Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 48
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1984 Hver er hagurinn af nýja álsamningnum? eftir Gunnar G. Schram Snemma í síðasta mánuði náðist samkomulag við Alusuisse í þeirri deilu sem staðið hefur undanfarin ár. Samið var um nýtt raforkuverð til álversins i Straumsvík. Jafn- framt náðist samkomulag um að ljúka með dómsátt deilumálum liðins tíma um skattamál fyrir- tækisins. Þetta samkomulag liggur nú fyrir Alþingi sem þessa dagana vegur og metur þann áfanga í samskiptum ísiands og þessa stór- iðjufyrirtækis og mun innan tíðar láta uppi álit sitt á hinu nýja sam- komulagi. Þess vegna er eðlilegt að menn spyrji á þessum tíma- mótum hvaða hag við íslendingar munum hafa af hinu nýja sam- komulagi, hverjir eru helstu kostir þess og gallar. Hér á eftir verður drepið á nokkur atriði, sem þar skipta máli, og reynt að vega það og meta hvers virði þær breyt- ingar eru sem náðst hafa fram í samningunum. Tvöföldun orku- verðsins Þegar núverandi ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum snemma sumars á síðasta ári óskaði hún þegar í stað eftir því við Alusuisse að endurskoðun hæfist á samning- um um álbræðsluna í Straumsvík. Fljótlega varð ljóst að þar var um tvö mál að ræða sem skiptu höfuð- máli: að ná fram hækkun orku- verðsins og setja niður deilur lið- ins tíma milli málsaðila. Þegar viðræðurnar hófust í júnímánuði 1983 var orkuverðið til álversins tæplega 6.5 mill. Með bráðabirgðasamkomulagi sem náðist þann 23. september, eftir þriggja mánaða viðræður, fékkst þetta verð hækkað um tæplega 50% eða í 9.5 mill. Sú verðhækkun jafngilti um 140 millj. kr. tekju- auka fyrir Landsvirkjun á einu ári. Af hálfu fslenskra stjórnvalda var þessi orkuverðshækkun þó GANGIER HAU8T 1«S4 Gangleri SÍÐARA hefti 58. árgangs er komið út. Blaðið er að venju % bls. með greinum um andleg mál. Meðal efnis er grein um sam- anburð á skoðunum Williams James og Sigurðar Nordal. Grein er um heilastarfsemi Japana og kafli úr bók Matthíasar Jónasson- ar um eðli drauma. Skyggn kona segir frá lífsútsýn sinni og reynslu í öðrum heimi. Grein er um hug- ræna þögn og önnur eftir J. Krishnamurti um orð og veru- leika. Greinarflokkur er um búdd- hisma og Siva-sútrur. Einnig er grein um snjómanninn og aðrar slíkar verur sem víða hafa sést. Alls eru 19 greinar nú í Gang- lera, auk smáefnis. ekki talin fullnægjandi, þrátt fyrir það að hér hefði náðst fram svipað orkuverð og álver greiða í Noregi, sem er eitt helsta sam- keppnisland okkar á þessu sviði. Áfram var því haldið samning- um og nú hefur verið samið um mun hærra orkuverð. Það verð er 12.5—18.5 mill. Hér er því bæði um lágmarksverð og hámarksverð að ræða og er það að meiri hluta til tengt verði á áli í heiminum. Þegar verðið á áli er lágt, eins og nú standa sakir, yrði orkuverðið nálægt neðri mörkunum en fer síðan hækkandi með hækkuðu ál- verði. Það verð sem álverið í Straumsvík myndi greiða, ef hinn nýi samningur væri nú í gildi, er um 12.8 mill. Er þar um að ræða nær 100% hækkun frá þvf verði sem f gildi var fram á siðasta haust. Ef litið er á allt árið 1984 hefði hinn nýi