Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 50
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1984 + Konan min, GUÐNÝ MAGNÚSDÓTTIR frá Ivarshúsum, Dvalarheimilinu Hðfða, Akraneai, andaöist 18. nóvember. Guðbjarni Sigmundsson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HANNA GUOJÓNSDÓTTIR pfanókennari, Kjartansgötu 2, lést i Landspitalanum sunnudaglnn 18. nóvember. Aðstandendur. + Elskulegur faöir okkar, tengdafaðir og afi, HÓLMGEIR G. JÓNSSON, Grenimel 15, andaöist á gjörgæsludeild Borgarspitalans 16. nóvember sl. Eyvör M. Hólmgeirsdóttir, Steingrimur Helgason, Aðalbjörg Hólmgeirsdóttir, Lárus Guðgeirsson og barnabörn. + Sonur okkar og bróöir, VIGFÚS JÓNSSON, Ásbraut 13, Kópavogi, lést 18. nóvember. Jón Vigfússon, Svanhildur Stefánsdóttir, Steinunn Kristfn Jónsdóttir, Ingi Þór Jónsson. + Sonur okkar, BRYNJÓLFUR INGÓLFSSON, andaöist i Landspítalanum 17. nóvember. Laufey Halldórsdóttir, Ingólfur Guðmundsson. + Systir okkar, GUÐVEIG STEFÁNSDÓTTIR frá Siglufirði, sem lést I Elll- og hjúkrunarheimilinu Grund 13. nóvember sl., veröur jarösungin frá Langholtskirkju i Reykjavik föstudaginn 23. nóvember kl. 15.00. Pátur Stefónsson, Friöþóra Stefánsdóttir. + Útför systur minnar, KATRÍNAR PÁLSDÓTTUR frá Hörgslandi á Slöu, fer fram frá Dómkirkjunni miövikudaginn 21. nóvember kl. 13.30. Þurfóur Pálsdóttir. Þökkum af alhug auösýnda samúö og vlnarhug vlð andlát og útför INGÓLFS PÁLSSONAR, Lyngbrekku 1. Jónlna Stefánsdóttir, Stefán Ingólfsson, Margrát Einarsdóttir, Ingibjörg Ingólfsdóttir, Sigurður Ragnarsson, Páll Ingólfsson, Hafdls ingólfsdóttir, Ingvi Ingólfsson, Fanney Ingólfsdóttir Eydls Siguröardóttir, Ingjaldur Ragnarsson, og barnabörn. Minning: Eva Guðmunds- dóttir Vogler Elskuleg föðursystir mín, Eva Guðmundsson Vogler, lést á heim- ili sínu í Danmörku 25. október 1984. Hún fæddist í Kaupmannahöfn 4. ágúst 1915, næstelsta barn Elín- ar Stephensen og Júlíusar Guð- mundssonar. Elín var dóttir Elín- ar Thorsteinsen og Magnúsar Stephensen landshöfðingja en Júlíus var sonur Andreu H.B. Weywadt og Stefáns Guðmunds- sonar verslunarstjóra á Djúpa- vogi. Júlíus vann við verslanir Ör- um og Wulffs í Kaupmannahöfn um nokkurra ára skeið en fluttist svo heim til íslands 1921 og gerð- ist þar stórkaupmaður og útgerð- armaður. Börn Elínar og Júlíusar auk Evu eru öll á lífi en þau eru: Agnar, Elín, Valborg, Ása og Stefán. Eva gekk i Kvennaskólann en fór svo að vinna í Landsbankan- um. Daginn sem hún varð 18 ára lagði hún af stað til Danmerkur í verslunarskóla. Sú för varð afdrifarík því hún kynntist þar fljótlega ungum, dönskum manni, Hans Vogler að nafni og þau gengu svo í hjónaband á páskum 1940. Þau voru síðan búsett í Danmörku, lengst af í Valby í Kaupmannahöfn en síðustu árin í Espergærde á Sjálandi. Hans vann alveg frá því að þau Eva gift- ust við útgáfufyrirtækið Allers. Þau Eva áttu tvö börn, Stefán og Charlotte, sem bæði eru búsett í Danmörku ásamt fjölskyldum sín- um. Þó að Eva hefði þannig flust búferlum frá íslandi strax á