynnum við úrslitin. Það má segja, að fyrir- komulagið á þessu sé svip- að og þegar verið er að kjósa mann mánaðarins, en við höfum tvisvar stað- ið fyrir slíkri kosningu og voru þá útnefndir heið- ursmennirnir Bjarni Frið- riksson, júdókappi, og Al- bert Guðmundsson, fjár- málaráðherra. UTVARP ÞRIÐJUDAGUR 20. nóvember 7.00 Veðurtregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorö: — Þorbjörg Danlelsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Breiðholtsstrákur fer I sveit" eftir Dóru Stefánsdótt- ur. Jóna Þ. Vernharðsdóttir les (15). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10A5 „Ljáöu mér eyra." Málmfrlöur Sigurðardóttir á Jaðri sér um þáttinn. (RÚV- AK) 11.15 Tónlistarþáttur. Umsjón: Gestur E. Jónasson. 1200 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 1220 Fréttír. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 1320 Barnagaman. Umsjón: Gunnvör Braga. 1320 „Létt lög frá árinu 1982." 14.00 A bókamarkaöinum. Andrés Björnsson sér um lestur úr nýjum bókum. Kynnir Dóra Ingvadóttir. 1420 Miödegistónleikr. Pinch- as Zukerman og Fllharmon- lusveitin I New York leika fyrsta þáttinn úr Fiölukonsert I e-moll op. 64 eftir Felix Mendelssohn; Leonard Bernstein stj. 1405 Upptaktur. — Guö- mundur Benediktsson. 1520 Tilkynningar. Tónleikar. 1600 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 1620 Sfðdegistónleikar. a. Sinfónluhljómsveit Islands leikur Sinfónlu nr. 16 eftir Henry Cowell; William Strickland stj. b. Fllharmonlusveitin l New York leikur „Inscape", hljómsveitanrerk eftir Aaron Copland; Leonard Bernstein stj. c. Nýja fllharmonlusveitin I Lundúnum leikur Rapsódiu fyrir hljómsveit eftir Roger Sessions; Frederik Prausnitz stj. 17.10 Slödegisútvarp Tilkynningar 1805 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 1900 Kvöldfróttir. Tilkynningar. 1920 Daglegt mál. Siguröur G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Barna- og unglingaleikrit: „Antilópusðngvarinn" eftir Ruth Underhill. 3. þáttur: Indfánarnir koma. Aöur út- varpaö 1978. Þýöandi: Sig- uröur Gunnarsson. Leik- stjóri: Þórhallur Sigurösson. Leikendur: Steindór Hjör- leifsson, Kristbjörg Kjeld, Jónlna H. Jónsdóttir, Kurgei Alexandra, Asa Ragnars- dóttir, Þórhallur Sigurösson, Stefán Jónsson, Þóra Guö- rún Þórsdóttir og Arni Bene- diktsson. 2020 Um alheim og öreindir. Sverrir Ólafsson eölisfræð- ingur flytur slöara erindi sitt. 21.05 íslensk tónlist. Sinfón- iuhljómsveit Islands leikur. Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat. Bjarkamál, sin- fónia eftir Jón Nordal. SJÓNVARP 1925 Sú kemur tlö Nýr flokkur — Fyrsti þáttur. Franskur teiknimyndaflokkur um geimferöaævintýri, fram- hald myndaflokks sem sýnd- ur var I sjónvarpinu 1983. Þýðandi og þulur Guöni Kolbeinsson. Lesari meö honum Lilja Bergsteinsdóttir. 1920 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veöur ÞRIÐJUDAGUR 20. nóvember 2020 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Heilsaö upp á fólk 2. „Það kom oft fyrlr að það rigndi." Rafn Jónsson heilsar upp á Helga Glslason, fyrrum oddvita og vegaverkstjóra, á Helgafelli á Fljótsdalshéraöi. Myndataka: Ómar Magnús- son. ' Hljóð: Jón Arason. 2120 Njósnarinn Reilly 7. Krókur á móti bragöi Reilly fer til Moskvu áriö 1918 I þvl skyni aö steypa stjórn bolsévika og stofna nýja sem héldi áfram styrj- ðldinni gegn Þjóðverjum. Þýðandi Kristmann Eiösson. 2215 Kastljós Þáttur um erlend málefni. Umsjónarmaöur Ögmundur Jónasson 2245 Fréttir I dagskrárlok. 2120 Utvarpssagan: Grettis saga. Oskar Halldórsson les (3). 2200 Tónlist. 2215 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 2225 Frá tónleikum Islensku hljómsveitarinnr l Bústaöa- kirkju 18. þ.m. Stjórnandi: Ragnar Bjðrnsson. Einleikari: Stephanie Brown. Kynnir Asgeir Sigurgestsson. 2345 Fréttir. Dagskrárlok. RAS 2 10.00—1200 Morgunþáttur Músik og meölæti Stjórnendur: Páll Þorsteinss- on og Asgeir Tómasson. 14.00—15.00 Vagg og velta Létt lög af hljómplötum. Stjórnandi: Glsli Sveinn Loftsson. 15.00—16.00 Meö slnu lagi Lög leikin af Islenskum hljómplötum. Stjórnandi: Svavar Gests. 16.00—17.00 Þjóðlagaþáttur Komiö viö vltt og breitt i heimi þjóölagatónlistarinnar. Stjórnandi: Kristján Sigurjónsson. 17.00—18.00 Frlstund Unglingaþáttur. Stjórnandi: Eövarö Ingólfs- son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.