samningur gefið orkuverð að upphæð 13.8 mill. Af þessu sést að lágmarksverðið í hinum nýja samningi felur í sér a.m.k. tvöföldun orkuverðsins frá því sem verið hefur. Jafnframt mun orkuverðið geta allt að þvf þrefaldast, ef álverð fer hækkandi í heiminum, eins og flestar spár standa til, eða orðið 18.5 mill. Medalverðiö 15 mill næstu árin Það er eðlilegt að spurt sé hvert líklegt sé að orkuverðið muni reynast á næstu fímm árum, eða þar til þennan nýja samning má taka til endurskoðunar. Lands- virkjun hefur farið þess á leit við þrjú alþjóðleg ráðgjafarfyrirtæki á sviði álframleiðslu og markaðs- kannana að þau létu uppi álit sitt um þróun álverðs á næstu fimm árum. Tvö fyrirtækin eru banda- rísk, Chase Econometrics og Re- source Strategies Ltd. en eitt breskt, J.F. King. Spár hinna er- lendu sérfræðinga eru þær að á þessu tímabili muni álverðið gefa skv. nýja samningnum að meðal- tali um 15 mill. Meðalverð í Evrópu nú 14.6 mil) Fróðlegt er þessu til saman- burðar að líta á það hvert sé það meðalverð sem álver f Evrópu greiða fyrir orkuna í dag. Það er 14.5 mill. Hæst er það í dag á Spáni, 19 mill, en lægst í Noregi eða aðeins 8.7 mill. Nýlega gekk gerðardómur f Grikklandi um orkuverð til álversins þar. Með honum hækkaði orkuverðið frá brúnkolaorkuverinu f 19.5 mill en orkan frá vatnsorkuverinu er enn aðeins 10 mill. Meðalverðið f Grikklandi er því eftir dóminn 15 mill. I þessu sambandi skal þess einnig getið að sérfræðingar ís- lands og Alusuisse gerðu könnun á því hver samkeppnisaðstaða ál- vers á íslandi væri miðað við keppinauta í Evrópu og Ameríku. Var niðurstaðan sú að vegna fjar- lægðar og annarra atriða væri samkeppnisaðstaðan hér á landi gagnvart álverum í Evrópu lakari sem nemur allt að 4 millum. Gefur það orkuverð sem er 10.5 mill, en eins og fyrr sagði hefur nú verið samið um mun hærra orkuverð hér á landi en sú tala gefur til kynna. Hver er framleiðslu- kostnaður orkunnar? Þegar um þessa hluti er rætt skiptir vitanlega miklu máli að líta á það hver sé framleiðslu- kostnaður þeirrar orku, sem álver- ið kaupir af Landsvirkjun frá Búr- felli. Samkvæmt bókum Landsvirkj- unar er framleiðslukostnaður ork- unnar frá Búrfelli fyrir stóriðju í dag 5.3 mill en 8.6 mill, ef með er Gunnar G. Schram „Ef hið nýja samkomu- lag hefði verið í gildi ár- in 1979 til þessa dags hefði orkuverðið verið á bilinu 12.5—16.5 mill. Viðbótartekjur Lands- virkjunar frá ÍSAL á þessum flmm árum hefðu numið 55 millj. dollara eða um 1800 milljónum króna.“ tekið flutningskerfi, en inni f þeirri tölu er kostnaður við allar byggðalínurnar. Ef vaxtagreiðsl- um á árinu er hins vegar skipt á milli rekstrareininga í kerfi Landsvirkjunar f hlutfalli við endurmetinn stofnkostnað kemur í ljós að kostnaðarverð orkunnar frá Búrfellsvirkjun til stóriðju er við stöðvarvegg 8.4 mill í dag. (Kostnaöarverð frá öllum virkjun- um Landsvirkjunar er að meðal- tali 9.6 mill til stóriðju, en 12.7 mill sé allt flutningskerfið tekið með.) Þessar tölur eru fróðlegar þegar Iitið er til þess hvaða orkuverð hefur nú verið samið um — verð sem nú þegar gefur um 13 mill og sennileg um 15 mill næstu fimm árin á