ungl- ingsárum var það henni mikil sárabót að systir hennar Elín fluttist út til Danmerkur skömmu síðar og svo Ása systir hennar nokkrum árum seinna, en þær El- ín og Ása eru giftar dönskum bræðrum. Hún hafði því samneyti við þær, einkum Elinu, sem bjó i Kaup- mannahöfn. Ása bjó fjær og flutti svo ásamt fjölskyldu sinni til Kanada fyrir tæpum 20 árum. Þær Elín töluðust við nærri dag- lega, og eins hafði Eva mikil sam- skipti við frænku sina Bergljótu. Þær voru systradætur og ná- grannakonur um áratuga skeið, bjuggu í sama hverfi í Kaupmannahöfn og voru góðar vinkonur ævilangt. Þessi nánu samskipti systra og frænku voru þeim öllum mikill stuðningur og hjálpaði því til að varðveita mál og menningu uppruna sins og skila þeim til barna sinna. Eva talaði því íslensku nær daglega enda gætti þess ekki i málfari hennar né skrifum, að hún hefði verið búsett erlendis í meira en 50 ár. Á þessum langa tima kom hún aðeins þrisvar sinnum í heimsókn til íslands. Fyrsta heimsóknin var um haustið 1951. Sú ferð, sem hafði verið full eftirvæntingar, bæði hennar og ættingja, sem biðu hennar, varð blandin trega, þvi að Elín, móðir Evu, lést daginn áður en hún kom. Siðan kom hún aftur til íslands 1966 og svo sl. sumar. Eva var mjög fríð kona, en hlé- dræg og hafði sig ekki i frammi. Hún var hrekklaus, grandvör og góð kona. Aldrei heyrði ég hana hallmæla neinum, en tók eftir því þegar við hittumst i sumar, hve velviljuð hún var, lagði öllum gott til og færði til betri vegar. Hún lagði metnað sinn og alla alúð i að gera öðrum gott og ræktaði fjöl- skyldu sína og heimili. Trygglyndi hennar og ræktarsemi náði langt út fyrir nánasta fjölskyldulið, því að ættingjar og vinir áttu alltaf athvarf og vísa gestrisni á heimili hennar. Hún hýsti þá i lengri eða skemmri tíma og nostraði við þá. Þegar ég var barn og unglingur varð hugulsemi hennar margoft til þess að gleðja mig og systkini mín óumræðilega. Það var engin smáræðis eftirvænting bundin við jóla- og afmælisgjafirnar frá Danmörku. Síðar naut ég um- hyggju hennar margsinnis þegar ég kom reglulega til Danmerkur vegna vinnu minnar og bjó á heimili þeirra Evu og Hans, eins og það væri mitt eigið heimili. Fyrir þá hlýju og umhyggju sem hún sýndi mér ungri er ég ævin- lega þakklát. Eva taldi sig hafa átt hamingju- rikt líf. Þau Hans voru ákaflega samrýnd og nátengd. Börnin tvö Stefán og Charlotte voru þeim af- ar kær og svo barnabörnin, en þau bjuggu í nágrenninu og umgeng- ust daglega. Hans, eiginmaður Evu, veiktist af illkynja sjúkdómi og lést eftir nokkurra mánaða veikindi, á afmælisdaginn sinn 30. október 1982, þá 67 ára að aldri. Eva syrgði hann ákaflega og tók ekki á heilli sér eftir að hann dó. Það varð henni því mikið gleðiefni að heimsækja Island á sl. sumri, rifja upp bernsku- og æskuminn- ingar, hitta ættingja og vini, marga eftir langan aðskilnað. Hún naut þess mjög að sjá landið sitt aftur en mest þó að finna þá hlýju, sem til hennar streymdi frá þeim sem þótti vænt um hana og vildu henni vel. Það er ekki