Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 19
19 Ingvar Ingvarsson Ingvar Ingvarsson, Akureyri: Kennarar frá KHÍ koma ekki til kennslu Akureyri, 14. névember. „ÞAÐ SEM mestum áhyggjum veld- ur nú er að kennarar, sem útskrifast frí Kennaraháskóla íslands, viróast ekki koma til starfa við kennslu heldur leita út á hinn almenna vinnumarkað, sem væntanlega kann betur að meta launalega þá alhliða menntun sem kennaraprófið veitir. Á síðasta ári kom aðeins verulegur minnihluti nýútskrifaðra nemenda skólans til kennslustarfa," sagði Ingvar Ingvarraon, kennari við Lundarskóla á Akureyri. „Fleiri ástæður kunna að liggja þarna á bak við svo sem að fram til þessa hefur nánast hver sem haft hefur stúdentspróf og þaðan af minna getað gengið inn í kennslustarfið. Þessu þarf að breyta, lögvernda starfsgrein okkar, gefa réttindalausum kenn- urum sem i starfi eru möguleika til að afla sér aukinnar menntun- ar. Við kennarar fögnum áhuga nú- verandi menntamálaráðherra i þessum efnum, en ráðherra hefur lýst yfir vilja sínum til að flytja frumvarp á Alþingi um lögvernd- un starfsheitisins og þegar skipað nefnd til að semja það frumvarp. Þá hefur ráðherra einnig lýst yfir vilja sínum um að fram fari alls- herjarendurskoðun á kennara- starfinu með tilliti til menntunar og ábyrgðar. Þá vil ég í lokin taka skýrt fram, til að forðast mis- skilning, að margt af þvi ágæta fólki, sem starfað hefur um langt skeið sem kennarar án tilskilinnar menntunar, hefur staðið sig með mestu prýði,“ sagði Ingvar Ingv- arsson að lokum. GBerg. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1984 Björn Björnsson, Sauðárkróki: „Kennum út veturinn“ Saudárkróki, U. nórenber. „I EINU orði sagt eru kjör þeirra sem að kennslumálum starfa óvið- unandi," sagði Björn Björnsson, skólastjóri við Grunnskólann á Sauðárkróki. „Þó illt sé við að búa virðist þorri fólks í landinu hafa sætt sig við að ná endum saman í brauð- striti sinu með takmarkalítilli yf- irvinnu. Kennarar búa hins vegar við það, að hafa setið eftir, þegar kökunni var skipt og í öðru lagi að vera bönnuð yfirvinna, nema að mjög litlum hluta yfir skólaárið, sem mér vitanlega á sér hvergi hliðstæðu, og vera þannig neyddir til þess að leita út á hinn almenna vinnumarkað sumarmánuðina. ORMAR Snæbjörnsson og Gréta Ólafsdóttir eru bæði kennarar við Oddeyrarskólann á Akureyri. „Okkar brýnasta mál, algert forgangsmál í baráttu okkar, er að fá viðurkennda lögverndun starfs- heitisins. Við viljum taka það fram að við erum ekki að agnúast út í það ágæta fólk, sem starfað hefur sem kennarar fram til þessa án tilskilinnar menntunar, rétt- indanámi verður einhvern veginn að koma á fyrir það. En við teljum brýnt að komið verði í veg fyrir i framtíðinni að réttindalaust fólk verði ráðið til kennslu, kennara- starfið er mjö krefjandi og erfitt Þessi nauðvörn er svo notuð sem haldbær rök gegn kennurum og talin þeim til verulegs kaupauka þegar farið er fram á úrbætur í kjaramálum. Eins má benda á að skólastjórn- endur búa við þá fáheyrðu samn- inga, að laun þeirra ákvarðast frá ári til árs af nemendafjölda í skóla og geta launin því verið mjög breytileg og ekki vitað á vordögum hverju sinni, hvort um fjölgun eða fækkun verður að ræða að hausti. Ekki hefur fram að þessu verið vart við það að ráðamenn þjóðar- innar fremur en hver annar hafi áttað sig á því að kennarar hafa lagt að baki langt nám til þess að afla sér kennsluréttinda, sem enn sem komið er hefur í litlu eða engu verið metið til launa hjá ríkinu við kennslustörf. Hins vegar er mér kunnugt um, að ýmis opinber fyrirtæki svo sem bankar og einkaaðilar hafa sóst mjög eftir kennaramenntuðu fólki, og hafa metið menntun þess að verðleik- um. Enda mun það staðreynd að og það verður að lögvernda það starf sem önnur. Þá eru kjör okkar að sjálfsögðu algjörlega óviðunandi og þar verð- ur að koma til verulegrar lagfær- ingar á næstunni, ef ekki á að verða flótti úr stéttinni, en kenn- arar víðs vegar af landinu hafa þegar sent samtökum sínum vilja- yfirlýsingu um að mynduð verði allsherjar samstaða meðal kenn- ara um launabaráttuna, og að fjöldauppsögnum verði jafnvel beitt ef ekki næst viðunandi árangur með leiðréttingu sérkjarasamninganna,“ sögðu þau Ómar og Gréta. — G.Berg. örfáir útskrifaðra kennara t.d. á árunum 1970—1973 hófu störf í skólum að loknu námi. Það var því óblandin ánægja að heyra þær raddir frá Alþingi, að nú skyldi þessari