verölagi þessa árs. Sést af þessum upplýsingum hve fráleitt er að haida þvf fram að íslend- ingar borgi nú með orkunni til ál- versins í Straumsvík. Þeir gerðu það þar til á síðasta ári, en ekki lengur. Þar að auki má hér minna á að orkusalan til álversins hefur á liðnum árum greitt upp að mestu leyti stofnkostnað Búrf- ellsvirkjunar. Hagnaður af samningn- um 2.2 milljarðar kr. Endurskoðun orkusamningsins til álbræðslunnar í Straumsvík hefur ekki verið neitt áhlaupa- verk, m.a. vegna þess að ekkert endurskoðunarákvæði er að finna í núgildandi álsamningi. Það er hins vegar i nýja samningnum og er það vitanlega til mikilla bóta. En nú þegar nýr orkusamningur er kominn á stokkana má velta þvi fyrir sér hver hefði verið hagnað- ur okkar tslendinga af honum ef slíkur samningur hefði fyrr verið gerður. Það er einfalt reiknings- dæmi. Ef hið nýja samkomulag hefði verið f gildi árin 1979 til þessa dags hefði orkuverðið verið á bil- inu 12.5—16.5 mill. Viðbótartekjur Landsvirkjunar frá ÍSAL á þess- um fimm árum hefðu numið 55 millj. dollara eða um 1800 milljón- um króna. Þetta er sú upphæð sem við höf- um misst af vegna þess að samn- ingar náðust ekki fyrr en nú. Það er mikið fé sem unnt hefði verið að nota til þess að lækka raforku- verðið i landinu til hins almenna neytanda — eða greiða niður hin- ar miklu fjárfestingarskuldir Landsvirkjunar sem stefnir að sama markmiði. Fyrir þetta fé hefði t.d. verið unnt að leggja var- anlegt slitlag á gjörvallan hring- veginn (1400 km) svo dæmi sé tek- ið. Með þessu er þó ekki verið að kasta neinni rýrð á þá sem með samningamálin við Alusuisse fóru á liðnum árum. Þeir lögðu sig tvímælalaust alla fram en höfðu ekki árangur sem erfiði. í sjálfu sér sýnir það ekki annað en það hve erfitt það er að ná hagstæðum samningum við erlend fjölþjóða- fyrirtæki. Þar er kálið ekki sopið, þótt f ausuna sé komið. Á sama hátt er fróðlegt að líta á það hverjar viðbótartekjur Lands- virkjunar af hinu nýja samkomu- lagi gætu orðið á næstu fimm ár- um, til 1989, samkvæmt fyrr- greindum spám um þróun álverðs. Þær viðbótartekjur vegna hins nýja samnings eru áætlaðar af Landsvirkjun 2.230 millj. króna. Hér er með öðrum orðum um þann aukalega hagnað að ræða sem hinn nýi samningur getur fært fs- lensku þjóðinni á þessum árum og líklegt er að hann geri. Orkan aðeins lítill þáttur Hér hefur verið fjallað um þann hag, sem hinn nýi orkusölusamn- ingur hefur fyrir þjóðina. En ástæða er til þess að minna á að greiðslur fyrir orkuna eru ekki nema lítill hluti þeirra tekna, sem við fáum frá stóriðjunni f Straumsvík. Ef litið er á það hverjar eru hreinar gjaldeyristekjur, sem skapast hafa vegna álbræðslunnar frá upphafi 1967 til ársins 1983, kemur i ljós að orkan er aðeins um 20% af þeirri upphæð. Gjaldeyr- istekjur vegna orkusölunnar á þessu tímabili voru alls um 2,5 milljarðar kr. en heildargjaldeyr- istekjurnar voru tæpir 12 millj- arðar kr. Skattar, vinnulaun, þjónusta og annað er hér miklu stærri þáttur í þeim gjaldeyris- tekjum sem þjóðin hefur fengiö frá álverinu. Það er rétt að minna á þessa staðreynd vegna þess hve mönnum hættir til oft á tíðum að einblína