ósennilegt, að hún hafi fundið til hinna sterku róta sem mótunarár bernskunnar eiga í tilfinningum og huga, einkum þegar aldur færist yfir. En hún gældi við þá hugmynd að koma aftur til Islands að ári liðnu og hlakkaði mikið til að eiga það I vændum. Af því verður þó ekki, því miður. Hún lést í svefni þann 25. október sl. og var jarðsett í Danmörku við hlið eiginmanns síns, þann 31. október. Blessuð sé minning hennar. Guðrún Agnarsdóttir Ingólfur Páls- son - Minning Fæddur 1. september 1925 Dáinn 29. október 1984 Við fráfall skyldmenna setur mann hljóðan. Svo fór mér er ég frétti andlát Inga frænda míns. Spurningar leita á hugann. Hvers vegna er maður kallaður burt mitt í önn dagsins? En vegir Guðs eru órannsakanlegir, ekkert svar fæst. Ingólfur fæddist 1. september 1925, að Hjallanesi í Landsveit. Sonur hjónanna Halldóru Oddsdóttur og Páls Jónssonar er þar bjuggu. Þau hjón eignuðust 6 börn og var Ingólfur þriðji í ald- ursröð systkinanna. Hann ólst upp í foreldrahúsum og strax og aldur leyfði hjálpaði hann til við bú- störfin. Eftir að unglingsárum lauk, leitaði hann að heiman i atvinnuleit svo sem margir gerðu á þeim árum. Vann hann ýmis störf en þar kom að hann ákvað að læra smíðar. Lærði hann hús- gagnasmíði og vann hann við smíðastörf til hinstu stundar. Fyrst hjá öðrum, en hóf svo sjálfur eigin atvinnurekstur, aðal- lega innréttingasmíði allskonar. Lengi hafði hann verkstæði sitt heima en fyrir nokkrum árum flutti hann starfsemina í stórt hús fjarri heimilinu. Þegar Ingi var við smíðanám, kynntist hann ungri konu af Aust- urlandi, Jónínu Salnýju Stefáns- dóttur frá Mýrum I Skriðdal. Giftu þau sig og hófu búskap, fyrst nokkur ár I Reykjavík en byggðu sér hús í Kópavogi, fyrst við Álfhólsveg en síðar við Lyngbrekku og áttu þar heima síð- an. Didda og Ingi, en svo hafa þau hjón ávallt verið nefnd af vinum og vandamönnum, eignuðust eftir- talin 6 börn. Stefán Þórarinn, smiður og arkitekt, kona hans er Margrét Einarsdóttir. Páll Rúnar, trésmið- ur, kona hans er Eydís Sigurðar- dóttir. Halldóra Ingibjörg, hús- móðir, maður hennar er Sigurður Ragnarsson. Hafdís Odda, hús- móðir, maður hennar er Ingjaldur Ragnarsson, Ingvi, við nám í trésmíði. Fanney, við nám I grunnskóla. Synir Ingólfs og Diddu hafa all- it fetað í fótspor föður síns og starfað með honum við smíðarnar. Einnig hafa dætur og eiginkona hjálpað til, þegar þurft hefur, enda fjölskyldan með eindæmum samhent. Þannig er í stórum dráttum lífsferill Inga frænda míns. Hann var einstaklega barngóður og gaf sér tíma til að tala við bðrn, ekki síst afabörnin eftir að þau komu til sögunnar. Hann var hjálpsamur og greiðvik- inn og gott var til hans að leita, ef með þurfti. Fann ég það, ekki síst þegar ég var að byggja. Nú að leiðarlokum vil ég þakka frænda mínum alla hjálpsemi og vináttu við mig. Bið ég algóðan Guð að styrkja eiginkonu og fjöl- skyldu hennar á sorgarstundu. P.K. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast í í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.