öfugþróun snúið við og kennaramenntað fólk launað, í skólum landsins þar sem það á að vera, ekki verr en býðst á almenn- um vinnumarkaði. Benda má á, ekki til gamans, að réttindafólk til kennslu sem útskrifaðist úr KHÍ með 3ja ára sérnám að loknu stúd- entsprófi fékk fyrir síðustu samn- inga nánast sömu byrjunarlaun og ófaglært starfsfólk í sútunarverk- smiðju hér á staðnum svo eitthvað sé nefnt. Þá virðist það því miður oft gleymast að það fólk, sem í dag situr á skólabekk, er sama fólkið sem mun móta þjóðlífið á morgun, þetta fólk, sem við erum að undir- búa núna til að axla ábyrgð morg- undagsins. Allir eru sammála um það, að sá undirbúningur verður að vera sem bestur. Er þá ekki skelfilegt að heyra talað um at- gervisflótta úr stétt kennara, en því miður er hér ekki um sögu- sagnir að ræða heldur blákaldar staðreyndir. Og það eru líka blákaldar stað- reyndir að hver rikisstjórnin eftir aðra hefur skorið svo við nögl framlög til námsgagnastofnunar að óviðunandi er. Skóla eru víða vanbúnir tækjum og húsbúnaði, skólasöfn fá eða engin, því sveitar- stjórnir muna það sjaldnast að stundargróðinn er valtari heldur en sú auðlegð sem ekki verður metin í krónum og aurum en kem- ur til baka í betri og hæfari ein- staklingum, sem skólarnir senda frá sér út í þjóðlífið. Varla verður svo um þetta mál fjallað, að ekki sé minnst á ábyrgð og skyldur kennara, sem eru miklar, og fáa skólamenn hefi ég þekkt, sem ekki gera sér grein fyrir þessu. Aftur á móti munu fáir kennarar treysta sér til að stunda kennslustörfin nánst af hugsjóninni einni saman. Því er það, að þegar úr atvinnulíf- inu birtast auglýsingar þar sem boðin er vinna: „og engin kennara- laun í boði“ þá er þrjóskunni ýtt til hliðar, kennslubókinni lokað og hreinlega hætt. Ætla má þó, ef marka má fal- legu orðin sem sögð hafa verið á Alþingi á undanförnum vikum, að í nýgerðum samningum og vænt- anlegum sérkjarasamningum verði laun kennara verulega bætt. Hins vegar óttast ég að ef kemur til fjöldauppsagna muni það skapa ámóta andrúmsloft hjá viðsemj- anda okkar eins og gerðist hjá okkur þegar hæstvirtur fjármála- ráðherra varð fyrstur til að fella sáttatillöguna margfrægu, og e.t.v. verða til þess að minni kjara- bætur náist fram en ella. Og hafi menn hugsað sér að hætta kennslu þegar helmingur uppsagnarfrests er útrunninn sýnist mér að við ætlum inn á þá sömu braut lög- leysu, sem við gagnrýndum ráða- menn hvað harðast fyrir í verk- fallinu á dögunum. Ég bendi á að kennarar, svo sem aðrir, verða að fara í sinni kjara- baráttu að lögum. Við skulum kenna út veturinn, og komi lítið sem ekkert út úr sérkjarasamn- ingum þá höfum við tímann fyrir okkur og segjum upp í vor því það fær mig enginn til að trúa að hægt verði að manna skólana fyrir haustið ’85 ef verulegar úrbætur fást ekki. Með því sýnum við þá það fordæmi, að við virðum gerða samninga og förum að lögum, og það ættu jafnvel ráðherrar að skilja og taka til eftirbreytni," sagði Björn Björnsson. — Kári. Hilmar Hilmarsson Hilmar Hilmarsson, Eskifirði: „Vitum að al- menningur er okkur sammálau Eskifírði, 14. nóvember. HILMAR Hilmarsson er kennari vid Grunnskólann í Eskifirði og hefur starfað við kennslu í 6 ár. Hann er jafnframt formaður Kennarasam- bands Austurlands. „Byrjunarlaun kennara eru nú 18.682 krónur á mánuði og miðað við það að kennar- ar eiga að baki 3—4 ára háskólanám og álag á þá er mjög mikið, þarf enginn að undrast hina megnu óánægju meðal þeirra," segir llilm- ar. „Álag á kennara kemur meðal annars fram í þvi, að fáir starfs- hópar taka störf sín með sér heima í jafn ríkum mæli og kenn- arar. Það er heldur engin tilviljun að starfsævi kennara er styttri en nokkurrar annarrar stéttar þar sem krafist er sérmenntunar. í annarri grein grunnskólalag- anna segir: „Grunnskólinn skal leitast við að haga störfum sinum Gréta Ólafsdóttir og Ormar Snæbjörnsson. Ormar Snæbjörnsson og Gréta Ólafsdóttir, Akureyri: „Lögverndun starfsheitis forgangsmál“ Akareyrí, 14. nÓTember. 3 5 ,...OG ÞAÐ FYRIR AÐEINS 17 KR. STK.* Nú geturðu komiö vinum og vandamönnum skemmtilega á óvart meö jólakorti sem skartar þinni eigin Ijósmynd og sparaö um leió dágóöa upphæö. Taktu mynd sem fyrst eöa veldu eina góða úr safninu og viö sjáum um aö gera úr henni kort sem stendur upp úr jólakortaflóóinu I ár. Allt sem viö þurfum er filman þin. HflNS PETERSEN HF Umboösmenn um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.