á orkuþáttinn sem mik- ilvægasta atriði í þessu efni. Orkusalan er vitanlega mikilvæg en aðrir þættir þessarar starfsemi færa þjóðarbúinu miklu hærri fjármuni f gjaldeyri en orkan og þá ekki síst vinnulaunin sem námu alls um 4,5 milljörðum kr. á þessu tfmabili. Þegar rætt er um þjóðhagslegt gildi stóriðju á ís- landi eru þetta tölur sem tala sfnu máli, staðreyndir, sem ástæðu- laust er að draga fjöður yfir. Lokaorð Hér hefur fyrst og fremst verið fjallað um þann hag sem hinn nýi álsamningur færir okkur á orku- sölusviðinu. Að þessu sinni verður ekki vikið að öðrum þáttum samn- ingsins sem fela f sér nýmæli frá þvf sem áður var og horfa mjög til bóta. Má þar m.a. nefna ákvæðið nýja um endurskoðun samnings- ins á fimm ára fresti og verð- tryggingarákvæði hans. Um skattamálin er enn ósamið en þvf verki skal ljúka fyrir 1. júnf. Markmiðið þar er að koma á nýju skattakerfi, sem útiloki deilur lfk- ar þeim, sem risið hafa ó fortíð- inni. Miklar deilur hafa staðið um stóriðjumálin á liðnum árum hér á landi. Með sáttagerð hins nýja samkomulags eru þær vonandi aö mestu úr sögunni. En það skyldu menn þó jafnan hafa f huga að stóriðja er ekki nein allsherjar- lausn á efnahagsvanda þjóðarinn- ar. Þar verður að ganga fram með fullri gát og varkárni og gæta þess að leggja ekki of mikið undir f einu. Hinu verður þó varla með rökum á móti mælt að það er skynsamlegt fyrir þjóðina að nýta þá miklu orku sem enn er óbeisluð í fallvötnum landsins og þá ekki sfður til stóriðju en annarra hluta. Skynsamlegir samningar við erlenda aðila eru grundvallarfor- senda f þvf efni — samningar sem bæði tryggja arðgjöf og atvinnu á komandi árum. Á þann hátt getur stóriðjan orðið sú lyftistöng, sem íslenskur þjóðarbúskapur þarf á að halda á komandi árum. Gunnar G. Schram er alþingismað- ur Sjálfstæðisflokks fyrir Reykja- neskjördæmi. Sævar skák- meistari TR í bráðabana SÆVAR Bjarnason varð skákmeist- arí Taflfélags Reykjavíkur árið 1984 eftir að hafa sigrað Benedikt Jónas- son í úrslitakeppni. Hilmar Karlsson varð þriðji með 7 vinninga. Eftir að Sævar og Benedikt urðu jafnir á haustmóti TR með 8 vinn- inga hvor háðu þeir 4 skáka ein- vígi sem lauk með jöfnum vinn- ingum, tveir gegn tveimur. Var þá tefldur svokallaður bráðabani, það er að sigurvegari yrði sá þeirra sem fyrri yrði til að vinna skák í áframhaldandi úrslitakeppni. Sævar vann 5. skákina f úrslita- keppninni, sem tefld var í fyrra- dag, og varð þar með skákmeistari TR 1984. T-Xöföar til XI fólks í öllum starfsgreinum! ORKUVERÐ TIL ÁLVERA í EVRÖPU MILL/KV7H SPANN 19 HOLLAND 16 ÍSLAND , SKV; NÝJUM SAMNINGI GRUNNVERÐ 15 GRIKKLAND 15 STÖRA BRETLAND 15 ÞÝSKALAND 14 FRAKKLAND 14 SVÍÞJÓÐ 14 ÍTALÍA 14 SVISS 12 NOREGUR 9 tSLAND 6.5 SKV. GÖMLUM SAMNINGI Taflan sýnir hvað álver í Evrópu greiða fyrir orkuna í dag. Ef hinn nýi orkusölusamningur hefði verið í gildi allt árið 1984 hefði ÍSAL greitt 13,8 mill fyrir orkuna. Samkvæmt gamla álsamningnum sem gilti til 1983 var orkuverðið 6,5 mill en 9,5 mill samkvæmt bráðabirgðasamkomulaginu sem gert var f London 23. sept 1983. (Heimild: Landsvirkjun.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.