Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1984 29 Líbýumenn æfir út af blekkingum Egypta Kairó, 1». aÓTember. AP. ÁGREININGUR EgypU og Líbýu manna óx í dag, Líbýumenn hvöttu til þess að Hosni Mubarak foraeta yrði steypt, egypskur ráðherra sak- aði Líbýumenn um samseri til að veikja varnir Egypta og blað í Kairó krafðist þess að Arabaríkin refsuðu Moammar Khadafy Líbýuleiðtoga sameiginlega. Nýjasta kastið i 12 ára kulda- skeiði í venzlum Egypta og Líbýu kemur i framhaldi af kænsku- bragði Egypta sem fölsuðu mynd af Abdel-Hamid Bakoush, fyrrum forsætisráðherra Libýu, liggjandi í blóðpolli, með þeirri afleiðingu að stjórnin i Tripólí lýsti yfir þvi að Bakoush hefði verið „tekinn af lífi“. Egyptar halda þvi fram að Khadafy hafi leigt tvo Breta og tvo Möltubúa til að ráða Bakoush af dögum, en hann hefur dvalist í Egyptalandi sem pólitiskur flótta- maður frá 1977. Fjórmenningarnir réðu sér egypska aðstoðarmenn, sem reyndust vera leyniþjónust- umenn, sem villtu á sér heimildir. Voru þeir handteknir og fyrir til- stilli „aðstoðarmannanna" var af- taka Bakoush sviðsett, myndir teknar af ætluðu liki hans með viðeigandi blóðslettum og mar- blettum, sem kvikmyndasérfræð- ingur útbjó, og myndirnar siðan sendar til sendiráðs Líbýu á Möltu. Létu Líbýumenn gabbast og birti útvarpið í Trípólí yfirlýs- ingar þess efnis að „flækingshund- urinn" Bakoush hafi hlotið makleg málagjöld. Daginn eftir yfirlýsingu stjórn- ar Khadafys um aftökuna kom Bakoush fram á blaðamannafundi innanríkisráðherrans, Ahmed Rushdi, sem skýrði frá bragðinu. Nafngreindi hann leiguliða Khad- afys, sem kváðu Khadafy hafa lof- að sér kvartmilljón dollara fyrir morðið á Bakoush. Tyrkneskur stjórnarerind- reki myrtur Vfurborx. 19. nórember. AP. TYRKNESKUR stjórnarerindreki var myrtur í miðborg Vfnar f dag. Maður sem ekki lét nafns getið lýsti ábyrgð verknaðarins á hendur öfga- sinnuðum Armeníumönnum sem berjast gegn stjórnvöldum í Ankara. Erindrekinn, Evner Ergun að nafni, var í bifreið sinni í mið- borginni og er hún hægði ferðina í mikilli umferðargötu, vatt maður sér að bifreiðinni og tæmdi hríðskotabyssu. Ergun er talinn hafa látist samstundis. Þetta er annað tilræðið við tyrkneska stjómarerindreka í Vín það sem af er árinu. Það fyrra var í júní, en þá lést einnig erindreki í spreng- ingu. Símamaðurinn varaði við að fleiri tilræði væru í bígerð og yrði engin miskunn sýnd. Leiguliðarnir segja það þó hafa verið helzta hlutverk sitt að safna upplýsingum um F-16-orrustuþot- ur Egypta og reyna að stela einni slíkri og fljúga til Líbýu. Fjórmenningarnir kváðust m.a. launa egypsku samstarfsmönnum sínum með því að kynna þá fyrir Carlos, glæpamanninum, sem tal- inn er hafa komið við sögu hryðju- verka víða um heim, og þeir segj- ast hafa hitt á hóteli f Trfpólf. Við yfirheyrslur játuðu fjórmenn- ingarnir að hafa áformað frekari hryðjuverk í skjóli fjárfestinga- fyrirtækis sem þeir ætluðu að stofna í Egyptalandi eftir aftök- una á Bakoush. Sambúð Egypta og Líbýu versn- aði til muna þegar Anwar Sadat fyrrum forseti hafnaði tilmælum Khadafys 1972 um sameiningu ríkjanna. Versnaði sambúðin þeg- ar Sadat féllst á vopnahlé i októ- berstríðinu við ísraela 1973. Laust í sex daga bardaga með Egyptum og Líbýumönnum 1977 og sambúð- in kólnaði enn frekar þegar Sadat fór til Israel og gerði friðarsamn- inga við lsraela. Símamynd/AP. Myndin falsaða af Abdel-Hamid Bakoush fyrrum foraætisráðherra Líbýu. Egyptar göbbuðu Líbýumenn, sem gengu í gildru og kváðust hafa tekið Bakoush af Iffi í Egyptalandi, þar sem hann hefúr dvalist sem pólitískur flóttamaður frá 1977. Klámbíó sprengt í Diisseldorf KUwtrklorr, 19. nórenber. AP. Klámbíó í miðborg Dússeldorf gjöreyðilagðist i sprengingu í dag, fórst a. m. k. einn maður og marg- ir slösuðust illa, bæði fólk sem var innandyra og gangandi vegfarend- ur. Talið er að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Kvikmynda- húsið er skammt frá aðaljárn- brautarstöðinni. (jmwQ001 Laines anny blatt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.